Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
Síðasta haldreipið
- hengingarólin
Ársæll Friðriksson
„Síendurteknar fullyrð-
ingar um einhug að
baki þjóðarsátt eru því
blekking ein.“
hluti, sem Ögmundur vísar hér til,
var ekki talinn upp úr kjörkössunum
eftir atkvæðagreiðslum um samn-
ingana hjá hinum einstöku verka-
lýðsfélögum. Þátttaka í þeirri at-
kvæðagreiðslu var svo dræm að í
félögum sem telja þúsundir félaga
greiddu aðeins fáeinir tugir atkvæði
um samningana. Yfirgnæfandi
meirihluti launamanna sýndi þannig
hug sinn til samninganna og þeirra
vinnubragða sem verkalýðsforingj -
arnir hafa tamið sér með því að
hundsa nær algerlega atkvæða-
greiðslu um þá. Síendurteknar full-
yrðingar um einhug að baki þjóðar-
sátt eru því blekking ein.
Látum liggja milli hluta hvort
þessi forsenda Ögmundar er rétt
eða röng en hugum ögn að þeirri
ályktun sem hann dregur af henni.
„Þegar grundvallaratriði koma til
álita í samskiptum félagasamtaka
sem ættu að eiga samleið, þá kann
meirihluta vilji að vera gildi (svo!),
ekki síður en samningsréttur, sem
við viljum í heiðri hafa.“ Þegar orð-
skrúðið er strokið burt stendur að-
eins þessi fullyrðing eftir: Meirihlut-
mn ræður hvað sem öllum samning-
um líður. Þessi staðhæfing fer aug-
ljóslega í bága við þær leikreglur
réttarríkisins, sem Ögmundur þyk-
ist vilja standa vörð um — að sömu
leikreglur gildi fyrir alla hvort held-
ur þeir heyra til minnihluta eða
meirihluta. í samráði við aðila
vinnumarkaðarins ákvað ríkisstjórn
lýðveldisins að afnema ákvæði
samnings sem hún hafði sjálf gert
og æðsta dómsvald í þessum efnum
úrskurðað að skyldi farið eftir. Með
þeim hætti voru grunvailarreglur
réttaríksins svívirtar og brotið gegn
anda stjórnarskárinnar í mörgum
greinum. Hér er því ekki um neitt
umferðarslys að ræða eins og mál-
glaðir ráðherrar fullyrtu heldur
valdlega undirbúið og þrauthugsað
ofbeldisverk gegn fámennu stéttar-
félagi. Það er dapurlegt að hlusta
á formann BSRB réttlæta slíkt ill-
virki með skírskotun til ofureflis
meirihlutans. Það var einmitt í nafni
meirihlutans og þjóðarheillar sem
gyðingum var smalað í gasklefa
þúsundára ríkisins og austan að
glumdu þessi sömu rök í síbylju
þegar varðhundar „alþýðuveld-
anna“ sendu andófsmenn í „gúlög“
sín eða á geðveikrahæli.
Bandalag eymdarinnar
Sú samstaða sem nú hefur náðst
með ríkisvaldi og aðilum vinnu-
markaðarins er fremur öllu öðru
samstaða um að skerða kjör launa-
fólks til frambúðar og ónýta allar
tilraunir þess til að ná fram leiðrétt-
ingu. Mig uggir sem fleiri að það
einingarband „þjóðarsáttar" sem
launafólk hefur nú verið ijötrað í
eigi ekki eftir að reynast það
trausta haldreipi sem launamenn
geta fetað sig eftir til aukinnar
velsældar heldur verði það þeim
hefting um fót á komandi árum
jafnvel hengingaról, sem gerir út
af við samningsrétt þeirra, ef allt
fer á versta veg. Því sá sem einu
sinni beitir „rökum ofbeldisins" get-
ur átt erfitt með að skírskota til
sanngirni og réttlætis síðar meir
þegar í nauðir rekur.
Höfundur er kennari.
eftirÁrsæl
Friðriksson
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, ritar langa grein í Morgun-
blaðið þann 21. ágúst sl. undir fýrir-
sögninni „Bráðabirgðalög og þjóð-
arsátt". í þessum langhundi hans
ægir saman slitrum úr sögu kjara-
baráttunnar á liðnum misserum,
almennum hugleiðingum um eðli
valds, heimspekilegum vangavelt-
um um réttlæti og jöfnuð auk margs
annars hnýsilegs. Rýninn lesari átt-
ar sig þó fljótlega á því að öll fyrir-
höfn Ögmundar miðar að því að
setja saman einhvers konar synda-
kvittun eða aflausnarbréf handa
þeim sem hvöttu til þess að aðför
yrði gerð að grundvallarmannrétt-
indum háskólamanna í ríkisþjón-
ustu og sáu um að framkvæma
verkið.
Höggormur í Paradís
í upphafi máls síns fer formaður-
inn mörgum orðum um þá skelfi-
legu öfugþróun, sem hér er orðin
eins konar plagsiður, að kjarasamn-
ingum sé rift æ ofan í æ með laga-
setningum og öðrum stjórnvaldsað-
gerðum. Haldi svo enn fram óttast
hann að leikreglum réttarríkisins
sé stefnt í voða. Til að sporna gegn
því að svo illa fari brýnir formaður-
inn allt launafólk til að standa sam-
an um að allir kjarasamningar séu
virtir „ — ekki stundum heldur allt-
af og ævinlega". Af þessum orðum
Ögmundar hlýtur hvert mannsbarn
að sjá að hann er bæði víðsýnn og
heillyndur en hitt er vitaskuld jafn
ljóst að svo viðarhlutamikil alhæf-
ing fær ekki staðist án einhverra
frávika. Að svo búnu reiðir Ög-
mundur fram þau gildu rök sem
eiga að staðfesta hvflík fjarstæða
eftir Hope Knútsson
í maímánuði árið 1988 skrifaði
ég grein um borgaralega fermingu
á íslandi. Tilgangur minn var að
ná athygli fólks sem einnig vildi
skoða nýja möguleika í fermingar-
efnum. Víða erlendis þekkist þorg-
araleg ferming og höfðu börnin mín
óskað eftir henni. Fyrir mig var það
ákjósanlegt því að ég er ekki krist-
in. Að velja hina kristnu leið hefði
því verið hræsni frá trúarlegu sjón-
armiði. Skiptir þá engu máli þótt
fermingin sé ekki sakramenti sam-
kvæmt Lútherstrú og var tíðkuð
sem nokkurs konar lestrarpróf á
siðustu öld. En þar að auki hafði ég
í mörg ár heyrt og lesið gagnrýni
á framkvæmd fermingarinnar hér-
lendis, meðal annars að hún væri
orðin óhófleg gjafahátíð.
Nú eru rúmlega tvö ár liðin.
Stofnaður hefur verið félagsskapur
sem nefnist Siðmennt og sér hann
um framkvæmd borgaralegra at-
hafna. Tveir hópar unglinga hafa
nú þegar verið fermdir að undan-
gengnu þriggja mánaða námskeiði.
I boðskapnum til þessa unga fólks
hefur verið lögð megináhersla á
majmeskjuna, gildi hennar, þroska
og ábyrgð í nútímaþjóðfélagi. Þess-
um efnum er, að okkar mati, gerð
alltof lítil skil í hinu almenna skóla-
kerfi. Vikulegir fyrirlestrar og um-
ræður hafa verið um eftirtalda
málafiokka: Siðfræði, lífsskoðanir,
samskipti foreldra og unglinga, rétt
ungmenna í samfélaginu. Þessari
fræðslu hefur síðan lokið með virðu-
það sé að krefjast þess að ríkisvald-
ið standi við þá griðarofssamninga
sem það gerði fyrir einhvers konar
slysni við BHMR og öllu kom í
uppnám líkt og höggormurinn í
Paradís forðum.
Hver á að semja fyrir hvem?
Fyrsta röksemd formannsins
gegn BHMR-samningnum er sú að
í 15. grein þeirra sé gert ráð fyrir
því að kaupmáttur launaliða samn-
ingsins sé tryggður með þeim hætti
að BHMR-félagar skuli fá sömu
hækkanir og aðrir launamenn auk
sérstakra leiðréttinga eftir því sem
tilefni þykir til. Með hæfilegri
blöndu af ósvífni og orðhengils-
hætti kemst formaður BSRB að
þeirri kyndugu niðurstöðu að þann-
ig sé það „nú einu sinni byggt inn
í þeirra eigin (BHMR) samninga"
að ASÍ og BSRB eigi að semja fyr-
ir þeirra eigin hönd. Vissulega eru
kaupmáttarákvæði 15. gr. BHMR-
samninganna meingölluð enda
reyndi samninganefnd BHMR að
fá annars konar kaupmáttartrygg-
ingu en íjármálaráðherra gerði það
að úrslitaskilyrði að kaupmáttar-
ákvæði samninganna yrði einmitt
með þessum hætti og engum öðr-
um. Samninganefnd BHMR var
síðar, eftir að úrskurður Félags-
dóms var ljós, enn reiðubúin að
breyta þessari ólánslegu kaupmátt-
arviðmiðun þannig að það er hreint
ekki sá bölvaldur sem Ögmundur
vill vera láta.
Hitt er einnig íhugunarvert að
samninganefnd ASÍ setti sams kon-
ar kaupmáttarviðmiðunm í febrúar-
samningana tæpu ári seinna. Þar
telur formaðurinn raunar gegna
allt öðru máli enda „mun þetta
hafa verið metið svo að samning-
arnir yrðu ekki samþykktir að öðr-
um kosti“. Þannig telur sá vísi
legri og fallegri athöfn þar sem
ungmennin hafa verið boðin vel-
komin í samfélag fullorðinna. Dag-
skrá lokaathafnarinnar hefur verið
skipulögð af unglingunum sjálfum
og foreldrum þeirra með ljóðalestri,
tónlist og flutningi stuttra erinda.
Hver athöfn hafði sinn eigin svip
og báðar voru mjög áhrifamiklar.
Góðar undirtektir
í þessi tvö ár hafa tugir fólks
haft samband við mig og aðra í
Siðmennt og þakkað okkur fyrir að
opna nýjan möguleika við ferming-
ar. Einnig höfum við verið hvött til
að halda áfram á sömu braut, sér-
staklega varðandi borgaralega jarð-
arför. Reyndar eru fleiri áhugasam-
ir um framkvæmd greftrunar en
fermingar. Ýmsum sem hvorki eru
í þjóðkirkjunni, né eru kristnir, þyk-
ir sér misboðið með því að kirkjan
skuli hafa einkarétt í þeim efnum.
Við skulum ekki gleyma því að
þúsundir manna eru utan þjóðkirkj-
unnar.
Það er ánægjulegt þegar ókunn-
ugt fólk kemur til manns úti á götu
og þakkar manni fyrir þetta fram-
tak. Og það hefur ósjaldan gerst.
Margt af þessu fólki er kristið, sumt
er kirkjurækið. En ailir eru á sama
máli um nauðsyn trúarlegs'umburð-
arlyndis. Viðhorf manna séu einu
sinni mismunandi á því sviði eins
og öðrum. Jafnvel prestar hafa tjáð
ánægju sína með starf okkar, gott
sé að börn eigi kost á vali þegar
til fermingarinnar kemur. Og
menntamálaráðherra sagði við
fyrstu fermingarathöfnina árið
maður að samhljóða samnings-
ákvæði þessara tveggja samtaka
jafngildi afsali samningsréttar þeg-
ar BHMR á í hlut en sé nauðsynleg
og eðlileg forsenda samninga þegar
um ASÍ er að ræða. Það er óger-
legt að hrekja rökfærslu sem bygg-
ist á slíkum forsendum enda verður
þess ekki freistað.
Hjálpræði forsjárhyggjunnar
Önnur meginröksemd formanns-
ins er raunar skilgetið afkvæmi
hinnar fyrstu og hljóðar svo: „Þegar
til lengri tíma væri litið þá væri það
því að okkar (forystu BSRB) mati
ekki ásættanlegt að ein samtök
opinberra starfsmanna, þ.e. BHMR,
högnuðust af ávinningi annarra
samtaka, þ.e. BSRB, án þess að
það væri gagnkvæmt." Þessi máls-
grein, þótt óskýr sé og einkennilega
orðuð, verður ekki skilin öðru vísi
en svo að forystumenn BSRB standi
á því eins og hundur á roði að launa-
hlutföll hjá ríkinu skuli vera föst
og óhagganleg um aldur og ævi.
Þessi krafa er svo sem skiljanleg í
ljósi þeirra mörgu og glæstu sigra
sem forysta BSRB hefur unnið í
baráttunni fyrir bættum kjörum
félaga sinna á liðnum árum. Af
þessu tilefni er þó rétt að benda
formanni BSRB og öðrum sem hug
hafa á að semja fyrir hönd BHMR,
og raunar gerí, það með traustu
atfylgi ríkisstjórnarinnar, að slík
hjálpfýsi er fullkomlega óþörf og
raunar illa þokkuð af öllum þeim
er fyrir henni hafa orðið.
Þjóðlygin mikla
Þriðja röksemd BSRB-formanns-
ins fyrir bráðabirgðalögum á kjara-
samning BHMR byggist á þeirri
forsendu að „kjarasamningarnir
nutu stuðnings yfirgnæfandi hluta
launafólks“. Sá yfirgnæfandi meiri-
1989: „Borgaraleg ferming undir-
strikar trúfrelsi hér á landi.“
Misskilningur
Einnig hafa heyrst raddir fólks
sem misskilið hefur tilgang bæði
borgaralegrar fermingar og Sið-
menntar. Til að mynda hefur sú
fullyrðing heyrst að um sé að ræða
andkristilega starfsemi. En við
leggjum sannarlega ekki áherslu á
að ófrægja kristindóm. Sum ferm-
ingarbarna okkar hafa verið kristin
og hafa sannarlega ekki verið látin
líða fyrir það. Borgaraleg ferming
snýst einfaldlega ekki um trúar-
brögð. Þess vegna kennum við ekk-
ert sem er andstætt kirkjunni. Sum-
ir gagnrýnendur hengja sig í orðið
ferming, vilja banna okkur að nota
það. Þetta er að vissu leyti skiljan-
legt, því hér á landi hefur orið ferm-
ing lengst af táknað trúarlega at-
höfn. En enginn getur slegið eigna-
rétti sínum á orð, jafnvel þótt það
sé erlend sletta. „Ferming" kemur
úr latínu (confirmare) og merkir
m.a. að styrkjast í einhverju. Al-
gengasta merking enska orðsins
(confirm) er í sama dúr, þ.e. að
staðfesta eða styrkja.
Megintilgangur borgaralegrar
fermingar er að efla með ungling-
unum heilbrigð og farsæl viðhorf
til lífsins. Kenna þeim að bera virð-
ingu fyrir manninum, menningu
hans og umhverfi. Við teljum mann-
inn sjálfan ábyrgan fyrir velfarnaði
sínum en ekki „æðri máttarvöld".
Siðferði þarf ekki að vera háð trúar-
setningum.
Hope Knútsson
„Megintilgangnr borg-
aralegrar fermingar er
að efla með unglingun-
um heilbrigð og farsæl
viðhorf til lífsins.“
Eins og fram hefur komið er
borgaraleg ferming alls ekki stað-
festing á því að viðkomandi ungl-
ingar séu trúlausir. Fyrir þátttöku
þeirra liggja margvíslegar ástæður.
Sum hinna trúuðu telja undirbúning
borgaralegrar fermingar áhuga-
verðari en þeirrar kirkjulegu. Hugs-
anlega fella þau sig ekki við prest-
inn í sinni sókn. Önnur ungmenn-
anna eru ekki tilbúin að taka aí-
stöðu til trúmála. Fyrir þeim veijast
kennisetningar eins og þær sem
fjalla um þríeinan guð, erfðasynd-
ina og meyfæðinguna. Að lokum
er sá hópur sem efast um tilvist
guðs og vilja ekki gefa nein heit
þar að lútandi. Sum þeirra eru sann-
færðir trúleysingjar.
Þeir unglingar eru aðdáunarverð-
ir sem treysta sér til að hugsa sjálf-
stætt og fara sínar eigin leiðir. Að
rífa sig út úr hópnum krefst næst-
um ofurstyrks á táningsaldri. Við
hjá Siðmennt teljum að fermingar-
aldurinn á íslandi sé alltof lágur.
Flest fólk veltir ekki trúarlegum eða
heimspekilegum hugmyndum fyrir
sér fyrr en nokkrum árum síðar.
Siðmennt getur ekki hækkað ferm-
ingaraldurinn hjá sér upp á sitt eins-
dæmi, en sumir unglingarnir þar
hafa verið fimmtán, sextán og
sautján ára.
Framhaldið
Undirbúningur er þegar hafinn
að þriðju borgaralegu fermingunni.
Námskeið okkar er í sífelldri endur-
skoðun og úrvinnslu. Næst verður
lögð enn meiri áhersla á mannleg
samskipti og siðferði en áður. Með
haustinu verður farið út í kynning-
arstarf meðal unglinga á ferming-
araldri og foreldra þeirra um starf
okkar. Störf á öðrum sviðum eru
einnig í bígerð, ekki síst varðandi
borgaralega greftrun. Meðal annars
þyrfti að útbúa kynningarbækling
um það efni og dreifa honum sem
víðast. Aukin fræðsla yrði vafalaust
til þess að áhugafólk um slíkt fylgdi
betur eftir sannfæringu sinni í
framtíðinni en það hefur gert. Eg
vil hvetja unglinga sem eru núna á
fermingaraldri og fjölskyldur þeirra
til að hugsa vel um valið.
Höfundur er sljórnarmcðlimur í
Siðmennt.
• •
Oðruvísi ferming