Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 16
VZterkurog k-J hagkvæmur |Hróðleikur og X. skemmtun auglýsingamiðill! 3B0t9tntDlfiDiD VIÐSKHTIAIVINNULIF fyrirháa semlága! pli0r0ii$#l[íj§*í§> FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Þjónusta • • Orvun með samstarfssairming við bandarísk stórfyrirtæki Morgunblaðið/Emilía RAÐGJAFAR — Þau veita ráðgjöf, f.v. Kristján Zophaníasson markaðsfræðingur, Ólafur Ólafsson rekstrarhagfræðingur og Elín Garðarsdóttir þjónusturáðgjafi. ÞAÐ færist sífellt í vöxt að íslensk fyrirtæki leiti til sérhæfðra ráð- gjafafyrirtækja á sviði þjónustu- og markaðsmála til þess að auka framleiðni og árangur í starfi. Örvun er íslenskt ráðgjafafyrir- tæki á þessu sviði sem hefur nú starfað í tvö ár. Fyrirtækið gerði nýlega samstarfssamning við fímm bandarísk stórfyrirtæki á sviði ráðgjafa og að sögn Ólafs Ólafssonar, eigenda Örvunar, er tilgangurinn sá að gefa íslenskum fyrirtækjum kost á að nýta sér þekkingu aðila sem hafa fjár- magn til þess að standa að rann- sóknum og þróunarstörfum á þjónustu- og markaðsmálum. Ólafur Ólafsson rekstarhagfræð- ingur stofnaði ráðgjafafyrirtækið Örvun fyrir tveimur árum. Sam- starfsaðilar hans eru Kristján Zop- haníasson markaðsfræðingur og Elín Garðarsdóttir þjónusturáðgjafi. Meðal viðskiptavina Örvunar eru íslandsbanki, Flugleiðir, Hótel Loft- leiðir, Apple umboðið, Fríhöfnin, og fleiri. Fyrirtækið hefur verið í sam- starfi við bandaríska fyrirtækið The Human Touch Consulting, en Ólafur starfaði þar áður. I kjölfar góðs sam- starfs við það fyrirtæki var gerður samstarfssamningur við fimm önnur bandarísk ráðgjafafyrirtæki. Þessi fyrirtæki eru mjög })ekkt, hvert á sínu sviði, og sagði Ólafur að styrk- ur Örvunar liggi í því að geta boðið viðskiptavinum uppá góða þjónustu með reynslu þessara stórfyrirtækja og stuðning að baki. „ Okkar samstarfsaðilar eru mjög virt fyrirtæki sem leggja mikið upp úr rannsóknum og þróunarstarfi á sviði ráðgjafa. Þessi fimm fyrirtæki hafa einnig náið samstarf sín á milli og það mun koma til með að nýtast viðskiptavinum okkar vel. Eins er um samið að þau sendi ráðgjafa hingað til lands ef þörf þykir á og við óskum eftir því,“ sagði Ólafur. Þekktasta fyrirtækið af þessum fímm er líklega The Wirthlin Group sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði markaðs- og almannatengsla. Það var stofnað af Richard Wirthlin sem starfaði sem sérlegur ráðgjafí Ron- alds Reagan og var hugvitsmaðurinn að baki stjórnmálalegs ferils hans. Annað vel þekkt fyrirtæki sem er gengið til samstarfs við Örvun er The Institute for Principle—Centered Leadership sem var stofnað af Dr. Steven R. Covey. Covey vinnur fyrir fyrirtæki eins og IBM, Hewlett Packard, Lockhead, General Motors og fleiri. Hann vann það afrek að vera kjörinn af IBM besti alhliða utanhúss ráðgjafinn fimm ár í röð. Önnur fyrirtæki í samstarfspakkan- um eru The Game of Work sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði gæða- stjórnunar og aukinnar framleiðni, Sparrow Hawk Communications sem sérhæfír sig í persónuhæfileika- mælingum og Sage Analytics Intern- ational sem er ráðgjafafyrirtæki sér- hæft í forvarnarstarfi gegn mistök- um. Geimferðastofnun Banda- ríkjanna notaði m.a. ráðgjöf þessa fyrirtækis til þess að koma í veg fyrir annað Challenger geimskutlu- slys. Meðal annars verður lögð sérstök áhersla lögð á kynningu kaupstaða, kauptúna og landshluta, sérsvið þeirra, sérkenni og þjónustu sem býðst á hverjum stað. Reykjavík, Hafnaríjörður, Akureyri og nokkrir aðrir staðir hafa verið með sérstakar kynningar í handbókinni en nú verð- ur reynt að gefa sem flestum kaup- stöðum og stærri þjónustukjörnum kost á slíkum stöðluðum kynningum svo að sem gleggst heildarmynd fá- ist af þeirri þjónustukeðju sem þeir mynda um landið allt. Einnig er ætlunin að efla útgáf- una með því að hafa nú samband við flesta þeirra útflutnings- og þjón- ustuaðila sem ekki hafa verið í fyrri útgáfum og fá þá til þátttöku auk nýtta fyrirtækja sem síðan hafa bæst við. „Viðskiptin við útlönd og þjónsta við ferðamenn eru þær greinar atvinnulífsins sem spáð er örustum vexti næsta áratuginn og ekki má gleyma þeim örlagaríku tímamótum sem framundan eru þeg- ar Evrópa verður að einum sameig- inlegum markaði 1992, en þá er augljós nauðsynin á því að hafa upp á að bjóða yfirgripsmikla handbók um útflutning okkar og ferðaþjón- ustu,“ segir Tryggvi. Útflutningshandbókin nú verður eins og endranær unnin í nánu sam- ráði við fagráðuneytin sem koma að þessum málum. Bókin mun geyma ýmsar hagnýtar tölfræðilegar upp- lýsingar um íslenska þjóðarbúskap, gjaldeyrisreglur þær sem hér gilda, „Góð þjónusta eykur verðgildi vörunnar“ „Sérstaða Örvunar byggist á því að við einbeitum okkur að einu smá- atriði í einu hjá þeim fyrirtækjum svo og upplýsingar um um öll sendi- ráð, viðskiptafulltrúa og ræðis- mannsskrifstofur erlendis. Mikil vinna hefur verið lögð í dreifingakerfí bókarinnar erlendis og ekki síst hefur hún fengið þakk- látar viðtökur í sendiráðum og með- al ræðismanna erlendis, sem þurft hafa að svara fyrirspurnum um við- skiptasambönd hér á landi. Þannig sem leita til okkar. Við komum því í lag með sérhæfðri aðgerð áður en við förum í næsta atriði þannig að það má segja að hjá okkur sé tröppu- gangur í átt að árangri," sagði Ólaf- ur. Hann sagði ennfremur að fyrir- tækið legði aðaláherslu þjónustu- þáttinn, enda væri það alltaf að koma skýrar í ljós að til þess að fyrirtæki næði viðunandi árangri í viðskiptum þyrfti þjónustan að vera í fullkomnu lagi. „Islendingar eru líkt og aðrir að gera sér grein fyrir því að verðgildi vöru er aukið með góðri þjónustu og því er aukin eftir- spurn eftir þeirri þjónustu sem við veitum. Þau fyrirtæki sem leita til okkar eru af öllum stærðum og gerð- um og átta af hveijum tíu halda áfram að nýta sér ráðgjöf okkar eftir að hafa náð þeim markmiðum sem sóst var eftir í upphafí og er tilgangurinn sá að viðhalda því sem áunnist hefur. Okkar aðferð er sú að við setjumst niður eftir að hafa kynnt okkur rekstur viðkomandi fyr- irtækis og finnum út í samráði við stjórnendur þess og starfsmenn hver markmið þeirra eru. Síðan er haldið grunnnámskeið með öllum starfs- mönnum og unnið út frá því. Við miðum alltaf við núverandi aðstæð- ur, bæði í þjóðfélaginu almennt og innan hvers fyrirtækis, enda er það ekki tilgangurinn hjá okkur að umsnúa öllu, heldur að leiðbeina fólki hvernig það nýtir best hæfileika sína í þágu fyrirtækisins," sagði Ólafur. óskar ræðismaðurinn Jon R. Johnson í Torontó í Kanada eftir viðbótarein- tökum af síðustu útflutningshand- bók í bréfi sem hann ritar nú í byij- un árs og segist ítrekað vera beðinn um að útvega eintök af þessari hand- bók til einstaklinga sem óski eftir að flytja inn vörur frá íslandi. Sama er upp á tengingnum hjá ræðismann- inum í Madríd á Spáni, sem segist fá fjölda fyrirspurna um bókina til skrifstofunnar. Tryggvi segir að þessi bréf og fjöldi annarra fyrirspurna, bæði frá ræðismönnum og fyrirtækjum, beri með sér að meiri þörf sé fyrir hand- bók af þessu tagi heldur en jafnvel útgefendurnir gerðu sér grein fyrir. Til sölu og/eða leigu í SUNDABORG 300 fm „eitt bil“. Húsnæðið er á tveimur hæðum, skrifstofu- og sýningar-/lageraðstaða, 150 fm á efri hæð og vörulager 150 fm á neðri hæð. Nýjar vöru- dyr. Ný málað. Laust strax. Til leigu í VATNAGÖRÐIIM Glæsilegt skrifstofu- og sýningarhúsnæði. 140 fm á efri hæð, mögul. á lager 40 fm. 180 fm skrifstofu-/lager- og sýningarhúsnæði á efri hæð, þarfnast lagfæringar. 180 fm lager. Lofthæð að 6 m. Skrifstofuaðstaða. Laust strax. Stórar dyr 3,8 x 4. Til leígu við SKÚTUVOG 140 fm glæsilegar 4 herb. skrifstofur, parketgólf. Á ÁRTÚNSHOLTI til leigo: 120 fmláger með skrifstofuaðstöðu. Mjög snyrtilegt. Til leigu vit ÁRMÚLA 250 fm á efri hæð, í góðu ástandi, allt sér, 7 her- bergi. Laust strax. Til sölu málverk eftir Jóhannes Geir. Allar nánari upplýsingar gefur SIGURÐUR JÓNASSON í síma 681888. Árnason framkvæmdastjóri Um- sjónar hf. annast útgáfu nýju Export Directory of Iceland. ■■njim.ii.Mm * Þríðja Utflutningshand- bókin í burðarliðnum NU er í undirbúningu þriðja útgáfa Export Directory of Iceland and Tourist Guide, scm gilda mun fyrir árin 1991 og 1992. Verður útflutn- ingshandbók þess til kynningar á sjávarútvegssýningunni sem nú stend- ur yfir og þar safnað áskriftum. Fyrri bækunarnar tvær hafa fengið góðar viðtökur, en í ljósi reynslunnar verða í þessari þriðju útgáfu gerðar ýmsar endurbætur, að sögn Tryggva Árnasonar, framkvæmda- stjóra Exportútgáfunnar Umsjónar hf. sem gefur út bókina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.