Morgunblaðið - 10.02.1991, Page 14
14
MORGUNBLADIf) SUNNUDAGU.R .10. FEBRÚAR.1991
TAKA ISLENDIIMGAR UPP STJORNMALASAMBAND VIÐ LITHAEN?
UT ANRIKISM ALANEFND al-
þingis hefur náð samkomulagi um
að flytja þingsályktunartillögu
þar sem ítrekuð verði viðurkenn-
ing íslendinga frá 21. janúar 1922
á sjálfstæði Litháens. Jafnframt
verði ríkisstjórninni falið að verða
við þeirri ósk litháískra stjórn-
valda að koma á stjórnmálasam-
bandi ríkjanna. Þar með virðist
samstaða hafa myndast á alþingi
um að hörfa ekki frá fyrri afstöðu
um einarðan stuðning við sjálf-
stæðisbaráttu Litháa og annarra
Eystrasaltsríkja. Ýmislegt hafði
þó bent til að samstaðan væri að
bresta. Nefnd þriggjaþingmanna
sem kom frá Litháen í byijun vik-
unnar bar allt önnur skilaboð frá
Landsbergis forseta Litháens en
þau sem Jón Baldvin Hannibalsson
hafði sagt að verið hefðu megin-
niðurstaða viðræðna sinna við for-
setann rúmri viku fyrr. Um leið
og sjálfstæðismenn héldu í fyrri
kröfur um að þegar yrði gengið
fráformlegu stjórnmálasambandi
við Litháen virtist forsætisráð-
herra heldur draga í land og vé-
fengja að gagn væri að því að
aðhafastfrekar.
Auk þessa hafði Sovét-
stjórnin kallað íslenska
sendiherrann í Moskvu
á sinn fund og afhent
formleg mótmæli við
afskiptum íslands af málefnum
Eystrasaltsþjóðanna. Fyrir helgina
fór sendiherra Sovétmanna hér,
Krasavin, til Moskvu til skrafs og
ráðagerða við stjóm sína. Þá var
getum leitt að því að bakslag sem
kom í viðskiptaviðræður Álafoss við
sovéska viðsemjendur ætti fremur
rætur að rekja til Litháensmálsins
en viðskiptalegs ágreinings. En sam-
komulag náðist og Jón Baldvin
Hannibalsson sagði í framhaldi af
því að sér hefði verið veittur tími til
þess að reyna samkvæmt skuldbind-
ingum ROSE (Ráðstefnunnar um
öryggi og samvinnu í Evrópu) að
leysa ágreining við Sovétmenn með
viðræðum og einnig til að skýra sjón-
armið íslendinga á Norðurlöndum
og í Atlantshafsbandalaginu. Slíkt
mundi styrkja stöðu íslands og rök-
stuðning fyrir því að koma á stjóm-
málasambandi. Mikilvægt væri að
helstu bandalagsþjóðir gætu fellt sig
við þá ákvörðun.
Þar með virðast menn reiðubúnir að
stíga skrefi lengra en samstaða náð-
ist um eftir ríkisstjómarfund þann
23. janúar síðastlið inn. Þar var ferð
Jóns Baldvins til Eystrasaltsland-
anna tii umræðu og samþykkt álykt-
un í níu liðum um aðgerðir vegna
ástands mála þar. í tilkynningu ut-
anríkisráðuneytisins af þessu tilefni
kemur meðal annars eftirfarandi
fram: „Staðfestur var sá skilningur
ríkisstjórnarinnar að með heimsókn
utanríkisráðherra til allra Eystra-
saltsríkjanna í síðustu viku hafí
framkvæmd stjórnmálasambands við
Litháen verið staðfest. Ákveðið var
að ósk stjómvalda í Litháen að taka
upp viðræður milli ríkjanna um frek-
ara stjómmálasamband."
Formlegt stjómmálasamband er
talið eðlilegt framhald í samskiptum
ríkja, sem hafa viðurkennt sjálfstæði
og fullveldi hvort annars. Strax eftir
að Litháar lýstu yfir stofnun sjálf-
stæðs ríkis þann 11. mars 1990 hafði
alþingi einróma ámað Iitháísku þjóð-
inni heilla. Alþingi fagnaði endur-
heimt sjálfstæðisins og kvaðst vænta
góðrar samvinnu við lýðræðislega
kjöma fulltrúa landsins. Þessa viður-
kenningu hefur alþingi síðan ítrekað.
Formlegt stj órnmálasamband
ekki það sama og
sendiherraskipti strax
Upptöku formlegs stjórnmálasam-
bands ríkja sem viðurkenna hvort
annað þurfa venju samkvæmt ekki
þegar í stað að fýlgja skipti á sendi-
mönnum. Viðmælendur Morgun-
blaðsins telja að ekki þurfi að teljast
óeðlilegt þótt nokkur misseri líði frá
upphafi formlegs stjómmálasam-
bands þar til skipst er á skilríkjum
sendimanna eða ræðismannatengsl-
um er komið á.
Átti að undirstrika einhug
Auk þess sem að framan greinir
um niðurstöðu fundar ríkisstjómar-
innar þann 23. janúar var þar ákveð-
ið að fela Ólafi Egilssyni sendiherra
íslands í Moskvu að afhenda sovéska
utanríkisráðuneytinu í Moskvu orð-
sendingu. Þar er krafíst upplýsinga
og skýringa á athæfi sovéska hersins
gegn lýðræðislega kjörnum ríkis-
stjómum og þegnum Eystrasaltsríkj-
anna. Þessi krafa var gerð með til-
vísun til þess kafla í lokaskjali Vínar-
fundar RÖSE frá 1986 sem fjallar
um hinn mannlega þátt og ákvæða
sem samþykkt vom á fundi um sama
efni í Kaupmannahöfn 1990. Þá er
í tilkynriingu um ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar greint frá ýmsum að-
gerðum sem gripið verði til á vett-
vangi alþjóðlegra stofnana, sem ís-
land á aðild að, svo sem Evrópu-
ráðsins, stjómmálanefndar NATÓ og
Sameinuðu þjóðanna. Hlutast verði
til um að Öryggisráðið verði kallað
saman komi til frekari ofbeldisað-
gerða í Eystrasaltslöndunum af hálfu
Sovéthersins. Einnig er hvatt til sam-
stöðu Norðurlandaþjóða óskað eftir
skýrri afstöðu forsætisn'efndar Norð-
urlandaráðs með sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna og almennt skor-
að á vestrænar þjóðir að sýna Eystra-
saltsþjóðum stuðning. Fréttatilkynn-
ing utanríkisráðuneytisins var ítarleg
og harðorð í níu liðum en fréttatil-
kynning forsætisráðuneytisins af
sama tilefni greindi í stuttu almennt
orðuðu máli frá ákvörðunum sem
teknar hefðu verið í sex liðum án
þéss að fullyrt væri að stjórnmála-
samband hefði í reynd verið stað-
fest. Þótt freistandi gæti þótt, ekki
síst í Ijósi atburða liðinna viku, að
álykta að þessi munur á fréttatil-
kynningum endurspeglaði skoðana-
mun innan ríkisstjómarinnar, telja
viðmælendur Morgunblaðsins sem til
þekkja ekki að fyrir því sé fótur
heldur hafi þama verið einhugur
meðal þeirra flokka sem standa að
ríkisstjóminni. Ætlun forsætisráð-
herra, sem boðaði til nefnds frétta-
mannafundar, hafi verið að undir-
strika þennan einhug og eigin at-
beina að þeim áfanga sem náðst
hefði. Mismunur á fréttatilkynning-
um skýrðist annars vegar af skömm-
um undirbúningstíma og hins vegar
af því að í 6. lið fréttatilkynningar
utanríkisráðuneytisins, þar sem
heimsókn Jóns Baldvins var jafnað
til staðfestingar á stjómmálasam-
bandi, hefði verið um túlkun Jóns
Baldvins að ræða. Sú túlkun hafí
verið studd þeim rökum að það eitt
að utanríkisráðherra þægi boð ríkis-
stjórnar um opinbera heimsókn væri
að minnsta kosti jafngilt staðfestingu
á stjómmálasambandi.
Viðibrögð í Litháen og Kreml
Samkvæmt ákvæðum í lokaskjali
Vínarfundar RÖSE 1986 og sam-
þykkt Kaupmannahafnarfundarins
um sama efni 1990 ber að verða við
skriflegum beiðnum um upplýsingar,
sem fram em bomar og lúta að hin-
um mannlega þætti, innan fjögurra
vikna. Fram kom að með orðsend-
ingu íslendinga til Sovétstjómarinn-
ar væri í fýrsta skipti látið reyna á
framkvæmd þessara alþjóðlegu
skuldbindinga. í kjölfar fréttatil-
kynningar utanríkisráðuneytisins
tóku að berast inn á ritstjóm Morg-
unblaðsins fyrirspurnir erlendis frá
um hvort komið hefði verið á form-
legu stjórnmálasambandi við Litháen
og viðmælendur Morgunblaðsins
töldu ýmist hugsanlegt eða líklegt
að framsetning og orðalag í 6. lið
fréttatilkynningar utanríkisráðu-
neytisins hefði verið til þess fallin
að ýta undir vonir Litháa um að
formlegt stjórnmálasamband væri á
næsta leiti. Jafnvel gæti þessi frétta-
tilkynning hafa getið af sér þann
misskilning, sem mætti íslensku
þingmannanefndinni í Vilnius, að
málið væri þegar í höfn, þótt einnig
væri leitt líkum að því að þar hefði
verið á ferðinni örvæntingarfull túlk-
un Landsbergis.
Viðbrögð Kremlstjórnarinnar við
erindi sendiherra íslands í Moskvu
vom fyrst þau að yfirmaður evrópu-
deildar utanríkisráðuneytisins kallaði
Ólaf Egilsson sendiherra á sinn fund,
skömmu eftir að hann kom sam-
þykkt ríkisstjómarfundarins á fram-
færi, og bar fram nokkrar spuming-
ar. 5. febrúar kallaði aðstoðamt-
anríkisráðherra Sovétríkjanna, Júlí
Kritsinskíj, sem var aðalsamninga-
maður Sovétríkjanna við gerð INF-
samkomulagsins um fækkun
skamm- og meðaldrægra kjama-
flauga í Mið-Evrópu, sendiherrann
svo á sinn fund, las honum svar
Sovétmanna og mótmæli við því sem
þeir telja óþolandi ihlutun í sín inn-
anríkismál.
Aðeins hluti andsvars Sovétmanna
hefur verið gerður opinber en Morg-
unblaðið hefur upplýsingar um að
efni hennar sé því sem næst eftirfar-
andi: í fyrsta lagi telja Sovétmenn
framkomu íslensku ríkisstjómarinn-
ar bera vott um pólitíska hlut-
drægni, sem ekki samræmist eðlileg-
um og, þar til nýlega, vinsamlegum
samskiptum íslands og Sovétríkj-
anna. Þá segir að Gorbatsjov hafi
þann 22. janúar lýst afstöðu Sovét-
stjórnarinnar til „atburðanna" í
Eystrasaltslöndunum, þau mál beri
að leysa að lögum innan stjómar-
skrárramma Sovétríkjanna. Fullyrt
er að Sovétríkin hafí staðið við skuld-
bindingar sínar samkvæmt RÖSE.
Sovétstjómin undrast einhliða mál-
flutning ríkisstjómar íslands þar sem
ekki sé að merkja áhyggjur af stöðu
þjóðemisminnihluta í Eystrasalts-
löndunum. Því er mótmælt af hálfu
Sovétmanna að unnt sé að túlka ferð
Jóns Baldvins Hannibalssonar til
Eystrasaltsríkjanna sem staðfest-
ingu á stjómmálasambandi við Lithá-
en og beita Sovétmenn þeim rökum
í því efni að ráðherrann hafi ferðast
til landsins á sovéskri vegabréfsárit-
un. Sovétstjómin andmælir því að
tilefni sé til að boða til ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna um málefni
Eystrasaltslandanna. Þá mótmæla
Kremlveijar misnotkun íslendinga á
„eðlilegum samskiptum þjóðþinga"
en í ályktuninni hafði verið vikið að
nauðsyn þess að koma samskiptum
alþingis og þingsins í Vilnius á form-
legan grunn. Talið mun í utanríkis-
ráðuneytinu að þetta síðasta beri
einnig að skoða sem viðbrögð við því
að þing Ungveijalands, Póllands og
Tékkóslóvakíu, hafa skipað tvo
fastafulltrúa hvert við þingið í Vil-
nius. Þá segjast Sovétmenn vænta
þess, og verða þakklátir fyrir, gefnar
skýringar á því að hveiju íslendingar
stefni í samskiptum sínum við Sov-
étríkin. Loks er þess getið að Sam-
bandsráð Sovétríkjanna, ráðgjafaráð
Gorbatsjovs, hafi skipað nýjar nefnd-
ir til viðræðna við „sovétlýðveldin
Eistland, Lettland og Litháen."
Hér á landi voru það einróma við-
brögð þeirra stjómmálamanna sem
tjáðu sig um svar Sovétmanna að
viðbrögðin væru hvorki harðari né
fyrr á ferðinni en búast hefði mátt
við í framhaldi af framangreindri
afstöðu ríkisstjómar íslands.
Eftirleikur Eystrasaltsferðar
Það sem gerst hefur í Litháenmál-
inu frá 23. janúar er í raun eftirleik-
ur heimsóknar Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra til
Eystrasaltsríkjannaþriggja, 18. - 21.
janúar síðastliðinn og viðræðna hans
við forystumenn þeirra.
í Litháen voru viðmælendur Jóns
þeir Landsbergis, forseti, Bogdanas,
helsti ráðgjafí forsetans, svo og emb-
ættismenn utanríkisráðuneytis
landsins undir forystu Katkus, stað-
gengils Saudargas utanríkisráðherra
landsins. Saudargas hefur verið er-
lendis og undibúið stofnun útlaga-
stjórnar frá 13. janúar er sovéskir