Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 arhæfileika Geirs Hallgrímssonar í Kpccii cfrfr^i Sem fulítrúi þingflokks Sjálf- stæðisflokksins í samningaviðræð- um íslendinga við Breta og Vestur- Þjóðveija átti ég þess kost að kynn- ast vel hinum einstöku hæfileikum Geirs Hallgrímssonar til. að leysa hin stóru mál. Hin mikla staðfesta samfara mikilli rósemi, hvað sem öllum alvarlegum átökum leið inn og út á við, réð úrslitum um að samningar tókust og sigur vannst. Býr þjóðin enn að þeirri gerð. Það fór ekki leynt, að Geir Hallgrímsson naut mikillar virðingar hjá gagnað- ilum í þessari deilu, sem og hjá þeim þjóðum sem lögðu íslending- um sérstakt lið, en meðal þeirra voru Bandaríkjamenn og Norð- menn. Hefur það örugglega ráðið úrslitum að flest öll ríki Atlants- hafsbandalagsins lögðu Islending- um lið þá er yfir lauk. Komu þar til bein áhrif Geirs Hallgrímssonar innan Atlantshafsbandalagsins og hin einlæga og einarða barátta hans fyrir hugsjónum þess. Virðingin fyrir sjálfstæðri stöðu einstakra aðildarþjóða og lífshagsmunum þeirra varð yfirsterkari fornum hagsmunum stórvelda og úreltum sjónarmiðum. í þessum átökum sannaðist að lífshagsmunir hins smæsta í samstarfi þjóðanna vógu til jafns við viðhorf hinna stærri. Þessa stöðu skynjaði Geir Hall- grímsson og tryggði stöðu íslands í samræmi við það í góðu sam- starfi við þáverandi stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Eftir áratuga samskipti við marga forustumenn NATO-ríkj- anna um málefni íslands og Atl- antshafsbandalagsins leyfi ég mér að segja, að tveir Islendingar hafi notið þar hvað mestrar virðingar og trausts, en þeir eru Bjami Bene- diktsson og Geir Hallgrímsson. Báðir stóðu þeir í eldlínunni við upphaf samstarfs Atlantshafs- bandalagsríkjanna árið 1949, en hvor með sínu lagi. Bjarni Bene- diktsson, sem utanríkisráðherra og Geir Hallgrímsson, sem forustu- maður ungra sjálfstæðismanna. Báðir gegndu þeir formennsku í Sjálfstæðisflokknum og voru for- sætisráðherrar á örlagatímum. Á valdaskeiði þessara forustu- manna bjó íslensk þjóð við efna- hagslega velmegun og öryggi. Sam- skipti þeirra við annað fólk byggð- ist á drengskap og heiðarleik. Geir Hallgrímsson var maður umburðarlyndis og velvildar. í ára- tuga samstarfi heyrði ég hann aldrei láta hnjóðsyrði falla í garð annarra. Geir var stefnufastur og hvikaði ekki frá því, sem hann taldi til heilla horfa fyrir ísland og ís- Iendinga. Með Geir Hallgrímssyni er fallinn einn af hinum fáu heiðar- legu íslensku stjórnmálamönnum síðustu áratuga. Margra áratuga samstarf, velvild og forusta eru þökkuð á þessari kveðjustund. Kaflaskil eru í lífi okkar, sem fengum að njóta vináttu og leið- sagnar Geirs Hallgrímssonar. Þakk- aðar eru góðar samverustundir og minningar tengdar því, sem best gerist í samskiptum manna. I þeim efnum ríkti velvild og kærleikur, þrátt fyrir stjórnmálaleg átök. Til þess að það takist vel þarf gjöfult og gott hjarta. Guðmundur H. Garðarsson September er genginn í garð. Haustdagar eru í nánd. Hausti fylg- ir kvíði og dapurleiki þegar sumar- dagar víkja. Aðfaranótt fyrsta sept- ember sl. lést Geir Hallgrímsson á 65. aldursári. Hann náði ekki haust- dögum í lífí sínu. Það er með trega í huga sem ég minnist nokkrum orðum góðs vinar og félaga. Kynni okkar hófust í Miðbæjar- barnaskólanum haustið 1937. Kennsla var hafin er ég settist í efsta bekk, unglingur austan af landi. Stundu síðar kom skólastjóri inn með nýjan nemanda, sem var fluttur yfir einn bekk vegna góðs námsárangurs. Hann var minnstur í bekknum, enda rúmu ári yngri en flest okkar hinna. Við vorum settir í einu lausu sætin fram við kenn- arapúlt og undum okkur þar vel. og æðruleysi hann átti til að bera, þótt við vonlaust ofurefli væri að etja. Á meðan nokkrir kraftar ent- ust fylgdist hann af áhuga með framgangi mála í bankanum og tók þátt í ákvörðunum um allt sem máli skipti. Þannig var hann trúr sjálfum sér og óbrotinn til hinztu stundar og þannig mun hann lifa í minningu allra samstarfsmanna sinna í Seðlabankanum um ókomin ár. Á skilnaðarstundu er okkur Dóru efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið vináttu og trausts Geirs Hallgrímssonar og Ernu konu hans, sem ætíð stóð við hlið manns síns og tók þátt í sigrum hans og mót- læti með sömu stillingu og reisn og hann sjálfur. Við sendum Ernu og ástvinum Geirs öllum innilegar samúðarkveðjur. Jóhannes Nordal Þegar Geirs Hallgrímssonar er minnst koma mér í hug orð, sem sögð voru um annan mann og greypst hafa í þjóðarvitundina: Orð hans voru meira virði en handsöl annarra manna. Það er ekki á færi dauðlegra manna að ávinna sér feg- urri eftirmæli. Stjórnmálamaðurinn Geir Hall- grímsson reis ungur að árum til æðstu metorða með þjóð sinni: Borgarstjóri Reykvíkinga, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, forsætis- ráðherra. Þessi störf hans spönnuðu aldarfjórðung viðburðaríkrar þjóð- arsögu. En líf stjórnmálamannsins er ekki dans á rósum. Geir Hallgríms- son mátti einnig á stjórnmálaferli sínum bergja hin beizka bikar ósig- urs og andstreymis. Þannig reynir skaparinn þá, sem hann vill trúa fyrir miklu. Og svo segir mér hugur um að í andstreyminu hafi Geir Hallgrímsson risið hæst. Hvoru tveggja, meðlæti og mótlæti, tók hann af karlmennsku og æðruleysi, sem þeim einum er gefið er eiga nógan innri styrk. Þegar við lítum yfir farinn veg og virðum fyrir okkur stjórnmála- feril Geirs sýnist okkur í sjónhend- ingu að tveir tindar gnæfi upp úr: Hlutur hans sem borgarstjóra í 13 ár við að umskapa fæðingarbæ sinn, Reykjavík, úr „grjótaþorpi í heimsborg“. Og hlutur hans sem forsætisráðherra við að vinna fulln- aðarsigur í baráttu þjóðarinnar í landhelgismálinu fyrir óskoruðum yfirráðum yfir þeirri meginauðlind, sem þjóðin byggir tilveru sína á. Þetta tvennt, þótt ekki kæmi annað til, nægir til að halda minningu hans á lofti og varðveita nafn hans í þjóðarsögunni. Að Geir Hallgrímssyni stóðu sterkir stofnar lærdóms- og at- hafnamanna. Hann hafði því ríka heimanfylgju og ávaxtaði vel sitt pund. Hann gekk ungur að eiga hina ágætustu konu, Ernu Finns- dóttur, sem reyndist honum stoð og stytta þegar næddi um á hefðar- tindi. Hann var því gæfumaður í einkalífi sínu. Á kveðjustundinni leitar hugur okkar til Ernu, bama þeirra Geirs og fjölskyldu. Fyrir hönd okkar, íslenskra jafnaðarmanna, flyt ég þeim hugheilar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Ævi og störf Geirs Hallgrímsson- ar eru efni í mikla sögu, reyndar snaran þátt í sögu Reykjavíkur og Islands. Þessum fáu orðum er ekki einu sinni ætlað að tæpa á þessu mikla efni heldur einungis að minn- ast mannsins, sem ég var svo Ián- samur að fá að kynnast og starfa með um árabil. Starfsferill Geirs var óvenju glæsilegur. Á tólf ára borgarstjóra- ferli hans breyttist Reykjavík í nú- tímalega stórborg. í forsætisráð- herratíð hans vannst fullnaðarsigur í landhelgismálinu. Sem utanríkis- ráðherra og seðlabankastjóri var hann réttur maður á réttum stað og naut í þeim störfum yfirgrips- mikillar þekkingar sinnar á þjóð- málum og efnahagsmálum og per- Geir HaUgrímsson forsætisráðherra hittir verkalýðsleiðtoga í Stjómarráðshúsinu. Björn Jónsson heilsar Geir, Snorri Jónsson er að setjast, og Eðvarð Sigurðsson slær úr pípunni. Þrátt fyrir ungan aldur og smæð var þessi nýi nemandi þegar í hópi hinna fremstu. Hann var fullur áhuga bæði á námi, mönnum og málefnum. Hann var skoðanafastur og rökfastur með afbrigðum og ódeigur að berjast fyrir þeim mál- stað er hann taldi réitan. Þrátt fyr- ir mikla þátttöku í félagsmálum öll hans skólaár — í menntaskóla og háskóla — hafði það aldrei áhrif á námsárangur hans, sem var fram- úrskarandi. Hann lauk t.d. lög- fræðinámi með ágætum á fjórum árum, enda þótt hann væri í for- svari í félagsmálum stúdenta allan tímann og m.a. formaður stúdenta- ráðs á miklum sviptitímum þjóðfé- lagsins, sem ómuðu einnig hátt í háskólanum á þeim tíma. Feril Geirs Hallgrímssonar að loknu námi mun ég ekki rekja hér frekar. Verðleikar hans, réttsýni, heiðarleiki og algjört vammleysi lyftu honum til æðstu metorða í þjóðfélaginu. Yfirvegaður málflutn- ingur og sanngirni gerðu það að verkum að hann var virtur af sam- ferðamönnum hvort sem þeir fylgdu honum í stjórnmálum eða ekki. Hann var andvígur allri sýndar- mennsku og neytti aldrei slíkra bragða í pólitískum deilumálum. Fáir íslenskir stjómmálamenn hafa öðlast meiri virðingu meðal innlendra og erlendra stjórnmála- foringja, — sem mátu hann umfram aðra menn. Hann var raunverulegur stjórnmálaforingi, „statesman", í bestu merkingu þess orðs. í erfiðri sjúkdómslegu undan- farna mánuði kom hetjulund Geirs vel í Ijós. Hann gafst aldrei upp þótt honum væri vel Ijóst að hverju dró. Við hjónin sendum eiginkonu hans Ernu, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Gunnlaugur Snædal Margar minningar sækja á hug- ann, þegar sér á bak traustum vini, sem maður hefur átt að samferða- manni og unnið með að margvísleg- um málefnum allt frá æskudögum. Við Geir Hallgrímsson kynntumst fyrst ungir drengir, er hann settist í 1. bekk Menntaskólans, en ég var þar kominn ári fyrr. Á þessum árum var Geir enn lágur í loftinu, en skeleggur í framkomu og hafði þá þegar brennandi áhuga á þjóðmál- um. Fáum skólafélögum hans blandaðist hugur um, að hann hugs- aði hátt til þátttöku á þeim vett- vangi, eins og síðar kom á daginn. Ég mun þó hvorki reyna að rekja hér né meta hinn langa og glæsi- Geir varð formaður Sjálfstæðisflokksins í október 1973 er Jóhann Hafstein dró sig í hlé af heilsufarsástæðum. Magnús Jónsson frá Mel varkjörinn varaformaður í stað Geirs á flokksráðsfundi ínóvem- ber, en þá var myndin af þeim Geir og Magnúsi tekin. lega feril Geirs Hallgrímssonar sem stjórnmálamanns. Verk hans á þeim vettvangi heyra nú sögunni til, og á þau getur eingöngu framtíðin lagt hlutlægt mat.' Við sem áttum náið samstarf við Geir og kynntumst vinnubrögðum hans og afstöðu til manna og mál- efna getum hins vegar bezt borið vitni um það, hve heilsteyptur hann var, sómakær og sjálfum sér sam- kvæmur í orðum sem gjörðum. Hann hafði ungur tileinkað sér fasta lífsskoðun, sem mótaði allt líf hans og störf. Málamiðlanir, sem ofc eru óhjákvæmilegar í pólitísku starfí, voru honum oftast þvert um geð, þótt ekki yrði alltaf undan vik- izt. Állir sem með honum störfuðu gátu treyst því, að hann segði þeim ætíð hug sinn allan, hlustaði á . gagnrök og ráðleggingar með opn- um huga, en reyndi aldrei að firra sjálfan sig ábyrgð, þótt á móti blési. Síðustu fjögur ár ævinnar var Geir Hallgrímsson einn af banka- stjórum Seðlabanka íslands. Þótt hann kæmi í það starf úr hreggviðr- um stjórnmálanna, þar sem margt hafði verið honum mótdrægt síðustu árin, valdi hann þetta hlut- skipti ekki til að leita skjóls, heldur til þess að vinna að hugsjónum sínum og áhugamálum á nýjum vettvangi. Geir hafði alla tíð haft mikinn áhuga á þróun og stjórn peningamála, og hann var einlægur baráttumaður fyrir þvi, að auka fijálsræði í peningamálum og tryggja framgang markaðsbúskap- ar á sem flestum sviðum efnahags- lífsins. Hann hafði því mikinn hug á að taka þátt í og stuðla að þeirri öru þróun, sem verið hefur í þessum efnum hér á landi á undanförnum árum. Því miður urðu starfsár Geirs í Seðlabankanum færri en nokkurn grunaði og síðustu misserin átti hann við þungbær veikindi að stríða. Sýndi hann þá betur en nokkru sinni fyrr, hvem skapstyrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.