Morgunblaðið - 23.09.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 199.0
31 i
STANGAVEIÐI
Gekk illa að selja veiðileyfí
Þetta hefur verið skiýtið sumar,
sagði. Jón G. Baldvinsson for
maður Stangaveiðifélags
Reykjavíkur er blm. Morgunblaðs-
ins ræddi við hann í vikulokin. Vert-
íðarlok voru þá í laxveiðinni og Jón
prýðilegur talsmaður þeirra þús-
unda landsmanna sem hafa yndi
og ánægju af stangaveiði. Hvað Jón.
átti við með „skrýtið sumar“ útskýr-
ir hann nánar.
„Skrýtið, jú víst var það skrýtið.
Fiskifræðingar höfðu spáð mjög illa
fyrir okkur, þeir áttu von á lélegri
veiði, en svo byrjaði alveg hreint
undarlega vel, sérstaklega er mið
var tekið af slæmum aðstæðum.
En á miðju sumri gekk spáin eftir,
það komu mjög litlar smálaxagöng-
ur og veiðin þvarr í ánum, sérstak-
iega í Húnavatnssýslunum. Undir
lokin virtist mér sem það væri að
rætast nokkuð úr víðast hvar. Samt
sýnist mér á öllu að þegar það hef-
ur verið tekið saman muni standa
eftir eitt lélegasta veiðisumar sem
■þessi kynslóð hefur upplifað,“ sagði
Jón.
Um stöðu stangaveiðimála í dag
sagði Jón m.a.: „Þetta var fjárhags-
lega erfitt sumar hjá SVFR. Það
gekk illa að selja veiðileyfi, við lögð-
um til dæmis fram óbreytta verð-
skrá fyrir Norðurá frá 1989, en
samt seldist minna af leyfum í ána
nú en þá og var þó meiri lax í ánni
nú og veiðin ívið betri. Þetta segir
mér að verðlagið er of hátt miðað
við greiðslugetu fólks í landinu. Því
er ég kvíðinn þegar gengið verður
til samninga um árnar okkar, því
hækkanir eru venjan heldur en hitt.
Svo er það spurningin með Hvítár-
netin, sem nú eru í deiglunni. Semj-
ist um upptöku þeirra virðist tryggt
að hundruð ef ekki þúsund löxum
meira gangi í Norðurá og Gljúfurá.
Það ætti að hljóma spennandi fyrir
veiðimenn, en þetta er tvíeggjað því
netaupptakan kostar sitt og hún
verður greidd með meiri álagningu
á veiðileyfi í árnar á svæðinu. Það
eru því óvissutímar framundan,"
sagði Jón G. Baldvinsson.
Við þetta má bæta, að horfur
fyrir laxvéiðina næsta sumar eru á
þá lund, að vart er von stórra stór-
laxagangna þar sem smálaxagöng-
ur reyndust rýrar í sumar. Verði
ekki stór skakkaföll í hafinu gæti
samt orðið góð smálaxaveiði, því
góð holl gönguseiða fóru til sjávar.
Seiðabúskapur í ánum er auk þess
mjög góður um þessar mundir og
gangi allt að óskum ættu næstu
sumur að verða nokkuð góð. Auk
þess færist í vöxt að miklu magni
góðra gönguseiða sé sleppt og ger-
ist það æ oftar að góðar heimtur
koma til baka og auka veiðina.
Jón aðstoðar Davíð borgarstjóra Oddsson við opnun Elliðaanna.
sama hvað fólk segi eða haldi um
fjölskylduna. Þar séu á sveimi alls
konar lygasögur og hálfkveðnar
vísur og því sé í sjálfu sér hið besta
mál að nú verði spilin lögð á borðið.
„Ég er búin að setja þetta allt
saman niður, svart á hvítt og ekk-
ert fer á milli mála, ég dreg ekkert
undan,“ segir LaToya og undirstrik-
ar hispursleysi frásagnarinnar.
Annars hefur LaToya verið talsvert
í fréttum, ekki síst vegna líkamsár-
ásar sem hún tilkynnti, er nokkrir
menn ruddust inn á hótelherbergi
hennar í Róm fyrir nokki-um vikum
og börðu á henni með lurkum. Seg-
ir LaToya að mennirnir hafí ætlað
að ræna sér og ugglaust kreíja hina
forríku Jackson-fjölskyldu um svim-
andi lausnargjald. Ekki eru allir
trúaðir á söguna og segja LaToyu
sviðsljóssjúka og hún seldi ömmu
sina ef hún kæmist á forsíður blað-
anna fyrir vikið. Allt um það —
hvorki hefur fundist tangur né tetur
af árásarmönnunum.
LaToya kom til tónleikahalds á
Sri Lanka fyrir skömmu og var
tekið á móti henni með þjóðleg-
um dönsum.
LEIKLIST
• •
Nafnið „Orfá sæti
laus44 virðist eiga vel við
Orfá sæti laus, nýr gamanleikur
með söngvum og dönsum var
frumsýndur á vegum Þjóðleikhúss-
ins í húsnæði Óperunnar í
Gamlabíói á föstudagskvöld. Virðist
nafnið eiga prýðilega við, því þegar
er uppselt á helming þeirra tólf
sýninga sem áætlaðar voru. Það er
Spaugstofan sem á heiðurinn af
þessu verki sem er í anda hennar
og koma fram ýmsar af þeirra
þekktustu persónum, svo sem
Ragnar Reykás, Bogi róni og fleiri.
í fréttatilkynningu frá Þjóðleik-
húsinu kemur fra.m að það sé skoð-
un höfunda að „Örfá sæti laus“ sé
„hugljúfur hvunndagsþriller með
dularfullu, ef ekki beinlínis dulrænu
ívafi, að hluta byggður á sönnum
heimildum, en að öðru leyti argasta
lygi frá rótum“. Og ef við höldum
áfram með lýsingu Spaugstofu-
manna sjálfra: „Sögusviðið er leik-
hús og umhverfi þess. Á meðan á
mislukkaðri sýningu á spennuleik-
riti stendur gerast ólíklegustu uppá-
eftir Steingrím
Olofsson
komur innan sviðs og utan. Þekktar
persónur úr stjórnmálum og
■'hvunndagslífi skjóta upp kollinum
eins og sjónvarpsáhorfendur kann-
ast við úr fréttaþáttum Stöðvarinn-
ar auk leikpersóna á borð við
Skugga-Svein, Ketil skræk og Ástu
í Dal.“ Einnig segja þeir: „Leikritið
er sannkallaður bastarður því um
allar gerðir leiklistar gæti verið að
ræða aðrar en sorgarleik."
Konan mín
skilur mig
ekki
Konan mín skilur mig ekki!
Klisja, en á svo vel við mig
þessa dagana. Hún skilur ekki
af hverju ég þarf að skrifa um
óléttu okkar í Morgunblaðið.
Auðvitað út-
skýrði ég fyrir
henni að þetta
væri lifsreynsla
sem ég gæti ekki
byrgt inn i mér.
Þetta væri nokk-
uð sem ég þyrfti
að deila með öðr-
um landsmönn-
um, enda ekki á
hveijum degi sem ég verð ólétt-
ur, hvað þá konan mín, svo ég
tali nú ekki um að tækifæri til
að deila hugsunum mínum, gleði,
sorg, kvöl og vellíðan, eru ekki á
hverju strái. Ég meina, það getur „
nú ekki hver sem er skilað heim-
ilislífi sinu á síður Morgunblaðs-
ins. Þetta eru forréttindi sem ég
verð að nýta mér, ekki í mína
þágu, heldur allra karlmanna
sem verða óléttir, ogjú, kannski
líka fyrir konur. En nei. Konan
mín skilur það ekki. Hún segir
að þetta sé farið að hafa alvarlega
áhrif á heimilishaldið. Hún sé
hætt að þora að segja mér nokk-
urn skapaðan hlut, enda lesi hún
það yfirleitt nokkrum dögum
síðar i Mogganum. „So what?“
sletti ég. Er okkar einkalíf eitt-
hvað einkamál? Hún segir það,
en ég er svo gersamlega ósam-
mála, að engu tali tekur. Ég hef
ekkert að fela. nema þá kannski
helst fyrir skattinum.
Hvað um það. Hvað er svona
slæmt við það að ég deili tilfinn-
ingum minum og sálarlífi með
öðrum áskrifendum Morgun-
blaðsins? Þetta er banvæn
spurning þegar konan min er
annars vegar. Þegar hún á annað
borð byrjar að útskýra fyrir mér
af hverju ég eigi að þegja, en ekki
skrifa í blaðið, þá tekur það hana
jafn langan tima að hætta, og það
tekur Alþingi að afgreiða lög.
Heila eilífð. Hún tók sem dæmi
þegar við fórum að borða á Hard
Rock um daginn. Við vorum
óvenju svöng, svo við ákváðum
að athuga hvort við sæjum ekki
eitthvað girnilegt á eftiréttamat-
seðlinum. Ég kalla á þjönustu-
stúlku, eða gengilbeinu, og bið
um að fá listann. Þá snýr hún
sér að konu minni og segir: „Þú
vilt ekki bara fá kirsjuberja-
mjólkurhristing?" Konan mín
fraus, opnaði munninum og lok-
aði honum með reglulegu milli-
bili og mátti ekki mæla. Þá sagði
stúlkan: „Nei, þetta er barasvona
smá grín hjá starfsfólkinu!" Kon-
an mín sagðist skyndilega hafa
misst alla matarlyst og bað mig
um að koma út. Engin eftirréttur
það kvöldið.
Nokkrum dögum síðar stopp-
aði okkur maður í Kringlunni og
spurði hvenær Moggabarnið ætti
að fæðast!!! Konan min var ekki
hrifin af því. Siðan fór hún í
heimsókn til Sollu vinkonu
sinnar upp á fæðingardeild, (hún
átti stelpu. Til hamingju!), ogþar
hlógu nokkrar mæður að henni
og spurði hvenær þær læsu i
Mogganum að hún væri búin að
eiga. Eitthvað fréttist líka um að
ljósmæðurnar á fæðingardeild-
inni væru að fylgjast með ólétt-
unni.
Það eru svona smáatriði sem
konan mín er að tuða yfir. Ég sé
ekkert að þessu. Mér finnst þetta
hið besta mál. Ólétta er ekkert
einkamál. Við hjónin erum ólétt
og erum stolt af því. En fyrst þú
ert komin svona langt í grein-
inni. Ef þú sérð konuna mína á
vappi einhvers staðar, gerðu mér
þá greiða. Ekki minnast á óléttu
við hana. Segðu frekar: „Ekki hef
ég lesið um þig í Mogganum!"
Heyrumst síðar.