Morgunblaðið - 10.02.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.02.1991, Qupperneq 12
£12 ' MORGUNBSIiSÐIÐí SUNNUiDABCR; H>KEEBRÚAR!lfl81 SVO SKAL NEGLA ÞAKJÁRN Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur gefið út reglur um hvernig negla skuli þök. „Með þessum reglum getur hver leikmaður fylgst með því hvernig þakið er neglt, járnið sjálft að minnsta kosti,“ segir Gunnar sigurðsson hjá Bygg- ingarfulltrúanum. Reglurnar vorugefnarútárið 1981 ogeru svohljóðandi: ^árujárn skal negla í aðra hverja hábáru, nema við þakbrún- ir, þar skal negla í hverja hábáru. Fjarlægð milli naglaraða skal mest vera 70 sentimetrar. Á hlið- arsamskeytum platna skal ekki vera meira en 35 sentimetrar milli nagla. Við þakbrúnir samsíða báru skal gæta þess að festa bárujárn vandlega. Þegar neglt er í hvetja hábáru skulu vera um 15 sentimetrar milli aðliggjandi nagla svo að þeir lendi sitt í hvoru borði þakklæðn- ingar. Fylgst skal vandlega með því að negling sé ekki tæpt í borði. Kónískan þaksaum má aðeins nota sé hann hnykktur, annars skal nota sriúinn saum eða kamb- saum. Venjulega borðaklæðningu, 1 X 6 tommur, skal negla með þremur stykkjum þriggja tommu saumi í hvetja sperru. Framangreind negling gildir aðeins um venjulega borðaklæðningu. Ef hús er hærra en fjórar hæð- ir, skal gera sérstaka athugun á nauðsynlegri neglingu, einnig ef þök eru með lektum eða frábrugð- in að öðru leyti svo sem aðrar gerðir þakefnis. Framangreindur frágangur er á ábyrgð viðkomandi húsasmíða- meistara.“ að vetja tíma í slíkt fyrirfram held- ur en að standa frammi fyrir von- sviknum viðskiptavini sem taldi sig vera að kaupa allt aðra tryggingu - eftir að skaðinn er orðinn. Tryggingarnar eru sem fyrr seg- ir með nokkuð misjöfnum áherslum eftir félögum og fjölbreytnin er mikil, eins er með verð, á því er smávægilegur munur milli félaga, en meiri munur eftir því hvaða tryggingaflokkar eru keyptir. Með því að tryggja hús, innbú, bíl og sjálfan sig hjá sama félagi fæst hámarks afsláttur frá taxta iðgjald- anna. Sé bíllinn tryggður hjá sama félagi, veitir það yfirleitt 10% af- slátt af iðgjaldi tryggingapakka. 20 þúsund krónur á ári Miðað við að kaupa hámarks tryggingavernd fyrir heimilið, bíllinn undanskilinn, er kostnaður- inn yfirleitt rétt yfir 20 þúsund krónum á ári. Þá er miðað við með- alheimili, eins konar vísitölufjöl- skyldu, og inni í því er slysatrygg- ing, húseignartrygging, innbús- trygging og tryggir meðal annars gegn skaða af völdum óveðurs, slysa utan vinnu, farangurstaps á ferðalögum, vatnsskaða vegna sprunginna röra, innbrots og fleira. Hvor það borgar sig að greiða um eða yfir 20 þúsund á ári í svona tryggingar gerir hver upp við sig, en vilji menn vita hvað þeir eiga að fá bætt, er betra að kynna sér skilmálana. Óveðurstryggingar eru hjá öllum félögunum miðaðar við 11 vindstig. Hugsunin þar á bak við er sú, að menn hafí það í valdi sínu að koma í veg fyrir tjón á húsum sínum sé veður innan þeira marka. Ef menn vilja tryggja sig gegn tjóni á bíl, þarf hann að vera kaskótryggður. Sumt er ekki hægt að tryggja Þótt tryggingafélögin bæti fjár- hagslegt tjón, geta þau ekki bætt allan skaða. Þórður Þórðarson hjá VÍS bendir á, að þrátt fyrir allar tryggingamar sé alltaf best að fyr- irbyggja skaðann, ef þess er nokkur kostur. Hamarinn og naglamir geta verið haldbesta vömin gegn tjóninu. Þórður bendir á að í mörgum tilvik- um hafi hlutimir minningagildi fyr- ir einstaklinga eða fjölskyldur og þau verðmæti geti engin trygging bætt. „Ef þú átt til dæmis bók, sem afi þinn hefur skrifað og áritað handa þér, þá er hún kannski ómet- anleg í þínum augum, en ekki hátt metin til peninga annars staðar," segir Þórður. Gunnar Sigurðsson hjá Bygg- ingáfulltrúanum í Reykjavík og Jón Siguijónsson yfirverkfræðingur Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins taka undir að nauðsynlegt sé að fylgjast vel með ástandi hús- anna og dytta að því sem hætta er á að gefí sig. Þá þarf að huga að fleiru, til dæmis hvort farið er að reglum við húsasmíðina, því að regl- ur gilda um vinnubrögðin þar. Betri naglar en lakari vinnubrögð Miklar framfarir hafa orðið á síðustu ámm á flestum sviðum í húsabyggingum, nema kannski varðandi vinnubrögðin. Kannski em stærstu framfarimar, með tilliti til óverðursþols húsa, fólgnar í minnstu einingunum, nöglunum sem þakplötumar em negldar með. Áður fyrr var notaður svonefndur kónískur saumur, en hann var sver- astur næst hausnum og mjókkaði niður að oddinum. Sá saumur vill losna, sé hann ekki hnykktur, það er beygður innan við klæðninguna upp að borðinu sem hann er negld- ur í. Betri naglar, rétt negldir, eiga að halda þakplötunum í roki eins og varð í Reykjavík á sunnudaginn var. Jón Siguijónsson segir að vandvirkni hafí hrakað þegar betri naglar komu til sögunnar. „Með eðlilegri neglingu ætti þetta ekki að fjúka,“ segir hann. Hvaða reglur gilda um húsin? Reynsla og reiknilist Byijum á þakinu. Gunnar Sig- urðsson segir að 1981 hafi verið sett vinnuregla sem byggðist á bæði athugunum Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins og reynslu byggingameistara. „Okkar byggingarvenja er þannig fengin af reynslunni og þó að megi reikna margt, þá er nú ýmislegt sem reynslan er notuð við,“ segir hann. „Eg veit ekki annað en að farið sé eftir þessum reglum. Þær eiga við þetta hefðbundna bámjám, ef annað efni er notað, þá eiga leið- beiningar að vera á teikningum." Þessar reglur og önnur góð vinnubrögð við húsbyggingar segir Gunnar vera það sem iðnaðarmenn eigi auðvitað að læra og venjast með sinni fagkunnáttu. Hann segir að þaksaumurinn sé yfirleitt ekki hnykktur núna, vegna þess hve mikil vinna er við það. „Nú er yfirleitt notaður öðm vísi saum- ur, kambsaumur sem er rifflaður og heldur betur. Hinn saumurinn, sá kóníski, sam var nánast einráð- ur, er yfirleitt ekki notaður lengur." En það er fleira en naglamir og neglingin sem þarf að huga að. „Það sem kemur inn í þetta og er ákaflega erfitt að reikna með, er þegar verið er að framkvæma vinn- una í okkar veðráttu, þá er timbrið oft blautt og síðan á það eftir að innþorna og þá minnkar oft nagl- haldið. Það hefur líka borið á því núna í sambandi við fok, að þakvið- urinn er farinn að fúna og þá minnkar naglhaldið. Það er ekki gáð nægilega að útloftuninni, sem er mjög þýðingarmikið, að lofti vel um allt timbur, annars fúnar það. Oft og tíðum vill líka negling losna með tímanum vegna titrings." . Gott að athuga þökin eftir svona veður Til að veijast þessu þarf að fylgj- ast með ástandi þaksins. „Það er mjög gott eftir svona veður eins og hefur gengið yfir núna, þegar fer að lygna, að athuga þökin. Það reynir mikið á þau og það getur verið að einhveijir naglar hafi losn- að, þó að plötur hafi haldist á og þá kannski þarf ekki mikið til að það fari í næsta roki.“ Gunnar segir erfitt að reikna vindþol. Þar skipti máli hvemig vindurinn kemur á þökin. „Þetta er auðvitað langmest við þakkant- ana og það reynir miklu meira á flöt þök, frá láréttu upp í 11 gráð- ur. Það myndast hvirflar á yfirborð- inu sem valda því að það verður loftþynning sem hreinlega sogar þökin upp. Þetta eru svipaðir kraft- ar sem halda uppi flugvélum. Eftir því sem þökin eru brattari reynir minna á þetta sog.“ Hér þurfa húsin að þola helmingi meira Jón Siguijónsson segir ákveðna staðla gilda um byggingar hér á landi, ÍST 12 með mismunandi upp- talningum fyrir aftan það heiti. Hér á landi þurfa hús að þola nærri helmingi meira vindálag en erlend- is. Húsin okkar þurfa að þola 140 kílóa vindálag á hvern fermetra veggflatar, en erlendir staðlar gera yfirleitt ráð fyrir 75 kílóum. 140 kílóa álag á fermetra er þó ekki algild regla, heldur grunnein- ing og því þarf að athuga staðsetn- ingu húsanna, álagsþol þarf að vera meira með aukinni hæð yfir sjó og á stöðum þar sem bálviðri eru al- geng og vindar kröftugri en gengur og gerist. Sama á við þegar húsin sjálf hækka, séu þau hærri en sex metrar yfir jörð eru kröfur auknar um álagsþol. Jón segir að álagslínurit sem notuð eru séu um vindhraða á bilinu 45 til 60 metrar á sekúndu. 140 kílóa álag á fermetra verður með um 47 metra vindhraða á sekúndu. Veðurstofan upplýsir okkur um, að margfalda megi metra á sekúndu með tveimur til að fá út vindhrað- ann í hnútum. 47 metrar á sekúndu eru því 94 hnúta vindhraði og 45 til 60 eru þar af leiðaiidi 90 til 120 hnúta vindhraði. Tryggingafélögin miða allar fok- tryggingar við 11 vindstig, sem eru á bilinu 56 til 63 hnútar, þannig að ef allt færi eftir bókinni, þá ættu íslensk hús að þola allvel vind- hraða eins og mældist í Reykjavík á sunnudag, en þá mældust hvöss- ustu hviðurnar 78 hnútar og meðal- vindhraði fór yfir 11 vindstiga mörkin. Húsin yfirleitt sterkbyggð Jón var spurður hvemig íslensk hús hafi komið út úr athugunum og hvort jiau væru yfirleitt traust- byggð. „I eðli sínu eru steypt hús mjög traustbyggð gagnvart vindi,“ sagði hann. „Það er engin hætta með þau að öðru leyti en því að þökin em viðkvæm, sérstaklega þar sem eru timburþök. Þá er spuming- in fyrst og fremst um festingamar á sperrunum annars vegar og fest- ingu á klæðningu í sperrurnar og svo auðvitað þessi eilífa þakplötu- negling. Hins vegar má segja að á síðustu ámm hefur verið byggt mikið af timbur- og einingahúsum og timb- ureiningahúsum. Meðal annars hef- ur verið reynt að flytja þessi hús inn, það kom reyndar stór skriða af þeim 1973, upp úr Vestmanna- eyjagosinu, og síðan urðu menn svo æstir að þeir byggðu upp undir 20 verksmiðjur til að framleiða svona einingahús. Síðan hafa menn alltaf verið að reyna að flytja inn dálítið af þessu. Við höfum fengið það verkefni að líta eftir þessum inn- flutningi og taka út húsin áður en þeim er veitt vottorð um að megi byggja þau. Miðað við að að mis- munurinn á okkar útreikningum og þeirra varðandi vind er næstum því tvöfaldur, þá þarf auðvitað að styrkja svona innflutt hús.. Menn hafa auðvitað ekki alltaf verið hrifn- ir af því að við séum að krefja þá um bæði útreikninga og nákvæmar teikningar af þessum húsum til þess að geta tryggt að farið sé eft- ir þessum stöðlum. Það höfum við reynt að standa við, varðandi inn- flutt einingahús." Jón segir að í mörgum tilfellum hafi menn gefist upp og hætt við, þegar þeir hafa staðið frammi fyrir að þurfa að breyta húsunum í fram- leiðslu. í mörgum tilvikum hafí hins vegar húsunum verið breytt í sam- ræmi við kröfumar hér og þau flutt inn þannig. Hæfir hönnuðir Hvernig getur maður verið ör- uggur um að hús sem hann ætlar að byggja verði nægilega traust- byggt? „Það á auðvitað að vera næg trygging að ráða hæfan hönnuð. Það er þeirra hlutverk að skipu- leggja húsið með tilliti til þessa,“ segir Jón. „Eftir því sem þú hefur betur menntaðan sérfræðing eru meiri líkur á að hann kunni það sem hann er að gera.“ Hann segir húsin hér hafa komið nokkuð vel út úr óveðrinu. „Það má segja eftir þetta rok sem við erum búin að fá núna og höfum raunar fengið á tíu ára fresti, þá fýkur ekki mikið. Það eru meira svona frágangshlutir sem eru að fjúka hjá okkur, heldur en burðar- kerfí húsa." Fleira en þök og burðarvirki þarf að skoða, til dæmis gluggana. Rannsóknastofnunin hefur að sögn Jóns fyrir alllöngu síðan gefið út leiðbeiningar um rúðuþykktir. Um leið og rúða er stækkuð þarf glerið að vera þykkara. „Ef menn fylgja því, þá eru menn alveg öruggir um að rúðan fýkur að minnsta kosti ekki úr og auðvitað þegar við þykkj- um glerið þá dregur það úr hæt- tunni ef eitthvað fykur í rúðuna. Að syndga mikið upp á þetta veldur ekki bara hættu á að rúðan brotni og meiri hættu ef eitthvað fýkur í hana, heldur verður aukin hætta á að ísetningin fari að gefa sig vegna þess að það er svo mikil hreyfing á svona rúðum, jafnvel samsetning- in á rúðunum. Auk þess eru íbúam- ir sem þurfa að dveljast á bak við þessar rúður þegar svona áhlaup gerir logandi hræddir.“ Jón ver spurður hvort það hjálp- aði eitthvað að líma límband yfir rúðumar. „Það er ekkert gagn að því, nema ef rúðan brotnar, þá spýt- ast ekki glerbrot í jafnmiklum mæli inn um alla íbúð. Það hjálpar rúðunni ekkert sem heitið getur varðandi burðarþolið meðan á þessu stendur." „Þú tryggir ekki eftirá," er frægt slagorð úr tryggingunum og hvell- urinn um daginn minnti óþyrmilega á hve satt það getur verið. Því traustara sem húsið er, þeim mun minni líkur em á skaða og viðeig- andi tryggingar geta bætt fjárhags- legt tjón. Hamarinn og naglamir geta dugað vel að koma í veg fyrir tjón, en hve langt á að ganga með traustleikann? Ekki er endilega víst að traustast sé best, þar kemur hagkvæmnin við sögu. Vissulega er hægt að byggja hús sem þolir nánast allt, eins og Jón Siguijóns- son segir, en þarf ekki alltaf að vera skynsamlegt. Hann tekur dæmi af tölvumiðstöð í byggingu sem harin heimsótti eitt sinn í Finn- landi. Þar sögðu menn stoltir að hún væri svo traustbyggð að hún gæti jafnvel staðið af sér atómbombu. „Ég spurði þá: Hvað ætlið þá að reikna á eftir? Þeir gátu ekki svarað því.“ H vernig á að ganga frá bárujáminuP Ekki minna en 35 cm milli saums ó brúnum. þrír 3" naglar, 1x6" borð Keilusoum verður að hnykkja, en riffWon soum og skrúfusoum ekki. Saumirm skal reka í abra hverja bóru Ekki minna en 70 cm rmilli saums- ins. A þakbrún skal festa hverja bóru, en ó sitt hvort borbib. I vað bœta tryggingar og hvað ekki? ——*--—— _—

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.