Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 5
stæðisflokkurinn vann meirihluta í borginni á nýjan leik 1982. Þá og alla tíð síðan lagði hann dijúgan hlut að kosningabaráttunni og mér verður ætíð minnisstæð grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið á kjör- dag í mai sl. Hann hitti á óska- stund, er hann skrifaði þá grein, sem bar með sér mikið persónulegt örlæti í minn garð og samheijanna, sem daginn þann stóðu í slagnum. Eg tel að borgarstjórnarkosning- arnar 1970 hafi verið einhveijar erfiðustu kosningar, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur gengið í gegnum í Reykjavík. Álit flestra var, að þeim kosningum hlyti borgarstjór- inn og Sjálfstæðisflokkurinn að tapa. Þó Geir ætti eftir að vinna sigra, sem virtust glæsilegri, eins og stórsigurinn 1974, þá tel ég að þessi varnarsigur hafi verið hvað þýðingarmestur fyrir stjórnmála- feril hans. Árið eftir var hann kjör- inn varaformaður flokksins í harðri kosningu á landsfundi og var mjótt á munum. Keppinauturinn var eng- inn aukvisi, fyrrum borgarstjóri og varaformaður flokksins. Ef borgar- stjórnarkosningarnar 1970 hefðu gengið sem flestir ætluðu og meiri- hluti sjálfstæðismanna hefði tapast, má búast við að úrslitin á þeim landsfundi hefðu orðið önnur. Á þessum árum varð Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir hveiju mótlætinu af öðru. Forystumenn hans féllu frá eða misstu heilsu. Við þessar að- stæður er Geir Hallgrímssyni fengin forysta flokksins og hann stýrir honum í stjórnarandstöðu, vinnur glæsilegan kosningasigur og mynd- ar ríkisstjórn í eðlilegu framhaldi af því. Margir hafa hneigst til að dæma þá stjórn hart vegna þeirra hremminga, sem hún gekk í gegn- um á síðasta valdaári sínu og þeirr- ar óbilgjörnu aðfarar, sem hún mátti sæta. En á marga lund var þessi stjórn farsæl og kom fram mikilvægum verkum. Hún treysti stöðu landsins í samskiptum við aðrar þjóðir, en þar höfðu óþurftar- verk verið unnin á árunum á und- an, og fullnaðarsigur vannst í mikil- vægasta hagsmunamáli þjóðarinn- ar, landhelgismálinu. Það fór vel á því að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi hafa forystu um að leiða það mál til lykta rétt eins og hann hafði haft forystu um upphafið 30 árum fyrr. Geir Hallgrímssyni var þvert um geð að flanað væri að ákvörðunum eða rasað um ráð fram. Honum var mikið í mun að hafa sem fyllstar upplýsihgar og að sem flest sjónar- mið lægju fyrir áður en frá endan- legri niðurstöðu yrði gengið. Þeir, sem höfðu horn í síðu hans, fundu að því, að hann væri of varfærinn. En þrátt fyrir þetta vinnulag vár Geir albúinn að taka áhættu í stjórnmálum. Hann vissi að stjórn- málabarátta varð aldrei háð eftir fyrirfram afmörkuðum línum og menn gætu aldrei gefið sér niður- stöðuna fyrirfram, hversu vel sem menn þekktu til atburða. Geir Hallgrímsson sigldi oftast, góðan byr, en hann varð líka að bijótast í gegnum brimgarðinn og fékk á sig áföll, sem flesta hefðu bugað eða brotið. Auðvitað réð skaphöfn hans og staðfesta miklu um að hann komst heill úr þeirri hríð, en baklandið hefur líka skipt miklu máli, eiginkonan og fjölskyld- an, sem haggaðist aldrei. Við Ástríður sendum þeim okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Davíð Oddsson Það eru víst bráðum tveir áratug- ir síðan horaður og tuskulegur strákur fór að venja komur sínar á Dyngjuveginn til Geirs og Ernu til þess að stíga í vænginn við eldri dóttur þeirra. Varla mun biðillinn hafa litið glæsilega út í augum húsráðenda en þó var honum strax tekið af þeirri háttvísu alúð sem einkenndi heimilið. Ungum manni fannst sjálfsagt mál að mæta vel- vild frá foreldrum kærustunnar, en seinna hefur mér stundum verið hugsað með hálfgerðri skelfingu til þess umburðarlyndis sem ég krafð- ist og fékk án þess að nokkuð væri MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 heimtað í staðinn. Þannig voru fyrstu kynni mín af Geir Hallgríms- syni tengdaföður mínum. Á þessum árum var Geir formað- ur Sjálfstæðisflokksins en ég hafði Alþýðubandalagið fyrir minn sósíal- istaflokk. Fólk var stundum að for- vitnast um sambúð okkar tengda- feðga af þessu tilefni en ég þekkti ekki annað viðmót en föðurlega umhyggju fyrir mér og mínum. Engu að síður ræddum við oft tæpi- tungulaust um stjórnmál, en þótt Geir væri mjög einarður í skoðunum og fylginn sér í málefnalegum deil- um, var hann fullkomlega laus við allt ofstæki. Af þessu reis aldrei nein misklíð milli okkar utan einu sinni þegar ég stökk upp á nef mér af litlu tilefni öðru en þreytu í próf- lestri. Ekki vildi tengdapabbi nú láta hlut sinn að óreyndu fyrir skapsmunum mínum einum saman en þegar hann sá að ég ætlaði að ijúka burt í fússi þá mæltist hann til friðar og blíðkaði mig, eins og ég seinna lærði að gera við börnin mín. Síðar meir þegar við hjónin bjuggum erlendis um nokkurra ára skeið áttum við því láni að fagna að foreldrar okkar gátu komið í heimsóknir og búið á heimilinu um hríð. Sjónarhornið var þá nokkuð breytt, því í stað þess að vera ung- menni í foreldrahúsum vorum við nú húsráðendur og kynntumst gest- um okkar sem fullorðið fólk. Ekki get ég hugsað mér betri gesti en Erna og Geir voru í þessum heim- sóknum og tókst milli okkar sú vin- átta sem ég vildi síst hafa farið á mis við. Geir gegndi þá meðal ann- ars embætti utanríkisráðherra og áttum við stundum samræður um stjómmál og fleira skemmtilegt langt fram á nótt,_ kannski yfir dropa af góðu viskí. Á þessum dög- um lærði ég að meta þá staðföstu lífssýn sem mér virtist liggja til grundvallar heilsteyptri afstöðu hans til lífsins: trú á reisn og mátt hins fijálshuga manns. Ég spurði víst aldrei hvað honum hefði þótt um þessar heimsóknir og þurfti enda ekki að spyija að vináttu hans, en mér var þetta mikill lærdómur. Og nú er komið að því að leiðir skiljast, svo alltof fljótt. Dagsverkið var sannarlega bæði mikið og gott en maðurinn samt enn á besta aldri og fús til að takast á við meiri verk- efni. En enginn má sköpum renna og með karlmannlegri reisn mætti Geir tengdafaðir minn örlögum sínum, gafst aldrei upp og kveink- aði sér hvergi. Trúin á lífið var sterk til hinstu stundar. Ég kveð ástkær- an föður og traustan vin og þakka fyrir samfylgdina. Blessuð veri minning hans. Freyr Þórarinsson Geir Hallgrímsson veitti forystu þeirri stjórn, sem leiddi farsællega til lykta baráttu þjóðarinnar fyrir 200 mílna landhelgi. Fyrir það mun hans lengst vera minnst í stjórn- málasögu íslendinga. Geir var borg- arstjóri Reykjavíkur á viðreisnarár- unum, þegar Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru í hvað nánustu samstarfi. Því miður varð ekki um nánara samstarf flokkanna að ræða, þegar Geir veitti Sjálf- stæðisflokknum forystu, þó mun hafa litlu munað að Gylfa Þ. Gísla- syni og Geir tækist að mynda stjórn fyrir tíu árum, eftir mesta kosn- ingasigur Alþýðuflokksins og við lok vinstri stjórnarinnar þá, sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur líkt við pólitískt umferðarslys. Sjálfsagt eiga sagnfræðingar framtíðarinnar eftir að halda því fram, að eftirleik- urinn, klofningur Sjálfstæðisflokks- ins og niðurglutrun kosningasigurs Alþýðuflokksins, hafi ekki orðið efnahag lýðveldisins beint til fram- dráttar. I persónulegri viðkynningu hafði Geir furðanlega létta lund, með til- liti til þeirra átakastarfa sem hann gegndi. Einhveiju sinni sagði hann mér heima hjá sér í boði, að lóðin, sem hann byggði hús þeirra Ernu á, hefði orðið út undan og hann orðið að taka hana. Þetta væru nú hlunnindi borgarstjórastarfsins, / veiðiferð með vinum; lengst til vinstri er Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, forstjóri Skeljungs, þá Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir kona hans og Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Pétur Sigurðsson sjómaður og alþingismaður og Geir Hallgrímsson á skaki árið 1968 á vélbátnum Geir. sagði hann og brosti. Mikill og gífuriegur kostur er það líka við landsfeðurna, þegar þeir geta lyft ræðum sínum með kímni. Þetta átti Geir auðvelt með og voru þó sumar aðstæðurnar ekki beint létt- ar. Það næðir um þá, sem komnir eru hátt í hlíð, en ég þekki marga, sem þykir mjög vænt um Geir og Ernu. Þetta segir mikið um per- sónuleikann að baki stjórnmála- manninum og staðfestir það, sem margir halda fram, að Geir var ein- staklega heiðarlegur drengskapar- maður með hlýtt hjartalag. Mamma hélt mikið uppá Geir, enda var móðurbróðir hans Geir Zoéga vega- málastjóri, sem var heimilisvinur í Tryggvaskála, sonur Geirs rektors. Þá hefur faðernið heldur ekki svik- ið, glímukóngurinn, athafnamaður- inn og alþingismaðurinn Hallgrímur Benediktsson af Reykjahlíðarætt. Var gott að minnast þess í gamla daga, þegar Jóhannes föðurbróðir minn hélt að mér öllum Nóabijóst- sykrinum, að langamma hans, Sigríður í Bjarnarhöfn, og Jón í Reykjahlíð voru þremenningar frá sr. Jóhanni á Mælifelli. Þjóð við ysta haf og ánauðug um aldir skynjar hugtakið sjálfstæði nánar og betur en flestir aðrir. Sjálfstæðishetjur eru í minningunni eins og víkingarnir, landnámsmenn- irnir og þjóðskáldin sem stóðu fyrir hinn norræna anda, konungakynið sem aldrei lét bugast. Formennska í stærsta stjórnmálaflokki þjóðar- innar, sem kennir sig við sjálfstæð- ið, er því stórt orð. Þegar hafaldan hnígur mun það samdóma álit að Geir Hallgrímsson hafi staðið undir nafni og fundið samhljóm með því alþjóðlega frelsi, sem stundum er líka kennt við jafnrétti og bræðra- lag. Á örlagastundu í sögu þjóðar- innar sótti Geir styrk í þessa al- þjóðahyggju og bræðrabönd vest- rænna þjóða og því höldum við ís- lendingar 200 mílna landhelginni. Gæfa íslensku þjóðarinnar í fram- tíðinni er að sækja styrk í þann heiðarleika, drengskap og bræðra- lag sem Geir stóð fyrir. Við Vigdís vottum Ernu, börnun- um og öllum aðstandendum dýpstu samúð. Aldreigi, aldreigi bindi þig bðnd, nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd. (St.T.) Guðlaugur Tryggvi Karlsson Við fráfall merks manns er margs að minnast. Á það ekki hvað síst við um stjórnmálaforingja, sem var einn af forustumönnum stærsta stjórnmálaflokks landsins, Sjálf- stæðisflokksins, um áratuga skeið og formaður hans á miklum um- brotatímum í íslensku þjóðfélagi. Geir Hallgrímssyni kynntist ég fyrst, þegar ég var í forystu fyrir ungum sjálfstæðismönnum í Hafn- arfirði í kringum 1950. Geir var þá þegar hinn mikli eldhugi okkar ungra sjálfstæðismanna og Sjálf- stæðisflokksins í bai'áttunni gegn harðýðgi kommúnismans. Hann var einn af forustumönnum í baráttunni fyrir aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu, bandalagi friðar og öryggis í vestrænum heimi, eins og sagan hefur sannað. Fall Beriin- armúrsins, friðsamleg frelsun Austur-Evrópuríkjanna og samein- ing þýsku ríkjanna innsiglaði já- kvæða niðurstöðu hinna háleitu markmiða vestrænna ríkja um gildi einstaklingsfrelsis og sjálfstæði þjóðríkja. Samstarf Atlantshafs- bandalagsríkjanna hefur borið ríku- legan ávöxt. Geir Hallgrímsson var virtur þátttakandi á þessum vettvangi frá upphafi og þar til yfir lauk. Síðasta hvatning Geirs til ungra sjálfstæðis- manna var í í kveðju hans til SUS á 60 ára afmæli samtakanna í júní -sl. í kveðjunni lagði hann áherslu á samstarf vestrænna ríkja í vam- ar- og öryggismálum og gildi þess fyrir frelsi einstaklingsins. Þegar Geir Hallgrímsson verður forsætisráðherra sumarið 1974 blöstu við mörg stór óleyst verk- efni. Meðal þeirra var útfærsla íslenskrar fiskveiðilögsögu í 200 sjómílur. Við ramman reip var að draga, vegna almennrar andstöðu flestra fiskveiðiþjóða heims gegn þessari stefnu. Það kom í hlut Geirs Hallgrímssonar sem forsætisráð- herra að sameina þjóðina og leiða hana til sigurs í þessu mesta hags- munamáli íslendinga frá stofnun lýðveldisins. Sigur vannst eftir langa og stranga baráttu, sem jaðr- aði við alvarleg hernaðarátök. Reyndi mjög á þolgæði og stjórnun-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.