Morgunblaðið - 10.02.1991, Page 15
hermenn létu til skarar skríða í Vil-
nius. Eins og fyrr lagði Landsbergis
áherslu á að tekið yrði upp fullt
stjórnmálasamband milli landanna.
Hann ítrekaði, einn leiðtoganna, mik-
ilvægi þessa meðan á heimsókn Jóns
Baldvins stóð. Jón Baldvin lýsti því
yfir að enginn ágreiningur væri milli
sín og forsvarsmanna Eystrasalts-
landanna um hvemig stíga skyldi
næstu skref í átt til formlegs stjórn-
málasambands. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins var það mat Lit-
háa að þeim væri ekki fært að gera
athugasemdir við fyrirætlanir ráð-
herrans þótt þeir teldu brýnt að fuilu'
stjórnmálasambandi yrði komið á hið
fyrsta. Fullt stjómmálasamband
væri í raun það eina sem þeir byndu
vonir við að Islendingar gerðu.
Landsbergis forseti hefur aldrei slak-
að á þrýstingi um að fullt stjórnmála-
samband yrði tekið upp eins fljótt
og auðið væri og virðist þess fullviss
sem fyrr að aðeins með skjótri viður-
kenningu vestrænna ríkja verði dreg-
ið úr líkum á því að Sovétstjórnin
láti sverfa til stáls.
Gáfu Litháar rangar
upplýsingar?
íslensku þingmennimir sem síðar
komu höfðu eftir Landsbergis að í
kjölfar íslendinga mundu aðrar þjóð-
ir fýlgja og í því sambandi var sérs-
taklega fullyrt að fyrir lægju loforð
Pólveija og handsal Tékka auk þess
sem.líkur bentu til að Danir fylgdu
í kjölfarið. I framhaldi af þessum
yfirlýsingum lét utanríkisráðherra
svo ummælt í viðtali við Morgunblað-
ið að komið hefði í ljós að Litháar
hefðu gefíð íslendingum rangar upp-
lýsingar. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins styðjast þessi um-
mæli ráðherra við orð manna sem
vora viðstaddir fundi Landsbergis
með þjóðhöfðingjum viðkomandi
landa. Vonir þær sem Litháar bindi
við Dani eigi sér ekki stoð, að mati
ráðherra. Engu að síður sögðu þeir
viðmælendur blaðsins, sem töldu að
ráðherra hefði þarna gengið of langt,
að ekki væri við því að búast að
þeir, sem kynnu að hafa gefið loforð
af þessu tagi í trúnaðarviðræðum við
Litháa, væra reiðubúnir til að standa
við þau orð hvar og hvenær sem er,
þótt alvara hefði fylgt orðunum. Þar
bæri að hafa í huga þann ugg sem
A-Evrópumenn, sem enn hafa fjöl-
mennt sovéskt herlið í sínum löndum,
bæru í bijósti vegna atburða í
Eystrasaltslöndunum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur það einnig komið fram
í viðræðum forsvarsmanna Lettlands
við íslendinga að þeir telji ekki að
stjómmálasamband geti undir nein-
um kringumstæðum skaðað málstað
þeirra. Landsbergis hefur hins vegar
sætt gagnrýni í Eistlandi og Lettl-
andi og er sakaður um að hafa skað-
að sjálfstæðisviðleitni þjóðanna með
því að knýja á um stofnun sjálfstæðs
ríkis í stað þess að láta nægja að
lýsa því yfir sem markmiði, líkt og
Eistland og Lettland. Talsmenn þess-
arar skoðunar er einnig að fínna í
Litháen þótt árás Sovéthersins hafi
þjappað mönnum þar saman og eytt
deilum. Pranskiene forsætisráð-
herra, sem sagði af sér, að því er
sagt var, vegna ágreinings um verð-
lagsmál, var leiðtogi þeirra Litháa,
sem leggja vildu áherslu á samstöðu
þjóðanna þriggja og er afsögn henn-
ar tengd ágreiningi við Landsbergis
um sjálfstæðismálið.
Rússar viðurkenni sjálfstæði
Litháens
Jón Baldvin lýsti því yfír við lok
dvalarinnar í Eystrasaltslöndunum
að aðstæður gæfu nú tilefni til að
íslenska ríkisstjórnin og ríkisstjórnir
Vesturlanda endirmætu þau skilyrði
sem sett hefðu verið fyrir formlegu
stjómmálasambandi. Markmið Is-
lendinga með stuðningi umfram aðra
við Litháa hefði ávallt verið að auka
þrýsting frá Vesturlöndum á Sovét-
stjómina um að ganga til samninga
um pólitíska lausn. Menn vildu ekki
troða illsakir við Kreml eða gera
nokkuð það sem skoða mætti sem
ögrun og spillt gæti fyrir möguleik-
um á samningum.
Þau atriði sem ráðherra taldi hafa
breytt forsendum vora þau að þrátt
fyrir að ítrekaðar óskir Eystrasalts-
ríkjanna, einkum Litháens, um
samningaviðræður án fyrirframskil-
yrða við Kremlarstjórnina til að slíta
sambandi ríkjanna hefðu aðeins farið
fram tveir málamyndafundir. Ekki
einasta hefði Sovétstjórnin með
þessu gengið á bak fyrri yfirlýsinga
sinna, sem vonir um árangur hefðu
byggst á, heldur hefði nú verið beitt
hernaðarlegu ofbeldi gegn Litháum.
Loks lægi fyrir Tallinn-samkomulag-
ið svokallaða og með því hefðu orðið
straumhvörf í málinu. Jón Baldvin
sagði í samtali við Morgunblaðið að
áhersla hans á þessu stigi á efni
Tallinn-samkomulagsins hefði al-
gjörlega byggst á einróma mati for-
svarsmanna Eystrasaltsþjóðanna
þriggja.
í Tallinn-samkomulaginu, sem
Jeltsín, forseti rússneska þingsins,
Rúiitel Eistlandsforseti og Gor-
bunovs, forseti Lettlands, gerðu þann
13. janúar, viðurkennir hvert þessara
þriggja Sovétlýðvelda fullveldi hinna
og ákveðið er að stefna að stjórn-
málasambandi með því að skiptast á
sendimönnum. Einnig er því lýst yfír
að verði ráðist á eitthvert ríkjanna
muni hin líta á það sem árás á sig
og koma til varnar. Litháar gerðust
ekki aðilar að þessum samningi, þott
sendimaður þeirra staðfesti yfirlýs-
inguna um almenna viðurkenningu,
og var Morgunblaðinu tjáð að það
væri vegna þess að staða landsins
væri ólík stöðu hinna að þjóðarrétti.
Litháar einir hefðu lýst yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis en ekki einungis
sagst steftia að stofnun slíks ríkis.
Helstu breytingar sem litháísk
stjómvöld teldu sig þurfa að fá fram
fælust í tilvísun til samnings landsins
við Rússland árið 1920 þar sem lýð-
veldin tvö viðurkenndu ævarandi
sjálfstæði og fullveldi hvert annars.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins var þetta talin minniháttar hindr-
un á vegi samningsins og var gengið
út frá að endanleg útgáfa yrði undir-
rituð í vikunni 20. - 27. janúar og
hún svo fljótlega borin undir stað-
festingu í þingum þjóðanna. A þess-
ari stundu er fullyrt að samkomulag
hafi tekist og að Jeltsín og Lands-
bergis muni staðfesta samninginn i
Jaeirri viku sem nú er að hefjast.
Þótt hvergi nærri sé talið öraggt
að samningurinn fái tilskilinn meiri-
hluta tveggja þriðju atkvæða, í rúss-
neska þinginu var á þessum tíma
ríkjandi mikil bjartsýni á að þingið
stæði þétt að baki Jeltsíns enda þótt
ljóst væri þá þegar að Gorbatsjov
og Kremlarstjórnin legðu ofuráherslu
á að samningurinn yrði felldur. Á
hinn bóginn hafa ekki heyrst efa-
semdir um að í þingum Eistlands,
Lettlands og Litháens njóti þessi
samningur yfírburðastuðnings. Nán-
ast sé formsatriði að um hann sé þar
fjallað.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins greindi Jón Baldvin Litháum
frá því að næsta skref í stjórnmála-
sambandi þjóðanna yrði ekki stigið
fyrr en Litháar og Rússar hefðu
IV. kafli
Lokayfir-
lýsingar
Helsinki-
sáttmálans
Þátttökuríkin munu virða landá-
mærahelgi hvers einstaks þátt-
tökuríkis.
í samræmi við þetta munu
þau ekki grípa til neinna að-
gerða, sem eru í ósamræmi við
markmið og meginreglur stofn-
skrár Sameinuðu þjóðanna gegn
Iandamærahelgi, stjómmála-
sjálfstæði eða einingu nokkurs
þátttökuríkis, og sérstaklega
munu þau ekki grípa til neinna
aðgerða, sem fela í sér hótun
um valdbeitingu eða beitingu
valds.
Þátttökuríkin munu ekki
heldur hemema landsvæði hvers
annars eða grípa til annarra
beinna eða.óbeinna ofbeldisað-
gerða í andstöðu við alþjóðalög
eða slá eign sinni á það með
slíkum aðgerðum eða hótun um
beitingu þeirra. Ekkert slíkt
hernám né landvinningur verður
viðurkenndur sem löglegur.
gengið frá samningum sín í milli. Á
meðan yrði unnið á lögfræðilegum
og þjóðréttarlegum grandvelli að
málinu og samráð haft við Saudarg-
as. Þau gögn sem sagt var — eftir
að nefnd þiggja íslenskra þingmanna
var komin til Vilnius, og var þar tek-
ið fagnandi sem boðberum fullra
stjórnmálasamskipta — að þyrftu að
berast og sú vinna sem Litháar
þyrftu að ljúka áður en stjórnmála-
samband yrði staðfest formlega var
því aðild þeirra að samningi eins og
þeim í Tallinn. Einnig hafði verið
rætt um að í samvinnu þjóðréttar-
fræðinga beggja aðila, þyrfti að yfír-
fara sjálfstæðisyfírlýsingu og stjórn-
arskrá Litháens. Jón Baldvin hafði
engan fyrirvara haft um þessar for-
sendur þegar hann á blaðamanna-
fundi í Vilnius sagði að það væri
ekki spurning lengur hvort, aðeins
hvenær, formlegum stjómmálasam-
skiptum yrði komið á milli þjóðanna
og þar komu slíkar forsendur ekki
til umræðu. í yfirlýsingu ríkisstjóm-
arinnar 23. janúar var ekkert vikið
að Tallinn-samkomulaginu og það
mál kom ekki opinberlega upp fyrr
en í framhaldi af heimsókn þing-
mannanefndarinnar til Vilnius.
Samningur Rússa og Litháa
ekki forsenda
Jón Baldvin neitar því að hafa
gert þennan samning Litháa og
Rússa forsendu eða skilyrði form-
legra stjórnmálasamskipta Litháa og
íslendinga. Hann segir áherslu sína
á mikilvægi þess samnings byggjast
á því að skjóta rótum undir málsvörn
íslendinga gagnvart Sovétríkjunum
í eftirleik ákvörðunar um formlegt
stjórnmálasamband. Það hefði verið
sameiginlegt mat forsvarsmanna
allra Eystrasaltsríkjanna að Tallinn-
samningurinn skipti sköpum varð-
andi samskipti aðildarlýðveldanna
við Sovétríkin. Fjögur lýðveldi Sov-
étríkjanna, ef Litháen er meðtalið,
og þeirra á meðal móðurlýðveldið
Rússland, gerðu með sér fullgildan
milliríkjasamning um stjórnmálalega
viðurkenningu, stjórnmálasamband
og gagnkvæmar vamaraðgerðir.
„Þennan samning við Rússland töldu
þeir að mundi skipta sköpum um að
draga úr hættu á hemaðaraðgerðum,
jafnframt því sem þetta styrkti þjóð-
réttarlega stöðu ríkjanna og væri í
raun lykilatriði um framhald máls-
ins. Eg var sammála þessu mati og
þegar kemur að rökræðum okkar við
Sovétstjórnina um þjóðréttarlegan
grann þess gernings að taka upp
formlegt stjórnmálaamband við Lit-
háen er málsvörn okkar allt önnur
ef þessi samningur er orðinn fullgild-
ur milliríkjasamningur," sagði ráð-
herrann.
Eyjólfur Konráð Jónsson alþingis-
maður hefur verið í fararbroddi
stjómmálamanna hér sem gagnrýnt
hafa það að samningi milli Litháa
og Rússa sé blandað inn í stjórnmála-
samband íslands og Litháens. „Ég
tel enga ástæðu til að bíða. Ég hef
engin rök heyrt fyrir því, sem ég tel
nokkurs virði,“ sagði Eyjólfur Konr-
áð við Morgunbiaðið. „Það er auðvit-
að gífurlega mikilvægt að önnur ríki
fylgi í kjölfarið, og það má telja víst,
að ekki einungis Rússar, heldur önn-
ur ríki muni viðurkenna Litháen ef
við ríðum á vaðið.“
Innanrikismál eður ei?
Kjarni ágreinings íslendinga og
Sovétmanna er það hvort líta beri á
mál Eystrasaltsríkjanna sem inn-
anríkismál Sovétríkjanna eða ekki.
Sovétmenn vísa meðal annars til
þess að með undirskrift lokaskjals
Helsinkisáttmálans 1975 hafi Vest-
urlönd, þar á meðal ísland, gengist
inn á forsendur IV. kafla yfírlýsing-
arinnar um það sem kallað hefur
verið landamærahelgi ríkja (territor-
ial integrity). Þar með hafí ísland
ekki aðeins í raun — með samskiptum
við Sovétríkin — heldur einnig að
lögum, viðurkennt innlimun Eystra-
saltsríkjanna í Sovétríkin. Þessum
skilningi á IV. kafla lokayfírlýsingar
Helsini-sáttmálans, sem undirrituð
var 25. júlí 1975, er hafnað af hálfu
íslands og annarra Vesturlanda. Jón
Baldvin Hannibalsson áréttar í þessu
sambandi að mál Eystrasaltsríkjanna
sé með sama hætti arfur seinni
heimsstyijaldarinnar og skipting
^Þýskalands var. Það sé grandvallar-
regla að hernám og innrás geti ekki
myndað rétt. Við þá grundvallarreglu
styðjist Vesturlönd. „Hártogun Sov-
étmanna á Helsinki-sáttmálanum
hefur enga þýðingu. Engin af þessum
alþjóðareglum getur gilt um innlimun
og ofbeldi. Það er meginregla þjóðar-
réttar að þjóðir búi við það stjómar-
far sem þær sjálfar velja sér,“ segir
Eyjólfur Konráð Jónsson um þetta
atriði.
Til viðbótar hefur þeim rökum
verið beitt gegn fullyrðingum um að
málefni Eystrasaltslandanna séu inn-
ananríkismál Sovétríkjanna að þing
Sovétríkjanna hafí þann 4. desember
1989 lýst ólöglegan og ógildan griða-
samning þann sem utanríkisráðherr-
arnir Mólotov og Ribbentrop gerðu
fyrir hönd Hitlers og Stalíns 23.
ágúst 1939. Sá samningur varð
grandvöllur þess að Sovétríkin töldu
sér heimil yfirráð yfir Eystrasalts-
ríkjunum. Sovétmenn hafa svarað
þessum röksemdum með því að segja
,að innganga Eystrasaltsríkjanna í
, Sovétsambandið hafi verið sérstakur
atburður óháður samningi Rib-
'bentrops og Mólotovs. Vesturlönd
vísa á móti til þess að sá sérstaki
atburður hafí aðeins byggst á her-
námi landanna, ógnarstjórnum ieppa
og gervikosningum og veiti því engan
rétt.
Þótt Jón Baldvin hafi talið marg-
nefndan samning milli Litháa og
Rússa mikilvægan hefur hann að-
spurður sagt að þótt sá samningur
verði ekki staðfestur í rússneska
þinginu þýði það ekki að forsendur
séu brostnar fyrir formlegu stjóm-
málasambandi Iandanna. Hann ftrek-
aði í samtali við Morgunblaðið að
áhersla sín á samninginn hefði alfar-
ið byggst á mati forystumanna
Eystrasaltsríkjanna, jafnt Lands-
bergis sem annarra, um að þessi
samningur skipti sköpum. Hefðu
þeir ekki lagt svo, mikla áherslu á
mikilvægi þessara samninga í við-
ræðunum hefðu þeir aldrei komist á
dagskrá. Komi á daginn að enginn
samningur fari í gegnum þing Rúss-
lands þurfí hins vegar að horfast í
augu við breyttar forsendur frá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar 23. jan-
úar en þar hafi fundargerðir frá við-
ræðum sínum við Eystrasaltsmenn
legið til grandvallar.
Helsinki-sáttmálinn og innlimun Eystrasaltsríkjanna:
„ Afstaða
fslands við
undirritun
25. júlí 1975
BJÖRN Bjarnason, aðstoðarrit-
stjóri Morgunblaðsins, var
starfsmaður í forsætisráðuneyt-
inu 1975, þegar Helsinki-ráð-
stefnan var haldin og sótti liana
ásamtþeim Geir Hallgrímssyni
forsætisráðherra, Pétri Thor-
steinssyni ráðuneytisstjóra, Ein-
ari Ágústssyni utanríkisráð-
herra, Einari Benediktssyni
sendiherra og Kurt Juuranto
ræðismanni. Björn var spurður,
hvort afstaðan til Eystrasalts-
rikjanna hefði verið rædd sérs-
taklega af hálfu Islendinga á
ráðstefnunni.
Fyrir og eftir ráðstefnuna og
þegar unnið var að gerð loka
samþykktarinnar sem er kennd við
Helsinki var mikið rætt uin það,
hvort Vesturlönd ætluðu með þess-
ari sameiginlegu yfirlýsingu að
fallast á óbreytt landamæri í Evr-
ópu og þar með leggja endanlega
blessun sína yfir áhrif og yfírráð
Sovétmanna í austurhluta álfunn-
ar. Vitanlega vakti ekkert slíkt
fyrir vestrænum leiðtogum. I loka-
samþykktinni felst ekki brotthvarf
frá þeirri stefnu ríkisstjórnar ís-
lands, að Eystrasaltsríkin hafí ver-
ið innlimuð í Sovétríkin með ólög-
mætum hætti. Ef ríki hefðu verið
að skuldbinda sig til að hafa
óbreytt landamæri í Evrópu um
aliiur og ævi, hefði sameining
Þýskalands átt að stranda á Hels-
inki-lokasamþykktinni. Man nokk-
ur eftir því að hún hefði verið tal-
in þröskuldur þar? Settu Sovét-
menn ákvæði hennar fyrir sig þá
eða þegar þeir misstu áhrif sín í
ríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu?
Ég hef heyrt, að íslenska ut-
anríkisráðuneytið vitni til orða
Geralds Fords Bandaríkjaforseta,
þegar það hafnar túlkun sovéskra
stjómvalda á Helskinki-lokasam-
þykktinni vegna stjómmálasam-
bands okkar við Litháen. Það má
einnig vitna í ræðuna, sem Geir
Hallgrímsson flutti í Helsinki 30.
júlí 1975. Hann sagði meðal ann-
ars: „Það ætti að vera sameigin-
legt áhugamál okkar að vernda
sjálfstæði þjóða, hversu fámennar,
sem þær kunna að vera, því að
þannig er best tryggt, að þær geti
varðveitt sérkenni sín og menning-
ararfleifð og þar með frjóvgað og
aukið fjölbreytni í menningarlegu
samfélagi okkar." Ég tel, að þessi
orð verði að lesa með afstöðu Geirs
tit Eystrasaltsríkjanna i huga en
hann féllst aldrei á, að þau væru
hluti Sovétríkjanna, heldur væri
þar um fámennar sjálfstæðar þjóð-
ir að ræða, sem hefðu verið innlim-
aðar í Sovétríkin á ólögmætan
hátt. Geir sagði einnig í ræðu
sinni: „Hér erum við ekki að reisa
nein Potemkin-tjöld. Við ættum
hvorki að blekkja sjálfa okkur né
aðra.“
Ég man eftir að þessi síðustu
orð vöktu athygli margra sem á
fundinum sátu og töldu menn þau
sneið til Sovétmanna. í þeim felst
auðvitað, að íslenska ríkisstjórnin
var ekki að stuðla að sjónhverfíng-
um með aðild að Helsinki-sam-
þykktinni, hún var ekki að sætta
sig við blekkingar eins og þær, að
Eystrasaltsríkin væra óaðskiljan-
legur hluti af Sovétríkjunum."
Yfirlýsing
Geralds
Fords
Bandaríkja-
forseta
í ræðu við undirritun lokayfir-
lýsingar Helsinki-sáttmálans,
25. júlí 1975, vék Gerald Ford,
Bandaríkjaforseti, eftirfar-
andi orðum að innlimun
Eystrasaltsríkjanna.
Er ég nefni hér sérstaklega
eðlilegar áhýggjur af þeim
áhrifum sem Helsinki-samþykkt-
irnar geti haft á málefni Eystra-
saltsþjóðanna get ég, sem lengi
hef haft áhuga á þeim málum,
fullvissað yður um að Bandaríkin
hafa aldrei viðurkennt innlimun
Litháens, Lettlands og Eistlands
i Sovétríkin og gera það heldur
ekki núna. Þessari opinberu
stefnu okkar, að viðurkenna ekki
innlimunina, verður ekki breytt
hvað sem líður niðurstöðum ráð-
stefnunnar um öryggi í Evrópu.
í yfirlýsingunni um þau atriði
sem lögð eru til grundvallar þegar
lagt er bann við því að ríki hrófli
við landamærum annars ríkis er
sett það skilyrði að hernám eða
taka landsvæða með aðferðum
sem stríði gegn alþjóðalögum
muni aldrei verða viðurkennd sem
lögleg. Með þessu er ekki verið
að vekja vonir um að breytingar
verði fljótlega gerðar á landakorti
Evrópu en Bandaríkin hafa ekki
fallið frá þessu grundvallaratriði
sem þau hafa lengið haldið í heiðri
og vilja ekki sættast á málamiðlun
í þeim efnum. .. “