Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 Líkan af nýju Þjóðarbókhlöðunni, Biblioteque de France, sem verið er að reisa á Signubökkum í París. Byggingin er yfir 200 þúsund fermetrar, byggð kring um stóran tijágarð, sem lestrarsalir snúa út að. Aðkoma og þjónusta er þar á tveimur hæðum, en í hornum rísa fjórir 93 m háir turnar með bókageymslum á 20 efstu hæðunum. Arkitekt er Dominique Perrault. REIST A FJORUM ARUM eftir Elínu Pálmadóttur FRAKKAR hafa á fjórum árum komið upp í París einu stærsta bókasafni í heimi í 200 þúsund fermetra byggingu, sem rúmar 15 milljón bindi og tekur 5 þúsund notendur í lestrarsal í einu. Allur bókakosturinn úr gamla Biblioteque Nationale verður fluttur í það og á að verða búið að fylla upp í veik skörð og komaþar upp allri nútímatækni bókasafna fyrir árslok 1995. Það þótti íslenskum áheyr- endum bókaþjóðar, sem þarf þrjá áratugi til að koma upp milljón binda Þjóðarbókhlöðu, merkileg tíðindi, þegar Jean Gattégno, einn af framkvæmdasljórum við byggingu Bibli- oteque de France sagði frá því í fyrirlestri við Háskóla Islands. Frá 1981 var á hans könnu í menntamálaráðuneytinu franska allt sem viðkemur lestri og bókum og þar með hið gamla Biblioteque Nationale, svo hann var málefninu vel kunnugur þegar hann haustið 1989 var skipaður í þetta verkefni. Samt sem áður hafði hann ekki frekar en nokkur önnur sála í Frakklandi hugmynd um þessi áform þegar forseti Frakklands, Francois Mitterand, varpaði þeim sem sprengju framan í þjóðina í sjónvarpi 14. júlí 1988, að því er Jean Gat- tégno tjáði blaðamanni í viðtali sem hann átti við Morgunblaðið á Hótel Óðinsvé einn óveð- ursmorguninn. Eg vil bóksasafn sem getur náð yfir alla þekkingu í öllum greinum og sem einkum er fært um að tengja þessa þekkingu öllum þeim sem leita, þeim sem eru að nema, þeim sem hafa þörf fyrir að skilja ... Við getum tengt þetta þjóð- arbókasafn stærstu háskólum Evr- ópu og þá höfum við óviðjafnanlegt tæki til rannsókna og starfa. Til þess hefi ég metnað og ég ætla að gera það,“ sagði Mitterand forseti í þessu fyrsta ávarpi til þjóðarinnar á öðru kjörtímabili sínu. Og hann lýsti því yfir að þetta yrði hans stór- verkefni á þessum sjö árum og bókhlaðan yrði tilbúin og fullkomn- uð áður en kjörtímabili hans lyki 1995. Menn veittu því athygli að hann sagði ekki að hann ætlaði að byggja nýtt Biblioteque Nationale. En gamla konunglega bókhlaðan í Frakklandi, sem opnuð var í París 1666 og varð með tímanum að Þjóð- arbókhlöðunni, eins fyrirferðar- mesta bókakosts í heimi, var þrátt fyrir stærðina orðin aðþrengd í miðborginni. Hann lét ekki sitja við fögur orð í þjóðhátíðarræðu, því aðeins mánuði síðar skrifaði forset- inn bréf til forsætisráðherra síns, Michels Rocards, og fól honum að Viðmælandi blaðsins, Jean Gattégno, framkvæmdastjóri við byggingu nýju Þjóðarbókhlöðunnar ogfulltrúi í visind- anefnd safnsins. hefja þegar þetta verkefni sem hann skýrði nánar: „Þetta stóra bókasafn á að ná yfir öll þekkingar- svið, verða öllum opið og aðgengi- legt, nota alla nútímatækni tii miðl- unar, verða aðgengilegt úr fjarlægð og taka upp samband við önnur evrópsk bókasöfn." Forsetinn hafði lagt línurnar og ekki var í svo lítið ráðist. Jean Gattégno sagði að til þess að þetta mætti takast hefði þurft góð áform, sem þarna væru fyrir hendi, en ekki síður sterkan framkæmdavilja. Allir voru sammála um að eitthvað þyrfti að gera fyrir gamla virðulega bókasafnið, sem væri orðið alltof þunglamalegt og stíflur í því fyrir þá sem væru að vinna að fræðistörf- um. En þótt mikil framkvæmda- gleði hefði verið í stórbyggingum á menningarsviðinu í Frakklandi á undanförnum áratug,. byggð ný ópera, ný listasöfn, tónlistarskóli o.s.frv. þá hefðu bækur aldrei verið nefndar í tengslum við stórverkefn- in á fyrra kjörtímabili forsetans. í tvo áratugi höfðu menn talað um að byggja þyrfti við eða auka á einhvern hátt við safnið, en þegar þessi sprengja féll að öllu ætti að umbylta þá voru ekki allir jafn sátt- ir. Forstöðumenn Þjóðarbókhlöð- unnar gömlu höfðu ekki fremur en aðrir hugmynd um hvað forsetinn var að hugsa í þá veru fyrr en þeir heyrðu það í sjónvarpinu, hvað þá að svo róttækar breytingar yrðu gerðar. Skoðanamuninn mátti m.a. sjá á myndbandi sem Jean Gattégno brá upp af fundum stórrar nefndar með fulltrúum ýmissa þátta. En þetta var ögrandi viðgangsefni, út- skýrði Gattégno. Og menn fengu þijá mánuði til þess að leggja lín-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.