Alþýðublaðið - 06.02.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1959, Blaðsíða 4
Útgefancli: Alþýöuflolikurinn. Ritstjórar: Benediict Grönclal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi SæmundSson (áb). Fulltrúi ritstjörnar: Sigvaldi Hjálmars- fion. Fréttastjórj: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14802. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- sími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsi'ö. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. 1 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ þykist vera lýðræð- isflokkur með sama markmið og jafnaðarmenn. engsli þess reynast hins vegar öll við kommún- taflokkinn í Rússlandi og útibú hans austan járn- alds. Þessa dagana sitja tveir AlþýðubandaJags- t^enn flokksþirig rússneskra kommúnista í Moskvu. ristinn E. Andrésson flutti því ávarp og komst 4|"<i að orði, að Islendingar kunni sérstaklega að ta það mikla framlag, sem sovétþjóðin leggur xn til viðhalds friðarins með hinni nýju sjö ára ilun sinni! Jafnframt er Þjóðviljinn látinn veg- sárna rússneska stjórnarfarið í mörgum fjálgleg- um greinum, og Árni Ágústsson lýsir yfir velþókn- un,sinni á blóðbaðinu í Ungverjalandi. ■ Lýðræðissirmarnir í Alþýðubandalaginu hafa ■ekkert við þetta að athuga. Stefnan, sem varð danska komrnúnisíaforingjanum Aksel Larsen of- raun, viroist þeim ekkert áhorfsmál. Þvert á rnóti. Hannibal Valdimarsson tilkynnti í útvarpsræðu á dögunum, að einingu í Alþýðubandalaginu haf-i aldrei verið meiri og betri. Vafalaust hefur Krist- iim E. Andrésson skilað kærri kveðju til Krústjovs frá Hannibal, Alfreð og Finnboga Rúti. Og þetta jgerist um leið og kommúnistaflokkarnir á Vestur- löndum eru að klofna einn af öðrum af því að lýð- ræðissinnar telja sér þar ekki við vært fyrir Moskvuþjónunum, Alþýðubandalagið hér er ís- iesnzka undantekningin. Þetta eru efndirnar á því loforði Hannibals og Alfreðs, að þeir ætluðu að einangra kommúnist- ana í Sósíalistaflokknum. Reynslan hefur óvart orð m þveröfug. Kommúnistarnir ráða þeim eins og mannshöíndin vettlingnum, og Alþýðubandalagið dansar á sviði íslenzkra stjórnmála, þegar kdppt, er í spottann austur í Moskvu. Furðulegra brúðuieik- liús er naumast hugsanlegt. Og þetta vinna Alfreð og Hannibal til þess að mega sitja á aiþingi íslend- •iriga, meðan kommúnstar losa sig ekki við vettl- dhgana og vinna yerkin berhentir. r r ©§ sfrsga- línaHizrinfli fró Lódz, er lands þekktur. EinkaumboS: m i ÞEGAR rætt er um kjör- dæniamálið svonefnda, er í rauninni um að tala tvö vanda- mál, sem rétt er að blanda ekki saman. Annars vegar er skipt- ing landsins í kjördæmi, hvort þau skuli vera f’eiri eða færri, stór eða smá. Hins vegar er deilt um, hvaða aðferð skuli beita við sjálfa kosninguna, hlutfallskjöri, einmennings- kjöri eða hverju öðru. Varðandi fyrra atriðið er það skoðun manna um allar jarð- ir, þar sem lýðræði hefur þró- azt meo sæmilega eðlilegum hætti, að atkvæði einstakling- anna eigi að vera.sem jafngild- ust, þannig, að sem jafnastur fjöldi kjósenda velji í hvert þingsæti, Á þetta eins við um bau ’önd, sem viðhafa hlutfails- kosningar, pg hin sem hafa éinmenningskjördæmi. Ef mik ið misræmi er í þessum efnum, bykir lýðræðiskenningin verða helzt til innantóm, þótt menn hins vegar viðurkenni, að full- komið, stærðfræðilegí jafnrétti næst aldrei. Af þessum sökum hafa önd- végisþjóðir einmenningskjör- dæmanna, Bretar og Banda- ríkjaménn, sett sér fastar regl- ur um endurskoðun kjördæma- skipunar sinnar, Vestan hafs er svo fyrir mælt. í lögurn, að end- urskoða skuli kjördæmi til full- trúadeildar eftir hvert aðal- manntal á 10 ára fresti. Kjör- dæmi sku’u vera sem jöfnust að mannfjölda og helzt sam- fellt eða samstætt landssvæði. Ráðlegt er fyrir íslendinga að kynna sér þessi atriði vand- lega. Það er ekki æskilegt að búa við vaxandi misræmi með breytingum í byggð landsins, en geta ekki leiðrétí kjördæm- in nema með stjórnarskrár- breytingu og tvennum kosning- um. Væri ekki skynsamlegra að setja höfúðreglu í stjórnar- .skrána, en láta til dæmis hæsta rétt leiðréíta kjördæmalínur á 10 ára fresti, ef tilefni er til? Engilsaxa Slæm reynsla Engilsaxar eru hefðríkir og söguræknir með afbrigðum. Samt heyrist nú varla í lönd- um þeirra, að gamlar byggðir eða lögsagnarumdæmi eigi „sögulegan rétt“ á að lifa sem kjördæmi á fornri frægð. Sög- unni er sýnd full virðing á ann- an hátt. | Sú var tíðin, að Bretar trúðu mjögá þau sjónarmið, sem Gísli Guðmundsson varði í stú- dentafélagsræðu sinni. Þeim .fannst gömul greifadæmi, forn ,ar borgir og' landeignarsvæði ;jarla og lávarða auðvitað eiga Hannes á h o r n i n u Garðastræti 2. Símar 15333 — 19698. ★ Bréf frá Lögreglustjóra ★. Bifreiðaeign lögregl- unnar ^r.Of sjaidan innflutnings leyfi ‘k Nauðsynlegar umbæt- .ur sjálfsagðar. LÖGREGLUSTJÓRI liefur sent mér eftirfarandi bréf af gefnu tilefni: — „í vinsamlegri grein í dálkum ySar s. 1. föstu- dag, fóruð þér þess á leit, að ég gerSi grein fyrir bifreiðamál um lögreglunnar, innflutnings- ieyfum o. fl. Er mér ljúft að vei-ða við þeirri beiðni pg leyfi mér að senda yður eftirfarandi upplýsingar: EITT af grundvallaratriðum nútíma löggæzlu er, að lögregl- an hafi yfir göðum og öruggum tækjum að ráða. Þegar slys, elds voðar og önnur voveigleg atvik bera að höndum, eða stórafbrot nafa verið framin, veltur oft á miklu, að Lögreglan komist nægi lega fljótt á vettvang. Mikil verð mæti geta verið í veði, jafnvel m.annsiíf. Sama gildir, þegar elta þarf ökuníðinga og aðra þá, se mstofna öryggi rnanna í hættu. Það ætti því ekki að vera neitt deiluefni, að lögreglan þurfi að hafa mikinn og góðan bifreiðakost við löggæzlustörfin. ÞRÁTT fyrir augljósa þörf, — hefur bifreiðakosturinn þó aldr- ei verið fullnægjandi að áliti lögreglustjórnarinnar hér í um- dæminu. Stafar það bæði af því, að fjárveitingar hafa ekki verið nægilegar, miðað við sívaxandi löggæzlustörf, og ekki síður a£ hinu, að ekki hafa fengizt nægar endurnýjunarheimildir á göml- um og úr sér gengnum bifreiðum lögreglunnar. Aldur bifreiða hér við embættið er sem hér segir: 1. bifreið árg. ’42, 2. árg. ’46, 2. árg. ’51, 1. árg. ’53, 3. árg. ’54 og 8. árg. ’55. Auk þess eru tvær bifreiðir til þjóðvegalöggæzlu utan Reykjavíkur af árg. 1955. ÞESS ber að geta, að frá árinu bifreiðin ,sem nú er í notkun, 1948 hefur embættið fengið 11 innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir bifreiðum, sem nær öll hafa verið notuð til endurnýjun- ar á 10—16 ára bifreiðum, en ekki til fjölgunar. Þrjár af bif- reiðunum, sem eru af árg. 1955, hafa verið keyptar lítið notaðar á innlendum markaði til endur- nýjunar á 11—13 ára gömlum bifreioum. Önnur vegalöggæzlu var flutt inn árið 1955 með leyfi Innflutningsskrifstofunnar til endurnýjunar á 10 ára gamalli b.ifreið. Hin var keypt notuð ár- ið 1957, þar eð innflutnings- leyfi fékkst ekki fyrir nýrri bif- reið, þrátt fyrir þao, að sérstök FramhaM á 11. eiðu. að halda áfram að vera kjör- dæmi og ekki mega missa hinn sögulega rétt til að eiga full- trúa á þingi. Árangurinn varð frægur í mannkynssögunni sem eitt stórkcs'.legasta dæmi, er þekkst heíur, um sturlað aft- urhald og órétt. Dickens skrif- aði um þetta fræga ádeilubók. Þessi kjördæmi voru kölluð „rotten boroughs“ eða rotnu borgirnar. Þá hafði Cornwall 44 þingmenn, London 6 og Manchester engan, og eitt kjör dæmið hélt meira að segja í tvo þingmenn eftir að hvert einasta mannsbarn var flutt á brott! Hornstrandlr eiga líka sinn sögulega rétt. Slíkt gerist auðvitað ekki nú á dögum, af því að menn hafa lært af revnslunni. Það er fólk- ið, sem hfir í dag. er á að kjósa sér þingmenn, ekki forfeður •þess, sem lifðu fvrir mörgum Öldum. Þeim ber að sýna virð- ingu og ræktarsemi á annan hátt. Til ern dæmi hess erlendis, ,að kiördæmaskipting heíur verið leiðrétt á bann hátt. sem andstæðingar stóru kiördæm- anna hér á landi virðast hugsa gér, í stað bess að saraeina lít- il kiövdæmi. hefur beim verið l-jsldið og bætt við nýium kiör- rlæmum í vaxandi bvggðum. H=+t.a hefnr gpr?t í nokkrum fvlkium Nví.q Enslands. elzta hhjta Bandaríkianna. bar sem •moriii pkki vild.u rýra ..sjálf- stæðj“ og ,;söeulegan rétt“ gam qBa borpa voru eitt sinn merkar félapslegar heildir. dranojjrinn h°fur orðið mikill ofvövt.wr í fulÞrúabinffum þess ara ríkia. svo að Þ’æfft er að pndnmuJTj. Npw Hamnshire, smáríki með 550 0n0 íbúum, h.nfur sfoQT-ata bing allra banda rísku fvikiannq off hntt víðar væri leitað. með rúmlega 400 binffmönnum. Siálft. Bandaríkiabing var um skeið komið á sömu braut. Það bótti á hniffnunarskeiði auðveldara að leioré'ta kiör- dæmaskipun með bví að fjölga í sífellu, þar sem byggðin óx, í stað þess að skapa „jafnvægi í kjördæmum landsins“ með 'því að jafna kjósendafiölda á hvert þingsæti. Ef ekki hefði verið spyrnt við fæti, væru nú um 4 000 þingmenn í fulltrúa- deild þingsins í Washington (helmingi fleiri en í Æðstaráði Sovétríkjanna). Bandaríkja- menn sáu hvert stefndi og stöðvuðu þessa þróun. Nú helst tala þingmanna óbreytt, þótt þjóðinni fjölgi. Þessi dæmi úr reynslu ann- arra þióða gefa ærið tilefni til þess, að íslendingar gjaldi var- hug við þeirn tillögum. að láta sögulegan rétt ráða kjördæma- skipun landsins, en hrúa upp nýjum kjördæmum í þéttþýl- inu. Þingmenn kjördæma eða þjóðarinnar Þegar rætt er um þessi mál, er mjög vafhugavert að telja það höfuðrök, að þingrnenn séu fyrst og fremst fulltrúar og þjónar sinna kjördæma. Sam- kvæmt stjórna.rskránni eru al- þingismenn eingöngu bundnir (Framh. á 11. síðu). 4 6. febr. 1959 — Aiþýðiibiaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.