Alþýðublaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 11
Fiugvéiarnar; Flug'félag íslands h.f.; Millilandaflug: Gullfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 16. 35 í dag frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Glasgow. Hrím faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahöfn lcl. 08.30 í fyrra- málið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egils- staða, Flateyrar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Húsavíkur, ísafjarðar, og Vestmiannaeyja. Skipin: Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvk í dag til Færeyja. Esja er á Austfjörð um á suðurleið. Herðuhreið er á leið frá Austfjörðum til Rvk. Skjaldbreið kom til Rvk í nótt að vestan frá Akureyri. Þyrill er á leið frá Akureyri til Rvk. Skaftfellingur fer frá Rvk í dag til Vestmannaeyj a. Eimskipafélag fslands li.f.: Dettifoss fer væntanlega frá New York 26.1. til Rvk. Fjallfoss fer frá Hamborg 28. 1. til Rotterdam, Antwerpen, Hull og Rvk. Goðafoss kom til Rvk 24.1. frá Hamborg. Gullfoss fer frá Kaupmanna- höfn 27.1. til Leith og R.f.c. Lagarfoss fer frá Hafnarfirði kl. 06.00 í fyrramálið 27.1. til Akraness og þaðan til Ventspils. Reykjafoss fór frá Hull 21.1. væntanlegur tii Rvk í fyrramálið 27.1. Sel- foss fer frá Akureyri í dag 26.1. til Ólafsfjarðar, Drangs néss, Vestfjarða og Rvk. —■ Tröllafoss fer frá Rvk kl. 22. 00 í kvöld 26.L til Akureyr- ar. Tungufoss fiom til Gauta borgar 25.1. fer þaðan til Helsingborg, Ventspils, Gdyn ia og Rvk. Skiþadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Keflavík, fer þaðan í dag áleiðis til Pól- lands. Arnarfell er í La Spez- ia, fer þaðan á mbrgun til Cagliari, Palamos, San Feliu og Barcelona. Jökulfell fer í dag- frá Akureyri áleiðis til Gautaborgar, Ventspils og Rostock. Dísarfell fer vænt- anlega í dag frá Ventspils til Stettin. Litlafell er í olíufíutn ingum í Faxaflóa. Helgafell er væntanlegt til Ilausto f 29. þ. m. frá Caen. Hamrafell fór 25. þ. m. frá Rvk áleiðis til Palermo. INNANLANDS: ' At Togararnir: Lítil brey.taágfi fiefur orðið á afla hjá þeim, en þó nokkuð skárri með köflum á heimamiðum, en Sbreyttur á Nýfundnalands- miðum. í vikunni lönduðu 5 togarar hér en 6 erlendis, 3 í Englandi og 3 í Þýzka- landi. Sölurnar voru mis- jafnar, sumar góðar. Reykjavík: Fyrripart vik- unnar voru gæftir góðar og afli sæmilegur, frá 4—6 lest- ir. Á fimmtudag og föstu- dag voru landlegur, en afli á laugardag var eindæma tregur allt niður í nokkur liundruð pund. Útilegubátar iönduðu í vikunni, en afli var mjög misjafn. Helga var með um 70 tonn í 7 lögnum, en fiskifar lélegt. Guðm. Þórðarson, Hafþór og Björn Jónsson voru með talsvert minni afla. Keflavík: Gæftir voru alla daga vikunnar nema á fimmtudag. Afli er sæmileg- ur eða frá 5—7 t., miðað við óslægt. Liðlega 30 bátar eru byrjaðir róðra í Keflavík, bg ennþá vantar menn og vænta má þess, að úr rætist, þegar Færeyingarnir kom'a. Sandgerði: Gæftir voru alla daga vikunnar nema á fimmtudaginn. Afli misjafn, en allt upp í um 13 tomi, ó- slægt. Þó var afli á laugai'- daginn með minnsta móti á þessari vertíð. Hæstu bátar eru nxeð rúmlega 100 . tonn miðað við aðgert. Akranes: Róið alla daga vikunnar nema fimmtudag- inn. Afli misjafn, en yfir- leitt 5—8 tonn. Það má til tíðinda telja, að 3 bátar eru við reknetjaveiðar og afli hefur verið góður, en frostin em mjög erfið fyrir svona veiði. Rif: Þaðan verða gerðir út 6 bátar í vetur. Það, sem af er vertíð hefur afli verið góður og er komið mun meira afíamagn á land nú en í fyrra. Nú er í athugun, eru birgðir sjávarafurða 31. des. um 188,2 millj. eða 64,1 millj. meira en í fyrra. Heild ar framleiðsluaukning árs- ins 1958 á sjávarafurðum til útflutnings er því um 150 millj. Freðfiskur (karfi) er meginn þáttur aukningar- innar. Nýlega varð að samkomu- lagi við Rússa að hækka verð á frystum karfa um IV2 pund sterling tonnið. SJAVARIIIVEGSMM hvort ekki sé hægt að nota sanddæluskipið Sansu við uppgröft að Rifi. Væri ekki rétt að athuga, hvort fleiri hafnir hafi þörf fyrir slíkt skip? Útflutningur sjávarafurða var í lok nóvember 910,8 millj., en á sama tíma í fyrra var hann 837,1 millj. Aukn- ingin er um 10%. Eftir því sem bráðabirgðauppgjör segir var útflutningur sömu vara í desember um 90 millj. þannig, að heildarútflutning ur landsins á sjávarafurðum verður um 1000 millj. á ár- inu 1958. Árið 1957 var hann 914,5 millj og 1956 945,4 millj. Það kemur því í ljós, að síðastliðið ár verður al- gjört metár um útflutning á sjávarafurðum. Auk þess Útflutningur á freðfiski og öðrum tegundum sjávaraf- urða er talinn mjög örugg- ur eftir því sem bezt verð- ur séð á þessu ári. Verðlag er nokkuð gott nema á lýsi. Aftur á móti er mjölverð nú sem stendur mjög hátt, og framleiðsla fyrstu 2 mánuði ársins er öll seld. í umræðum um ráðstafan- ir útveginum til handa hafa menn hent gaman að því, að blað nokkurt, sem undanfar- andi 2V2 ár fjallaði jafnan um hagsbætur fyrir útvegs- menn og útgerð alla eins og sjálfsagðan hlut og eitt hið lífsnauðsvnlegasta fyrir þjóð okkar, hefur nú breytt nafninu á útvegsmönnum í ,,atvinnurekendaauðvald“ og íjargviðrast nú um millióna- tugi óþai’fa uppbætur til þessara aðila. Nú er það stað reynd, að líklega um 2000 sjómenn eru eigendur báta, stórra og smárra (tryllur meðtaldar) og eru þá þessir menn einnig útgerðarmenn og falla því undir hugtakið „atvinnurekendaauðvald11. Hvað veldur nú svona nafn- breytingum? Menn gefi gaum að því. ERLENDIS: Noregur: Menn hafa áætl- að, að aflinn við Lofot verði 60.000 tonn á komandi ver- tíð. Eðlileg veiði er um 70— 80.000 tonn. Mikil áraskipti hafa verið á afla við Lofot frá stríðslokum, t.d. veidd- ust 1947 um 145.000 tonn, en í fyrra aðeins 30.000 tonn. Áætlað er að um 15.000 sjó- menn verði við Lofot í vet- ur, en í fyrra voru þar um 12.000 sjómenn. Á fyrstu ár- unum eftir stríð voru þeir um 20.000. Danmörk: Á hlutafundi hjá „Síldarbræðslunni h.f.“ í Esbjerg var sagt írá því að verksmiðjan hafi tekið á móti um 131.000 tonnum af fiski á s.l. ári og er þetta um 11.000 t. meir en í .fyrra. Velta fyrirtækisins er um 44 milj. d. kr. og endur- greiðsla til sjómanna um 2,6 millj. d. kr. (ísl. 6.143.000,-). Þetta er stærsta verksmiðjá sinnar tegundar í Danmörku og hluthafar um 1900 og fjöldi manna eru á biðlista um inngöngu. jh. Framhald af 4. síðu. ákveðnar tillögur og áætlanir um baráttuna gegn hungur- vofúnni fyrir FAO ráðið, sem næst kemur saman til fund- ar í júmmánuði í vor. Þrjár sérstofnanir Samein- uðu þjóðanna1 — FAO, UNES- CO ( Menntamála-, vísinda- og menninganmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) og Al- þjóða veðurfræðistofnunin — WMO — hafa komið sér sam- an um, að hefja sameiginlega baráttu gegn engisprettu- plágunni. Hugmyndin er að safnað verði skýrslum um engisprettuna til þess að hægt verði að herða barátt- una gegn þessum vágesti til miuna. FAO hefur þegar unn- ið þarft starf í baráttunni gegn engisprettunum. Upplýs ingastofu, sem FAO styður og styrkir, hefur verið komið' upp í London til þess að fylgjast méð ferðum engi- sprettunnar og vara við plág unni. EFNAHAGSSÁTTMÁLINN, sem kenndur er við Róm og undii’ritaður var { marz 1957, kom til framkvæmda 1. janú- ar þ. á. Fyrstu áhrif hans urðu þau, að Frakkland og Ítalía lækkuðu tolla sína um 10% og að úr kvótaákvæðum á inn- flutningi var dregið hjá ríkj- um þeim, sem að samningnum standa, en ekki gagnvart öðr- um ríkjum. Með þessu var í kyrrþey lagt út á þá braut, sem Efnahagsbandalag Evrópu (E. E.C.), þ. e. tollabandalag ríkj- anna sex, sem eru Frakkland, ítah'a, Þýzkaland, Belgía, Hol- land og Luxembui’g, stofnuðu til með sáttmálahum. En um viðskiptadeilu þessa bandalags og hinna Evrópuríkjanna ell- efu. sem hafa hug á að vera að- ilar að Fríverzlunarsvæði Evr- óou, er nú hljóðara, þó að helzt liti út fyrir, að allt samkomu- la.g strandaði fyrir og um ára- mótin, einkum vegna mismun- and.i sjónarmiða Breta og Frakka. Hin varanlegu áhrif Rómar- sáttmálans eru þau fyrst og fremst, að ríkin sex hafa áform að algera sambræðslu efna- hagskerfa sinna á um það bii næstu tólf árum. Þegar sú sam- bræðsla er komin á, getur t. d. ítalskur þegn farið til Þýzka- lands og unnið þar vcgabréfs- laus. atvinnuleyfislai ■ og ó- háður allri opinberrl "krii- finnsku. Og varan, sr ' hann framleiðir með vinnu rmni, á að geta farið jafnhindrunar- laust yfir landamæri annarra ríki a Efnahagsbandalgsins eins og á innlendan markað. Þau hafa há afnurrnð alla tolla hvert gagnvart öðru eða fært í bað horf, að þeir eru orðnir sameiginlegir gagnvart öðrum ríkjum. Aðilar bandalagsins koma þá fram eins og eitt ríki gagnvart öðrum ríkjum, sem utan við það standa. Þessi áætlun þýðir það, að flest þau viðskiptabrögð, sem fundin hafa verið upp til varna L samkeppnii milli þjóða, verða úr sögunni hvað aðildarríki Efnahagsbandalagsins — og væntanlega einnig Fríverzlun- arsvæðis Evrópu — snertir. Nú í áramótavikunni voru gerð þrjú hliðstæð átök til að sam- ræma hin nýju viðhorf. Þau voru þessi: 1) Frakkland bjó sig undir með gengisfalH (felldi frank- ann um 17,55%) og strangri fiárhagsáætlun, þar sem dreg- ið er mjög úr útgjöldum rík- isins, að standa jafnfætis hin- um aðildarrikiunum á sameig- inlegum frjálsum markaði. Meðal spariíaðar á fjárlögum má nefna, að flestar uppbætur eru afnumdar-. Sú ráðstöfun sparar ríkinu 123 millj. sterl- ingspunda, en veldur um leið verðhækkun á -~vörum. Eftir- laun eru afnumin. nema handa lasburða gamalmennum og sjúklingum. Iiækkaðir eru toll ar á víixum og tóbaki o. s. frv. Út á við voru verndartollar ýmsir afnumdir og-dregið úr höftum á innflutningi. 2) Mörg þeirra var&arvirkja, sem reist voru á því -tímabili, þegar aðalhindrunin gégn hag- hróun Evi’ópu kom frá dollara- svæðinu, er nú verið að rífa nðiur (svo sem með hömlulít- illi yfirfærslu gjaldeyris-eins ríkis í gjaldeyri annars). ■ 3) Tilkynntar hafa verið fyi’- irætlanir um að styrkja sókn- ina í baráttu efnahagslega illa staddra þjóða á Vesturlöndum, með því að stórauka sjóði þá, sem Alþjóðabankinn ráðstaf- ar til útlána. Framkvæmda- stjói’n bankans gengst fyrir því, að inn komi viðbótarfé í svo ríkum mæli, að útlánageta hans tvöfaldist. (Otaserver, 4.1. )59). (Fi-amliald af 5. síðu) flutnings og getur valdið halla á viðskiptum við útlönd. En þensla getur einnig verið fólgin í aukinni útflutnings- framleiðslu, er bætt getur viðskiptaj öfnuðinn. HÉR Á LANDI hefur frá stríðs byrjun verið þensla og verð- bólga. Þenslan byrjaði með aukinni útflutningsfram- leiðslu í upphafi stríðsins vegna hækkandi verðs, er fekkst fyrir íslenzkar sjávar- afurðir á erlendum markaði, en framkvæmdir hins erlenda setuliðs hér á landi áttu einn- ig ríkan þátt í þenslunni. At- vinna jókst ört í landinu, og kaupgjald hækkaði vegna aukinnar eftirspurnar eftir vinnuafli. Varð eftirspurnin eftir vinnuafli fljótlega meii’i en framboðið og erfitt reynd- ist að mæta híiini auknu kaup getu með nægilegri. aukningu á framleiðslu og iniiflutningi erlendis frá. Þess vegna leiddi þenslan fljótlega til yerð- bólgu. — Verður í næsta þætti fjallað um verðbólgu. Björgvin Guðmundsson cand. oecon. HúsnæBismiðlunin Bíla og fasteignasalan Vitastíg 8A. Sími 16205. ? ? > § F1 b I I í I | 1? , ’ 1 K * ’ • 1 1 jz// f t 'Copyriglíí P. I. B. Böx 6 CopenWogcn /3. AD ANN ADNID „Hvað ætli geri svo sem til með bár UKHnnAKniR greiðsluna þína. Jumbó má ekki blotna“. Alþýðublaðið — 27. jan. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.