Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 25 Frá innstu hjartarótum ____________Bækur__________________ Kjartan Árnason Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir: Sil- furstrá. Ljóð, 64 bls. Skákprent 1990. Þessi fyrsta bók Aðalheiðar hefur að geyma afar blendnar tilfinningar. Gleði, sorg, söknuður, beiskja, reiði eru allt kenndir sem skynja má í ljóð- unum, stundum duldar, stundum óbeislaðar. Á einum stað er ljóðið Nýr dagur: Morgunverk þitt að anda að þér dögg hugleiðinp um ljóð bera græðandi ilmolíu náttúrunnar á sár gærdagsins í fáeinum ljóðum fjallar Aðalheið- ur um Ijóðið og glímu skáldsins við það; í Ánauð segir um þessi átök: ... í pollum sigla/ heilabrot/ splundraðar setningar// tilfinning- Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir ar/ standa þar/ á litlum skeijum“. „Þau koma tiplandi/ á tátiljum sínum/ mjúklega / ... /“, er sagt um orðin í Viðris munstrandar mar. Það er allóvenjulegt að höfundur leyfi tilfinningum sínum að koma jafn berlega fram og Aðalheiður gerir í Silfurstráum. Þetta ber að mínum dómi vott um heiðarleika af höfundarins hálfu, ekki síst í eigin garð. Þó verður að játast að stundum kemur þessi hreinskilni nokkuð niðrá ljóðrænum dráttum ljóðanna, sem verða þá meira einsog ákall eða hróp en tilfinning í skáldlegum búningi: „/ ... / og ekkert verður eftir/ nema þrælslundin/ sem þróast í vinnu- gleði/ a ... aaa ... AA ... AAAAAAA/ AFLEIÐING/ að ég er/ barnlaus móðir“. Ekki þar fyrir að kenndin er nógu raunveruleg — hún verður að fá útrás — og snertir mann þess vegna, en búningurinn getur vart talist ljóðrænn og gefur því tilfinn- ingunni afar hijúfan blæ. Og hijúfleika er reyndar víðar að finna í þessari bók, bæði í orðfæri og myndmáli. Þetta er ekki sagt til lasts — eitt er að vera hrjúfur og annað að vera ruddalegur, og rudda- skap er ekki að finna í þessum ljóð- um; hijúfleiki þeirra er oft heillandi, einkum í myndsköpun: „þú/ situr á þind minni/ í stífum gallabuxum/ og reimalausir skórnir/ dingla utan í þörmunum“, segir í ástarljóðinu Djúpristu. Annars er myndmál oft óvænt og jafnvel voldugt: „risavax- inn fótur/ af himnum ofan/ klauf húsþak mitt// þeytti mér um koll// og traðkaði", er sagt um fregn sem skáldinu berst, líklega andlátsfregn æskuvinar/unnusta. Einsog áður getur er Siifurstrá bók mikilia tilfinninga og heitra. Hinsvegar er ljóðrænni úrvinnslu og framsetningu þessara oft og tíðum ólmu kennda stundum nokkuð ábótavant, beiskjutónninn of hrár og fráhrindandi (Þið hin, Sorgarvið- brögð), málfarslegt samhengi full laust í reipum til að lesandi sjái til botns (Sýn) eða einsog ljóðið sé ekki fullunnið (Barnlaus móðir), svo fáein dæmi séu nefnd. Ljóðið er fyrst og fremst miðill tilfinninga og stemmninga. Það er vitanlega ekki sama hvernig þessum viðkvæmu viðfangsefnum er miðlað. Aðalheiður sýnir marga góða takta og er áræðið skáld einsog myndsköp- un hennar sýnir. En ég er sannfærð- ur um að það yrði ljóðum hennar ávinningur að gefa tilfinningunum meiri tíma, vinna ljóðin meira. Nógu eru kenndirnar sannar — og stríðar. Austurlenskir silkiblævængir Fyrsta sending nýkomin. Vikutilboð á heildsöluverói, frá 9.-1 3. febrúar. Tæís sími 626002. VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI 7. 101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI 8-12,103 REYKJAVÍK, S. (91) 689700 RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100 Með Lífsvemd slærð þú tvær flugur í einu höggi. Þú getur hlíft ástvinum þínum við fjárhagslegum skakkaföllum, en um leið ávaxtað þitt pund og safhað í varasjóð sem getur komið að drjúgum noturn síðar á lífsleiðinni. Því Lífsvernd er hvort tveggja líftrygging og henmg leið til spamaðar. Þú kýst þér líftryggingu sem nemur þrernur milljónum króna, svo dæmi sé tekið. Sú upphæð óskert getur tryggt fjárhagsafkomu ástvina þinna við fráfali þitt. Jafhframt sparar þú ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði. Tíminn vinnur með þér og kftryggingin lækkar með hverju ári en að sama skapi vex sjóðurinn þinn og dafnar. Að endingu áttu auk verðbóta þrjár milljónir í handraðanum, lífeyri sem þú getur sjálf ráðstafað að vild. FramU'ðin er í þínum höndum. Ávinningurinn er öryggi, þitt eigið og þinna nánustu. Eignaraðilar Sameinaða líftryggingarfélagsins eru: © TRYGGINGAMIÐSTOÐIN HE AÐALSTRÆTI 6 101 REYKJAVlK SiMI 91-26466 SJOVAOOALIVIENNAR Kringlunni 5, aími 91-692500 __ UFSVERND - LÍrmYGGING FYRIR ÁSTVIM ÞLNA, LÍFEYRIR FYRIR ÞIG X^ÍF Sameinaða líftryggingarfélagið hf Kringlunni 5 • 103 Reykj.w'k Sími 91-692500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.