Morgunblaðið - 23.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1990
15
Styrkir til heimavinnandi foreldra:
Þarf að hindra að styrk-
irnir verði skattlagðir
- segir Davíð Oddsson, borgarstjóri
SIGRÚN Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði
fram tillögu á borgarstjórnarfundi á fimmtudaginn, um að stofnað-
ur yrði sérstakur sjóður fyrir foreldra, sem kjósa að vera heima
iyá börnum sínum fyrstu æviár þeirra. Tillagan var felld og sagði
Davíð Oddsson, borgarstjóri, að hún væri ekki í takt við þær
hugmyndir, sem sjálfstæðimenn hefðu um styrki til heimavinn-
andi foreldra.
Borgarstjóri sagði, að fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í
vor hefðu sjálfstæðismenn kynnt
hugmyndir um kerfisbreytingu í
þessum málum, sem hefði í för
með sér að borgin gerði það sama
fyrir börn, sem væru heima hjá
foreldrum sínum og þau, sem
væru á dagvistarheimilum. Til
þess að hrinda þessu í framkvæmd
þyrfti að leysa mörg og flókin
vandamál og þarna væri um mikl-
ar fjárhæðir að ræða.
Hann sagði, að meðal annars
þyrfti, í samráði við ríkisvaldið,
að koma í veg fyrir að hluti af
styrk borgarinnar rynni í skatt.
Ef tillaga Sigrúnar um sjóðinn
næði fram að ganga, hyrfu allt
að 40% þeirra styrkja, sem borgin
veitti foreldrum, í skatta. Því gæti
hann ekki stutt tillöguna.
Borgarfulltrúar Nýs vettvangs
lýstu einnig yfir andstöðu við til-
lögu Sigrúnar Magnúsdóttur.
Hugmyndir um styrki til heima-
vinnandi foreldra væru óraunsæj-
ar og leystu ekki vanda þeirra, sem
verst væru settir. Siguijón Péturs-
son, Alþýðubandalagi, var sömu
skoðunar, og taldi að með þessum
styrkjum væri verið að svipta
ákveðinn hóp barna réttinum til
að njóta fræðslu og umönnunar á
dagvistarheimilum.
Tillaga Sigrúnar var felld með
atkvæðum borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks, Nýs vettvangs og
Alþýðubandalags, en fulltrúi
Kvennalista sat hjá.
Dagvistarheimili Reykjavíkur:
Sér fyrir endann á
starfsmannaeklunni
- segir Anna K. Jónsdóttir, formaður
stjórnar Dagvista barna
BORGARSTJORN Reykjavíkur
vísaði á fimmtudaginn frá til-
lögu frá borgarfulltrúum minni-
hlutaflokkanna, þar sem lagt
var til að stjórn Dagvista barna
yrði falið að grípa nú þegar til
aðgerða, til að leysa vanda
vegna starfsmannaeklu á dag-
vistarheimilum borgarinnar.
Anna K. Jónsdóttir, formaður
stjórnar Dagvista barna, sagði
við umræður um tillöguna, að
sú starfsmannaekla, sem verið
hefði á undanförnum vikum,
væri nú um það bil að leysast.
Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista,
mælti fyrir tillögu minnihlu-
taflokkanna. í máli hennar kom
meðal annars fram, að tilefni
flutnings hennar væri alvarlegur
starfsmannaskortur á dagvistum
borgarinnar og stafaði hann meðal
annars af lágum launum fóstra
og annars starfsfólks. Af þessum
sökum þyrfti að leita allra leiða
til að bæta kjör starfsfólksins, en
þau væru lakari en tíðkaðist í
nágrannasveitarfélögunum.
Anna K. Jónsdóttir, formaður
stjórnar Dagvista barna, flutti frá-
vísunartillögu við tillögu minni-
hlutans. í máli hennar kom meðal
annars fram, að sú starfsmanna-
ekla, sem verið hefði á undanförn-
um vikum, væri nú um það bil að
leysast. Starfsstéttir dagvistar-
heimilanna hafi skrifað undir þjóð-
arsátt varðandi laun sín og væri
óraunhæft að ætla nú að breyta
lq'arasamningi þeirra.
Kerfisbreytingarnar sem gerðar
hafi verið á dagvistarheimilum
borgarinnar hafi allar hnigið í þá
átt, að bæta starfsaðstöðu, minnka
álag á starfsfólk og bæta kjör
þess á ýmsan hátt. Ljóst sé að
stöðugt sé unnið að því að bæta
og efla starf á dagvistarheimilun-
um og tiilaga borgarfulltrúa
minnihlutans sé því óþörf.
w
Hátið á ýAv,
Holtavegi
KFUM og KFUK bjóða til hátíðar í dag, sunnudaginn
23. september, á svæði félagsins á horni Holtavegar
og Sunnuvegar, í tilefni af því að tekin verður fyrsta
skóflustunga að nýjum aðalstöðvum félaganna.
Fjölbreytt dagskrá frá kl. 15.00 til 19.00, m.a. kaffi,
grill, leiktæki fyrir börn, knattspyrna o.fl. Tjaldsam-
koma kl. 17.00.
Verið velkomin.
KFUM og KFUK
- BYGGJUM HÖFUÐSTÖÐVAR VIÐ HOLTAVEG
Giróreikningur nr.: 67 88 99
Að leika leikhús
Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Þjóðleikhúsið í Islensku óper-
unni
Örfá sæti laus
Handrit og söngtextar: Karl
Agúst Ulfsson
Leikstjóri: Egill Eðvarðsson
Tónlist: Gunnar Þórðarson
Leikmynd og búningar: Jón Þór-
isson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Sviðshreyfingar: Ásdís Magnús-
dóttir
Hyómsveitarstjórn: Magnús
Kjartansson
Sýningarstjórn: Kristín Hauks-
dóttir
að ríkti greinilega eftirvænting
í húsi Islensku óperunn ar,
síðustu mínúturnar fyrir frumsýn-
ingu fyrsta verkefnis Þjóðleikhúss-
ins á þessu leikári, Örfá sæti laus.
Sýningin hófst með léttu gríni, sem
var á þá leið, að Gísli Alfreðsson,
Þjóðleikhússstjóri, kom fram á
sviðið til að tilkynna breytingar á
hlutverkaskipan á leikriti sem var
í þann mund að hefjast og var saka-
málaleikrit. Örfá sæti laus er nefni-
lega um leiksýningu; eins konar
paródía á Þjóðleikhúsið.
Svo var upphafssöngur og síðan
lyftust tjöldin. Við vorum stödd í
Hundadal, þar sem húsbóndinn var
látinn og þjónn hans Ástvaldur
beið eftir að erfmgjarnir mættu til
að hægt væri að framfylgja ákvæð-
um erfðaskrárinnar. Þeir fórú að
mæta og eins og verkast vill, áttu
sér stað voveiflegir atburðir.
En ekki gengur sýningin snurðu-
laust fyrir sig. Það eru eilífar uppá-
komur og truflanir á sviðinu; leik-
aramir em ómögulegir, kunna ekki
textann sinn, rífast um hvað stend-
ur í handritinu ...
Æi, það voru sömu atriðin upp
aftur og aftur. Persónur úr Spaug-
stofunni mættu; þama voru Krist-
ján Ólafsson, Steingrímur, Ólafur
Ragnar, Svavar og Davíð — Ragn-
ar Reykás, Bogi róni og Örvar róni.
Tónlist Gunnars Þórðarsonar var
mjög góð og Rúrik Haraldsson var
frábær í hlutverki Ástvalds.
Kannski væri þetta skemmtilegt
á Hótel Sögu — og maður fullur.
Viltu ganga
til liðs við
harðsnúna
hjálparsveit?
Hjálparsveit skáta í Kópavogi er ung sveit
í örum vexti. Innan skamms hefjum við
nýliðaþjálfun og efnum því til kynningar-
fundar í Kópavogi þriðjudaginn 25.
sept. kl. 20:30 í húsnæði sveitarinnar,
Hafnarbraut 1c.
Við leitum að fólki frá 17 ára aldri sem
hefur áhuga á björgunarstörfum hvar sem
er og hvenær sem er. Fólki sem er tilbúið
að leggja á sig mikla vinnu við margvísleg
störf.
Allir sem áhuga hafa og vilja kynna sér
málið ættu að koma á kynningarfundinn.
Þar verður gerð grein fyrir starfinu í máli
og myndum.