Morgunblaðið - 23.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBÉR 1990 23 AUGL YSINGAR Kennara vantar til forfallakennslu í 4. bekk Kópavogsskóla um 6 mánaða skeið frá 1. nóvember nk. í barnsburðarleyfi kennara. Upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari í síma 40475. Söngfólk óskast Vetrarstarf kórs Háteigskirkju er hafið. Við erum lítill og áhugasamur hópur, sem hefur flutt með reglulegu millibili stærri verk kirkjutónlistar, svo sem kantötur og klass- ískar messur. Okkur bráðvantar áhugasamt söngfólk. Skráning í símum 12407, Háteigskirkja, 17137, Jóna og 681407, Sigurður. Mötuneyti - létt fæði Lánastofnun vill ráða starfsmann í mötu- neyti. Starfið felst aðallega í því að sjá um létta máltíð í hádegi fyrir ca 20 manns. Mjög góð vinnuaðstaða. Vinnutími ca frá kl. 10.00-14.00. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. eigi síðar en 27. sept. nk. merktar: „S - 3976“. „Au-pair“ ekki yngri en 18 ára óskast á íslenskt heimili í Frakkiandi frá janúar nk. Starfið felst aðal- lega í gæslu á eins og hálfs árs gamalli stúlku. Ráðningartími a.m.k. 6 mánuðir. Upplýsingar í síma 17976 milli kl. 12 og 16 og e. kl. 9 á kvöldin. Atvinna óskast Maður með víðtæka þekkingu og reynslu í stjórnun og skipulagsstörfum, ásamt sam- skiptum við innlend og erlend fyrirtæki, óskar eftir krefjandi framtíðarstarfi. Yfirgripsmikil þekking á tölvum. Tilboð merkt: „Atvinna - 9470“ leggist inn á auglýsingadeild Mbl. Skrifstofustarf Óskum að ráða starfsmann til almennra skrif- stofustarfa s.s. skjalavörslu, símsvörunar, bréfaskrifta o.fl. Hálfsdagsstarf kemur til greina. Skriflegar umsóknir berist skrifstofu okkar, Suðurlandsbraut 8, fyrir fimmtudaginn 27. september nk. merkt: „Atvinnuumsókn". Þekking Reynsla Þjónusta (FALKINN Eftirlitsstarf Stöður tveggja hundaeftirlitsmanna eru lausar til umsóknar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Önnur staðan er laus nú þegar en hin 1. nóvember nk. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf skulu sendast framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins, Drápuhlíð 14, fyrir 8. október nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ritvinnsla - bókhald Við óskum að ráða starfsmann á endurskoð- unarstofu okkar að Bæjarhrauni 12 í Hafnar- firði. - Um er að ræða ritvinnslu, bókhald o.fl. - Vinnutími getur verið breytilegur eftir árstíma. Áhugasamir umsækjendur sendi skriflega umsóknir fyrir 1. október nk. og skulu þær upplýsa um aldur, menntun og fyrri störf. Endurskoðun hf. Löggiltir endurskoðendur Bæjarhrauni 12 Sími 651233 Móttökuritari á læknastofu Óskum eftir að ráða móttökuritara í 60% starf. Vinnutími f.h. Starfið krefst vélritunar- kunnáttu, samviskusemi og góðrarframkomu. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skal skilað á auglýsingadeild Mbl. eigi síðar en 27. septembernk. merktar: „Rösk-12556. Innheimtustarf Þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða starfsmann við innheimt- ur. Viðkomandi þarf að vera röggsamur, hafa góða framkomu, reglusamur, lipur í samskiptum og geta unnið sjálfstætt. Hlutastarf með sveigjanlegum vinnutíma kemur til greina eftir samkomulagi. Umsóknir sem tilgreina aldur, menntun og fyrri störf sendist á auglýsingadeild Morgun- blaðsins merktar: „Árangur - 725“ fyrir 30. þessa mánaðar. Farið verður með allar um- sóknir sem trúnaðarmál. Mikil vinna - góðar tekjur Þjálfum upp sölufólk vegna söluverkefnis, sem framundan er. Engir milliliðir. Há sölu- laun. Leitum að fólki, sem vill vinna krefjandi vinnu og hafa miklar tekjur. Allar upplýsingar hjá Samúel, markaðsstjóra, í síma 689938. Lífogsaga, Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík. RIKISSPITALAR Vífilsstaðaspítali Sjúkraliðar óskast á lungnadeild nú þegar. Starfshlut- fall fer eftir samkomulagi. Vinnutími er vakta- vinna og fastar næturvaktir. Boðið er upp á góða aðlögun. Upplýsingar gefur Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 602800 eða 602828. Reykjavík, 23. september 1990. Tilsjónarmenn Við viljum ráða fólk til tilsjónarstarfa með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Sveigjanlegur vinnutími. Umsóknarfrestur rennur út 1. október nk. Nánari upplýsingar veittar á Félagsmála- stofnun Kópavogs í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs. Forstöðumann kjötvinnslu Kjötiðnaðarmann vantartil kjötvinnslu S.A.H. á Blönduósi. Reynsla í stjórnun æskileg. Laun skv. samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Ingi Tómas- son í síma 95-24200 á vinnutíma eða í síma 95-24185 eftir kl. 20.00. Hafnarfjörður - tæknimenn Hafnarfjarðarbær óskar að ráða starfsmenn á skrifstofu bæjarverkfræðings. 1. Forstöðumaður framkvæmdadeildar. 2. Forstöðumaður mælingadeildar. Áskilin er menntun verkfræðings eða tækni- fræðings, ásamt nokkurri starfsreynslu. Nánari upplýsingarveita bæjarverkfræðingur og bæjarritari, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Umsóknir skulu berast á sama stað eigi síðar en 3. október nk. Bæjarverkfræðingur. Uppeldis- og meðferðarstörf Meðferðarheimili einhverfra, Sæbraut 2, Seltjarnarnesi, óskar eftir að ráða starfsfólk sem fyrst: Þroskaþjálfa (deildar), fóstru, starfsmenn með menntun á sviði uppeldis- eða sálar- fræði. Einnig kemur til greina að ráða ófag- lærða starfsmenn með reynslu með fötluðum. Störfin fela í sér þátttöku í meðferð og þjálf- un íbúa heimilisins. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi, en möguleiki er á hlutastarfi. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður eða deildarstjóri í síma 611180, virka daga frá kl. 9.00-15.00. (B) Hlutastarf - aukavinna Okkur vantar starfsmenn í vinnu ca. 1 dag í viku, 5-6 tíma í senn. Tilvalið fyrir heimavinnandi fólk. Uppiýsingar gefur Gestur Hjaltason mánu- dag og þriðjudag frá kl. 14.00-18.00. Kringlunni 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.