Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 ------ ---------------------------------- Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Opinber kostnaður er sóttur til almennings að er skoðun umboðs- manns Alþingis að viðkom- andi stjórnvöld fari ekki að lög- um þegar þau krefja nemendur í skyldunámi um greiðslu fyrir námsgögn eða gera þeim að greiða sérstakt efnisgjald, eins og tíðkast hefur. Umboðsmað- urinn telur að menntamála- ráðuneytinu hafi borið að hafa frumkvæði að því að afla laga- heimildar fyrir innheimtu á sér- stöku efnisgjaldi og setja reglur um þá innheimtu, sem og um ráðstöfun gjaldsins. Formaður Félags skólastjóra segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann telji „alveg ljóst, að ríkið eigi að útvega náms- bækur og sveitarfélögin önnur gögn sem til þarf, en það sé kannski óljóst ennþá, hver skil- greiningin er á hugtakinu kennslugögn“. Skólastjórinn segir ennfremur að sveitarfé- lögin „hafi tekið á sig á sig verulegan kostnað, sem í raun ætti að vera ríkisins“, vegna kostnaðar við ljósritun á efni, sem kennarar hafi ýmist fengið að eða samið sjálfir, „en ætti að öðrum kosti að fást í kennslubókum sem ekki hafa fengizt". Það er á hinn bóginn laga- túlkun menntamálaráðuneytis- ins, að nemendur í skyldunámi eigi ekki undantekningarlausan rétt á ókeypis námsefni. Það sé námsgagnastjóra að ákveða, hvaða námsgögn skuli afhent ókeypis. Það er einnig túlkun ráðuneytisins að efnisgjaldið, sem innheimt hefur verið í grunnskólum, bijóti ekki í bág við grunnskólalög, enda geri þau ekki ráð fyrir því að opin- berir aðilar greiði allan kostnað af skólagöngu barna. Fyrir tveimur árum - í sept- enmer 1988 - bar foreldri fram formlega kvörtun vegna þess að börnum þess var gert að kaupa námsbækur í tveimur greinum, íslenzku og ensku. Foreldrið taldi þessa kaupkvöð ganga þvert á 7. grein laga nr. 45/1979 þar sem segir að „nemendur í skyldunámi skuli fá ókeypis námsgögn sam- kvæmt ákvörðun námsgagna- stjóra“. Menntamálaráðherra og menntamálaráðuneytið hafa því haft rúman tíma, sem ekki hefur verið nýttur nægilega vel, til að skýra línur þessa máls - og réttarstöðu nema í skyldunámi að þessu leyti - með skýrari laga- eða reglu- gerðarákvæðum. Þetta tiltekna mál leiðir hins vegar huga fólks að áhuga- verðu en að sumu leyti við- kvæmu íhugunarefni. Það er hvort viðtakendur/notendur op- inberrar þjónustu, ýmiss konar, eigi greiða hana að hluta til beint, þegar hún er þegin eða nýtt, en ekki alfarið óbeint, eins og nú er gert gegnum skatta- kerfið. En allur er opinber kostnaður sóttur til almennings með einum eða öðrum hætti. Þeir, sem hallir eru undir beina kostnaðarþátttöku not- enda opinberrar þjónustu, mis- mikillar eftir atvikum - og þar sem hægt er að koma henni við með þolanlegum hætti, höfða einkum til tvenns konar rök- semda. í fyrsta lagi að hún stuðli frekar að æskilegri vitn- eskju og skilningi notandans, það er almennings, á raunveru- legum kostnaði þjónustunnar og mikilvægi þess að hún sé skipulögð og látin í té með sem hagkvæmustum hætti. I annan stað er bent á vax- andi og nánast viðvarandi ríkis- sjóðshalla - og tilheyrandi op- inbera skuldasöfnun innanlands og erlendis -, þrátt fyrir meiri skattheimtu sem hlutfall af þjóðartekjum nú en nokkru sinni fyrr og þrátt fyrir vaxandi en að vísu mistækt aðhald með ríkisútgjöldum. Það vantar t.d. frekari hvata til hagræðingar og sparnaðar í ríkiskerfinu; að stofnanir fái í raun að njóta frumkvæðis og árangurs á þessum vettvangi. Frekari bein kostnaðarþátt- taka í opinberri þjónustu, ýmiss konar, verður trúlega meðal möguleika, sem ábyrgðarmenn ríkisfjármála eiga eftir kanna, í viðleitni til að koma á jafn- vægi í ríkisbúskapnum. Það má samt sem áður aldrei ganga það langt í þessu efni, að það bijóti gegn þeirri meginreglu, að allir landsmenn hafi sem jafnastan aðgang að grundvall- arþjónustu á borð við menntun og heilbrigðisþjónustu, án tillits til búsetu eða efnahags. Frá þingi lungna- og hjartaskurðlækna: Verða kjamorkuknúin gervihjörtu ein lausnin á hjartasjúkdómum? -Ég hygg að á næstu árum muni rannsóknir á sviði hjartaskurðlækn- inga beinast meira að möguleikum þess að nota gervihjörtu fremur en hjartaflutning sem lausn við margs konar hjartasjúkdómum. Vandamálið við gervihjörtu hefur meðal annars verið orkugjafi þeirra ojg hugsanlega er hægt að nota kjarnorku til að knýja gervi- hjarta. Eg hef trú á því að gervihjörtu geti orðið almenn eftir kannski fímm til tíu ár, sagði C. Walton Lillehei sérfræðingur í hjartaskurð- lækningum frá Bandaríkjunum í viðtali við Morgunblaðið. Lillehei var nýlega staddur í Reykjavík á þingi norræna lungna- og hjarta- skurðlækna en á þessum þingum eru jafnan margir fyrirlesarar og þátttakendur utan Norðurlandanna. Lillehei er brautryðjandi í opnum hjartaaðgerðum og hann var með þeim fyrstu til að setja gangráð í hjartasjúkling. Aðalefni þingsins að þessu sinni voru annars vegar skurðmeðferð á lungnakrabbameini og hins vegar sjúkdómar í krans- æðum hjartans en það eru æðarnar sem næra hjartavöðvann. Ilmo Louhimo. - Kosturinn við þessi norrænu félög er meðal annars sá að þau eru ekki of fjölmenn og þannig ná menn frá þessum löndum að kynnast og kynnumst við um leið starfi og rannsóknum hvers annars. Þing okkar hafa líka orðið æ eftirsóttari af sérfræðingum utan Norðurlandanna og því var fyrir nokkrum árum ákveðið að þau skyldu jafnan fara fram á ensku. Læknar og tæknimenn -Félag tæknimanna sem starfa við hjarta- og lungnavél er tíu ára um þessar mundir en í því eru 100 félagar, segir Janet Werngren. -í þessu félagi eru hjúkrunarfræðing- ar, tæknimenn og læknar það er að segja þeir sem stjórna hjarta- og lungnavélum og öðrum mikil- vægum tækjum. Félagar eru um 100 og nýlega hefur verið samþykkt reglugerð Ásamt Walton Lillehei ræddi blaðamaður við forráðamenn þeirra tveggja félaga sem sameiginlega standa að þessum norrænu þingum. Aðalritari Norræna lungna- og hjartaskurðlæknafélagsins, skammstafað SATCVS, er Finninn Ilmo Louhimo en sænski sérfræð- ingurinn Janet Werngren er aðalrit- ari Félags norrænna tæknimanna er starfa við hjarta- og lungnavél í hjartaskurðlækningum, SCANSECT, en þeir gegna lykil- hlutverki við hvers konar skurðað- gerðir. Éinnig voru í hópnum forset- ar þingsins, þeir Grétar Ólafsson, yfírlæknir á Landspítalanum og Viktor Magnússon, sérfræðingur spítalans í rekstri hjarta- og lungna- véla. -Félag norrænna lungna- og hjartaskurðlækna var stofnað árið 1949 og það hefur í áraraðir staðið fyrir þingum sem þessum, segir Viktor Magnússon, sérfræðingur Landspítalans í rekstri hjarta- og lungnavélar, varforseti þings- ins ásamt Grétari Ólafssyni. sem gildir á öllum Norðurlöndum nema Finnlandi þess efnis að menn þurfa að hafa verið viðstaddir 100 aðgerðir áður en þeir öðlast full réttindi til að stjóma þeim tækja- búnaði sem notaður er til dæmis við hjartaaðgerðir, ségir Wemgren einnig. -Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa fengið þessa viður- kenningu og að hún er nú samræmd Utanríkisráðherrar risaveldanna ræða sameiningu Þýskalands: Engin kjarnorkuvopn í aust- urhlutanum á friðartímum - segja embættismenn í höfuðstöðvum Atlantshiafsbandalagsins Brussel Moskvu. Reuter, dpa. Reuter James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (t.v.) ásamt Edúard Shevardnadze, starfsbróður sínum frá Sovétríkjunum, í Moskvu í gær. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Moskvu á fund hins sovéska starfsbróður síns, Edúard She- vardnandze. Var almennt búist við þvi að sameining Þýskalands og Persaflóadeilan yrðu einkum til umræðu. Embættismenn í höf- uðstöðvum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Brussel sögðu í gær að af hálfu bandalagsins hefði verið fallist á þá kröfu Sovét- stjórnarinnar að kjarnorkuvopn yrðu ekki geymd í austurhluta Þýskalands eftir sameiningu þýsku ríkjanna. Heimildarmenn Reuters- frétta- stofunnar sögðu að enn hefði ekki tekist að gera út um öll ágreiningsat- riði þessu samfara en sögðu að sam- eiginleg afstaða Þjóðveija, Breta, Frakka og Bandaríkjamanna lægi fyrir. Yrði að öllum líkindum kveðið á um að kjarnorkuvopn skyldu ekki fyrirfinnast í austurhluta hins nýja Þýskalands í samningi sem undirrit- aður verður í dag, miðvikudag, er fulltrúar Fjórveldanna; Sovétríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, koma saman til fundar í Moskvu ásamt fulltrúum þýsku ríkjanna tveggja. Væri gert ráð fyrir að lýst yrði yfír því að kjarn- orkuvopn yrðu ekki geymd í austur- hlutanum á friðartímum Iíkt og gert hefur verið af hálfu nokkurra aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherrar risaveldanna, þeir James Baker og Edúard She- vardnadze, ræddu m.a. sameiningu Þýskalands á fundi sínum í Moskvu í gær. Sagði Shevardnadze á fundi með blaðamönnum að tilgangurinn með viðræðunum væri einkum sá að undirbúa fund Fjórveldanna og þýsku ríkjanna í dag en samningur- inn sem verður undirritaður kveður m.a. kveða á um afnám sérréttinda og skyldna Fjórveldanna í Þýska- landi. Baker staðfesti að enn hefði ekki að fullu tekist að leysa ágrein- ing varðandi landsvæði það er nú heyrir Austur-Þjóðveijum til en sov- éskir og bandarískir embættismenn sögðu allt benda til þess að fullar sættir næðust. Að auki ræddu ráðherrarnir þróun mála við Persaflóa og kom þar m.a. fram stuðningur Sovétmanna við fyrirhugaða ferð Bakers til Sýrlands. Þýskaland, hið nýja, verður aðili að Atlantshafsbandalaginu en Helm- ut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, hefur lýst yfír því að Þjóðvetj- ar muni hvorki framleiða né ráða yfir efna-, eitur- og kjamorkuvopn- um. Vestur-Þjóðverjar hafa ekki ráð- ið yfir kjarnorkuvopnum en bandarísk gjöreyðingarvopn hafa á hinn bóginn verið höfð til taks þar í landi. Þá hefur kanslarinn og sagt að hermenn frá aðildarríkjum NATO verði ekki í austurhlutanum a.m.k. þar til herlið Sovétmanna hefur ver- ið kallað heim. Gert er ráð fyrir að heimkvaðningu herliðsins, sem telur um 370.000 menn, verði að fullu lokið árið 1994. Munu Vestur-Þjóð- veijar standa straum af þeim kostn- aði sem því verður samfara og hafa stjórnvöld þegar heitið því að greiða Sovétmönnum um 400 milljarða ísl. kr. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 25 Frá vinstri: Ilmo Louhimo frá Finnlandi, Janet Werngren frá Svíþjóð, Walton Lillehei frá Bandaríkjun- um og Grétar Ólafsson yfírlæknir á Landspítalanum. í þessum löndum og það er líka mikilvægt að gera strangar kröfur til þeirra sem starfa við þessar að- gerðir ekki síður en læknanna. Fyr- ir allmörgum árum tóku þessi tvö félög upp náið samstarf og það hefur gefið mjög góða raun, læknar og aðrir sem starfa á þessu sér- hæfða sviði þurfa að eiga sameigin- legan vettvang til að skiptast á skoðunum og fræðast saman. Grétar Ólafsson segir að staða hjartalækninga sé svipuð í flestum iðnríkjum og að hjartaskurðlækn- ingar hafí þróast hratt síðustu 30 árin eftir að ákveðið brautryðjenda- starf hafi verið unnið og að hjarta- og lungnavélar komu til sögunnar. Viktor Magnússon tæknifræðingur hefur starfað í 20 ár á Landspíta- lanum og þegar hjartaskurðlækn- ingar hófust hér á landi var hann í hópi þeirra sem fóru utan til sérs- takrar þjálfunar. Fylgist hann með og stjórnar tækjabúnaðinum í sjálf- um aðgerðunum og annast viðhald og öll innkaup vegna hans. Hér á landi hafa nú verið fram- kvæmdar 400 opnar hjartaaðgerðir á Landspítalanum frá því þær hóf- ust í júní 1986 og var gerð grein fyrir fyrstu 300 aðgerðunum á þinginu. Meðalaldur sjúklinga með hjartaöng er 60 ár og var um fjór- ar ígræðslur að ræða að meðaltali. Átta sinnum var um að ræða endur- teknar aðgerðir. Dánartíðni vegna kransæðaaðgerða var 2,5% innan 30 daga en 0,7% eftir 30 daga. í tveimur tilvikum kom upp sýking í bringubeini og ljórum sinnum varð að víra sjúklinga aftur þar sem skurður hafðist illa við. Skurðaðgerðir - forvarnir Ilvað var helst rætt varðandi meðferð á lungnakrabbameini? -Það voru kynntar ýmsar viða- miklar rannsóknir á árangri skurð- aðgerða við lungnakrabbameini og rætt samhengi árangurs við það hvenær sjúkdómurinn greinist, hvort hann er orðinn útbreiddur, til dæmis kominn í beinmerg þegar hann uppgötvast. Einnig var rætt hvað hægt er að gera til þess eins að lina kvalir þegar menn eru orðn- ir mikið veikir og kynnt voru vanda- mál sem upp hafa komið vegna við- bragða líkamans þegar hann er tengdur lungnavél í þessum aðgerð- um, sagði Ilmo Louhimo. -Lungnakrabbamein er mjög al- gengt í Bandaríkjunum, segir Wal- ton Lillehei, -og er það nú algeng- asta krabbamein meðal kvenna, næst á eftir bijóstakrabbameini. Það er mjög erfítt að lækna lungna- krabbamein, það dreifist hratt um líkamann og greinist seint og þess vegna verður að beina sífellt meiri kröftum að forvarnarstarfi. Við vit- um að reykingar valda miklu og þess vegna þarf að benda börnum og unglingum á skaðsemi þeirra. Þau hafa hins vegar ekki miklar áhyggjur af því hvað gerist eftir 20 eða 30 ár og telja sig fullfrísk og þess vegna er erfítt að koma því inn að reykingar geti valdið þeim skaða síðar á lífsleiðinni. Það má líka segja að hið sama sé uppi á teningnum varðandi hjartasjúkdóma, reykingar eru stór áhættuþáttur en þar kemur líka margt annað til eins og menn þekkja, erfðir, blóðþiýstingur, mat- aræði og fleira. Við vitum að margt má gera til að draga úr áhættu og hægt er að hægja á eða seinka sjúk- dómnum þannig að ekki þurfi endi- lega að koma til skurðaðgerðar en hjartasjúkdómar eru nú önnur al- gengasta dáuarorsökin í heiminum. Hjarta- og lungnavélin Sem fyrr segir er C. Walton Lille- hei brautryðjandi á sviði hjarta- skurðlækninga. Hann var einna fyrstur til að gera opna hjartaað- gerð sem var mögulegt eftir að hjarta- og lungnavél kom til sög- unnar. -Við vitum að það má ekki stöðva blóðrásina um líkamann nema í fáar mínútur án þess að skaði hljótist af. Áður en hjarta- og lungnavélar komu til var eina ráðið að kæla líkamann til að hægja á allri starfsemi. Þá var hægt að stöðva blóðrásina í allt að 8 til 10 mínútur sem var oft nægur tími til að laga minni háttar hjartagalla. En þessi leið var ekki fær fyrir stærri aðgerðir og því var það fyrst með tilkomu hjarta- og lungnavél- arinnar árið 1954 að við gátum ráðist í stærri aðgerðir sem í dag taka yfírleitt um tvo tíma. Lillehei segir að margir eldri læknar hafí í fyrstunni ekki haft mikla trú á hjartaskurðlækningum en yngri læknarnir hafi sýnt þeim áhuga og hafi þær þróast mjög hratt. Læknarnir voru spurðir hveijar væru helstu nýjungarnar á sviði hjartalækninga um þessar mundir: -Það má kannski segja að nýjun- garnar felist í því að menn ganga sífellt lengra í hvers konar aðgerð- um til að lækna hjartasjúkdóma eins og til dæmis kransæðastíflu og með hjartaflutningi. Um þessar mundir fara fram um tvö þúsund opnar hjartaaðgerðir á dag í heimin- um og varðandi hjartaflutning má segja að vandamálið sé það að þörf- in sé mun meiri en framboðið á hjörtum. Það er kaldhæðnislegt en það deyja ekki nógu margir af slys- förum til að hægt sé að anna eftir- spum eftir hjartaflutningi. Þess vegna verður að finna aðra leið og hún er fólgin í að nota gervihjarta. Kjarnorkuknúið gervihjarta? Walton Lillehei er spurður nánar um stöðu þeirra rannsókna: -Gífurlegum fjármunum hefur verið varið til rannsókna á notkun gervihjarta og rúmlega 100 manns hafa fengið gervihjarta. Enginn gervihjartaþegi er þó á lífi í dag - menn hafa aðeins lifað í 6 til 9 mánuði með gervihjarta. Aðal- vandamálið er orkugjafínn. Það verður að vera einhver utanaðkom- andi tenging milli orkugjafans og hjartans og slík slanga út úr líka- manum leiðir alltaf til sýkingar og jafnvel blæðinga. Dánarorsök hefur því oft verið vegna fylgikvilla eða hliðarverkana. Okkur vantar sem sagt orkugjafa sem hægt er að koma fyrir með gervihjartanu og þarf því að vera fyrirferðarlítill. I því sambandi hefur ekki þótt útilok- að að nýta kjarnorku - slíkur orku- gjafí getur knúið gervihjarta í 95 ár sem dugar í flestum tilvikum, sé skípt um hjarta á miðri ævi. Lillehei segir að um 18 milljörð- um króna hafi verið varið til rann- sókna á gervihjörtum i Banda- ríkjunum síðustu 20 árin en um þessar mundir séu ekki miklar rann- sóknir í gangi. -Það þarf ekki alltaf endalausa peninga, við verðum að hugsa og staldra við. Góð dóm- greind verður smám saman til með reynslunni. Þetta þurfa menn alltaf að hafa í huga þegar rannsóknir og lækningar eru annars vegar. jt Pizza Hut opnar veitingastaði íMoskvu Sovétborgurum gafst í gær í fyrsta skipti tækifæri til að gæða sér á flatbökum að hætti Vestur- landabúa þegar tveir veitinga- staðir í eigu Pizza Hut voru opn- aðir í höfuðborginni, Moskvu. Við- tökur almennings voru á hinn bóginn fremur dræmar og höfðu Sovétsérfræðingar á orði að ef til vill höfðaði vestræn fæða ekki lengur til nýjungagirni manna þar eystra en Moskvu-búar hafa nú um nokkurt skeið geta fengið keypta hamborgara að hætti McDonalds-skyndibitakeðjunnar bandarísku. Annar flatbökustað- urinn er við Kutuzovskíj-breiðgöt- una þar sem jafnan er margt um manninn en einungis um 100 Moskvu-búar höfðu myndað bið- röð þegar dyrunum var upp lokið. Hinn staðurinn er við Gorkíj-götu steinsnar frá Rauðatorginu og Kremlar-múrum. Talsmenn Pizza Hut kveðast geta matreitt um 5.000 flatbökur á degi hveijum en alþýða manna mun bæði geta greitt fyrir góðgætið í sovéskum rúblum og viðurkenndum vest- rænum gjaldeyri. Upphaflega var hugmyndin sú að rúblur yrðu að- eins gjaldgengar á veitingastöð- unum en gera varð breytingu þar á þar sem borgaryfirvöld í Moskvu kröfðust þess að greitt væri fyrir rafmagn og hita í Bandaríkjadöl- um. Fyrir myndarlega flatböku greiða menn 26,60 rúblur eða 11 Bandaríkjadali (um 600 ísl. kr.) en þess má geta að meðallaun í Sovétríkjunum eru um 250 rúblur á mánuði. Evrópubandalagið:' Fallist á tillögu Breta um nýjan Evrópugj aldmiðil St. Andrews. Frá Guðmuiidi Heiðan Frímannssym, fréttantara Morgunblaðsins. HEIMILDIR innan breska fjármálaráðuneytisins herma að allar líkur standi til þess, að Bretar gangi inn í evrópska myntsamstarfið nú í haust. Bretar líta á það sem verulegan sigur, að ljármálaráðherrar EB samþykktu hugmyndir um evrópskan gjaldmiðil á fundi sínum í Róm á laugardaginn. A síðasta ári samþykktu Bretar, að hefja þátttöku í evrópska gengis- kerfinu, þegar aðstæður leyfðu. Aðalatriðið hefur alltaf verið, að verðbólga í Bretlandi yrði orðin svipuð og í öðrum löndum Evrópu- bandalagsins. Nú er búist við hækk- andi verðbólgu í EB vegna atburð- anna við Persaflóa. Þótt verðbólga sé nú tæplega 10% í Bretlandi og lækki vart mikið fyrir árslok, þá er talið, að bresk yfirvöld hefji þátt- töku í gengissamstarfinu, áður en mjög langt um líður. John Major, fjármálaráðherra Breta, neitaði því fyrir helgina, að þátttaka Breta væri yfírvofandi. Heimildarmenn fjölmiðla í fjármála- ráðuneytinu segja þessar yfirlýsing- ar til þess eins, að drepa eftirvænt- ingu manna í fjármálaheiminum á dreif. Það beri ekki að skilja þær svo, að búið sé að fresta þessum áformum um óákveðinn tíma. Fjármálaráðherrar EB ákváðu á fundi sínum í Róm um síðustu helgi, að stofna til evrópsks gjaldmiðils, sem notaður yrði meðfram núver- andi evrópskum gjaldmiðlum, en kæmi ekki í staðinn fyrir þá, að minnsta kosti fyrst um sinn. Allir bankar, verslanir og aðrir, sem nota peninga, myndu taka við þessurn gjaldmiðli, hvar sem væri í EB. Fyrst í stað er búist, að hann verði mest notaður í viðskiptum á milli landa innan EB, en það má spara umtalsvert fé með því að nota hann. John Major sagði eftir fundinn, að í framtíðinni kynni þessi gjald- miðill að koma í stað þeirra, sem nú eru notaðir. Hann sagði, að Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, væri honum sammála um þetta. Fyrr á þessu ári hreyfði John Major þessari hugmynd sinni, sem nú hefur í öllum aðalatriðum verið samþykkt. Þá var henni fálega tek- ið í öðrum löndum EB og hún talin nýjasta tilraun Breta til að koma í veg fyrir myntsameiningu EB. En á fundinum um helgina var meiri- hluti henni fylgjandi. Sérstaka at- hygli vakti, að Karl Otto Pöhl, vestur-þýski seðlabankastjórinn, studdi hana en ekki tillögur emb- ættismanna í Brussel um hraðari sameiningu. Tillagan, sem hafnað var á fund- inum, var frá Jacques Delors, fram- kvæmdastjóra EB, sem gekk út á að fastsettur yrði ákveðinn dagur, þegar tekin yrði upp evrópumynt í öllum löndum EB í stað þeirra mynta, sem nú væru notaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.