Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Fremsfír með fax ■tnipfín rrri KUlbuU LnJ FYRR EÐA SEINNA VELUR ÞÚ RICOH FAX acohf NÁMSTEFNA um varðveislu skjala og upplýsinga á ÖRCÖGNUM OG LJÓSDISKUM (Micro Film) (Optical Disk) • Minnkun skjalamagns • Öryggisafrit • Eyðing gagna • Geymsla • Vistun • Varsla Félag um skjalastjórn og Stjórnunarfelag íslands efna til námstefnu um örgögn og Ijósdiska að Hótel Loftleibum, þriðjudaginn 2. október, kl. 9 - 17. Fyrirlesari: DAVID O. STEPHENS CRM, framkvæmdastjóri Dataplex og forseti ARMA International, sem eru alþjóðasamtök á sviSi skjalastjórnar. Upplýsingar og skráning á námsstefnuna hjá Stjórnunarfélagi Islands í síma 621066 fyrir 27. september. TakmarkaSur fjöldi. Stjómunarf&dg Islands ÁNANAUSTUM 1S. 101 REYKJAVÍK ERLEND VERÐBREF Stefán Jóhannsson Val á sjóðasijórn- endum mikilvægt Þegar fjárfesta á erlendis er mjög mikilvægt að val á erlendum sjóða- stjórnanda sem hefur yfirumsjón með fjárfestingum takist vel. Að- ferðir við þetta val hafa breyst mik- ið sl. 20 ár. í byrjun var um það að ræða að menn leituðu þangað sem leiðin var skemmst, þ.e. farið var beint á fundi með þeim sem einhver tengsl voru við fyrir. Um. 1970 með tilkomu frammistöðumats fóru menn að velja eftir árangri sjóðastjórn- enda. Þegar í ljós kom að þátíðin var ekki nógu góður mælikvarði á framtíðina fór hlutverk ráðgjafans vaxandi. Það þurfti að meta frammi- stöðu í þátíð og hvort líklegt væri að hún yrði sambærileg í framtíðinni og þá af hveiju. í dag eru yfir 80% sjóðastjórnenda valdir af hlutlausum ráðgj afarfy rirtækj um. Það fyrsta sem gera þarf þegar velja á sjóðsstjóra er að lista upp þau einkenni sem æskilegt er að hann hafi m.v. þær væntingar sem fjárfestir hefur til arðsemi og áhættu. Þessi forvinna hjálpar til við það að ákveða hvort velja eigi stórt eða lítið sjóðstjórnendafyrirtæki. Á það að vera áhættusækið eða íhalds- samt, sérhæft í hlutabréfum eða skuldabréfum. Óframkvæmanlegt er að ræða við yfir 100 aðila sem hafa jafnvel allir þau einkenni sem listuð hafa verið upp. Næsta skref er því svo kallað forval. Því skiptum við í þrennt. í fyrsta lagi: Hvernig hefur viðkom- andi fyrirtæki staðið sig í því að ávaxta fé og hvernig var árangrinum náð. í öðru lagi reynum við að meta gæðin og höfum þá í huga aðferðar- fræðina sem þeir beita, stjórnskipu- lag, reynslu og hæfileika stjórnenda og hversu hæft við teljum að fyrir- tækið sé til að aðlaga sig að hugsan- lega breyttum aðstæðum á markaði. í þrjðja lagi lítum við hlutlaust á hvernig viðkomandi falla inn í okkar umhverfi og hvemig þeir eru í stakk búnir til að ná þeim markmiðum sem við settum í byijun. Nú erum við tilbúin til að útfæra nákvæmari samantekt á þeim sem til greina koma eftir þá síun sem við höfum framkvæmt. Þau fyrir- tæki sem eftir eru þarf að biðja um að senda skrifleg svör við ákveðnum spumingum. Markmiðið er að fá svör sem gera okkur kleift að Athugasemd Eigin íjaðrir og annarra eftir Einar Birni Nýstofnað fyrirtæki, ísteka, hefur sl. tvo mánuði haft fyrrum lyijaverk- smiðju þrotabús G. Ólafssonar hf. á leigu og er með skammtímasamning, aðeins um framhaid þeirrar leigu. Engu að síður má skilja af grein á viðskiptasíðu Mbl. 13. sept. sl., að nú loksins væri kominn fram aðili sem nokkur afrek gæti unnið. Fylprófíð umtalaða er ljómandi gott framlag til lífefnaiðnaðarins en það er bara ekki framlag ísteka né hugmynd, ekki einu sinni Harðar Kristjánssonar eins. Fylprófið og tilurð þess er loka- punktur prófana og tilrauna sem hér á iandi vom unnin í samvinnu þriggja aðila, þ.e. Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum, G. Ólafssonar hf. og Lífefnafræðistofu læknadeildar Há- skóla íslands. Sannleikur málsins er sá að hið fyrsta prófíð í þessari lotu var alger- lega hannað og unnið af þeim Egg- ert Gunnarssyni og Ólafi Andrés- syni, sérfræðingum á Keldum, og í raun em allar aðrar tilraunir og end- urbætur byggðar á þeim grunni. Reyndar má gjaman koma hér fram um leið þakklæti til þeirra Guðmundar Péturssonar, iæknis, for- stöðumanns Tilraunastöðvarinnar á Keldum, og Páls A. Pálssonar, þáver- andi yfirdýralæknis, sem alla tíð hafa sýnt þessum þróunarverkefnum sérstaka velvild. Þetta próf var ómissandi þáttur í skipulagi og hagræðingu fram- kvæmda við söfnun til hormóna- vinnslu G. Ólafssonar hf. og eins og að iíkum lætur fundu eigendur hryssa fljótt hversu þýðingarmikið prófið var vegna þeirra eigin rekstrar og því með ámnum æ meiri ásókn, utan blóðsöfnunarinnar, í prófíð sem slíkt. Það hefur því um alllangan tíma verið á dagskrá að fá fram próf sem sameinaði öryggi hins fyrra og ein- földun framkvæmdar og helst stytt- an biðtíma einnig (hluti einföldunar). Það var vissan um allnokkum markað hérlendis og vonin um veru- legan markað erlendis, sem var mest- ur hvati þess að samvinna áður- nefndra þriggja aðila hélt áfram ein- mitt um þetta sérstaka þróunarverk- efni. Miðjumaður og samræmingaraðili flestra sameiginlegra verkefna þessa þrílita hóps hefur frá upphafi verið Bergþóra Jónsdóttir, framleiðslu- stjóri hjá G. Ólafsson hf., og er æði langt síðan að við þijú, undirritaður, Bergþóra og Hörður Kristjánsson ræddum um áframhaldandi þróun fylprófsins til þeirrar veru sem hið nýja próf nú býr yfir. Það verður að segjast eins og er að mér er það mjög til efs að hefði Hörður Kristjánsson ekki verið starfsmaður G. Ólafssonar hf. og tekið þátt í framþróun margvíslegra mála þar og í þróunarverkefnum sem fyrirtækið átti með áðurnefndum innlendum og reyndar erlendum aðil- um einnig, hefði honum nokkru sinni dottið fylpróf í hug, hvað þá að vinna að þróun þess. Ég hefi aldrei dregið í efa hæfni eða kunnáttu Harðar Kristjánssonar og trúi því ennþá staðfastlega að hann sé sá dugandi vísindamaður sem við bundum í upphafi vonir við, en því sorglegra er að sjá hann bijóta, ég vona í gáleysi, þá sjálf- sögðu skyldu hvers alvöruvísinda- manns að geta hveiju sinni grund- vallar verka sinna og frumkvöðla, en þó umfram allt samstarfs síns við aðra vísindamenn um framgang og, þróun þess verkefnis, sem um er rætt, hvort sem um áfangaskýrslu eða lokaskýrslu er að ræða. Það voru eðlilegir hlutir og í sam- ræmi við stöðu mála þá að hið fyrra prófíð var fullunnið að Keldum. Það var á sama hátt eðlilegt að lokaþátt- ur nýja prófsins yrði hjá Herði Kristj- ánssyni og nú vona ég að hann geri sjálfum sér þann greiða að gera rétta grein fyrir sameiginlegum af- rekum sínum og sinna samstarfsað- ila. íslenskum fyrirtækjum trúi ég að sé almennt óskað velfarnaðar hér á landi, einnig ísteka, nýju fyrirtæki, en hingað til hefur fáum ef nokkrum fyrirtækjum dugað lánsfjaðrir til flugsins og allra síst séu þær tíndar af dauðum búk. ísteka ætti að reyna fyrst sínar eigin fjaðrir og sjá hvað þær duga. Reynslu annarra gætu þeir nýtt sé hún þeim tiltæk en skreyting með lausum lánsijöðrum er vitahaldlaus. Valá umsjónaraðila Æskileg einkenni 1 >1 * Forval > t Samantekt t Viötöl > * Ákvörðun minnka hópinn niður í 5 til 10 sem raunhæft er að funda með. Sem dæmi um það sem við þurfum að fá svör við er: Hver er bakgrunn- ur fyrirtækisins? Hvaða tengsl hefur fyrirtækið, fjöldi sjóða í þess vörslu o.s.frv. Hvaða reynslu hefur starfs- fólk þess? Hvernig eru ákvarðanir teknar og af hveijum? Hvaða mark- mið eru sett varðandi arðsemi og hvernig er áhættan metin? Hvar staðsetur fyrirtækið sig á markaðn- um og hvernig hefur það breyst í gegnum tíðina? Hvernig er endurgjöf háttað? Frammistaða einstakra sjóða eða samvals? Ennfremur er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim kostnaði sem þeir taka, bæði beinum og óbeinum. Eftir að hafa metið svör við sam- svarandi spurningum og tekið viðtol í framhaldi af því höfum við afiað okkur nægjanlegra upplýsinga til að taka ákvörðun, ekki fyrr. Höfundur er forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Fjárfestingarfélags ís- lands. VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF DAGBÓK Ráðstefnur SEPTEMBER ■ IBM á íslandi gengst fyrir ráðstefnu dagana 19.-20. sept- ember nk. Efni ráðstefnunnar verður fjölbreytt og sniðið jafnt fyrir þarfir stjórnenda sem tæknifólks. í tengslum við hana verður sýning á hugbúnaði og vélbúnaði frá IBM og sam- starfsaðilum. Fyrri daginn verður m.a. kynnt þróun IBM ’89—’90 ásamt nýjungum. AS/400, AIX/UNIX og tölvu- notkun hjá skipafélagi. Seinni daginn munu samstarfsaðilar IBM kynna kerfi sín, nýjungar í þjónustu tæknideildar IBM, AS/400 fortíð, nútíð og framtíð. OKTÓBER ■ MÁGUS félag viðskipta- fræðinema stendur fyrir ráð- stefnu norrænna viðskipta- og hagfræðinema dagana 4.-10. október nk. Á ráðstefnunni verður íslenskur sjávarútveg- ur til umfjöllunar, þar sem lögð verður áhersla á fiskveiðistjórn- un, hráefnisnotkun og nýtingu í fiskvinnslu, en einnig verður rætt um útflutningsmarkað ís- Iendinga. Ennfremur verður reynt að skyggnast inn í fram- tíðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.