Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐ.JUDAGUR 29. JANÚAR 1991 B 3 SKIÐI / HEIMSMEISTARAMOTIÐ I ALPAGREINUM Reuter Franz Heinzer er hér á fullri ferð í bruninu á sunnudag. Hann náði loksað sigra í fjórðu tilraun á heimsmeistaramóti. Heinzer hafði það í fjóiðu tilraun Hafði þrívegis orðið í fjórða sæti í bruni á HM, en tókst nú loks að sigra FRANZ Heinzerfrá Sviss vann heimsmeistaratitilinn íbruni í Saalbach í Austurríki á sunnudag. Þetta var fyrsti sigur Svisslend inga á mótinutil þessa. ítalinn Peter Runggaldier varð annar og Daniel Mahrer, Sviss, tók bronsið. Heinzer, sem hefur verið besti brunmaður heimsbikarsins í vetur, sýndi mikið öryggi í bruninu og kom í mark 0,25 sek á undan Runggaldier. „Ég tók á öllu sem ég átti í neðri hluta brautarinnar. Ég tók 120 prósent áhættu,“ sagði Heinzer, sem er 28 ára, og hefur fjórum sinnum tekið þátt í HM og Olympíuleikum án þess að vinna til verðlauna. „Ég klúðraði startinu og gerði fleiri mistök í brautinni. En ég hafði engu að tapa eftir að hafa verið þrisvar sinnum í fjórða sæti á HM,“ sagði Heinzer, sem varð fjórði á HM 1982,1985 og 1987. Runggaldier, sem varð annar, vann fyrstu alvöruverðlaun í bruni karla fyrir Ítalíu síðan á Ólympíu- leikunum 1976. Hann sagði að Heinzer hefði átti sigurinn fyllilega skilið og að hann hafi sýnt það í Saalbach og í Kitzbúhel að hann er besti brunmaður heims í dag. Svisslendingar geta vel við unað því Daniel Mahrer varð þriðji og kom þar með í veg fyrir að Aust- urríkismenn kæmust á verðlauna- pall í öllum greinunum á HM. „Ég gerði of mörg mistök til að geta unnið þannig að þriðja sætið er mér mikils v.irði,“ sagði Mahrer. Karlamir kepptu í bmni tvíkeppninnar í gær. Talið er að slagurinn muni standa milli Aust- urríkismannanna, Gunther Mader og Stefan Éberharter, og síðan Marc Girardelli frá Luxemborg. Mader hefur 0,22 sek forskot á Girardelli og Eberharter 0,70 sek á Girardelli fyrir svigið. Besta tíman- um í bruninu náði Kristian Ghed- ina, Ítalíu og Svissledingurinn, Will- iam Besse, náði næst besta tíman- um. Þeir koma þó ekki til með að blanda sér í toppslaginn í tvíkeppn- inni því svig er ekki þeirra sterk- asta hlið. ■ Úrslit / B6 HANDBOLTI Víatsjeslav Atawín. Atawín fyrir Atla Sovéski landsliðsmaðurinn í handknattleik, Víatsjeslav Atawín, hefur gert þriggja ára samning við spænska liðið Granoll- ers. Granollers þurfti á manni að halda í staðinn fyrir Atla Hilmars- son, sem fer frá félaginu í lok yfir- standandi tímabils, og tókust samn- ingar við Sovétmanninn. Atawín, sem verður 24 ára á næstunni og hefur leikið 150 landsleiki, er vænt- ■ ■anlegur til -Granollers í 'ágúst n.k. FRJALSIÞROTTIR / HASTOKK Þórdís Gísladóttir sigraði í Skotlandi: „Er á réttri leið fyrir HM í Sevilla" ÞÓRDÍS Gísladóttir, íslands- methafi íhástökki, sigraði í hástökki á skoska meistara- mótinu innanhúss sem fram fór í Glasgow í Skotlandi á sunnudaginn. Frá Bill Melville ISkotlandi Þórdís, sem er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið inn- anhúss í Sevilla í mars, stökk 1,83 metra og sigraði. Hún átti þijár tilraunir við 1,86 metra en mistókst, fann ekki rétta takt- inn. Þetta var fyrsta mót Þórdísar innan- húss síðan í fyrra vetur. „Þetta var ágætur árangur miðað við að ég er að byija,“ sagði Þórdís. „Þessi árangur sýnir að ég er á réttri leið fyrir heimsmeistarmótið innanhúss í Sevilla. Stökkin voru góð, en ég þarf fleiri alvörumót." Þórdís keppir aftur á enska meistaramótinu innanhúss í Cos- ford á iaugardaginn.. Þórdís Gísladóttir. Fyrsta gull- iðíhöfnhjá Kronberger Fyrst austurrískra kvenna til að vinna brun á heimsmeistaramótinu í 13 ár AUSTURRÍSKA skíðadrottningin Petra Kronberger vann fyrstu gullverðlaunin íkvennaflokki á HM er hún sigrað í bruni í Saal- bach á laugardaginn. Hún var næstum hálfri sekúndu á undan Nathalie Bouvierfrá Frakklandi. Svetlana Gladíshíva varð þriðja og vann þar fyrsta verðlaunapening sovéskra kvenna á stórmóti í alpagreinum síðan á Ólympíuleikunum 1956. að er af sem áður var hjá Kron- berger, þegar pressan var svo mikil að hún var að hugsa um að hætta keppni. Nú horfír öðru vísi við, hún hefur öðlast aukið sjálfs- traust og vill ekkert frekar en sigur og aftur sigur. Á laugardaginn varð hún fyrst austurrískra kvenna til að vinna HM í bruni frá því Anne- marie Moser-Pröll sigraði 1978. Kronberger sagðist ekki hafa verið taugaóstyrk fyrir brunið því hún vissi að hún gæti gert betur í tæknigreinunum, ef henni tækist ekki vel upp í bruninu. „Ég hef þegar náð takmarkinu - að vinna gullverðlaun á HM, allt annað er bónus. Pressan á mér er ekki eins mikil eftir sigurinn í bruninu. Nú get ég hugsað um að gera mitt besta án þess að hugsa um gullverð- laun,“ sagði Kronberger, eftir ör- uggan sigur í bruninu á laugardag. En hún verður að teljast sigur- strangleg í tvíkeppninni, risasviginu og stórsviginu og jafnvel sviginu. „Þetta var ekki brunbraut fyrir minn stíl, ég kann betur við mig í brautum sem kreíjast meiri tækni. En mér brá óneitanlega er ég sá millitímann hjá Gladíshívu á sjón- varpsskermi," sagði Kronberger. Sovéska stúlkan, sem var 16. í rás- röðinni, hafði besta millitímann í brautinni, en náði ekki að fylgja því eftir í neðri hlutanum og hafn- aði í þriðja sæti. „Ég var hrædd í bruni á síðasta keppnistímabili," sagði franska stúlkan, Nathalie Bouvier, sem varð önnur. „Mig dreymdi um að komast á verðlaunapall og var viss um að Petra Kronberger heldur hér fast um gullpeninginn sem hún fékk fyrir heimsmeistaratitilinn í bruni kvenna. ætti möguleika á því.“ Hún hafði áður aðeins einu sinni náð að vinna heimsbikarmót, í stórsvigi 1989. „Þessi verðlaunapeningur gefur mér aukið sjálfstraust og ég mun reyna allt til að komast aftur á verðlaunapall." Gladíshíva, sem er aðeins 19 ára, kom mjög á óvart með því að ná þriðja sæti. Hún hafði áður náð best 14. sæti í bruni í heimsbikar- móti í Altenmarkt í síðasta mánuði. ■ Úrslit / B7 ÍÞRÓnARAHMSÚdllR Heilbrigðis- og rannsóknaráð ISÍ og mennta- málaráðuneytið auglýsa hér með eftir umsóknum um styrk vegna rannsókna á íþróttasviði. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars 1991. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Menntamálaráðuneytið. Heilbrigðis- og rannsóknaráð ÍSÍ. - Utandeildarkeppni KSÍ 1991 Samkvæmt ákvörðun 45. ársþings KSÍ verður haldin Utandeildarkeppni KSI á næsta keppnistímabili. Öllum félögum/hópum innan sem utan ÍSÍ er heimil þátt- taka. Keppnin verður svæðaskipt og leikið verður eft- ir reglugerð KSÍ um utandeildarkeppni og knattspyrnu- lögum og reglugerðum KSÍ. Allar nánari upplýsingar ásamt gögnum eru veittar á skrifstofu KSÍ, íþróttamið- stöðinni í Laugardal, sími 91-84444 og 91-84925. Tekið skal fram að liðin verða að útvega sér völl til afnota og skulu skriflegar samþykktir vallaryfir- valda/eigenda fylgja umsókninni. Skráningarfrestur er til 11. febrúar nk. '.•á r •»’«***«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.