Morgunblaðið - 07.09.1990, Side 14

Morgunblaðið - 07.09.1990, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 Erna Finnsdóttir og Geir Hallgrímsson á svölum heimilis síns við Dyngjuveg. þar voru gefin, þótt stundum þyrfti að breyta röð framkvæmda eftir á vegna hagkvæmni um verklag. Á fundum leit hann oft i miðskúffuna í skrifborðinu þar sem Bláa bókin lá opin til þess að ganga úr skugga um hverju hefði verið lofað. Margt mætti telja fleira um einstæða sam- viskusemi hans, réttvísi hans og heiðarleika, en af skiljanlegum ástæðum er mér hugstætt það átak sem gert var undir hans stjórn og vemdarvæng í félagslegri þjónustu með nýskipan nefndamála, stofnun Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar og þeirri nýlundu að allt skyldi unnið á faglegum grundvelli félagsráðgjafar, læknisfræði, sál- fræði og annarra stoðgreina. Geir var það auðvitað ljóst að hér var horfið frá því að stunda félagslega - þjónustu í nokkrum tengslum við pólitíska hagsmuni, þegar vikið var yfir til faglegra sjónarmiða þar sem fólk var ráðið án tillits til afstöðu þess til stjómmála. Mér var mest í mun sem guðfræðingi að hér væri gerð tilraun til þess að framkvæma þá þjóðfélagssýn sem einkennir kristnina, að menn séu meðábyrgir um hag náunga síns, og að endur- hæfing skyldi vera kjörorðið varð- andi þær fjölskyldur og þá einstakl- inga sem lent hefðu út af sporinu. Þetta var einnig hugarsýn Geirs Hallgrímssonar og hann stóð heil- hjartaður að baki þessu uppbygg- ingarstarfi. Þótt hugsjónin hafi að- eins rætst í takmörkuðum mæli, er við hvorugan okkar að sakast í því efni. Við vorum báðir jafnfastir fyr- ir um það að þjóðfélagið skyldi Með Steingrími Hermannssyni á Alþingi 1983. ingar var orðinn að brotum, sem lýstu sigri þeirra, sem aldrei hvik- uðu og stóðu staðfastir í baráttunni fyrir hugsjón frelsis, mannhelgi og framfára. Geir Hallgrímsson verð- skuldaði þau sigurlaun flestum öðr- um íslendingum fremur. í embætti borgarstjóra stóð hann fyrir stórstígum framförum. Verkin töiuðu, hvert sem litið var. Bylting í gatnagerð, hitaveitan og nýskipan félagslegrar þjónustu. Allt bar þetta vott um framkvæmdagleði, víðsýni og virðingu fyrir manninum og umhverfi hans. I forystu á þessum vettvangi naut hann meiri almanna- hylli en aðrir. Á vettvangi Alþingis og í forsæti ríkisstjórnar og síðar á stóli utanrík- isráðherra voru verkefnin af öðrum toga. Þar varð meira ráðandi stagl- söm umræða um efnahagsmál. En í þeim efnum sem öðrum fylgdi Geir Hallgrímsson jafnan sterkri sannfæringu. Hvað sem þeim mál- um leið var þó jafnan í öndvegi baráttan fyrir sjálfstæði íslendinga, réttindi landsins og öryggi í storma- sömu samfélagi þjóða. Fullyrða má, án þess að á hlut nokkurs sé gengið, að lokasigurinn í áratuga landhelgisbaráttu þjóðar- innar, með útfærslu fiskveiðiiög- sögunnar í 200 sjómílur og viður- kenningu annarra ríkja á þeirri sögulegu ákvörðun, sé fyrst og fremst tengdur nafni Geirs Hall- grímssonar. I vandasömu hlutverki formanns Sjálfstæðisflokksins fór hann fyrir í mesta sigri sjálfstæðismanna í alþingiskosningum. En hann mætti einnig andstreymi og áföllum í ríkari mæli en ýmsir aðrir. En hvort sem vindarnir blésu með eða á móti var hann ávallt sami yfirveg- aði og heilsteypti foringinn. Álögin stóð hánn af sér og stýrði heilum flokki í höfn. Nú heyrir hann sög- unni til. Þar skipar hann rúm með- al áhrifamestu stjórnmáiaforingja íslendinga á þessari öld. í nafni sjálfstæðismanna kveð ég foringjann Geir Hallgrímsson. Á kveðjustundu er hugur okkar og samúð hjá eiginkonu hans, Ernu Finnsdóttur, og fjölskyldu þeirra. Veruleiki lífs og dauða er kaldur. En lífsstarf Geirs Hallgrímssonar skilur eftir sig frækorn, sem á eftir að ylja og hlýja: það er góðs manns orð, sem grær, þó fijósí, - Þorsteinn Pálsson Geir hjá Kristjáni Eldjárn forseta íslands í stjórnarmyndunarviðræðum 1980. „Lærdómstími ævin er,“ segir í sálminum. Sjaldan hef ég lært jafn- mikið og á borgarstjórnarárunum undir forustu Geirs Hallgrímssonar. Þá bjó ég til orðtakið „Fremstu mannréttindi er frelsið til að hafa rangt fyrir sér“, því ég naut algers frelsis í návist Geirs og gat haldið skoðunum mínum fram af fyllstu djörfung, en hefði ég rangt fyrir mér vegna vanþekkingar, leiðrétti hann mig en hlýddi ætfð gaumgæfi- lega á mál mitt. Þetta frelsi ein- kenndi feril hans sem stjórnmála- manns. Sérhvert sjónarmið skyldi njóta sín og fá að koma fram óhindrað en skyldi að lokum lúta sameiginlegri ákvörðun um hið rétta í málinu að bestu manna yfir- sýn en að höfðu viðmiði við vilja almerinings eins og fært var hveiju sinni. Þessi sjálfsagða og ómeðvit- aða en djúprætta frelsisyitund ásamt virðingu fyrir öðrum og áliti almennings er arfleifð Geirs Hall- grímssonar í stjórnmálum. Þessi afstaða Geirs („verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virð- ing,“ Rómveija 12.10) samtvinnað- ist nákvæmni og ítarlegri þekkingu á hveiju máli (sem kráfðist af hon- um mikillar vinnu) og réttlætis- kennd sem jaðraði við einsýni, þeg- ar stjórnmálaleg hentistefna hefði krafist annars. En réttlætisvitundin tempraðist af umburðarlyndi Geirs gagnvart öðrum, ef þeim varð eitt- hvað á. Trúfesti hans við vini sína var fyrirvaralaus. Þótt „réttvísi og sannindi” séu uppistaðan f fleygum orðum Alcuins, kennara Karls mikla, eru „miskunn og friðsemi“ ívafið. Samkvæmt því lifði Geir. Geir átti farsælli borgarstjórafer- il að baki eri flestir menn aðrir er hann hvarf á annan vettvang. Hann lagði hitaveitu í öll hús í Reykjavík, sem þá náði aðeins til takmarkaðs hrings í gömlu borginni, hann út- rýmdi malargötum, sem þá Voru hvarvetna með tilhéyrandi ryk- mekki ef hreyfði vind, og hann hélst fast við „Bláu bókina“ og framkvæmdi öll kosningaloforð sem byggja á framtaki fijálsra fyrir tækja, stofnana og einstaklinga en vildum leggja áherslu á samfélags- lega ábyrgð, sem er önnur tveggja máttarstoða kristinnar lífsskoðun- ar. Hin er frelsið og kærieikurinn. „Vinnutími ævin er,“ segir einnig í sálminum. Geir ætlaði sér aldrei af. Hann var ótrauður við að rann- saka hvert mál ofan í kjölinn. Það kom mér því ekki á óvart síðastlið- inn vetur þegar hann ótilkvaddur tók til máls opinberlega (sem er mjög óvanalegt um bankastjórana í Seðlabankanum) og varaði við því hvert stefndi um ljárhag Lands- banka íslands vegna fyrirhugaðra breytinga. Á slíkum tímum, þegar margt stórfyrirtækið rambar á gjaldþrotsbarmi vegna skorts á skynsömun í fjármálum, var það ekki ónýtt íslensku þjóðinni að eiga jafn gjörhugulan, varfærinn og traustan mann í Seðiabankanum og Geir Hallgrímsson var. „Reynslutími ævin er.“ Þau orð sönnuðust á Geir Hallgrímssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.