Morgunblaðið - 23.09.1990, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1990
Ásgeir hljóp strax inn til móður
sinnar, Ragnheiðar Erlendsdótt-
ur, til að biðja hana að plástra
sárið. Móðir hans spurði hvað
hefði komið fyrir. „Ég stökk upp
undir svalirnar,“ sagði Ásgeir.
Móðir hans lét þetta svar gott
gilda, en brosti. Það var ekki nema
von. Ásgeir var smávaxinn og upp
í svalirnar voru tveir metrar.
Framliðið hefur náð ótrúlegum
árangri undir stjórn Ásgeirs og
hefur hann skipað sér á bekk með
bestu knattspyrnuþjálfurum
íslensku knattspymusögunnar.
Hann er oft fastheldinn, en þorir
að gera breytingar þegar við á.
Það voru fáir sem áttu von á því
að hann myndi setja landsliðs-
manninn Pétur Arnþórsson á
varamannabekkinn þegar Fram
lék gegn Djurgárden á dögunum.
Pétur var látinn víkja fyrir yngri
mönnum. Þetta herbragð Ásgeirs
heppnaðist fullkomlega og þegar
Pétur kom inn á sem varamaður
kom hann til leiks ákveðinn í að
sýna hvers hann var megnugur
og skoraði. „Ásgeir hefur aldrei
hugsað aðeins um sjálfan sig og
frama sinn sem þjálfari. Hann
hugsar um framtíð félagsins og
kallar unga efnilega leikmenn til
æfínga eins fljótt og hann telur
þá tilbúna. Hann fylgist með leik-
mönnum í 3. flokki og sér út hveij-
ir koma til með að falla inn í
púsluspil hans. Besta dæmið um
þetta er að sjö leikmenn úr 2.
flokki Fram voru í sextán manna
hópi Fram fyrir Evrópuleikinn
gegn Djurgárden og sá áttundi
var tilbúinn ef eitthvað kæmi upp
á.
Fjölhæfni Ásgeirs er mikil og
nær hann árangri í þeirri íþrótta-
grein sem hann hellir sér út í.
Hann hefur leikið með landsliðinu
í knattspyrnu, handknattleik og
blaki. Hann varð Islandsmeistari
í körfuknattleik með yngri flokk-
um ÍR og honum fínnst gaman
að spila brids, billiard og borð-
tennis. Nýjustu íþróttagreinarnar
sem hann hefur tekið ástfóstri við
eru badminton og golf. Hann hef-
ur tvö ár í röð orðið meistari Fram
í golfi, í keppni með forgjöf. Mót-
heijar hans segja reynar forgjöf
Ásgeirs of háa en hann er með
fimmtíln I forgjöf,
Ásgeir er mjög ungur i anda
og finnst gaman að leika knatt-
ÞEGAR Framarar urðu íslandsmeistarar í þriðja sinn á fimm
árum undir stjórn Ásgeirs Elíassonar, þjálfarans góðkunna,
sagði hann að nú væri kominn timi til að selja veiðihattinn á
snagann. „Hér eftir verð ég aðeins með hann í bikarleikjum."
Veiðihatturinn hefur verið vörumerki Ásgeirs undanfarin ár;
hann hefur mætt með hann í alla leiki og pípu, sem hann tek-
ur einnig fram þegar hann fer að stjórna liði sínu. Hann hef-
ur náð stórkostlegum árangri með Framliðið á sex árum, en
undir stjórn hans hafa Framarar unnið fjórtán titla.
A
sgeir er fæddur í
Reykjavík 22. nóv-
ember 1949. „Það
er ekki hægt að lesa
um hann stjörnuspá,
þar sem hann er á mörkum þess
að vera sporðdreki og bogmaður,"
sagði Soffía Guðmundsdóttir, eig-
inkona hans. Þrátt fyrir að hafa
alist upp í Langholtshverfinu, þar
sem Framarar réðu ríkjum, hóf
hann_ knattspyrnuferil sinn hjá
KR. Ástæðan fyrir.því var sú, að
hann var mikið hjá afa sínum og
ömmu á Vesturgötunni, herbúð-
um KR-inga.
Það varð til þess
ir og er þrautseigur eins og félag-
ar hans segja. Gott dæmi um það
er þegar Eyjólfur Bergþórsson
hafði samband við Ásgeir fyrir jól
1976 og sagði honum frá skák-
þrautum sem væru í Morgunblað-
inu. Ásgeir vildi ólmur fá þrautirn-
ar til að glíma við yfir jólin. Eyjólf-
ur sagði honum frá þrautunum í
gegnum síma, las upp stöðuna í
hverri þraut og hvað hvítur eða
svartur ætti að máta í mörgum
leikjum. Ásgeir skemmti sér við
að leysa þrautimar og var fljótur
með þær nema eina, sem hann
átti í stökustu
vandræðum
„Hann var
að hann byijaði |M 81 MMCMVMIl með.
knattspymuferil mönnum
sinnandi - sat
Sigmund O. Steinarsson fyrir framan
tafiborðið dag-
smn með 5.
flokki KR. En
fljótlega gekk
hann til liðs við Fram í knatt-
spymu og ÍR í handknattleik.
KR-ingar misstu góðan liðs-
mann. Það voru ekki allir ánægð-
ir með það og frændi Ásgeirs,
Birgir Þorvaldsson, KR-ingurinn
mikli og stjórnarmaður í knatt-
spyrnudeild KR, reyndi að halda
í Ásgeir og bauðst til að gefa
honum skellinöðru sem hann gæti
farið á vestur í bæ á æfingar.
Ásgeir var þá þrettán ára og hefði
því orðið að bíða í tvö ár eftir að
geta notað skellinöðrana, en þá
fengu drengir sem voru fimmtán
ára réttindi til að aka skellinöðra.
Ásgeir var ungur þegar hann
fékk íþróttaveikina og hefur hann
borið veikina síðan. Hann fór í
sveit fimm sumur og var á Eiríks-
bakka í Biskupstungum. Hann
undi hag sínum vel í sveitinni en
þegar hann fór að eldast var hug-
ur hans allur við knattspyrnu, sem
togaði hann til sín. Það varð til
að hann strauk úr sveitinni á ell-
efta ári og hélt hjóiandi til
Reykjavíkur, en teymdi hjólið upp
gamla Kambaveginn.
Vilhjálmur _ Sigurgéirsson,
æskufélagi Ásgeirs, sem lék
knattspyrnu með honum með
Fram og handknattleik og körfu-
knattleik hjá ÍR, segir að Ásgeir
hafi verið í öllum íþróttum þó
smávaxinn hafi verið. „Við æfðum
kúluvarp, spjótkast og stangar-
stökk af fullum krafti, á milli
þess sem við voram í boltaíþrótt-
unum.“
Ásgeir er einnig mikill skák-
áhugamaður. Hann er keppnis-
maður mikill og gefst ekki upp
fyrr en í fulla hnefana. Hann hef-
ur gaman af að leysa ýmsar þraut-
inn út og inn án þess að ráða
þrautina,“ sagði Soffía Guð-
mundsdóttir, eiginkona Ásgeirs.
Það kom svo að því að Asgeir
hringdi í Eyjólf á þriðja í jólum
og sagði að hann ætti í erfiðleik-
um með eina þrautina. Það væri
alls ekki hægt að máta í fjórum
leikjum. Eftir að þeir höfðu borið
saman bækur sínar kom í ljós að
Eyjólfur hafði gefið Ásgeiri upp
biskup á röngum reit, þannig að
staðan var óleysanleg.
„Þessi smásaga sýnir best
keppnisskap hans, þijósku og
seiglu sem hefur einkennt Ásgeir,
sem gefst ekki upp. Ásgeir hefur
mikla skemmtun af skákþrautum.
Ég læt hann fá þrautir fyrir hver
jól. Hann er rólegur, þolinmóður
og gefur sér góðan tíma fyrir það
sem hann er að fást við. Andlegur
styrkleiki hans er mikill," sagði
Eyjólfur.
Ásgeir hefur aldrei verið með
minnimáttarkennd gagnvart nein-
um móthetja - hann hefur leikið
gegn þeim sem jafningjum. Hann
fékk eitt sinn 35 þúsund áhorfend-
ur á Bernabau-leikvellinum í
Madríd til að baula á sig, þegar
Fram lék þar gegn Real Madrid
í Evrópukeppninni. „Ásgeir er
harður í horn að taka og hann
gefur ekkert eftir. Ég man alltaf
eftir því þegar hann rauk að
Vestur-Þjóðveijanum Gúnter
Netzer og „tæklaði" hann. Áhorf-
endur urðu vitlausir og bauiuðu á
Ásgeir. Þeir þoldu ekki að brotið
væri á goði sínu. Ásgeir lét það
ekki á sig fá, giotti bara, og stuttu
seinna var hann aftur kominn t
einvígi við Netzer," sagði Ágúst
'Guðmundsson, félagi Ásgeirs,
sem lék með honum knattspyrnu
hjá Fram.
„Það var mikil reynsla fyrir
hann að leika gegn Real Madrid
og svissneska liðinu Basel á sínum
tíma. Það var þá sem hann fór
að velta fyrir sér leikkerfum og
leikskipulag Framliðsins í dag er
þróun Ásgeirs. Flest önnur félög
í 1. deildinni leika eins og Framlið-
ið. Ásgeir er byijaður að bijóta
það leikkerfi upp og finna svar
við aðgerðum andstæðinganna.
Hann er nú þegar kominn með
vissar hugmyndir sem eiga eftir
að koma í ljós á næsta keppn-
istímabili," sagði Ágúst.
Vilhjálmur Sigurgeirsson segir
Ásgeir búa yfír geysilegum hæfí-
leikum sem þjálfari. „Vinna hans
miðast ekki aðeins við æfingar á
knattspyrnusvæði Fram, heldur
er hann að hugsa um knattspyrnu
daginn út og inn. Hann undirbýr
sig mjög vel fyrir æfíngar og sér-
staklega fyrir nýtt keppnistíma-
bil. Hann les mikið af erlendum
knattspyrnubókum um þjálfun.
Þegar ég heimsótti hann á dögun-
um rakst ég á bók um ungversku
knattspymuna þegar Puskas og
félagar skipuðu besta landslið
heims upp úr 1950. Ásgeir sagði
mér að margt í bókinni væri enn
í fullu gildi, en annað að sjálf-
sögðu úrelt. Það hefur ailtaf verið
stefna Ásgeirs að láta knöttinn
um erfíðið. Láta hann ganga
manna á milli - frá markverði
og fram, en ekki að menn væru
hlaupandi út um allan völl án
þess að hafa knöttinn."
Ásgeir er ekki mikill æringi,
en hann hefur alltaf verið til í
tuskið þegar félagar hans gerðu
prakkarastrik. Hann er mátulega
stríðinn og það er eitt sem félög-
um hans hjá Fram finnst mikill
galli við Ásgeir - það er að hann
er hlutlaus í sambandi við ensku
knattspyrnuna. Heldur ekki með
neinu ákveðnu félagsliði í Eng-
landi eins og flestir gera. Því get-
ur hann skotið á alla, en ekki
gefið höggstað á §ér.
Ásgeir er ekki frægur fyrir að
vera að væla og kvarta þó á móti
blási. „Ég man alltaf eftir þegar
við vorum einu sinni að gantast
fyrir utan heima hjá honum. Þá
vildi bvo óheppilega til að óg kaHt-
aði steinvölu í höfuð Ásgeirs
þannig að gat kom á höfuð hans.
spyrnu með ,sér yngri mönnum.
Það má segja að hann hafi orðið
ungur í annað sinn 1984 þegar
hann var valinn annar eldri leik-
maðurinn í 21 árs landsliðið í
knattspyrnu og var fýririiði liðs-
ins,_þá 36 ára, í leik í Skotlandi.
Ásgeir er giftur Soffíu Guð-
mundsdóttur, kennara og hjúkr-
unarfræðingi, en félagar hans
sögðu að Soffía hafi farið í hjúkr-
un til að vera við öllu búin ef
hann meiddist á íþróttavellinum.
Sem betur fer hefur Ásgeir siopp-
ið vel og hefur varla orðið mis-
dægurt.
„Soffía hefur veitt Ásgeiri
ómetanlegan stuðning. Ef svo
hefði ekki verið hefði Ásgeir ekki
getað verið í öllum þeim íþróttum
sem hann hefur stundað í gegnum
árin. Það er mikið rætt um íþrótt-
ir á heimili þeirra hjóna. Soffía
hefur mikinn skilning á störfum
Ásgeirs og er með sínar eigin
skoðanir á málunum. Þau eru
ekki alltaf sammála, þannig að
Soffía veitir Ásgeiri aðhald. Þegar
á móti hefur blásið hefur hún
hvatt hann til dáða,“ sagði Ágúst
Guðmundsson.
„Ég vissi að hveiju ég gekk
þegar ég giftist Ásgeiri. Ég er
ekkert betri sjálf og hef mikinn
áhuga á öllum íþróttum nema
skák —' ég læt Ásgeir alveg um
hana,“ sagði Soffía, sem er fyrr-
um landsliðskona úr KR í hand-
knattleik.
Hjónin hafa ekki getað tekið
sér sumarfrí að neinu ráði undan-
farin ár, enda hefur Ásgeir verið
á fullum krafti í knattspyrnu yfir
sumartímann. „Við vitum ekki
hvað sumarfrí er. Föram þetta
einn og einn dag út úr bænum
með strákana (Þorvald, 16 ára,
og Guðmund Ægi, 7 ára) og tjöld-
um,“ sagði Soffía.
Vegna atvinnu sinnar er Ásgeir
ekki mikið heima. Hann er
íþróttakennari við gagnfræða-
skólann í Mosfellsbæ og þjálfar á
kvöldin. „Hann er meira heima
yfír sumartímann þegar hann á
frí frá kennslu. Hann hjálpar til
við heimilisverkin þegar hann hef-
ur tíma til þess, ep það er þó
sárasjaldan sem hann á mikinn
fríttma. Honum þykir gaman að
olda og þd roynlr hann ýmsar
nýjungar og er óspar á kryddið,“
sagði Soffía.
ÞOLMMÆÐI,
ÞRALT8EIGJA
OG ÞRJÓ8ICA
ÁSGEIR ELÍASSOIM
KAATTSPYRAEÞJÁLFARI