Morgunblaðið - 10.02.1991, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
EFNI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991
Karpov á
heimsbikar-
mót í Reykja-
vík í haust
FYRSTA heimsbikarmótið í skák
í nýrri röð slikra móta verður
haldið í Reykjavík í september
eða október og er talið öruggt
að Anatólíj Karpov, fyrrum
heimsmeistari og margfaldur
áskorandi um heimsmeistaratitil-
inn, verði meðal þátttakenda.
Karpov er annar sterkasti skák-
maður heims, næst á eftir heims-
meistaranum Kasparov. Jón Rögn-
valdsson formaður Skáksambands
íslands sagði í gær að segja mætti
öruggt að þetta heimsbikarmót verði
haldið í Reykjavík í september-okt-
óber, á vegum Skáksambands ís-
lands, Stöðvar 2 og kannski fleiri
aðila.
Einnig mætti telja öruggt að með-
al þátttakenda verði Karpov, ívant-
sjúk, Kortsnoj, Timman og
Beljavskíj.
Nýr langbylgjusendir kostar 6-8 hundruð milljónir:
í leikskólanum
Langbylgjusendingar eru
orðnar úrelt fyrirbrigði
- segir Jón Þóroddur Jónsson, yfirverkfræðingur Pósts og síma
ÝMSIR tæknimenn hjá Pósti og síma draga mjög í efa að bygging
nýs langbylgjumasturs, í stað þess sem hrundi á Vatnsendahæð í
fárviðrinu á dögunum, sé hagkvæmasta lausnin við að koma út-
varpssendingum til sjómanna og afskekktra staða á landi. Aætlað
er að slíkt mastur, sem hugsanlega yrði byggt í Flóanum, muni
kosta sex til átta hundruð milljónir. Þeir sem Morgunblaðið ræddi
við telja mikilvægt að skoða hvort ekki finnist jafngóðar, eða
betri, leiðir sem jafnframt væru ódýrari. Eyjólfur Valdimarsson,
verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, telur að skynsamlegast sé að
byggja nýjan langbylgjusendi. Hann segir að þeir séu búnir að
bíða lengi eftir því að langbylgjumöstrin hryndu.
Jón Þóroddur Jónsson, yfirverk-
fræðingur Pósts og síma, segir að
þetta hafí verið nokkuð rætt innan
stofnunarinnar. „Ég held að við
séum komnir að þeim tímapunkti
að langbylgjusendignar séu úrelt
fyrirbæri. Það er dýrt að koma upp
nýjum langbylgjusendi og því þarf
að skoða alla aðra möguleika
gaumgæfílega áður en það verður
gert. Það er alla vega ekki skyn-
samlegt að byggja langbylgjusendi
á Vatnsendahæð og ég held það
þurfi að athuga vel hvort Flóinn
sé hentugur staður,“ sagði Jón
Þóroddur.
Jón Þóroddur sagði að lang-
bylgjan, eins og hún var, hefði
ekki verið nógu góð. Sendirinn á
Vatnsendahæð hefði verið frekar
lítill og staðsetning hans ekki nógu
góð. Sjófarendur norður í íshafi
hefðu til dæmis náð sendingum á
langbylgju mjög illa. Auk þess
væru kröfur um gæði útsendinga
mun meiri nú til dags en fyrir
tveimur áratugum þegar ákvarð-
anir, sem langbylgjusendingar
byggjast á, voru teknar.
Jón Þóroddur sagði að athuga
mætti aðra möguleika. Vel mætti
hugsa sér að hafa stöðugar stutt-
bylgjusendingar, en þeim var kom-
ið á eftir að langbylgjumastrið
hrundi. Stuttbylgjusendar væru
mörgum sinnum ódýrari en lang-
bylgjusendar og það væri því ódýr-
ari lausn. Einnig væri vert að at-
huga hvort fjölga mætti FM-send-
um á fjöllum við strendur landsins.
Slíkir sendar þjónuðu bæði sjó-
mönnum og fólki í landi og útsend-
ingin væri mun betri. Þá sagði Jón
Þóroddur að gervihnattasendingar
væru vel hugsanlegar og þess virði
að athuga nánar.
Eyjólfur Valdimarsson, verk-
fræðingur hjá Ríkisútvarpinu, seg-
ir að aðferðir, sem komi í stað lang-
bylgjusendinga, séu á þróunarstigi
og það muni skýrast á næstu árum
hvaða leið verði farin í þeim efn-
um. Ekki sé búið að fínna heppi-
legt tíðnisvið fyrir útvarpssending-
ar um gervitungl og trúlega sé um
áratugur þar til það mál verði leyst.
Langbylgjusending er hugsuð
fyrir sjómenn á hafí úti, fyrir af-
skekkta staði á landi og sem ör-
yggissendir þegar FM-keðjan gef-
ur sig. „Við höfum ekki getað hvatt
fólk til að fá sér viðtæki með lang-
bylgju vegna þess hversu slæmt
ástand hefur verið í þessum mál-
um. Við höfum alltaf beðið eftir
því að möstrin hryndu," segir Ey-
jólfur.
„Það eru svæði á landinu sem
ekki ná sendingum frá gervihnött-
um og ekki er víst að þau svæði
næðu útvarpssendingum, ef þær
verða tæknilega mögulegar. Hvað
viðkemur stuttbylgjusendingum þá
ná þær lengra en langbylgjan en
það geta verið svæði þar sem stutt-
bylgjan dettur út. FM-sendingar
eru háðar rafmagni frá rafveitum
og auk þess næst hún ekki nema
í sjónlínu og næst því ekki langt
á haf út,“ segir Eyjólfur.
Hann sagði að þetta væri kostn-
aðarsamt og ætlunin væri að fá
erlenda ráðgjafa til aðstoðar við
val á stað fyrir nýjan langbylgju-
sendi.
Grásleppuhrogn:
Útlit fyrir
sölu 16 þús-
und tunna
Grásleppuhrognaframleiðend-
ur hafa aldrei áður gert jafn
marga sölusamninga áður en
vertíð hefst og nú í ár. Vertíðin
hefst á timabilinu 1. mars til 20.
apríl og er nú gert ráð fyrir að
alls verði hægt að selja milli 16
og 17 þúsund tunnur á vertíðinni.
A síðasta ári voru aðeins seldar
um 6.500 tunnur.
Öm Pálsson, framkvæmdastjóri
Félags grásleppuhrognaframleið-
enda, segir útlitið mjög gott. Eftir-
spurn á heimsmarkaði sé mikil og
verð fari hækkandi. „Við teljum, að
markaðurinn geti teidð við um
40.000 tunnum á ári. í fyrra veidd-
ust aðeins um 20.000, þannig að
birgðir eru mjög litlar. Eftirspumin
hefur gert okkur kleift að hækka
lágmarksverðið úr um 900 þýskum
mörkum átunnu í 1.025 þýsk mörk.“
Inflúensan:
Víðtæk bólusetning
heftir útbreiðslu
- segir Skúli G. Johnsen borgarlæknir
„ÉG HEF fengið það staðfest að inflúensa hefur greinst á rannsóknar-
stofum hér á landi undanfarið, þó ekki sé Ijóst af hvaða stofni eða
undirflokki hún er. Mér þykir líklegt að mikil bólusetning undanfarna
mánuði verði til þess að útbreiðsla flensunnar verði ekki eins mikil
og ella,“ sagði Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, í samtali við Morgun-
blaðið.
Morgunblaðið skýrði frá því í vik-
unni að greinst hefðu tilfelli inflú-
ensu hér á landi. „Flensan er líklega
að fara af stað núna, en fólk hefur
ekki hringt til okkar og leitað eftir
bólusetningu undanfarna daga,
enda gerir það sér sjálfsagt grein
fyrir að það er of seint að bólusetja
þegar flensan er komin,“ sagði
Skúli. „Undanfama mánuði hafa
hins vegar verið notaðir 40 þúsund
skammtar af bóluefni, mest fyrir
eldra fólk. Þá hafa vinnuveitendur
látið bólusetja starfsmenn sína í æ
ríkari mæli. Við höfum reynt að
gera okkur grein fyrir áhrifum svo
víðtækrar bólusetningar og teljum
að hún geti komið í veg fyrir mikla
útbreiðslu inflúensunnar,“ sagði
Skúli G. Johnsen, borgarlæknir.
Eins og fram kom í frétt blaðsins
á fímmtudag eru einkenni fiensunn-
ar hár hiti, beinverkir og kvefein-
kenni.
Meiðingar, rúðubrot og
brot á umferðarlögum
LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í nógu að snúast í fyrrinótt, þó
ekki leldist nóttin venju fremur erilsöm. Meðal þess, sem lögreglan
fékkst við, voru fjögur útköll vegna líkamsmeiðinga og níu vegna
rúðubrota.
Líkamsmeiðingarnar voru ekki
alvarlegar, en einhveijir voru aumir
og sárir eftir áflog.
Frá klukkan 20 á föstudagskvöld
til klukkan 6 á laugardagsmorgun
stöðvaði lögreglan 15 ökumenn fyr-
ir of hraðan akstur. Af þeim óku
tveir á yfir 100 kílómetra hraða á
klukkustund. Fimm voru stöðvaðir,
grunaðir um ölvun við akstur, fimm
fóru yfir á rauðu ljósi og átta voru
stöðvaðir fyrir ýmis önnur umferð-
arlagabrot.
A
► l-44
Fárviðri og fyrirhyggja
►Hvemig geta menn tryggt sig
gegn tjóni sem verður í óveðri eins
og gekk yfir landið um síðustu
helgi? Og er ástæðan fyrir öllu
þakplötufokinu að menn fylgja
ekki stöðlum? /10
Stjórnmáiasamband
við Litháen
►Eiga Islendingar að taka upp
stjómmálasamband við Litháen?
Fréttaskýring um tildrög og stöðu
málsins. /14
Þrír f orsetar
►I þremur af fjórum æðstu emb-
ættum landsins em nú konur.
Hvað eiga þær sameiginlegt? /16
Ný f rönsk þjóðarbók-
hlaða
►Frakka em á fjórum áram að
byggja stærsta bókasafn í heimi á
Signubökkum/ /18
Strí ð og fréttir
►Persaflóadeilan séð með augum
Jóhönnu Kristjónsdóttur blaða-
manns Morgunblaðsins.20
Bheimili/
FASTEIGNIR
► 1-28
Staða Byggung í
Reykjavík
►Rætt við Benedikt Gunnarsson
framkvæmdastjóra /12
► l-32
Rokk í Ríó
►Sagtfrámestutónleikumrokk- ..
sögunnar í Rio de Janeiro /1 og
15-16
Eg get ekki rifist
►Benedikt Benediktsson segir frá
baráttu sinni við stamið /2
Eyðimerkurhershöfð-
inginn
►Erlend hringsjá um Norman
Schwarzkopf hershöfðingja og
yfirmanns herliðs bandamanna í
Saudi Arabíu. /4
Afríka heillar
►inga Valborg Einarsdóttir og
Sveinn K. Sveinsson segja frá
ævintýraferð um sunnanverða
Afríku /12
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 40
Dagbók 8 Gárur 43
Hugvekja 9 Mannlífsstr. 8c
Leiðari 22 Fjölmiðlar 18c
Helgispjall 22 Kvikmyndir 20c
Reykjavíkurbréf 22 Dægurtónlist 21c
Myndasögur 26 Menningarstr. 224c
Brids 26 Minningar 24-25c
Stjörnuspá 26 Bíó/dans 26c
Skák 26 Velvakandi 28c
Fólk í fréttura 38 Samsafnið 30c
Karlar 38 Bakþankar 32c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4