Morgunblaðið - 23.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1990
13
AB:
Skilafrestur
til bókmennta-
samkeppni
framlengdur
BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka-
félagsins efndi á síðasta ári til
bókmenntasamkeppni í tilefni af
15 ára afmæli sínu og var síðasti
skiladagur handrita ákveðinn 1.
júní sl.
Sjötíu og sjö handrit bárust til
keppninnar, ljóð, skáldsögur, smá-
sögur og leikrit. Dómnefnd var
skipuð fimm mönnum, þeim Davíð
Sch. Thorsteinssyni framkvæmda-
stjóra, Einari Má Guðmundssyni
rithöfundi, Eiríki Hreini Finnboga-
syni útgáfustjóra, Helgu Guðrúnu
Johnson fréttamanni og Kjartani
Árnasyni skáldi.
Tilkynning dómnefndarinnar til
Almenna bókafélagsins er svohljóð-
andi:
„Dómnefndin í bókmenntasam-
keppni Almenna bókafélagsins hef-
ur kannað rækilega öll þau hand-
rit, sem bárust í keppnina, og kom-
ist að þeirri niðurstöðu að enda
þótt ýmis þeirra séu athyglisverð
skorti of mikið á í efnisvali, fram-
setningu eða úrvinnslu efnis til þess
að nefndin telji unnt að veita Sók-'
menntaviðurkenningu.
Með hliðsjón af þessari niður-
stöðu framlengir Almenna bókafé-
lagið skilafrest til bókmennta-
keppninnar til 1. mars 1991.
Út er kómin hjá Hörpuútgáfunni
ný útgáfa á „Bókinni um veginn“.
„Bókin um veg-
inn“, 3. útgáfa
ÚT ER komin hjá Hörpuútgáf-
unni ný útgáfa á „Bókinni um
veginn" eftir Lao-Tse.
Fáar bækur hafa verið gefnar
út oftar og víðar en þessi litla bók.
Hún er talin ein af fimm þekktustu
bókum sem hafa verið gefnar út í
heiminum. Islenska þýðingu hennar
gerðu bræðurnir Jakob J. Smári og
Yngvi Jóhannessynir. Formála 2.
útgáfu, sem birtur er óbreyttur í
þessari nýju útgáfu, ritaði Halldór
Laxness. Þar segir m.a.:
„Þegar bókin kom út á íslensku
fannst mér ég hitta fyrir gamlan
vin sem hefði einlægt verið hjá mér
í andanum síðan við sáumst sein-
ast. Þó hélt margt áfram að vera
mér óskiljanlegt í þessum texta og
er enn; en það er gott að eiga vin
sem er bæði viturri og menntaðri
en maður sjálfur, og ég held fáir
komist nokkm sinni lengra í skiln-
ingi þessarar bókar en svo að skynja
að hún er slíkur vinur.“
„Bókin um veginn" er 110 bls.
Filmuvinna, prentun og bókband
er unnið í prentsmiðjunni Odda hf.
Teikningar á band og titilblað gerði
Bjarni Jónsson listmálari.
(Fréttatilkynning)
ÚRVAL-ÚTSÝN býður viðskiptavinum sínum frábærar helgarferðir á góðu verði.
Hamborg
Hotel Graf Moltke ***
Kr. 32.730 í okt.
París
Familia Hotel **
Kr. 31.790 íokt.
Kr. 30.350 í nóv.
London
Central Park Hotel **
Kr. 35.740 í okt.
Kr. 32.510 í nóv.
Luxemburg
Hotel Italia **
kr. 30.950 í okt.
kr. 29.630 í nóv.
Amsterdam
Owl Hotel ***
Kr. 33.450 í okt.
Kr. 31.130 í nóv.
Frankfurt
Arcade Hotel **
Kr. 31.290 íokt.
Kr. 30.030 í nóv.
Glasgow
Hospitality Inn ****
Kr. 25.390 í okt.
Kr. 25.390 í nóv.
Kaupmannahöfn
Hotel Cosmopole ***
Kr. 33.950 í okt.
Kr. 32.470 í nóv.
New York
Milford Plaza ****
Kr. 58.570 í okt.
Kr. 41.690 í nóv.
Akureyri
Hótel Norðurland
Kr. 9.800 í sept.
Gisting í tvær nætur
Sérstök verö
fyrir hópa
- Leitið tilboða
Ofangreind verð miðast við
einstakling í tveggja manna
herbergi í þrjár nætur. Innifalið er
flug, gisting og morgunverður
(nema í New York). Verð er miðað
við flugverð og gengi 29.8.1990.
Hópferöir meö íslenskumfararstjóra
LONDON
TRIER
GLASGOW
PARÍS
NEW YORK - SÆLKERAFERÐIR
18.-21.okt. og 22. - 25. nóv.
15. -18. nóv. og 29. nóv. - 2 des.
10. - 13. nóv. og 1.-4. des.
1.-4. nóv.
1.-4. nóv. og 15. -18. nóv.
Costa Del Sol
Um London í allan vetur. íslenskur fararstjóri.
Thailand
19. okt. Árlega haustferðin í fylgd
Jóhannesar Reykdal. Örfá sæti laus.
URVAL'UTSYN
Álfabakka 16, sími 60 30 60
Pósthússtræti 13, sími 26900
FARKORT
Leitið nánari upplýsinga hjá sölufólki
og umboðsmönnum um land allt.
Gottfólk/SÍA 6500-123