Morgunblaðið - 10.02.1991, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚÁR 1991
Tökum eitt
skref í einu
> __
-segir Omar Benediktsson nýráð-
inn framkvæmdastjóri íslandsflugs hf.
OMAR Benediktsson, einn eigenda íslandsflugs hf. og nýráðinn
framkvæmdastjóri félagsins, er tæplega þrítugur viðskiptafræðing-
ur. Hann er búsettur í Frankfurt í Þýskalandi ásamt konu og þrem-
ur börnum hvar hann á og rekur ferðaskrifstofuna Island tours,
sem selur ferðir til íslands, Grænlands og Færeyja. Island tours
er fimm ára gamalt fyrirtæki sem Ómar á í félagi við Skúla Þor-
valdsson, Hótel Holti, og Böðvar Valgeirsson, Ferðaskrifstofunni
Atlantik. Starfrækir það tvær söluskrifstofur í Þýskalandi, í Frank-
furt og Hamborg og eina í Sviss.
Ómar brá sér heim á dögunum til
að kaupa meirihluta hlut afjár í
Arnarflugi innanlands ásamt
Gunnari Þorvaldssyni og til að
ganga frá sameiningu fyrirtækisins
við Flugtak hf. í hinu nýja íslands-
flugi. Að því búnu var hann aftur
rokinn til Þýskalands að selja Þjóð-
veijum íslandsferðir í sumar og
segir óráðið hvenær hann hann
kemur albúinn til starfa hjá Is-
landsflugi. Fráleitt muni þó Island
tours leggja niður laupana við það,
enda velti það meiru en hið samein-
aða flugfélag og er í stöðugum
uppgangi.
Enginn samdráttur í
Islandsferðum
„Stríðið við Persaflóa hefur áhrif
á ferðalög í Evrópu en við höfum
þó ekki merkt samdrátt samanbo-
rið við síðasta ár. Þá vorum við
með á þriðja þúsund farþega til
íslands. Eg er þess fullviss að við
hefðum náð aukningu frá síðasta
ári ef stríðið hefði ekki skollið á,“
segir Ómar.
„Fyrirtækið verður fímm ára í
apríl og það hefur verið mjög góð
aukning á markaðshlutdeild okkar
á þeim tíma. Markaðurinn hefur
líka farið stækkandi,“ segir hann.
„Það eru eingöngu Þjóðveijar
sem bóka sig í ferðir í ferðaheild-
sölu okkar í Þýskalandi, en við
opnuðum líka litla söluskrifstofu í
Sviss í vetur. Það er stöðugt verið
að færa út umsvifin og höfum við
nýverið keypt hlut hjá einum ís-
landssöluaðila og erum að kaupa
meirihlutann af öðrum þessa dag-
ana í Þýskalandi.
Nordland tours
Ómar segist hafa byijað á skrif-
stofunni í Hamborg þegar hún'var
stofnuð fyrir fimm árum en hann
var þá nýútskrifaður viðskipta-
fræðingur. „Skrifstofan í Frankfurt
var opnuð fyrir einu og hálfu ári
og skrifstofan í Sviss í janúar,"
segir Ómar.
„Við eigum annað lítið fyrirtæki
sem sérhæfir sig í sölu í skipaferð-
ir á norðurslóðum og heitir Nord-
land tours. Það var stofnsett í októ-
ber og fer vel af stað. Það sér til
dæmis um fraktskipaferðir með
Eimskip og Sambandsskipunum,
flutninga með strandferðaskipum
við Grænland og póstskipum í Nor-
egi, auk ferða með skemmtiferða-
skipum í Eystrasalti.“
Vetrarferðir til íslands
„Ég leyfi mér að halda því fram,
að þessi starfsemi okkar sé merki-
legasta átak sem gert hefur verið
í íslenskum ferðamálum," segir
Ómar.
„Það hefur lengi verið taiað um
að lengja ferðamannatímann á ís-
landi. Ferðamálaráð lét loksins
verða af því á dögunum að gefa
út kynningarbækling um Island en
þar er ekki minnst einu orði á vet-
ur á íslandi. Við drifum hins vegar
í að prenta vetrarbækling um Is-
land. Viðbrögðin hafa ekki verið
mikil ennþá en það tekur langan
tíma að byggja upp sölu á vetrar-
ferðum til landsins og er ærið
kostnaðarsamt. Við höfum líka ver-
ið í ágætu samstarfi við Flugleiðir
um að senda blaðamenn í kynning-
arferðir til íslands yflr veturinn."
Sniðgengu Island tours
Ómar segir að þegar Island to-
urs hóf sölu íslandsferða hefðu
íslenskar ferðaskrifstofur, sem
taka á móti erlendum ferðamönn-
um, tekið sig saman um að snið-
ganga fyrirtækið og skipta ein-
göngu við erlenda ferðaheildsala.
„Það ríkti vantrú gagnvart okkur,
bara af því að við vorum með
Morgunblaðið/KGA
Ómar Benediktsson
íslenskt fyrirtæki á erlendri grund.
Þar sannaðist að íslendingar eru
íslendingum verstir."
Samgöngur mikilvægar
Þegar Ómar tekur við fram-
kvæmdastjórastarfi íslandsflugs
mun hann halda tengslum við Is-
land tours sem stjómarformaður
fyrirtækisins en hann sagði þó eng-
in áform uppi um samrana þessara
fyrirtækja.
— En hvað ber framtíð íslands-
flugs í skauti sínu?
„Við horfum til þess að til stend-
ur að auka fijálsræði í innanlands-
fluginu. Ég kem sjálfur af lands-
byggðinni, frá Bolungarvík, og veit
hvað samgöngur eru mikilvægar á
Islandi. Ég gæti til dæmis vel hugs-
að mér að búa úti á landi en fram-
skilyrði þess væri að ég hefði góð-
ar samgöngur við höfuðborgina,"
segir hann. „Það er ráðlegast að
taka aðeins eitt skref í einu. Við
munum flýta okkur hægt,“ segir
Ómar.
í fyrstu verða innri mál íslands-
flugs tekin til rækilegrar endur-
skoðunar og segir Ómar ákveðið
að ljúka því fyrir mánaðamót. „Það
tekur lengri tíma að marka fram-
tíðarstefnuna út á við en hún á að
liggja fyrir á haustmánuðum. Við
munum taka alla þætti í rekstri
og stefnu flugfélaganna til endur-
skoðunar.
— Mun íslandsflug reyna að
hasla sér völl í millilandaflugi?
„Ég sé það ekki fyrir mér á þess-
ari stundu en maður veit aldrei
hvað framtíðin ber í skauti sér. Það
er betra að einbeita sér að ákveðn-
um verkefnum og gefa sér nægan
tíma. Það munum við gera,“ segir
Ómar Benediktsson.
Rífandi gangur í við-
ræðum um kaup Rarik
á Rafveitu Siglufjarðar
Metin á fimm hundruð milljónir kr.
NÆSTI viðræðufundur milli fulltrúa Rafmagnsveitna ríkisins og
bæjaryfirvalda á Siglufirði um kaup RARIK á Skeiðsfossvirkjun og
dreifikerfi rafmagnsveitunnar á Siglufirði er fyrirhugaður í næstu
viku. Að sögn Kristjáns Moller, forseta bæjarstjórnar Siglufjarðar
og formanns viðræðunefndar bæjarins, er rífandi gangur í málinu.
Kristján Moller sagði, að hann
byggist allt eins við að af sölunni
yrði. „Þetta er viðamikið mál og
það tekur sinn tíma að leiða það
til lykta,“ sagði Kristján. Hann
sagði að rætt væri um að RARIK
tæki yfír raforkuöflun og sölu, þar
með talið dreifikerfi og háspenn-
ulínur. Hann sagði að virkjunin og
dreifikerfið væri metið á rúmar 500
milljónir kr. í efnahagsreikningi
bæjarins. Hann sagði að söluverðið
hefði verið rætt á fundum viðræðu-
nefndanna en vildi að öðru _ leyti
ekki tjá sig frekar um það. „Ég er
sæmilega bjartsýnn um að við náum
saman, það er rífandi gangur í
þessu. Við gefum okkur að minnsta
kosti tíma út febrúarmánuð,“ sagði
Kristján. Hann taldi að einhugur
ríkti um söluna innan bæjarstjórn-
arinnar og að sér virtist meirihluti
bæjarbúa vera sama sinnis. Ra-
forkuverð frá RARIK og Rafmagn-
sveitu Sigluíjarðar væri nánast hið
sama og átti hann ekki von á því
að raforkuverð til neytenda myndi
hækka í kjölfar eigendaskipta.
Hann sagði að skuldir rafveitunnar
væru alls ekki óyfirstíganlegar en
í sínum huga ættu sveitarfélög að
hafa allt önnur verkefni en að reka
orkufyrirtæki. Það ætti frekar að
vera á einni stórri hendi en á mörg-
um smáum og hagræðið sem af því
hlytist kæmi neytendum efalaust
til góðs þegar fram í sækir.
Kristján Jónsson, rafmagnsveitu-
stjóri ríkisins, sagði að Skeiðsfoss-
virkjun tengist dreifikerfi RARIK
og nýtist því mjög vel auk þess að
þjóna orkuveitusvæði Rafveitu Si-
glufjarðar. Ekki hefði verið farið út
í þessar viðræður nema vegna þess
að talið væri hagræði af kaupunum
fyrir RARIK.
Byggðastofnun;
15 milljónir í kostnað
við þróunarverkefni
STJÓRN Byggðastofnunar hefur ákveðið að veija allt að 15 milljónum
kr. til að taka þátt í rekstrarkostnaði átaks- og þróunarverkefna á
móti heimamönnum í einstökum héruðum landsins. Einnig að veita
allt að 25 milljónum kr. til þess að styrkja undirbúningsrannsóknir
vegna einstakra atvinnukosta á vegum átaksverkefna, iðnráðgjafa og
atvinnuþróunarfélaga.
I samþykkt Byggðastofnunar um
þetta efni segir að annars vegar sé
um að ræða rekstrarkostnað við
átaksverkefni og ýmsa aðra starf-
semi sem hefur atvinnuþróun ein-
stakra héraða að markmiði. Hins
vegar gefíst Byggðastofnun tæki-
færi til að taka þátt í kostnaði við
ýmisskonar undirbúningskannanir
vegna nýrra atvinnutækifæra. Þátt-
aka Byggðastofnunar í einstökum
verkefnum verður metin í hveiju til-
viki en reiknað er með því að hún
verði um helmingur kostnaðar víðast
hvar. í fámennustu jaðarbyggðum
verður kostnaðarþáttakan þó allt að
þremur íjórðu .en í úölmennustu
byggðum ekki yfir þriðjungi.
Samþykkt var á fundi Byggða-
stofnunar að taka þátt í átaksverk-
efnum í Mýrdalshreppi, Dalasýslu
og A-Barðastrandasýslu, Þingeyjar-
sýslum og A-Húnavatnssýslu ásamt
hluta Skagafjarðar. Auk þess var
samþykkt fjárveiting til framhalds á
átaksverkefni í V-Húnavatnssýslu.
Fyrir liggja beiðnir frá Snæfellsnesi
og suðurfjörðum Austfjarða sem
bíða afgreiðslu Byggðastofnunar.
Meirihluti útsendingarefnis ís-
lenzku stöðvanna óþýtt fréttaefni
HLUTUR innlends efnis í dagskrá sjónvarpsstöðvanna hefur ekki
verið sérlega beysinn fram að þessu. Lengi hefur verið talað um
að auka þurfi hlut íslenzks dagskrárefnis til að sporna gegn erlend-
um áhrifum, en hægt gengið að láta drauminn rætast. Persaflóa-
striðið hefur orðið þess valdandi að innlent efni er nánast eins og
ísmoli á Vatnajökli í samanburði við erlent, ótextað efni, sem allt
í einu datt inn í dagskrána. CNN og Sky eru nú um 60% útsending-
arefnis á báðum sjónvarpsstöðvunum.
Okkar markmið er að á næsta
ári verði um helmingur dag
skrárinnar innlent efni,“ sagði
Markús Öm Antonsson Ríkisút-
varpsstjóri í samtali við Morgun-
blaðið í maí á síðasta ári, og bætti
því við að RÚV ætti að geta veitt
erlendu sjónvarpsefni myndarlega
viðspyrnu. Raunveruleikinn er sá,
að í nýliðinni viku, annan til átt-
unda febrúar, var
erlent, óþýtt efni
frá Sky sýnt í rúm-
ar 96 klukkustundir
í Ríkissjónvarpinu.
Annað efni í 49
stundir. Þar af er
innlenda efnið tæpir 22 tímar, er-
lent efni með íslenzku tali, sem er
einkum bamaefni, er rúmar sjö
stundir og erlent efni með íslenzk-
um texta 19 tímar. Staðreyndin er
með öðram orðum sú að í íslenzka
ríkissjónvarpinu er innlend dag-
skrárgerð um 15% dagskrárinnar
vikuna sem leið, samkvæmt upplýs-
ingum frá RÚV.
Á Stöð 2 var ákveðið á seinasta
ári að skera niður innlenda dag-
skrárgerð í spamaðarskyni „svo
hægt verði að koma jiessari stöð á
lappimar“ eins og Ami Samúels-
son, stjómar-
formaður Sýnar,
orðaði það eftir
að Sýn, Stöð 2
og íslenzka út-
varpsfélagið
sameinuðust.
Innlenda efnið hjá Stöð 2 er enn
minna en hjá Ríkissjónvarpinu
þrátt fyrir lengri útsendingartíma,
samkvæmt upplýsingum frá sjón-
varpsstöðinni. Stöð 2 sendir út all-
an sólarhringinn, 168 klukkustund-
ir á viku. Þar af eru 10 klukku-
stundir innlent efni, tæpir 13 tímar
hljóðsett erlent efni og 51 klukku-
stund af textuðu erlendu efni. Bein-
ar útsendingar CNNe ru 94 kiukku-
stundir í vikunni.
Ekki liggur fyrir hversu margir
horfa á útsendingar erlendu stöðv-
anna, sem hafa lagt undir sig meiri-
hluta útsendingartímans í íslenzku
sjónvarpi. Það má reyndar heita
undarlegt að enginn skoðanakönn-
uður hafi ennþá stokkið til að at-
huga „horfun“ á sjónvarpsefni eftir
að Persaflóastríðið hófst. Sjón-
varpsstöðvarnar sjálfar hafa heldur
ekki látið gera neina könnun á því
hversu margir horfa á hvað. Þó
má ætla að minna sé horft á út-
sendingar erlendu fréttastöðvanna
en tími þeirra á dagskránni gefur
til kynna. í fyrra lagi er erlenda
fréttaefnið sent út á nóttunni, en
þá era flestir sofandi. í seinna lagi
eru fréttir CNN og Sky byggðar
upp með það fyrir augum að fólk
geti kveikt á sjónvarpinu og fylgzt
með í klukkutíma eða svo án þess
að láta sér leiðast, en dagskráin
inniheldur ákaflega mikið af endur-
tekningum og fáir virðast sitja
lengur yfir fréttunum alla nóttina.
Islenzk sjónvarpsdagskrá, sem
er að meirihluta byggð upp af er-
lendu, óþýddu efni, er væntanlega
tímabundið fyrirbæri. íslenzku
stöðvarnar hafa ekki ákveðið hvert
verður framhaldið á útsendingum
CNN og Sky. Engu að síður vekur
núverandi ástand upp spurningar
um stöðu innlendrar dagskrárgerð-
ar í flóði erlends sjónvarpsefnis.
Þar skipta peningar mestu máli
eins og í fleiri tilvikum. Bent er á
að tekjurnar, sem koma af afnota-
gjöldum í tilviki RÚV og ftjálsum
áskriftargjöldum hjá Stöð 2,
hrökkvi skammt til dagskrárgerðar
vegna þess hve fáir Islendingar
eru. Ýmsar leiðir til úrbóta hafa
verið nefndar, sem standa upp á
ríkisvaldið, til dæmis að fé, sem
fyrirtæki veija til kostunar sjón-
varpsefnis, verði frádráttarbært frá
skatti og að auglýsingatekjur og
tekjur af kostun beri ekki virðis-
aukaskatt.
BflKSVlP
efiir ÓlafÞ. Stephensen