Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 36

Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 * Magnús Olafsson læknir - Kveðjuorð Fæddur 1. nóvember 1926 Dáinn 2. september 1990 Mig setti hljóðan, þegar mér barst sú fregn, að Magnús Ólafsson væri allur. Stríðinu var lokið. Ég vissi að hann barðist við illkynja sjúkdóm af þeirri karlmennsku og æðruleysi, sem alla tíð einkenndi hann. Éngum var ljósara en honum, hvert stefndi, en hann sótti styrk í trúna, bar höfuðið hátt og missti aldrei kjarkinn. Ég sá Magnús Ólafsson seinast í lok apríl á lokafundi frímúrara- stúkunnar Mímis, sem við tilheyrum báðir og hann stjórnaði. Það var einstök reisn yfir honum, þar sem hann ræddi næsta starfsár, glaður og reifur. Einhvern veginn varð maður vongóður um að sjúkdómur- inn hefði lotið í lægra haldi, að minnsta kosti um sinn. Hugurinn reikar nær þijátíu ár til baka, til ársins 1962. Ég til- heyrði hópi nýútskrifaðra lækna- kandídata, sem mætti á aðalfund Læknafélags Reykjavíkur. Þarna var hart deilt og persónulega um einhver málefni líðandi stundar, sem ég hefi gleymt fyrir löngu og risu öldurnar hátt. Við nýgræðing- amir botnuðum ekki neitt í neinu. Þá bað ungur læknir um orðið. t Eiginmaður minn, KRISTJÁIM JAKOBSSON frá Patreksfirði, andaðist í Landakotsspítala mánudaginn 10. september. Fyrir hönd vandamanna, Þorbjörg Jónsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, ANDRÉS FJELDSTED SVEINSSON, Ægisiðu 72, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 10. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Þóroddsdóttir. t Sonur okkar, faðir, bróðir og unnusti, HÖRÐUR KARLSSON, Grjótgarði, Glæsibæjarhreppi, lést af slysförum 26. ágúst. Karl Sigurvinsson, Sigríður Þórðar, Karl Óskar Harðarson, Unnur B. Karlsdóttir, Pétur Karlsson, Jónína Baldursdóttir. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS GISSURARSONAR fisksala frá Byggðarhorni í Flóa, Sæviðarsundi 38, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. september kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á minningarkort Sel- fosskirkju. Karen Gissurarson, Inga Kjartansdóttir, Guðni J. Guðnason, Gunnar Kjartansson, Ágústa Árnadóttir, Anna Kjartansdóttir, Björn S. Lárusson, Erla Kjartansdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Kristján Kjartansson, Stefanía K. Karlsdóttir, Sonja Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Í Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, ERLA FALKVARD FRIÐGEIRSDÓTTIR, lést á barnadeild Landakotsspítala, laugardaginn 8. september. Útför hennar verður gerð frá Langholts- kirkju mánudaginn 17. september kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar vinsam- legast láti barnadeild Landakotsspitala njóta þess. Edna Falkvard, Friðgeir Olgeirsson, Ellen Fríða Falkvard Friðgeirsdóttir, Soffía Antonsdóttir, Birgir Halldórsson, Anton Antonsson, Lína Rut Karlsdóttir, Trausti Antonsson, Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Jón Kristinn Friðgeirsson, Margrét Frímannsdóttir, Jóhann Sigurjón Friðgeirsson og systkinabörn. . Hann talaði -þannig, að allir hlu- stuðu, var málefnalegur og skýr, stuttorður og gagnorður og kom beint að kjarna málsins. Þetta var Magnús Ólafsson. Þannig minnist ég hans alltaf síðan. Ég kynntist honum síðar í sambandi við ýms félagsmál lækna og víðar. Það var engin tilviljun, að Magn- ús valdist til forystu í félagsmálum, hvort sem það var á vettvangi læknasamtakanna, í stúdentaráði á háskólaárunum eða í frímúrararegl- unni. Hann var ósérhlífinn dreng- skaparmaður, snjall skipuleggjari, áttaði sig strax á aðalatriðum hvers máls og var vel máli farinn í ræðu og riti. Magnús var fæddur í Vest- mannaeyjum 1. nóvember 1926. Hann var stúdent frá MR 1942 og lauk prófi í læknisfræði frá HI 1953. Hann stundaði framhalds- nám í lyflæknisfræði í Bandaríkjun- um 1954—1958 og í hjartasjúkdóm- um í London 1969. Starfandi lækn- ir í Reykjavík frá 1958, eingöngu sem hjartasérfræðingur frá 1967, en það ár hlaut hann viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum. Magnús var 1. aðstoðarlæknir við lyflæknisdeild Borgarspítalans 1958—1961 og yfirlæknir við hjúkrunardeild Hrafnistu 1961—1974. Hann stundaði skólalæknisstörf í Reykjavík 1953—1954 og 1958— 1963. Hann var trúnaðarlæknir Ríkisútvarpsins frá 1958. Magnús gegndi fjölda trúnaðar- starfa á vegum lækna. Hann var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1960—1968. Hann var formaður samninganefndar sérfræðinga 1961 til 1965 og gjaldskrárnefndar 1962—1965. Hann sat í stjóm Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna 1971—1973. Hann var um árabil í stjóm Domus Medica. Mér er kunnugt um það, að Magnúsar er sárt saknað af sjúkl- ingum hans, sem báru til hans óskorað traust sem læknis og manns. Það er til marks um þann ræktarhug, sem Magnús bar til sjúklinga sinna, að hann vann æðrulaus á stofu sinni þar til hann lagðist banaleguna. Og nú er hann horfinn yfir móð- una miklu, kallaður af vettvangi allt of snemma. Hann var gæfu- maður á hverri þeim leið, sem hann gekk, vammlaus og drengur góður. Konu og'börnum sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Ólafssonar læknis. Kristján Baldvinsson Olafur Bergmann Jónsson — Minning Fæddur 23. apríl 1923 Dáinn 4. september 1990 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Við kveðjum föðurbróður í annað sinn á fáum mánuðum, Ólaf Berg- mann Jónsson. Olli var elstur þeirra systkina frá Sólgarði. Næstur var Sveinn, en hann lést fyrr á þessu ári. Hin eru Höskuldur, Gunnar og Anna. Móðir hans var Jónína Ólafs- dóttir frá Stekk í Vopnafirði. Hún giftist síðar Filippusi Arnasyni, toll- þjóni, í Vestmannaeyjum og átti með honum tvö böm. Olli ólst upp frá unga aldri hjá föður sínum, Jóni Höskuldssyni, símaverkstjóra, og konu hans, Lilju Sveinsdóttur. Hann kvæntist í nóvember 1946 Fædd 6. júlí 1903 Dáin 28. ágúst 1990 Kveðja frá langömmu- strákum Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bragi Rúnar og Ingólfur Ragnar Axelssynir. Okkur langar til að minnast hennar ömmu, sem varð bráðkvödd á heimili sínu 28. ágúst sl. og kom það öllum á óvart, því að hun var svo frísk og hafði aldrei á sjúkra- húsi legið. Amma var fædd í Hólkoti í Hörg- árdal, dóttir hjónanna Guðrúnar Huldu Kristjánsdóttur frá Vopna- firði, f. 2. desember 1922, d. 18. mars 1977. Þeim varð átta barna auðið og eru sjö á lífí. Þau eru: Svana f. 1943, gift Hermanni Jóns- syni, Lilja Guðríður f. 1946, gift Guðmundi Ragnarssyni, Kristján f. 1948, ókvæntur, Jón f. 1952, ókvæntur, Hulda f. 1957, gift Bryn- leifi Ingimarssyni, Oddný f. 1958, ógift, og Berta f. 1964, gift Jóni Hermanni Sigurjónssyni. Barna- böm eru orðin átta talsins. Olli starfaði við sjómennsku og þekkti vel af eigin raun allar hliðar útgerðar. Sextán ára að aldri fór hann fyrst á vertíð til Vestmanna- eyja og urðu vertíðirnar þar sautján alls. Einnig stundaði hann sjósókn og landvinnu víðar. Á síldarárunum vann hann á talstöðinni á Vopna- firði en undanfarin ár var hann í útgerð með sonum sínum. Emilíu Jónsdóttur, ljósmóður og Sigtryggs Sigurðssonar, bónda. Hún átti tvo eldri bræður, Brynjólf, bónda og kennara á Krossanesi og Guðmund, sem var smiður í Reykjavík. Þeir em báðir látnir. Árið 1926 giftist hún afa okkar Steinbergi Jónssyni, vélstjóra og síðar sölumanni frá Dalvík, og eign- uðust þau 3 syni: Ragnar, hæsta- réttarlögmann á Akureyri, kvæntan Sigurlaugu Ingólfsdóttur; Hörð, verslunarmann á Akureyri, kvænt- an Sigrúnu Birnu Halldórsdóttur og Jón Kristinn, skipasmíða- og húsameistara á Akureyri, kvæntan Sigurlaugu Geirsdóttur. Jón lést langt um aldur fram 1984. Amma og afi slitu samvistir og þá kom sér vel, að amma hafði ung að árum fullmenntað sig í klæð- skeraiðn, þegar hún stóð uppi með 3 unga drengi á tímum, þegar eng- Olli frændi var léttur í lund. Hann hafði jafnan ákveðnar skoð- anir á flestum málum og stóð fast á sinni meiningu. Hann var vel minnugur, fróður og skemmtilegur í viðræðu. Við systkinin frá Snæ- felli vottum bömum hans og öðmm aðstandendum samúð okkar. Missir þeirra er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Fjóla, Jón, Gauti og Anna. ir styrkir eða hjálp var til einstæðra mæðra. Við vitum, að þetta vom oft erfiðir tíma fyrir hana og dreng- ina, en hún var harðdugleg, glað- lynd og jákvæð og vildi standa á eigin fótum og koma sínum drengj- um upp með vinnu. Hún var mjög félagslynd og var í Slysavarnafélaginu og kór þess. Hún hafði unun af að ferðast og fór margar ferðir með foreldmm okkar um landið. Einriig fór hún nokkrar utanlandsferðir og alltaf fannst henni jafn gaman. Síðustu æviárin dvaldi hún í íbúð í Dvalarheimilinu Hlíð og hafði mjög gaman af að fá til sín gesti, stóra sem smáa. Allur aðbúnaður og starfsfólk fannst henni til fyrir- myndar og viljum við koma á fram- færi þakklæti til starfsfólksins á Dvalarheimilinu Hlíð. Elsku pabbi, Hörður og nákomn- ir ættingjar, innilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg, Guðbjörg, Ragna og Soffía Ragnarsdætur. + Hjartfólgin móðir mín, eiginkona og systir okkar, MILDRÍÐUR SIGRÍÐUR FALSDÓTTIR frá Barðsvik, Grunnavíkurhreppi, húsfreyja í Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík, verður kvödd frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. september kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti kvennadeild Slysa- varnarfélags islands njóta þess. Fyrir hönd ástvina. Helgi Falur Vigfússon, Vigfús Jóhannesson, Jakob Falsson, Rósa Falsdóttir. Soffía Sigtryggs- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.