Morgunblaðið - 10.02.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991
21
illi olíu og takmörkuðu lýðræði hvað
sem öllu líður. Fátt bendir til að
þar verði snögg breyting á.
Ef við gefum okkur að lið íraks
verði gjörsigrað, og fylgisveinar
Saddams þurrkaðir út hvernig
stjórn sjáum við fyrir okkur? Hafa
ber í huga að stjórnarandstaða er
ekki leyfð nema til málamynda. Því
er hætta á að tómarúm myndist
eftir að Saddam hefur verið hrakinn
frá völdum er og auðheyt að banda-
menn gera sér grein fýrir því. Það
kann að vera þáttur í að ekki tekst
að geera áætlanir um framtíðar-
skipan mála.
Sá möguleiki er ekki fjarri að
Kúrdar og Tyrkir krefðust norður-
hluta íraks. Þó flestir viðurkenni
að Kúrdar hafi lengi sætt kúgun
og búið við misrétti er ekki líklegt
að gengið verði að kröfum þeirra.
Við Tyrki verður að tala. Þeir hafa
leyft bandamönnum að hafa að-
stöðu í Suðaustur-Tyrklandi og
verða að fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Hugsanlegt er að þeir fengju sneið
af Norður-írak. Það tækju Kúrdar
ósinnt upp og þar með gætu brotist
út alvarleg átök milli þeirra með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Þar sem hinir nýju valdhafar,
hveijir sem þeir verða, skilja að
Sýrlendingar eiga þakkir skildar
fyrir að hafa sent hersveitir til
Saudi-Arabíu myndu írakar taka
vel tilkalli Sýrlendinga um yfirráð
jrfir vesturhluta íraks. írak er stórt
land og nóg eftir samt. „Ekki er
fráleitt að íranir fái í sinn hlut spild-
ur í suður- og suðausturhlutanum
svo framarlega sem þeim tekst að
halda hlutleysisstefnunni tii
streitu," segir í grein The Middle
East. Syðsta hlutann fengju Saud-
ar. Eftir af írak væri þá varla meiri
en þriðjungur þess sem nú er.
Sjálfsagt er að reikna með að
furstinn í Kúveit fari heim. Hann
hefur heitið að koma á lýðræði og
það getur hugsast hann reyndi það.
Hann hefur að vísu lofað því áður
en minna orðið úr efndum. Sagt er
að það muni taka áratug að reisa
Kúveit úr þeim rústum sem það er
nú í. 'Kúveit mun án efa njóta að-
stoðar Vesturlanda í þeirri upp-
byggingu. Ég leyfi mér að draga í
efa réttmæti þess að furstinn fái
völd sín aftur. Hann er illa þokkað-
ur meðal landa sinna, þykir gráðug-
ur og hrokafullur maður sem hefur
einangrað sig frá löndum sínum.
Hver verða laun ísraels og
refsing Jórdaníu?
Þá er komin röðin að ísrael.
Hvað fá þeir fyrir að hafa án gagn-
árása látið það yfír sig ganga að
írakar skytu eldflaugum á Tel Aviv?
Þó svo það aðgerðarleysi sé í þeirra
þágu sjálfra fyrst og fremst. Við
þurfum hvorki að vera vel að okkur
um málefni heimshlutans né þekkja
stefnu ísraelsku stjórnarinnar til að
vita að þeir selja aðgerðarleysi sitt
dýrt. Ýmsir álíta að Bandaríkja-
menn hafi heitið þeim að halda
áfram að beijast gegn alþjóðlegri
friðarráðstefnu um Miðausturlönd
þar sem lagt væri að ísraelum að
skila Vesturbakkanum. Hvort önn-
ur Vesturlönd fallast á þetta er svo
annað mál. Hafi alþjóðleg friðarráð-
stefna verið æskileg áður er hún
lífsnauðsynleg nú.
Margir velta vöngum yfír því
hvort Hussein Jórdaníukonungi
verði refsað fyrir stuðninginn við
írak. Harðskeyttur áróður hefur
verið rekinn upp á síðkastið gegn
Jórdaníukonungi. Vesturlandaleið-
togar virðast eiga mjög erfítt með
að fyrirgefa honum. I fljótu bragði
þykir mér ekki líklegt að Palestínu-
menn á herteknu svæðunum verði
reknir til Jórdaníu og skipað að
gera sér Palestínuríki þar. Ég fæ
ekki séð annað en það skapi fleiri
vandamál en það leysir enda hefur
ekki heyrst að sú „lausn“ sé við-
sættanleg í augum Palestínumanna
Einhveijir hafa viðrað þær skoð-
anir að hvemig sem mál þróist sé
harkalegt að fóma Jórdaníukon-
ungi. Hann hafi verið vinur Vestur-
veldanna þó hann brygðist að þeirra
dómi undir lokin. Hann hafi sýnt
um margt stjórnvisku í erfiðri stöðu.
En við þurfum ekki að horfa langt
aftur í tímann til að sjá að takist
hagsmunir og hugsjónir á er undan-
tekning að hagsmunum sé fórnað.
Hefur málið verið leyst með því
að búta írak niður og koma Saddam
frá? Una allir glaðir við sitt? Ég
dreg það í efa. Sautján milljónir
íraka hefðu misst sjálfsforræði sitt
og sætu í besta falli eftir með skika
lands sem þeir gætu kallað írak.
Hefði þá ekki fullveldi þjóðar verið
fótum troðið. Værum við kannski
komin aftur á byijunarreitinn? Hef-
ur þá eitthvað unnist með þessu
réttláta stríði eins og bandamenn
kalla það?
Furðulegur fréttaflutningur
fyrstu dagana
Þegar ég fylgdist með fréttum
fyrstu nótt stríðsins mátti skilja að
írakar hefðu enga mótspyrnu veitt.
Sprengjur féllu á kórrétt skotmörk.
Það var nærtækt að álykta að stríð-
inu væri allt að því lokið. Hemaðar-
máttur íraka sem af hefði verið
gumað var eintómt plat og atfylgi
bandamanna meira en þeir bjart-
sýnustu vonuðu. Skotfimin var slík
að í 80% tilvika lentu flaugar og
sprengjur þar sem þær áttu að fara.
Skilja mátti einnig að ekki svo mik-
ið sem sprengjuflís hefði lent á
íbúðahverfum. Sagt var að Saddam
læddist dauðhræddur um í neðan-
jarðarbyrgjum og það var tíma-
spursmál hvenær hann yrði að gef-
ast upp því frá írak heyrðist hvorki
hósti né stuna. Þeir virtust ekki
veita viðnám og talsmenn banda-
manna sögðu að árásin hefði komið
þeim á óvart og þeir héfðu ekki
komið neinum vömum við. Flug-
floti þeirra var greinilega ekki til
lengur, flugvellir meira og minna
sundurskotnir og skotpallar færan-
legir sem fastir í rúst og ónothæf-
ir. Og það sem var kannski best;
Það tókst að skjóta höll Saddams
í tætlur.
Sýndar voru myndir af glaðbeitt-
um bandarískum flugmönnum sem
höfðu skroppið heim til búða sinna
í Saudi-Arabíu að fá sér morgun-
verð og svo voru þeir tilbúnir í slag-
inn á ný. En áfram héldu loftárásir
á endalaus og óteljandi skotmörk í
írak og óneitanlega fannst mér
bandamenn seinir með þessi fáu
prósent sem eftir voru. Og af hveiju
voru ekki gerðar loftárásir á íraska
herinn í Kúveit fyrst markmiðið var
að frelsa það úr tröllahöndum? Var
nauðsynlegt frá hemaðarlegu sjón-
armiði að sprengja írak í loft
upp fyrst?
En svo fóra að koma kynlegar
fréttir. írakar höfðu skotið niður
bandarískar flugvélar strax fyrstu
nóttina. Bandarískir flugmenn voru
sýndir í íraska sjónvarpinu. Þó hafði
verið sagt að ekkert rafmagn væri
og fjarskipti í lamasessi. Menn
sögðu að Bandaríkjamennirnir
hefðu verið pyntaðir. Seinna leið-
réttu einhveijir sérfræðingar það
og sögðu að mennirnir hefðu hugs-
anlega hlotið meiðsl þegar þeir
skutu sér upp úr vélum sínum eftir
að loftvamarbyssur íraka — sem
ekkert hafði verið minnst á fyrr —
höfðu hæft vélamar. Það sem
verra var; bandamenn drógu í land
með árangurinn. í stað 80% prósent
skothittni var hún komin niður í
60% og hefur enn minnkað síðar.
Skotpallar voru margir heilir. og
þar fram eftir götunum. Stríðinu
var sem sagt alls ekki lokið. Bush
kom fram í sjónvarpi og sagði þreyt-
ulega að stríðið kynni að dragast á
langinn. En ekkert í líkingu við
Víetnam, bætti hann við og sagði
enn og aftur að herlið fjölþjóðahers-
ins yrði ekki degi lengur í Saudi-
Arabíu en nauðsyn krefðist.
Það vafðist fyrir vestrænum
fréttamönnum í Saudi-Arabíu að
skilja hvers vegna bandamenn
þurftu að beijast við íraka í 30
klukkustundir til að ná bænum
Khafti úr höndum íraka. Ekki síst
af því að það var út í hött að írak-
ar tóku mannlausan bæinn og hern
aðarlegt gildi var núll og nix. Blaða-
menn botnuðu heldur ekki í hvers
vegna þurfti að hraða framleiðslu
Patriot-flauganna fyrst hernaðar-
tækni íraka var í fomeskjunni eins
og forsvarsmenn bandamanna
héldu fram. Þaðan af síður af hveiju
beðið var með að ráðast til atlögu
við úrvalssveitir íraka í Kúveit sem
eftir fregnum að dæma vora ber-
skjaldaðar að keyra um í eyðimörk-
inni í sprengjuregni bandamanna.
Þegar bandamenn voru sakaðir
um að hafa sprengt í loft upp mjólk-
urduftsverksmiðju í Bagdad sögðu
þeir að þetta hefði verið efnavopna-
verksmiðja í dulargervi mjólkur-
dufts. Vestrænir fréttamenn sem
þekktu til í Bagdad mótmæltu en
það kom fyrir ekki. Þegar myndir
voru sendar frá Bagdad af íbúðar-
hverfum sem höfðu orðið illa úti í
loftárásum var sagt að þetta væra
falsaðar myndir og líklega teknar
í íran-írak stríðinu. Það virtist
svona nokkuð sama hveiju írakar
héldu fram, það var ekki mark á
þeim takandi.
Hvers vegna lá svona mikið á
að fara í stríð?
Þó svo menn væru andvígir því
að Saddam Hussein réðist inn í
Kúveit hafa margir furðað sig á
hvers vegna lá svona mikið á að
fara í stríð. í fyrstu var lögð áhersla
á að hermennirnir í Saudi-Arabíu
væru þar til varnar ef írakar reyndu
innrás í landið. Á þeim forsendum
sendu Sýrlendingar hermenn til
Saudi-Arabíu og sömuleiðis Mar-
okkó.
Sérfræðingar segja að miklu ráði
hinn sálfræðilegi og mannlegi þátt-
ur. Það sé óhugsandi fyrir banda-
menn að halda úti mannafla af
þessari stærð svo mánuðum skiptir,
þjálfa hann og láta hann æfa árás-
ir á óvininn en leyfa honum ekki
að heyja alvöra stríð.
Fram til þessa hafa Saudar einir
araba á svæðinu, ásamt hermönn-
um frá Qatar, tekið þátt í átökum
við íraka. Vafalítið er reynt að
draga eins lengi og kostur er að
láta Egypta, Sýrlendinga og Mar-
okkóa beijast við þá enda á allra
vitorði að meðal almennings í öllum
þessum löndum er vaxandi stuðn-
ingur við íraka. Mörgum arabaþjóð-
um finnst svívirðilegt hversu heift-
úðugar loftárásir hafa verið gerðar
.á íraka án sannana um að þær
hafi alltaf beinst að hernaðarskot-
mörkum.
Það er umhugsunarefni hvernig
leiðtogar þessara ríkja veija fyrir
þjóðum sínum að standa með Vest-
urlandaþjóðum gegn arabískri
bræðraþjóð. Og þá ræður úrslitum
að hér er arabísk þjóð að úthella
blóði í stríði við Bandaríkjamenn
og Breta sem auk ísraela eru einna
hötuðustu Vesturlandaþjóðirnar i
mörgum arabaríkjum.
Margir telja að það hefði átt að
gefa arabaleiðtogum færi á að leysa
mál svæðisins án þess að til Vestur-
veldin gripu strax til íhlutunar.
Hefði það ekki tekist er ekki vafi
að aröbum hefði þótt bærilegra að
herliðið hefði verið undir beinni
stjórn Sameinuðu þjóðanna, hefði
verið varnar- en ekki árásarsveit.
Bíða hefði mátt í nokkra mánuði
uns áhrif efnahagsþvingana hefðu
komið skýrar í ljós. Það hefði veikt
stöðu Saddams innanlands í stað
þess að í stríði er líklegra að marg-
ir landar hans sem eru andvígir
ógnarstjórn hans standi með honum
af mjög augljósum ástæðum.
Kúveit var ekki lýðræðisríki
Um þennan harmleik við Flóann
má skrifa langt mál, velta fyrir sér
því lýðræðisleysi sem var í Kúveit,
benda á að í Saudi-Arabíu er
ekki lýðræði.
Margir hafa sagt að Saddam
hafí gert sér ljóst að hann yrði fyrr
eða síðar að skila Kúveit. Hann
hafi ákveðið að skilja við það í eins
slæmu ástandi og hægt var og fjar-
lægt öll verðmæti, hvort sem voru
dýr rannsóknartæki, matvæli á
mörkuðum og ljósastaurar á götum.
Fráleitt sé að hann hefði fyrirskipað
þetta ef hann hefði reiknað með
að Kúveit yrði til frambúðar 19.
fylki íraks.
Vegna skelfíngar Sauda og bráð-
lætis Bandaríkjamanna verður ekk-
ert sannað eða afsannað hér um.
Og þegar stríðinu lýkur tekur við
annað stríð. Að græða sár þjóða
og landa.
NTJA BLIKKSMIÐJAN
Hjólbörur
Rennur og niðurföll
Sorprör
Loftræstingar
Lofttúður
Sérsmíði
Póstkassar
Kantar
Þakgluggar
Hurðastál
Loftræstiþjónusta
Hönnun
Gerum tilboð í loftræstilagnir
Ármúla 30, s. 681104 - 681172. Fax. 681207
DAGVIST BARIVA
Laus staóa
Staða umsjónarfóstru við dagvistarheimili Dagvistar barna
er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa lokið fóstru-
prófi. Framhaldsmenntun eftir fóstrunóm óskilin.
Umsókn ósamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
berist til skrifstofu Dagvistar barna fyrir 23. febrúar næst-
komandi.
Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri fagdeildar ó
skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu
17, simi 27277.
Enn meiri verðlækkun
Kringlunni.
0.7] RANNS0KNARAD RIKISINS
auglýsir styrki til ronnsókna og tilrauna árið 1991
Umsóknarfreslur er til 1. mars nk. Umsóknareyóublöð fást á skrifstofu ráósins,
Laugavegi 13, sími 21320.
• Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar.
• Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum, sem talin
er þörf fyrir næsta áratug.
• Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á;
— líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaósgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir,
— gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi,
— hæfni umsækjenda/rannsóknamanna.
Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni, sem svo háttar um að;
— fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins,
— samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd
verk efnisins,
— samstarf vió erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt,
— líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur.
Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekkingar og færni á
tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni.