Morgunblaðið - 10.02.1991, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991
þremur af fjórum
æðstu embættum
þjóðarinnar eru nú
^ konur. Forseti
Islands, forseti
sameinaðs þings
og forseti hæsta-
réttar eiga ýmis-
legt sameiginlegt
ef vel er að góð
Forseti sameinaðs þings Guðrún Helgadóttir kom sér í öll
félög þar sem einhver von var um að geta stigið á fjalirnar.
Forseti hæstaréttar Guðrún Erlendsdóttir var glæsileg á sviði,
en átti það til að fá óstöðvandi hlátursköst í miðjum senum.
eftir Kristínu Marju Boldursdóttur/myndir Ragnar Axelsson
KONUR gegna nú þremur af fjórum æðstu embættum þjóðar-
innar eftir að Guðrún Erlendsdóttir tók við embætti forseta
hæstaréttar í janúar sl., og mun slík staða á taflborði þjóð-
mála vera einstök. í forföllum forseta Islands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur, fara forseti sameinaðs þings, Guðrún Helga-
dóttir, og forseti hæstaréttar, Guðrún Erlendsdóttir, með
forsetavald ásamt forsætisráðherra, Steingrími Hermanns-
syni. íslenska kvenþjóðin er því upp með sér þessa dagana,
og hefur reyndar vel efni á því. Ekki er vitað til að svipuð
staða hafi komið upp erlendis, nema ef vera skyldi í Bret-
landi þegar Elísabet drottning og Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra sátu samtímis að völdum.
/ íðast annars stað-
f . y / ar í veröldinni er
lM / sá háttur á hafður,
M / að varaforseti er kjör-
M / inn jafnframt forseta.
M / „Sú leið hefur ekki verið
/ / valin hér, hvað sem því
veldur,“ eins og Ólafur Jó-
hannesson kemst að orði í bók sinni
„Stjórnskipun íslands" (1960), og
hann getur þess jafnframt að vafa-
samt sé hvort skipun þessi sé heppi-
leg, t.d. ef þessir þremenningar
ættu að fara að glíma við stjórn-
armyndun.
Skoðanir manna á því máli eru
eflaust misjafnar, en varla kvartar
kvenþjóðin meðan hún veit af „sín-
um mönnum" í meirihluta.
Það er ekki á hverjum degi sem
konur komast til æðstu metorða,
og þurfa þær örugglega að hafa
ýmislegt til brunns að bera, svo sem
skapstyrk, kjark og ákveðið lundar-
far. Þær eru sífellt undir smásjá
almennings, og eru ekki einungis
dæmdar eftir orðum sínum og verk-
um, heldur einnig hárgreiðslu og
kiæðaburði. Karlar í sömu embætt-
um geta hins vegar látið herraklipp-
ingu og dökk jakkaföt duga.
Margt er það sem mótar persónu-
leikann og lífstílinn, eins og t.a.m.
uppeldi, áhugamál og reynsla, enda
varð frú Margaret Thatcher oft tíð-
rætt um uppeldi sitt, og sagði að
sjónarmið föðurins hafi verið henni
fyrirmynd í stjórnmálabaráttunni.
A þeim bæ var rík áhersla lögð á
vinnusemi, þjóðrækni og aga.
Með því að fletta rituðum heim-
ildum og spyijast fyrir á réttum
stöðum til að fá upplýsingar um
uppeldi, áhugamál og reynslu for-
setanna, kom í ljós, að eitt og ann-
að eiga þær Vigdís Finnbogadóttir,
Guðrún Helgadóttir og Guðrún Er-
lendsdóttir sameiginlegt. Hvort hin-
ir sameiginlegu þættir séu nú ein-
mitt þeir sem þarf til að komast í
framvarðasveitina, skal hér eigi um
dæmt.
Uppeldið
Forsetamir þrír eru allir fæddir
á fjórða áratugnum. Forseti Islands
í Reykjavík 15. apríl 1930, forseti
sameinaðs þings í Hafnarfirði 7.
september 1935 og forseti hæsta-
réttar í Reykjavík 3. maí 1936. Þó
aldursmunurinn sé ekki mikill, þá
kenndi Vigdís þó Guðrúnunum
tveimur frönsku um tíma í mennta-
skóla, og sagði Guðrún Helgadóttir
einhvem tfma að Vigdís, sem þá
var nýkomin frá námi í París, hefði
verið það „flottasta" sem þær stelp-
umar í MR höfðu séð.
Vigdís og Guðrún Helgadóttir
hófu báðar skólagöngu sína hjá
kaþólskum systmm. Guðrún var í
skóla St. Jósefssystra í Hafnar-
firði, og Vigdís hjá systrunum í
Landakotsskóla. Guðrún Erlends-
dóttir sat aftur á móti í tímúm í
Austurbæjarskóla, oftast hjá Ste-
fáni Jónssyni rithöfundi, sem samdi
sögumar um leið og hann sagði
þær.
Allar luku þær stúdentsprófí frá
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir ætlaði að verða skipstjóri svo hún gæti séð heimmn.