Morgunblaðið - 16.10.1990, Page 5

Morgunblaðið - 16.10.1990, Page 5
MORGUNBLAÐŒ) SÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990 B 5 ‘ Haukar taka hressilega á móti Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfara FH-liðsins, sem stjórnaði sínum mönnum til sigurs. að var maður kvíðinn fyrir leikinn og fyrstu mínúturnar voru menn stressaðir. Við gerðum okkur seka um of mikið klúður þegar við vorum með færri leikmenn á vellinum og mikið lá við“. „Annars var ég ánægðastur með að Gauji bróðir skyldi ekki skora nema einu sinni,“ sagði Magnús en hann er bróðir Guðjóns Arnasonar stórskyttu FH-inga. Guðjóns var vel gætt en Magnús sá við öðrum skotum bróður síns nema einu; það breytti um stefnu af varnarmanni. FH-ingar voru ákveðnari og einbeittari „FH-ingarnir voru mun einbeitn- ari og ákveðnari og lið þeirra er mjög gott. Það vantaði aðeins upp á einbeitingu okkar,“ sagði Petr Baumruk, hinn svipmikli og há- vaxni tékkneski leikmaður í Hauka-liðinu. „Haukarnir eru með gott lið og ég er því óánægður með ósigurinn. Okkur vantaði meiri ákveðni og ég missti sjálfur einbeitinguna þegar á leið með þeirri afleiðingu að Þorg- ils Óttar slapp nokkrum sinnum framhjá mér undir lokin. Þetta var annars nokkuð góður leikur en mér fannst þó dómararnir ekki nógu hlutlausir. Þeir voru hliðhollari FH-ingum og getur það hafa riðið baggamun,“ sagði Baumruk. Leikmenn léku drengilega „Það var geysilega gaman að dæma þennan leik fyrir fullu húsi áhorfenda. Stemmningin var ótrú- leg. En það eru allir leikir erfiðir að dæma, sérstaklega þegar þeir eru jafnir sem þessi og mikil spenna bæði innan vallar og utan,“ sagði Stefán Arnaldsson, dómari. „Það var ánægjulegt að dæma hér í dag því leikmenn beggja liða léku mjög drengilega. Ég vona að fleiri leikir verði jafn drengilegir," bætti Rögnvald Erlingsson, félagi Stefáns, við. ■ Úrslit / B6 alltaf erfiðir, taka vei á móti okkur og sýna okkur enga miskunn. Það verður örugglega engu minni bar- átta og spenna þegar liðin mætast seinna í vetur," sagði Bergsveinn. Ánægður að Gauji bróðir skor- aði bara eitt mark „Ég er auðvitað óánægður að við skyldum tapa því þetta var hörku- leikur," sagði Magnús Árnason, markvörður Hauka sem varði eins og berserkur í leiknum, þar af nokkrum sinnum úr dauðafæri og einnig eitt vítaskot. Magnús er fyrrverandi leikmaður með FH en sagðist hafa verið ófeim- inn við sína gömlu félaga. „Auðvit- MYNDIR Júlíus Sigurjóns- son og Einar Falur Ingólfsson. il leiksloka. Gunnar Beinteinsson, hornamaður FH-liðsins, sendir knöttinn í netið hjá Haukum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.