Morgunblaðið - 07.09.1990, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
Geir og Erna með Carrington lávarði, framkvæmdastjora Atlantshatsbandalagsms, ogkonu hans lonu.
senn fram sigurvissu og baráttu-
hug. í foreldrahúsum kynntist ég
því, hve miklar vonir voru bundnar
við forystu hans í Sjálfstæðisflokkn-
um.
Þegar lífíð tók allt aðra stefnu
en við höfðum ætlað sumarið 1970
var Geir skyndilega kallaður til
meiri ábyrgðar en hann hafði vænst
á þeirri stundu og enn urðu óvænt
atvik til þess að hann varð fyrr en
menn grunaði formaður Sjálfstæð-
isflokksins 1973. Öfundarmenn átti
hann, bæði vegna velgengni í
stjórnmálum og af því að hann
hafði hiotið í arf öflug fyrirtæki sem
faðir hans hafði komið á legg af
miklum dugnaði og forsjálni. Innan
Sjálfstæðisflokksins voru til menn
sem sáu ofsjónum yfir frama Geirs
og vildu veg hans sem minnstan
og hjuggu á stundum úr launsátri
gegn hinum heiðvirða drengskapar-
manni.
Undir forystu Geirs vann Sjálf-
stæðisflokkurinn glæsilegan sigur
í þingkosningum 1974. Hann varð
forsætisráðherra og þá tókust með
okkur persónuleg kynni sem hafa
verið mér ákaflega dýrmæt. Síðustu
ár Geirs í stjómmálunum urðu hon-
um erfið vegna mótbyrs sem hann
hlaut, ekki síst' hjá ýmsum innan
Sjálfstæðisflokksins. Honum var
ekki að skapi hvemig hann varð
að segja skilið við stjórnmálin
haustið 1985. Hann vildi að brott-
för sína af stjórnmálavettvangi
bæri að með öðrum hætti, en hafði
mikinn áhuga á að taka við starfi
seðlabankastjóra. Þar ætlaði hann
að láta gott af sér leiða á síðustu
ámm starfsævi sinnar, sem urðu
alltof fá. í rúmt ár barðist hann við
erfiðan sjúkdóm og sýndi þá enn
sama hetjuskapinn og áður og
sterkan vilja til að gefast ekki upp
fyrr en í fulla hnefana. Af sjúkra-
beði nú í sumar hafði hann símleið-
is samband við mig til að vinna að
framgangi máls sem var honum
kært. Viljastyrkurinn var óbugaður
þótt líkamlega þrekið dvínaði jafnt
og þétt.
í maí átti ég þess kost einu sinni
sem oftar að sitja með Geir fund í
samtökum þeim sem kennd eru við
Bilderberg. Á vegum þeirra hittast
vestrænir forystumenn úr stjórn-
málum, viðskiptum, atvinnurekstri,
háskólum og fjölmiðlum. Var Geir
virkur þátttakandi í starfi þessara
samtaka í tuttugu ár og naut þar
vináttu og virðingar. Við fráfall
hans hefur formaður samtakanna,
Carrington lávarður, fyrrum ut-
anríkisráðherra Breta og fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, minnst Geirs sem frábærs
samstarfsmanns ekki aðeins á þess-
um vettvangi heldur í öllum öðrum
störfum, sem Carrington kynntist.
Er ekki vafi á því að þátttaka Geirs
í Bilderberg-fundunum varð honum
ekki aðeins til gagns og ánægju
heldur jók hún einnig traust fjöl-
margra erlendra áhrifamanna í
garð Iands og þjóðar. Nú þegar
samskipti ríkja verða æ nánari en
áður er fámennri þjóð fátt mikil-
vægara en eiga að forystumenn sem
skapa slíkt traust hjá öðrum. Geir
Hallgrímsson hældist aldrei um
vegna þessara starfa sinna og kaus
að þola rógburð og öfund vegna
þeirra í hljóði.
Á þessum vorfundi sem var hald-
inn skammt fyrir utan New York
var mikið rætt um hrun kommún-
ismans og framgang lýðræðis og
fijálsræðis í alræðisríkjum hans.
Geir lét veikindi sín ekki aftra sér
heldur var í fundarsalnum frá
morgni til kvölds og fylgdist með
ræðum manna. í lokin rifjaði hann
upp, að um þær mundir sem hann
var að hefja stjómmálaafskipti fyr-
ir 45 árum, hefði hann strax snúist
gegn kommúnisma og sósíalisma.
Þá hefði verið haft á orði við sig,
hvort hann ætlaði ekki frekar að
búa sig undir sigur kommúnismans
en snúast gegn honum. Þótti honum
gleðilegt að fá að sannreyna að
hann hefði haft rétt fyrir sér þegar
hann haslaði sér ungur völl í stjórn-
málum. Á .skólaárum stóð hann
ásamt fleiri að útgáfu ýmissa bóka
gegn kommúnisma og má þar nefna
ritgerðasafnið Guðinn sem brást og
hina frægu bók George Orwells
1984. Geir var alla tíð áhugasamur
um starfsemi Almenna bókafélags-
ins og átti sæti í stjórn styrktarfé-
lags þess, Stuðla hf.
í stjómmálastörfum sínum vildi
Geir sýna sanngimi og forðast óbil-
girni. Heiðarleiki hans var aldrei
dreginn í efa. Mér hefur stundum
fundist að andstæðingar Geirs hafi
gengið á lagið gagnvart honum og
leitast við að misnota þessa dýr-
mætu eiginleika hans. í daglegum
störfum sem ráðherra var hann
ákaflega vandvirkur og vildi gæta
þess til hins ýtrasta að allar hliðar
hvers máls væru skoðaðar. Erindum
einstaklinga er til hans leituðu
sinnti hann af kostgæfni og fylgd-
ist með niðurstöðu hvers máls.
Hann vildi að allir sætu við sama
borð og lét eigin geðþótta ekki ráða
ferðinni. Vinnudagurinn var oft
langur og frídagar ekki margir.
Fáir íslenskir stjórnmálamenn
hafa staðið í jafn ströngu fyrir þjóð-
ina alla og Geir, þegar hann var
forsætisráðherra í lokabaráttunni í
landhelgismálinu með útfærslunni
í 200 sjómílur haustið 1975. Við-
brögð Breta við útfærslunni voru
óvenjulega snörp og hörð. Andstæð-
ingar aðildar Islands að Atlants-
hafsbandalaginu ætluðu að nota
ástandið til hins ýtrasta í von um
að geta spillt varnarsamstarfinu við
Bandaríkin og grafið undan þátt-
töku í bandalaginu. Geir vildi með
öllum ráðum koma í veg fyrir að
öryggi þjóðarinnar yrði fómað
vegna landhelgisdeilunnar, sem
hann vissi að væri tímabundin og
myndi leysast. Varð hann að standa
vörð um aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu jafnt innan Sjálf-
stæðisflokksins sem utan. Sýndi
hann þar dýpri skilning á því sem
mestu skipti en hinir er vildu bijóta
allar brýr að baki sér. Hann vissi
að málstaður íslands myndi sigra,
þótt síðar yrði, og hafði rétt fyrir
sér.
Þegar Geir var utanríkisráðherra
beitti hann sér fyrir breytingum á
skipulagi utanríkisráðunejdisins
með því að stofna þar varnarmála-
skrifstofu og auka þátttöku íslands
í hernaðarlega samstarfinu innan
Atlantshafsbandalagsins. Hann
hvikaði aldrei í stuðningi sínum við
meginstefnuna í varnar- og örygg-
ismálum og taldi Atlantshafsbanda-
lagið öflugustu friðarhreyfinguna í
sögu mannkyns. Undir forystu hans
sem forsætisráðherra var haustið
1974 bundinn endi á óvissuna, sem
hafði skapast í varnarmálunum í
t.íð vinstri stjórnarinnar 1971 til
1974. Innan Sjálfstæðisflokksins
sætti hann árásum fyrir að neita
að fallast á sjónarmið þeirra, er
vilja einvörðungu leggja fjárhags-
lega mælistiku á varnarsamstarfið
og breyta vamarliðinu í féþúfu.
Geir vildi að öryggishagsmunir
þjóðarinnar réðu afstöðunni til
varnarsamstarfsins við Bandaríkin
og taldi annað niðurlægjandi.
Geir var ekki talsmaður ríkisaf-
skipta. Hann vildi að fijálsræði ríkti
í atvinnu- og efnahagsmálum.
Segja má, að skoðanir hans í þess-
um efnurn hafi verið róttækari en
honum var fært .að framkvæma í
stjórnmálastarfi sínu, þar sem hann
lagði ríka áherslu á að ná samkomu-
lagi og jafna ágreining með mála-
miðlun. Hann fagnaði því til dæmis
innilega, að Davíð Oddssyni borgar-
stjóra skyldi takast að breyta Bæj-
arútgerð Reykjavíkur í einkafyrir-
tæki og hefði viljað standa að slíkri
breytingu sjálfur sem borgarstjóri.
Á þeim tíma var hins vegar ekki
stuðningur við svo róttæka aðgerð.
í ársbyijun 1978 varð hann að grípa
til lagasetningar til að breyta kjara-
samningum í von um að með því
tækist að koma böndum á verðbólg-
una. Þá hófst einhver hatrammasta
árás verkalýðshreyfingarinnar á
ríkisvaldið í seinni tíð með þátttöku
Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
undir kjörorðinu: Samningana í
gildi. Kosningarnar sumarið 1978
fóru illa fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Samstarfsmennirnir í Framsóknar-
flokknum fengu einnig slæma út-
reið en sneru við blaðinu og hófu
samstarf við Alþýðubandalag og
Alþýðuflokk í skammlífri stjórn,
sem ætlaði að setja samninga í
gildi. Þar varð til vísirinn að þeirri
stjórn sem nú situr og hefur gripið
til harkalegrar lagasetningar til að
afnema kjarasamning, sem hún
sjálf gerði. Nýtur hún til þess ein-
dregins stuðnings þeirra manna
sem hæst hrópuðu um samningana
í gildi 1978.
Geir Hallgrímsson var stjórn-
málamaður sem bognaði hvorki í
mótlæti né ofmetnaðist við vel-
gengni. Hann hafði einhveiju sinni
á orði við mig, að þegar hann liti
yfir ævi sína þætti sér sem hann
hefði fremur tekið við því, sem hon-
um var trúað fyrir en að hafa sóst
eftir völdum og vegtyllum. Hann
sýndi frábæra trúmennsku í störf-
um sínum og brást aldrei. Við hlið
hans stóð eiginkona hans, Erna
Finnsdóttir, eins og klettur og áttu
þau miklu barnaláni að fagna.
Blessuð sé minning drengskapar-
mannsins Geirs Hallgrímssonar.
Björn Bjarnason
Geir Hallgrímsson var allra
manna kurteisastur bæði í hinum
gamla og nýja skilningi orðsins og
höfðinglegur svo af bar. Vöggugjöf
og veganesti var ríkulegt og hvor-
ugu spillti hann. Stjórnmálin runnu
honum fljótt í líf og blóð og mál
skipuðust þannig, að þau urðu bæði
hans áhugamál og atvinnuvett-
vangur. Þeir, sem þekktu lítið til
Geirs Hallgrímssonar, höfðu stund-
um á orði, að hann væri líkari emb-
ættismanni en stjórnmálamanni.
Vissulega var hann vandvirkur og
vildi gæta þess að meginreglur
væru í heiðri hafðar og jafnræðis
gætt í viðskiptum hins opinbera við
einstaklingana og að því leyti til
bjó hann yfir eiginleikum hins rétt-
sýna og gætna embættismanns. En
fyrst og síðast var hann stjómmála-
maður. Ég held að ég hafi engan
mann þekkt, sem hugsaði jafn mik-
Geir Hallgrímsson nýsetztur í stól forsætisráðherra í Stjórnarráðs-
húsinu 1974, eftir stórsigur Sjálfstæðisflokksins í þingkosningum.
ið um stjórnmál bæði erlend og inn-
lend og ijallaði um þau af jafn yfir-
gripsmikilli þekkingu og víðsýni.
Á síðustu misserum áttum við
mörg og góð samtöl ekki síst í síma.
Hann stóð þá ekki lengur í hringrás
stjórnmálanna miðri og því undrað-
ist ég meira en ella glöggskyggni
hans og hæfileika til að sundur-
greina flóknar stjórnmálastöður og
leggja mat á þá kosti sem við blöstu.
Þeir sem nú um stundir þykjast
snjallastir stjórnmálamenn og lagn-
astir við að ná samningum sín á
milli um hvers konar niðurstöður
eru í mínum huga miklu frekar
valdaspilarar en stjórnmálamenn.
Þeir eru afar lausbeislaðir í skoðun-
um og binda í raun lítinn trúnað
-við þá stefnu, sem þeir hafa þó
boðað, ellegar við þá fylgismenn
og flokka, sem fleytt hafa þeim
fram. Slikum mönnum er því mjög
auðvelt að ná samkomulagi í nán-
ast hvaða máli sem vera kann. Það
er hægur vandi að gera kaup, ef
menn eru tilbúnir til þess að greiða
hvaða gjald sem er og gera ekki
miklar kröfur um viðskiptasiðferði.
Geir var hrein andhverfa þessa.
Honum hefði reynst mjög þungbært
að ganga verulega á svig við stefnu
sína og sinna manna einvörðungu
til þess að verða sér úti um stund-
arávinning ellegar vegtyllu. Ekki
svo að skilja að hann hafi gengið
til samninga við aðra menn og
flokka fullur þijósku og þver-
móðsku hins sanntrúaða flokks-
manns. Því fór fjarri. Geir átti gott
með að hlusta á annað fólk og setja
sig í þess spor og hann var áhuga-
samur um annarra manna skoðanir
og viðhorf. Honum var full ljóst að
í stjórnmálum og í samskiptum við
flokka og forráðamenn þeirra, rétt
eins og í annarri umgengni í tilver-
unni hljóta menn að koma til móts
hver við annan og ná saman um
niðurstöður. En það vafðist heldur
aldrei fyrir honum, að við þá samn-
inga, sem hann ætti aðild að, yrði'
að standa og honum var óskiljanleg
sú hugsun, sem nýlega hefur borið
á, að menn telji ekki frágangssök
að gera samninga, sem öllum megi
vera ljóst að ekki sé nokkur grund-
völlur til að standa við.
Geir Hallgrímsson var mikill
áhrifamaður í borgarmálum Reyk-
víkinga og varði dijúgum hluta
starfsævi sinnar í þágu þeirra.
Hann var lengi borgarfulltrúi, borg-
arráðsmaður og síðast borgarstjóri
um 13 ára skeið. Hann settist í
stól borgarstjóra um sama leyti og
viðreisnarstjórnin var mynduð og
hún fór með mál þjóðarinnar allan
valdatíma Geirs hjá borginni að einu
ári frátöldu. Hann átti því vinum
að mæta í stjórnarráðinu. Þetta
voru breytingatímar, alda fijáls-
ræðis gekk yfir og borgin breyttist
líka. Ásýnd hennar varð bjartari,
snyrtilegri og líflegri. Geir tók
skipulagsmálin afar föstúm tökum
og samþykkt var aðalskipulag, mik-
ið að vöxtum, frumsmíð, sem vakti
athygli víðar en hér á landi. Gatna-
kerfið breyttist á fáeinum árum úr
malargötum í malbikuð stræti og
heitt vatn var leitt í hvert hús í
borginni. En um leið var þess vand-
lega gætt, að fjárhagur borgarinnar
færi ekki úr böndunum. Gunnlaug-
ur Pétursson, fyrrv. borgarritari,
sagði eitt sinn við mig: „Það sem
Geir Hallgrímsson vissi ekki um
rekstur borgarinnar og fyrirtækja
hennar var ekki þess virði að vita
það.“ Þessari yfirburða þekkingu
kynntust borgarbúar á hverfafund-
um borgarstjórans, sem urðu snar
þáttur í borgarlífinu á borgar-
stjóraárum Geirs. Ég minnist slíkra
funda með aðdáun. Það var nánast
sama hvar borið var niður, alls stað-
ar var borgarstjórinn heima og öll-
um spurningum svarað af sömu
vandvirkninni, hver sem í hlut átti.
Sem ungur maður með óbeislaða
skapsmuni undraðist ég oft af
hvílíkri stillingu hann svaraði jafn-
vel áreitnum og ósanngjörnum
spurningum.
Ekki er vafi á því að borgar-
stjóraárin voru Geir hugleikin og
hann fylgdist grannt með þróun
borgarmála alla tíð. Aðspurður
sagðist hann þá hafa glaðastur orð-
ið á stjórnmálaferli sínum, er Sjálf-