Morgunblaðið - 23.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1990, Blaðsíða 1
MANNSMYND 112 SIÐUR B/C 216. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1990 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Fékk bættar þjáningar á skurðarborði London. Reuter. BRESKRI konu voru á föstudag dæmd- ar 16.500 punda bætur, jafnvirði 1,7 milljóna ísl.kr., þar sem sannað þykir nú að hún hafí verið vakandi er barn hennar var tekið með keisaraskurði fyrir fimm árum. Var hún ekki deyfð nægilega og kvaldist mjög á skurðar- borðinu en hafði samt ekki næga rænu til að Iáta skurðstofufólkið vita af sér. Það var ekki fyrr en að aðgerð lokinni sem hún gat sagt læknum og ljósmæðr- um frá raunum sínum, en þau héldu því fram að um uppgerð eða draum hlyti að hafa verið að ræða. Stórskjálfta senn að vænta í New York? Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morg- unblaðsins. KALIFORNÍA er ekki eini staðurinn í Bandaríkjunum sem jarðskjálftar geta skekið. Ibúar og mannvirki á aust- urströndinni eru einnig í hættu, seg- ir í grein í vísinda- ritinu Science. Þar segir að skjálftar í mið- og austurríkj- um verði mun al- varlegri og nái til stærri svæða en Kaliforníuskjálftar. Séu 29% líkur á stórskjálfta á þeim slóðum fyrir alda- mót og 97% líkur á næstu öld. Þjófur storkar forlögunum Sydney. Reuter. DÆMDUR innbrotsþjófur, er flúði úr áströlsku fangelsi í september sl. með því að leynast í þvottahúsbíl, náðist aftur í fyrradag er hann ætlaði að heimsækja klefafélaga sinn í fangels- inu. Þjófurinn fyllti samviskusamlega út eyðublöð sem gestir fanganna fá í hendur en notaði falskt nafn. Hafði hann litað hárið rautt en fangaverðir báru þegar í stað kennsl á hann. „Þetta var bara ekki happadagurinn hans,“ sagði talsmaður lögreglu. UNDIR STORHOFÐAILIFRARFJOLL UM Morgunblaðið/RAX Saudi-Arabar stöðva olíu- útflutning til Jórdaníu Amman. Reuter. ^ ^ SAUDI-Arabía hefur stöðvað útflutning olíu til Jórdaníu. Thabet al-Taher, orku- málaráðherra Jórdaníu, segir að þetta hafí verið gert með sex klukkustunda fyrirvara aðfaranótt föstudags. Talið er að rekja megi þessa ákvörðun til þess að Saudi-Aröbum hefur gramist stuðn- ingur Jórdana við íraka. Búist er við að Jórdanir bregðist við með því að auka olíuinnflutning sinn frá írak í trássi við viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna. Einnig hafa Saudi-Arabar rekið tuttugu jórdanska sljórnarerindreka úr landi og þrjátíu jemenska. Saudi-Arabar hafa séð Jórdönum fyrir helmingi þeirrar olíu sem þeir þurfa eða 35.000 fötum á dag. Taher viðurkennir að Jórdanir hafi einnig flutt inn olíu frá írak af illrí nauðsyn. Fyrir innrás íraka í Kúvæt keyptu Jórdanir 83% olíu sinnar frá írak en nú er það hlutfall komið niður í 40%. Taher segir að stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafi skrifað stjórn Jórdaníu bréf á fimmtu- dag þar sem því sé haldið fram að Jórdanía skuldi Saudi-Arabíu 46 milljónir dala fyrir olíuna. Krafist var tafarlausrar greiðslu og sex stundum síðar var skrúfað fyrir olíuna. Aðgerðir Saudi-Araba undanfarna daga gagnvart Jórdaníu og Jemen eru skýrðar svo að nú eigi að beita þau ríki auknum þrýstingi sem veitt hafa írökum stuðning. Vestrænir stjórnarerindrekar í Jórdaníu sögðust í gær óttast að aðgerðir Saudi- Araba færðu Jórdani nær írökum ef eitt- hvað væri. Le Pen lofar íraksforseta JEAN-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar frönsku, samtaka hægri öfga- manna, hefur lýst sig andvígan afskiptum Frakka af Persaflóadeilunni og farið lofsamlegum orðum um Saddam Hussein, forseta íraks. Dagblaðið International Herald Tribune greindi frá þessu fyrr í vikunni og vitnaði til ummæla Le Pens þess efnis að við- brögð frönsku ríkisstjórnarinnar við því er íraskir hefmenn ruddust inn í sendiráð- ið í Kúvæt hafi verið óhófleg og öfugsnú- in. Franskir stjórnmálaskýrendur telja að aðdáun Le Pens á herskáum og sterkum leiðtogum ráði mestu um þessa afstöðu hans. Aðrir telja skýringuna gyðingahat- ur, sem Le Pen hefur stundum látið í ljós. Yfirlýsingar Le Pens frá því Persaflóa- deilan blossaði upp hafa jafnvel komið stuðningsmönnum hans á óvart enda hef- ur hann fram til þessa verið talinn til þjóð- ernissinna. Hann lýsti sig strax andvígan þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að senda franska hermenn til Persaflóa og vildi lengi vel ekki viðurkenna að frönskum ríkisborgurum væri haldið í gíslingu í ír- ak. Þá hefur Le Pen sagt að með innrás- inni í Kúvæt sé Saddam Hussein íraksfor- seti að uppfylla sögulegt hlutverk sem honum hafi verið ætlað. Ásgeir Elíasson knattspyrnuþjálfari 0 lerirmaðir í o Nleó kveðju fró krítíkker C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.