Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 21 Morgunblaðið/Einar Falur Leikhópur Alþýðuleikhússins fyrir framan Iðnó, en þar eru nú hafnar æfíngar á forn gríska harmleikn- um Medeu, sem Alþýðuleikhúsið sýnir í Iðnó í vetur. Æfíngar á Medeu að hefj- ast hjá Alþýðuleikhúsinu Þýðingar Helga Hálfdanarsonar á 32 forn grískum leikrit- um væntanlegar á einni bók í haust ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ er um þessar mundir að hefja æfíngar á forn gríska harmleiknum Medeu, eftir Evrípídes, í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar. Sýnt verður í Iðnó og er frumsýning áætluð 26. október næstkomandi. Skðmmu síðar, eða um 20. nóvember, er væntanleg útgáfa Máls og menningar á þýðingum Helga Hálfdanarsonar á 32 forn grískum leikritum eftir Evrípídes, Sófókles og Æskilos. Þar verða þýðingar allra verka þessara forn grísku skálda á einni bók og verður hún um 1.200 blaðsíður. Leikritin 32 eru öll í bundnu samtímann. „Þetta hefur nú verið máli og sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið, að hann leitaðist við að halda sama bragarhætti í þýð- ingunni og er á frummálinu. Hann segir efni leikritanna vera að miklu leyti sótt til sömu goðsagna, til dæmis um Trójuhernaðinn, og skrif- ar hann í bókarlok endursögn þess- ara sagna, til þess að lesandinn eigi auðveldara að átta sig á umhverfi leikritanna. Helgi var spurður hvort svo göm- ul verk, sem skrifuð eru fyrir meira en tvö þúsund árum, eigi erindi við kallað svo að það sé sígilt efni, fjall- ar um sammannleg vandamál allra tíma,“ sagði hann. Meðal þess sem á er tekið er spurningin um hvor séu æðri, lög guða eða manna. Helgi vann þýðingar þessar flest- ar að beiðni útgefandans af þessu tilefni. Áður hafði hann þýtt einn þríleik og þijú önnur leikrit forn grísk. Hann kvaðet ekki hafa þýtt beint úr frummálinu, heldur notað ýmsar aðrar þýðingar erlendar, en borið formið saman við textann á frummálinu. Að sögn Halldórs Guð- mundssonar útgáfustjóra Máls og menningar er bókin væntanleg um 20. nóvember næstkomandi og sagði hann að reynt yrði að stilla kostnaði í hóf, jafnframt því sem vandað yrði til verka. Stefnt er að því að bókin kosti innan við fimm þúsund krónur. Alþýðuleikhúsið æfir nú eitt þess- ara verka, Medeu. Það er harmleik- ur eftir Evrípídes og fjallar um Medeu Svartahafsprinsessu, morð- kvendi, fegurðardrottningu og galdranorn. Leikstjóri er Inga Bjarnason, tónlist við sýninguna er eftir Leif Þórarinsson. Hlíf Svavars- dóttir hefur umsjón með dönsum og sviðshreyfingum. Leikmynd og búninga hanna Sigríður Guðjóns- dóttir og Ásdís Guðjónsdóttir. Titil- hlutverkið leikur Jórunn Sigurðar- dóttir og Jason, eiginmann Medeu, leikur Harald G. Haralds. Afmælisrit til heiðurs Pétri Mikkel Jónassyni prófessor: Brunnur lifandi vatns Fræðigreinar eft- ir 23 höfunda Háskólaútgáfan hefur gefið út nýja bók, sem nefnist Brunnur lifandi vatns og er safn greina um fræðileg efni eftir 23 höf- unda, náttúrufræðinga, sagn- fræðinga, guðfræðinga, málfræð- inga og skipulagsfræðing. Ritið er gefið út til heiðurs Pétri M. Jónassyni, prófessor í vatna- líffræði við Kaupmannahafnarhá- skóla, sem nýlega varð sjötugur. Nokkrir vinir hans hér á landi áttu frumkvæðið að þessari út- gáfu og Háskólaútgáfan annaðist útgáfuna með ritnefnd. Háskóli íslands styrkti hana einnig með fjárframlagi. Pétur á langan og glæsilegan feril að baki sem vísindamaður og brautryðjandi í vatnalíffræði hér á landi. Hann iauk magistersprófi frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1952 og var styrkþegi Danska vísindaráðsins 1953-1957. Árið 1956 hóf hann að kenna vatna- líffræði við Hafnarháskóla og varð doktor þar 1972 fyrir rannsóknir sínar á Esrom-vatni á Sjálandi. Prófessor varð hánn 1977. Pétur er félagi í ýmsum vísindaféiögum, m.a. Vísindafélagi íslendinga og vísindaakademíum Norðmanna og Dana. Hann er nú forseti Alþjóða- samtaka vatnalíffræðinga og var í mörg ár varaforseti Norræna vist- fræðiráðsins. Árið 1987 voru hon- um veitt Naumann-Thienemann verðlaunin, sem er æðsta viður- kenning vatnalíffræðinga. Hér á landi er Pétúr þekktastur fyrir rannsóknir sínar og samstarfs- manna sinna á Mývatni, sem birt- ust á prenti 1979 á vegum Hins íslenska fræðafélags f Kaupmanna- höfn, en hann er nú forseti þess. Senn lýkur viðamiklum rannsókn- um á lífríki Þingvallavatns, sem 36 vísindamenn hafa unnið að undir forystu Péturs. Eftir hann liggja alls um 80 vísindagreinar á prenti, flestar í erlendum ritum. Bókin Brunnur lifandi vatns er 168 bls. að stærð, prýdd nokkrum skýringarmyndum. Kápumynd gerði Guðjón Ingi Hauksson. Stein- holt hf. prentaði, en Félagsbók- bandið — Bókfell annaðist band. Bókin er til sölu hjá Sögufélaginu, í Bóksölu stúdenta, hjá Máli og menningu og bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. (F'réttatilkynning) Míele „ROLLS ROYCE" ÞVOTTAVÉLANNA JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. “=•-{ Sundaborg 13 - 104 Reykjavik - Si'mi 688 588 OPIÐ Á LAUGARDAG FRÁ KL 10-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.