Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 48
Kringlan 5 sín.i ite 692500 mSrí SlOVAtSPALMEWNAR RISC SYSTEM/6000 KEYRIR UNIX FRAMTÍÐARINNAR: IBM AIX MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Nagladekk leyfð frá 1. nóvember MEÐ nýlegri reglugerð um gerð og búnað ökutækja hefur sá tími sem almennt er heimilt að aka á negldum hjólbörðum verið stytt- ur um einn máriuð á ári hverju. Til þessa hefur það verið heimilt frá 15. október til 1. maí en frá og með haustinu má ekki aka á negld- um hjólbörðum fyrr en frá 1. nóv- ernber og til 15. apríl. í reglugerðinni er eins og áður veitt undanþága til að aka á negld- mn hjólbörðum, eða með keðjur, utan fyrrgreinds tímabils sé þess þörf vegna sérstakra aðstæðna. Bankarkanna kjötbirgðir FRAMKVÆMDANEFND um bú- vörusamninga hefur falið við- skiptabönkum sláturleyfishafa að kanna birgðastöðu kindakjöts nú í byrjun nýs verðlagsárs. Sam- kvæmt bráðabirgðasölutölum fyr- ir ágúst eru birgðir í landinu 1.600-1.700 tonn, og hafa þær ekki „verið minni undanfarin ár. Sölutölur benda til að ríflega 1.000 tonn af kíndakjöti hafi selst í ágúst, en það er ívið meira en seldist í júlí. Heildarsala á verðlagsárinu nam um 8.000 tonnum, en það er um 600 tonnum minna en í fyrra. Flugleiðir; Enn stefnt að hækkun /argjalda FLUGLEIÐIR hafa enn ekki lagt fyrir stjórnvöld beiðni sína um hækkun flugfargjalda, sem boðuð var í byrjun mánaðarins. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, segir að enn sé stefnt að því að biðja um að flugfargjöld hækki 1. október. Einar segir að enn sé verið að vega saman hækkanir á mörkuðum erlendis og breytingar á gengi Bandaríkjadals og annarra gjald- miðla. „Það eru miklar hræringar, sem við viljum reyna að láta líða hjá- og sjá hvort eitthvert jafnvægi kemst á,“ sagði Einar. Hann sagði að breyt- ingar á gengi Bandaríkjadals yllu ■'•JEekkun fjármagnskostnaðar hjá Flugleiðum, sem kæmi á móti hækk- unum erlendis. -Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson Boeing-þotan sem saknað er. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli þann 28. apríl síðastliðinn er hún var flutt austur um haf frá Perú til Möltu en þar hafði Air Malta vélina á leigu undanfarna mánuði. Þotu með,15 manns saknað í hafi milli Islands og Kanada Annarrar vélar saknað frá Grænlandi BOEING 727-200 þotu í eigu flugfélagsins Faucett Airlines í Perú en undir merkjum Air Malta á leið frá Keflavíkurflugvelli, þar sem hún tók eldsneyti, til Gander á Nýfundnalandi er saknað í hafi um 180 mílur suðaustur af Nýfundnalandi. Um borð voru að sögn per- úska flugfélagsins 15 Perúmenn, 3 flugmenn og 12 starfsmenn flug- félagsins. Fjöldi flugvéla leitaði vélarinnar í góðu veðri undir stjórn kanadískra flugmálayflrvalda. Gervitungl námu í gærkvöldi neyðar- merki frá þeim stað sem talið er að þotan hafl nauðlent á sjónum en hún hafði ekki fundist um miðnætti. Þá var í gærkvöldi saknað grænlenskrar skrúfuþotu, Cessna-441, á leið frá Syðri-Straumflrði til Gæsaflóa á Labrador. Cessna-441 skrúfuþotu Grenlandsfly var í | gærkvöldi saknaö á leiöinni frá Syöri-Straumfiröi f : Eystribyggð á Grænlandi til Gæsaflóa f Kanada. Taliö er aö 5-6 manns hafi veriö um borö f vélinni. Gander Keflavík Boeing-þotan, sem var á leið frá Möltu, kom til Keflavíkurflugvallar frá Mílanó um klukkan tólf á há- degi, fékk um 20 tonn af eldsneyti og upplýsingar um veður en hóf sig til lofts áleiðis til Nýfundna- lands klukkan 13.16 og áætlaði að vera 3 klukkustundur og 38 mínút- ur á leiðinni til Gander-flugvallar. Vélin hafði óskað eftir heimild til að fljúga í 28 þúsund feta hæð og flaug fyrst í 24 þúsund en síðan í 27 þúsund feta hæð og var komin úr íslenska flugstjórnarsvæðinu klukkan 14.50. Klukkan 17.55 höfðu kanadískir flugumsjónarmenn samband til ís- lands og óskuðu upplýsinga um viðbótarflugáætlun vélarinnar en þar er að finna upplýsingar um björgunarbúnað. Sagt var að flug- menn vissu ekki um staðsetningu sína og eldsneyti væri orðið lítið. Kanadísk flugumsjón heyrði það síðasttil vélarinnar, klukkan 18.23, að hún væri eldsneytislaus og lækkaði flugið úr 10.000 fetum. Fjöldi flugvéla fór þegar til leitar Boeing 727 þota perúska flugfélagsins Faucett sendi út neyöarkall á þessum slóöum klukkan 18.23 að íslenskum tíma. Um borö í vélinni voru 15 starfsmenn flugfélagsins. á svæði um 180 mílur suðaustur af Nýfundnalandi. leitin hafði ekki borið árangur um miðnætti. Ingþór Ólafsson starfsmaður Olís afgreiddi vélina og ræddi við flugmennina. „Þeir voru hressir og hissa á því að -ekki væri kaldara á Morgunblaði6/AM íslandi," sagði hann. Að sögn flug- umsjónar á Keflavíkurflugvelli fékk vélin þar eldsneyti, upplýsing- ar um veður og vinda á flugleið- inni, auk veðurspár fyrir áfanga- stað og varaflugvöll, sem var Stephenville í Kanada. SAS: KaUp á hluta í Flug- leiðum lögð til hliðar FORSVARSMENN SAS hafa Iagt til hliðar áform um hlutabréfakaup SAS í Flugleiðum - að minnsta kosti um sinn. Er borið við ástandinu í Miðausturlöndum og að SAS muni ekki fara út í fjárfestingar í öðrum flugfélögum meðan þessi óvissa ríkir. Forsvarsmenn SAS hafa á síðustu árum verið ötuiir við að kaupa hluti í öði’um flugfélögum bæði í Evrópu og Ameríku með það fyrir augum að treysta samkeppnisstöðu SAS í Ijósi harðnandi samkeppni flugfélaga í Evrópu eftir að hinn sameiginlegi innri markaður kemst á 1992. Einn- ig er talið að versnandi ijárhagsaf- koma SAS á fyrri hluta þessa árs Háskóli Islands: Færri nýnemar en í fyrra SKRÁÐIR nemar á fyrsta ári við Hásköla íslands eru nú alls 1.722 en voru að lokinni skráningu í fyrra 1.983, samkvæmt upplýs- ingum nemendaskrár Háskól- ans. Skráningu lýkur á næstu dögum og mun því nýskráðum ljölga eitthvað frá þeim tölum sem hér fylgja. Fleiri eru skráð- ir til náms á fyrsta ári í laga- deild, tannlæknadeild og í sjúkraþjálfun en í fyrra en í öðrum deildum er um fækkun að ræða. Nemendum á fyrsta ári í heim- spekideild fækkar úr 474 í 345, í félagsvísindadeild eru þeir 333 en voru 356 og til náms á fyrsta ári í læknisfræði eru nú skráðir 129 nemendur en þeir voru 141 í fyrra- haust. Nýnemum við viðskipta- og hagfræðideild fækkar úr 302 í 223. Á fyrsta ári í guðfræði eru nú 18 en voru í fyrra 21. í lyfjafræði eru skráðir 22 en voru 30, hjúkrunar- fræðinemar á fyrsta ári eru 105 í stað 112. I verkfræðideiid eru 96 en voru 123 og í raunvísindadeild eru 178 en í fyrra voru skráðir þar á fyrsta ári 204 nemendur. Laganemum á fyrsta ári fjölgar úr 172 í 186 og tannlæknanemum á fyrsta ári úr 30 í 32. Á fyrsta ári í sjúkraþjálfun eru nú 55 nemendur en þeir voru í fyrra 18. Skýringin er, samkvæmt upplýsingum frá nemendaskrá Háskólans, að áður var takmarkaður fjöldi nemenda valinn inn í deildina, en aðeins munu um 20 nemendur komast áfram að loknum prófum um ára- mót. sé hluti af skýringunni. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, fengu stjórnendur félagsins nú ný- verið boð um að áform um hugsan- lega þátttöku SAS í Flugleiðum hefðu verið sett tii hliðar vegna óvissuástandsins í Miðausturlöndum. Innan Flugleiða höfðu þær hugmynd- ir verið reifaðar við forsvarsmenn SAS að félagið eignaðist um 15% hlut í Flugleiðum í formi nýs hlutafj- ár og jafnframt lagðar fram hug- myndir um hugsanlegt verð á bréfun- um. Ekki höfðu borist gagnviðbrögð frá SAS við þessum verðhugmyndum þegar framangreind skilaboð komu um að málið hefði ekki fengið endan- lega afgreiðslu á síðasta stjórnar- fundi SAS. Rekstur SAS hefur ekki gengið jafnvel á þessu ári og undanfarið, og minnkaði hagnaður af rekstri fé- lagsins um 69% á fyrrihluta þessa árs. Hefur félagið nýverið tilkynnt að það hyggist skera niður rekstrar- kostnað um 5% á árinu 1991, fyrst og fremst með fækkun starfsfólks en starfsmannafjöldi félagsins jókst á níunda áratugnum um 25%, í tæp- lega 22 þúsund manns. Svipuð þróun í afkomu hefur einnig átt sér stað hjá öðrum helstu áætlunarflugfélög- um á yfirstandandi ári. Busavígslur byrjaðar NÝNEMAR í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti gengu í gær í gegnum busavígsluna og voru þar með teknir í tölu fullgildra nemenda við skólann. Næstu daga munu busavígslurn- ar setja mark sitt á starf framhalds- skóla í landinu. í flestum þeirra hafa mótast ákveðnar hefðir fyrir því með hvaða hætti eldri nemendur vígja hina nýju inn í samfélag sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.