Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 Heppni skiptir sköp- um í fjórum einvígjum Skák Margeir Pétursson Áskorendaeinvígin sjö hafa alveg skipst í tvo flokka hvað úrslit varðar. Þrjú þeirra hafa unnist með yfirburðum, nú síðast sigraði Hollendingurinn Jan Timman Þjóðverjann Ro- bert Hiibner örugglega, 4Vi- 2V2. í hinum fjórum hefur lengst af hvorki gengið né rekið, og í þremur hefur orðið að fram- lengja og tefla tvær stuttar skák- ir. I þeim hafa keppendur fyrst 45 mínútur á 60 leiki, en síðan 15 mínútur til að ljúka skákinni. Gamli baráttujaxlinn Viktor Korchnoi, sem verður sextugur á þessu ári, knúði fram sigur á Ungveijanum Sax í framleng- ingu, Korchnoi vann fyrri skák- ina en sú seinni varð jafntefli. Sovétmennimir Jusupov og Dol- matov unnu hvor sína úrslita- skák. Þá var gert út um einvígið með hraðskákum og sigraði Ju- supov 2V2-IV2. Staðan hjá Gelf- and og Nikolic er 4-4 og á eftir að framlengja þar. Englending- amir Short og Speelman standa jafnir að vígi, 3 'A-3 'A, þar er ein skák eftir áður en framlengt verður. Þegar allt veltur á einni skák er það fremur orðin stríðsgæfa en snilld sem skiptir sköpum. Þeir Korchnoi og Jusupov hafa svo sannarlega verið lukkunnar pamfílar, eins og við sjáum í skákunum sem hér fara á eftir. Framan af tefldi Dolmatov af miklu öryggi í einvíginu við Jusupov og hafði vinningsforskot fyrir þá áttundu. í henni stóð hann lengst af mjög vel, en lék hrikalegum afleik í 39. leik og Jusupov náði að jafna. Báðar 45 mínútna skákimar unnust síðan örugglega á hvítt. Korchnoi virtist eiga mjög vafasama stöðu í fyrri 45 mínútna skák sinni við Sax, en ruglaði Ungveijann í ríminu með sóknaraðgerðum í tímahraki og vann. í seinni skákinni gekk á ýmsu, fyrst fómaði Korchnoi skiptamun fyrir peð en Ungveij- inn lét hann aftur af hendi fyrir hættuleg sóknarfæri. í tímahraki datt Korchnoi niður á það snjall- ræði að gefa drottningu og peð fyrir aðeins riddara og hrók, tókst að setja upp óvinnandi vígi og hélt jöfnu. Við skulum fyrst líta á áttundu einvígisskák félaganna og jafn- aldranna frá Moskvu: Hvítt: Artur Jusupov Svart: Sergei Dolmatov Kóngsindversk vöm 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 — d6 5. f3 — 0-0 6. Bg5 - c5 7. d5 - e6 8. Dd2 — exd5 9. cxd5 — h6 10. Be3 — h5 11. Rge2 í fyrri úrslitaskákinni lék Jus- upov hér 11. Be2 — a6 12. a4 - Rh7 13. Bdl - Rd7 14. Rge2 — Hb8 15. a5 og vann þá skák örugglega. 11. - Rbd7 12. Rcl - Re5 13. Be2 - Rh7 14. 0-0 - f5 15. f4 — Rf7 16. e5 — dxe5 17. Bxc5 - He8 18. Rd3 - e4 19. Rel í skákinnní Ernst-Tal, milli- svæðamótinu í Subotica 1987, lék hvítur 19. Rf2 — Rf6 20. Rfdl - b6 21. Bd4 Bb7 22. Re3 — Rd6 og staðan var u.þ.b. í jafnvægi. 19. - Rf6 20. Rc2 - Bd7 21. h3 - Dc7 22. De3 - b6 23. Bd4 - b5!? 24. Hacl - Db7 25. Rb4 Þetta er eðlilegt framhald af uppbyggingu hvíts, en Dolmatov fínnur afskaplega sterkt svar: 25. - a5! 26. Rc6 - b4 27. Bxf6 — Bxf6 28. Ra4 — Hac8 29. Rb6 - Bxc6! 30. Rxc8 - Bxd5 31. Hfdl Nú fær svartur alltof miklar bætur fyrir skiptamuninn, en 31. Rb6 - Bxb2 32. Rd5 - Dxd5 33. Bc4? — Bd4! var þó sízt betra. 31. - Bxb2! 32. Hc5 - Bxa2 33. Rd6 - Rxd6 34. Hxd6 - Bf7 35. Bc4!? - Bxc4 Hlutlægt séð er þetta líklega sterkara en 35. — Kg7 36. Bxf7 - Dxf7 37. Hxa5. 36. Hxg6+! - Bg7 Bæði 36. - Kf7 og 36. - Kh7 er svarað með 37. Hgc6! með hótuninni 38. Hc7. 37. Hxc4 - Df7 Eftir 37. — b3 hefur hvítur möguleika á að bjarga sér með 38. Hxg7+ - Kxg7 39. Dc3+. 38. Hcc6 - b3 39. Db6 39. - b2?? Svartur missir aðaltromp sitt bótalaust, auk þess sem hvíta drottningin stendur vel til bæði sóknar og vamar á b2!. Eftir 39. — e3 er ekki annað að sjá en svarta staðan sé léttunnin. 40. Dxb2 - e3 41. Hcf6! - Dc7 42. Da2+ - Kh8 43. Hxf5 - Kh7 44. He6 og svartur gafst upp. Þannig tefldist fyrri 45 mínútna skák Korchnoi og Sax: Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Gyula Sax Enski leikurinn 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - c5 3. Rc3 - Rc6 4. d4 — cxd4 5. Rxd4 — e6 6. a3!? Þessi hógværi leikur, sem mnninn er undan rifjum Speel- mans, gafst Korchnoi mjög vel í einvíginu við Sax. í fímmtu skákinni náði hann ívið betri stöðu eftir 6. — Rxd4 7. Dxd4 b6 8. Df4!? Bb7 9. e4 og vann um síðir. 6. - Be7 7. e3 - d5 8. cxd5 - exd5 9. Bb5 - Bd7 10. Rf3 - a6 11. Be2 - Bg4 12. h3 - Bh5 13. Rh4 — Bxe2 14. Rxe2 - Re4 15. Rf3 - Bf6 16. 0-0 - 0-0 17. Hbl - Dd6 18. Dd3 - Hfd8 19. b4 - a5 20. b5 - Re5 21. Rxe5 - Bxe5 22. Rd4 - Rc5 23. Ddl - Re6 24. Rxe6— fxe6 25. Dd3 - Hdc8 26. Bd2 - Hc4 27. Hfdl - Dc5 28. Khl - Hf8 29. f4 - Bc3 30. Bcl - a4! 31. b6 - g6 32. Kh2 - Hc8 33. Hfl - De7 34. Ddl H8c6 35. Df3 - Bf6 36. Khl - Dd6 37. Bd2 Hvítur hefur teflt án áætlunar síðustu 15 leikina eða svo og Sax hefur fyrst náð yfirráðum yfír c-línunni og nú er peðið á b6 dæmt til að falla. Hvítur verður því að- reyna að ná mótspili, hvað sem það kostar. Nú hefði svartur getað sér að meinalausu drepið á b6, en hann vill fá annað og mikilvægara peð. 37. - Dxa3 38. f5! - gxf5 Eftir 38. — exf5! 39. Dxd5+ - Kg7 er svartur sælu peði yfír og með betri stöðu! 39.Dg3+ - Kf7 40. Db8 - De7 41. Bb4! Óþægilegur leikur að fá á sig í tímaþröng, eftir 41. — Hxb4 42. Hxb4 — Dxb4 43. Dxb7+ verður hvítur skiptamun yfír, en gott framhald var 41. — Dd8!? 42. Dxb7+ — Kg6 og möguleik- ar svarts era mun betri. 41. - Dd7 42. Df8+ - Kg6 43. g4! - f4?? Taflið var orðið flókið, en hér glatar Sax enn einu tækifæri, eftir 43. — Bg7! 44. gxf5 — Kh6 er hann ennþá með vinnings- stöðu! 44. exf4 - Dd8? 45. f5+ - exf5 46. gxf5+ - Kh5 47. Df7+ - Kh6 48. Bd2+ - Bg5 49. f6 og svartur gafst upp. Formrannsóknir Myndlist EiríkurÞorláksson Eitt hið helsta sem greinir mennina örlítið frá ættingjum sínum í dýraríkinu er nær óslökkvandi þorsti eftir þekkingu, upplýsingum og kunnáttu á öllum sviðum er tengjast lífínu og tilver- unni. Hvert einasta mannslíf er í raun lítið annað en samfelld leit á þessum sviðum, því þess meiri þekkingu, upplýsingum og kunn- áttu sem menn ráða yfír, þeim mun betur ætti að ganga að ráða lífsgátuna. Eða hvað? Undirstaða hinnar eilífu leitar er rannsóknin, og eina vonin til að svala ofangreindum þorsta er að rannsóknir leiði til einhverrar niðurstöðu um viðfangsefnið. Það er hins vegar eðli mannlegrar við- leitni að svörin eru -sjaldnast einhlít, og áframhaldandi athugan- ir leiða til sífellt fleiri og fjölbreytt- ari lausna. Það er stundum haft á orði um rannsóknir og tilraunir af ýmsu tagi, að þær séu lítið annað en eilífar endurtekningar á því sem þegar hefur verið gert — að menn séu sífellt að rembast við að fínna upp hjólið, sem þegar er til og hefur þjónað manninum í árþús- undir. Þetta má til sanns vegar færa á ýmsum sviðum, þar sem menn ættu að eiga auðvelt með að læra af reynslu náungans; ýmis- legt í íslenskum atvinnurekstri í gegnum tíðina hefði vissulega ver- ið betur látið ógert í ljósi þessa einfalda sannleika. En margt í mannlegri reynslu er samt sem áður þannig, að hver einstaklingur verður að kynnast því af eigin raun, og þar dugir fordæmi ann- arra ekki. Gömul sannindi segja að brennt bam forðist eldinn, en samt getur samanlögð reynsla allr- ar sögunnar ekki komið í veg fyrir að börn allra tíma halda áfram að teygja höndina í átt að loganum, þar til þau finna fyrir hitanum. Þessar almennu hugleiðingar komu upp í hugann í tilefni af sýningu Níelsar Hafstein, sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Myndlistin er eitt af þeim sviðum mannlífsins, þar sem hver einstakl- ingur fínnur sig sífellt knúinn til að endurtaka rannsóknir sem aðrir hafa einnig lagt fyrir sig, áratug- um og öldum saman, til að komast að sínum eigin, persónulegu niður- stöðum. Hvort þær niðurstöður era svipaðar því sem aðrir hafa komist að eða ekki ræður síðan öllu um hvort verk listamannsins verða persónuleg tjáning eða falla í al- mennan farveg, þar sem enginn sker sig frá öðrum. Níels Hafstein hefur unnið mik- ið að slíkum tilraunum á sínum ferli, og oft hafa rannsóknirnar beinst að efnislegri tjáningu hug- lægra viðfangsefna fremur en formlegum þáttum þeirra. Á síðasta sumri setti hann þannig upp litla innsetningu um ,Vald“, fyrir tveimur árum sýningu um ijölkynngi/óskhyggju, og 1987 hélt Níels sýningu á Kjarvalsstöð- um sem kallaðist „Svartir og gyllt- ir hestar", og íjallaði um goðfræði- leg atriði. í efsta sal Nýlistasafnsins er nú um að ræða „Formrannsóknir (nið- urstöður í tré og málmi)“. í grófum dráttum skiptist salurinn þannig að tréverk eru á einuin vegg, mál- uð tréform á öðrum og niðurstöður era unnar í ýmsa 'málma á hinum þriðja. Það er hægt að ganga hring eftir hring í salnum og íhuga form- in í sínu einfalda og þó flókna rými, eða gefa þeim persónuleg eigindi sem aðeins áhorfandinn kann að meta. Þama birtist margt af þeim grunni sem framhald myndsköp- unar byggir á, og er gott að minna stöku sinnum á þá undirstöðu með þeim hætti sem hér er gert. — Það er einnig notalegt að sjá næstu kynslóð listamanna í fjölskyldunni njóta þeirrar virðingar sem birtist í því að formrannsóknir hinna yngri eru sýndar sem formáli eða aðfaraorð að sýningu föðurins. Þetta er síðasta sýningarhelgi í Nýlistasafninu, en sýningu Níelsar Hafstein lýkur sunnudaginn 10. febrúar. MARKAÐSHUSIÐ ★ Krumpugallar 3.900 kr. ★ Gallabuxur2.700 kr. ★ Sloppar 1.990 kr. ★ Sængur2.400 kr. MARKABSNÚSfÐ Snorrabraut 56 (2. hæð), 16131 Opið frá ki 12 -18, laugardag frá kl. 10 -16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.