Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 B 15 NAMSFUS Pétur á leið sinni um NAS. NAS kynnt á nýstárlegan hátt ÞEIR kunnu að notfæra sér tæknina á sýningunni DECville ’90 þegar sýnd var kvikmyndin „Educating Peter“ sem mætti e.t.v. þýða námsfúsi Pétur. I ráðstefnuhðllinni var kvik- myndasalurinn, þar sem sýn- ingar á kvikmyndahátíðinni í Cannes fara fram, notaður og ekki þarf að spyrja að full- komnum hátölurum og tækjum sem voru til staðar, sem ýttu enn meir undir áhrif myndar- innar. Verið var að kynna nýju nethönnunina NAS (Network Application Support), sem er forskrift fyrir tengingu milli allra mögulegra kerfa. I kvikmyndinni Namsfúsa Pétri er notuð nánast hver einasta kvik- mynda- og sjónvarpstækni sem fyrirfinnst. Myndin er þrívíddar ævintýramynd sem sýnir hvernig Pétur ferðast um tölvukerfið og flyst með kubbum og bitum í gegnum vinnslustig tölvunnar og upplýsir þannig á tiltölulega auð- veldan hátt hvernig NAS er tengi- liður milli ýmissa hugbúnaðar- kerfa. Forsvarsmenn Digital segja að að þeir séu mjög vel samkeppnis- hæfir á sviði samtenginga hinna ólíku tölvukerfa og engir aðrir eigi eins auðvelt með að tengja saman ýmis tölvukerfi og Digital með NAS. Nefna þeir sem dæmi að eigi menn fyrir VMS, ULTRIX, MS-DOS, OS/2, Macintosh, IBM eða önnur umhverfi skipti það ekki máli, því hægt sé að nota NAS til tengingar við þau öll. Þannig sé t.d. hægt að nota SQL fyrirspurnir til að nálgast upplýs- ingar sem liggja í ólíkum tölvu- kerfum svo sem IBM stórtölvu- kerfum og dreifðum gagnagrunni á VMS og ULTRIX stýrikerfum frá Digital. Þessi samvinna ólíkra kerfa sé mjög mikilvæg, þar sem í fram- tiðinni verði sífellt meiri samvinna milli fyrirtækja sem búa við mis- munandi kerfi og eins á milli landa. Frakkland Tæknisvæðið Sophia Antipolis FRAKKAR tóku þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að byggja upp svæði fyrir tæknifyrirtæki. Svæðið sem varð fyrir valinu er í hæðunum fyrir ofan sólar- ströndina „Cote d’Azur“ milli Nice og Cannes í suðausturhorni Frakklands. Með því að bjóða fyrirtækjum aðstoð við flutning, hagstæða skatta og ódýrt hús- næði tókst Frökkum að hlúa að tæknisvæði sem hefur vaxið með ævintýralegum hraða. IBM, Dig- ital, Amadeus og tugir annarra tæknifyrirtælya hafa sest að á svæðinu og skapað þúsundum Frakka vinnu. Frakkland Margföldunaráhrif í kjölfar þessara stórfyrirtækja hafa flykkst inná tæknisvæðið minni fyrirtæki sem þjónusta þessi stærri fyrirtæki og einnig er mjög mikið um að starfsmenn þessara stórfyrirtækja hafi _ stofnað minni sérhæfð fyrirtæki. í kjölfarið hafa svo komið ráðstefnur og fundir, svo sem DECUS og DECville, sem hafa aukið til muna áhrif á velmegunina á svæðinu. í ljósi þes hve þessi tæknigarður er vel heppnaður hafa Frakkar ákveðið að þrefalda stærð Sophia Antipolis. Frakkar eru einn- ig farnir að byggja upp minni tæknigarða í nálægum borgum. E; nú búið að skipuleggja röð tækni garða og samstarf á milli þeirra i þessu svæði sem er kallað, „L; Route Des Hautes Technologies" Eru Frakkar nú búnir að ná for skoti í Evrópu á þessu sviði 0£ gera þeir sér vonir um að áhri þessara tæknigarða verði svipað 0| „Silicone Valley“-svæðisins við Sar Francisco í Bandaríkjunum. Aðrai þjóðir í Evrópu, svo sem Bretar og Þjóðveijar, hafa hafið uppbyggingi sambærilegra tæknigarða. HM Ráðstefna DECUS í Cannes eftir Holberg Másson FYRSTU vikuna í september var haldin Evrópuráðstefna DECUS-tölvusamtakanna í Cannes í Frakklandi. Ráðstefn- una sóttu að þessu sinni rúmlega 2.500 manns, en þess ráðstefna er haldin einu sinni á ári og þá í á víxl í mismunandi löndum. Ráð- stefnan hófst mánudaginn 3. september á 30 námskeiðum sem um 950 manns sóttu. Það sem eftir var vikunnar voru fluttir ylir 500 fyrirlestrar um marg- vísleg mál bæði tæknileg og um hinar ýmsu hliðar tölvutækninn- ar. Voru fluttir 15 fyrirlestrar samtímisj þannig að af nógu var að taka. I tengslum við ráðstefn- una hélt Digital sýningu á tölvu- búnaði bæði frá Digial og ýmsum aðilum. Var sýningin mjög góð, enda hafði Digital lagt mikið í sýninguna vegna DECville sem var haldið í kjölfar DECUS-ráð- stefnunnar. Aðalgestafyrirlesarar voru þrír og fluttu þeir áhugaverð erindi, sem endurspegla að nokkru hvað ráð- stefnugestum þykir áhugavert í dag. Fyrst flutti forstjóri Digital í Evrópu fyrirlestur og fjallaði hann um stöðu og framtíðarsýn Digital. Næsti fyrirlesari var sá yfirmaður Digital sem fjallar um tölvunet. Hann fjallaði um áform Digital um NAS, sem er aðferðafræði og hug- búnaðarlausnir frá Digital til að tengja saman ólíkar tölvur í tölvu- net. Síðasti gestafyrirlesarinn var ráðuneytisstjóri frá Evrópubanda- laginu og talaði hann um „EDI“, sendingar á viðskiptaskjölum milli tölva, en Evrópubandalagið leggur mikið kapp á upptöku þeirrar tækni. Að þessu sinni sóttu 14 íslendingar þessa ráðstefnu auk maka og barna. Var ráðstefnan mjög vel heppnuð. DECUS-samtökin DECUS eru samtök þeirra sem nota Digital-tölvur í starfi og eru stærstu samtök tölvunotenda og fagfólks í heiminum. Meðlimir eru nú um eitthundrað og tíu þúsund í heiminum og um fjörutíu og fimm þúsund meðlimir í Evrópu. I öllum löndum Evrópu eru deildir í DECUS og eru meðlimir hér á landi yfir tvö hundruð. Hér á landi eru haldnir nokkrir félagsfundir yfir veturinn og ráðstefna á vorin. Síðustu vor- ráðstefnu sóttu yfir eitt hundrað manns síðastliðinn maímánuð á Hótel Örk. Félagsmenn flytja fyrir- lestra um nýjustu tækni og skiptast á reynslu sinni af því að beita henni, einning eru gestafyrirlesar- ar. Formaður DECUS á Islandi er Hulda Guðmundsdóttir, tölvunar- fræðingur hjá Fjárfestingarfélagi íslands. Ilöfundur starfar við tölvuráð- gjöf. Þrýstu létt og hann stimplar ctzsxmp Ávallt reiðubúinn Þú ættir að fá þér sjálfblekandi Perma stimpil frá Plastos, af því að: JkPerma stimpill er-alltaf tilbúinn til stimplunar. * Perma stimpill er ekki með og þarfnast ekki blekpúða. * Perma stimpill er hverrar krónu virði, sem þú gefur fyrir hann. * Perma stimpill má leggja frá sér án þess að sóða allt út í bleki. * Perma stimpill stimplar jafnt og skýrt. * Perma stimpill stimplar nákvæmlega þar sem á að stimpla (þú staðsetur stimpilinn fyrst og stimplar svo). * Perma stimpill stimplar án þess að þú notir mikið afl. * Perma stimpill stimplar hljóðlaust. * Perma stimpill stimplar stóra fleti (töflur 100x70mm) skýrt og greinilega. Perma stimpla er hægt að fá með fleiri en einum lit í sama stimpli. JfrPerma stimpill stimplar mörg þúsund sinnum án þess að bætt sé í hann bleki. Við teljum að þetta séu nægar ástæður fyrir prufupöntun! Við gefum 20% kynningarafslátt á sjávarútvegssýningunni. KRÓKHÁLSI 6 SÍMI67 1900 NAMSKEIÐIN BYRJA 24. OG 25. SEPTEMBER niVj u nic 12 VIKNA TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ KR: 22.900,- 6 VIKNA TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ KR: 12.900,- S é r n á m s k e i ð -1 2 vikur ENSKA FYRIR BÖRN ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA PORTÚGALSKA JAPANSKA GRÍSKA Önnur námskeið-4 vikur Þessi námskeið hefjast 1. okt. og 5. nóv. SAMRÆÐUTÍMAR - ENSKA - ÞÝSKA "VERSLUNAR"ENSKA fyrir þá sem hyggja á verslunarferðir til útlanda ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA Málaskólinn Mímir INNRITUN í SÍMUM 621066 OG 10004. ATH! Margir starfsmenntunarsjóðir verkalýðsfélaga styrkja félagsmenn sina til t u ng u m á I a n á m s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.