Alþýðublaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 4
ÚÍ|efandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þqjlsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- eqk. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- so^. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- jki: 14900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Prenismiðja Alþyöubl. Hverfisg. 8—10. iklum áfanga náð | DÓMURXNN yfir Roland Pretious, hinum nnga skipstjóra á brezka togaranum Valafelli, er stáirsti áfangi, sem íslendingar hafa náð í baráttu siripi fyrir fullri viðurkenningu tólf mílna fisk- velðilögsögunnar. Vonandi reynist þetta byrjunin á lokakafla málsins, en það getur ekki endað nema á einn hátt: að Bretar virði hina nýju fiskveiði- lögsögu eins og allar aðrar þjóðir hafa gert. Brezka stjórnin hefur þá stefnu að viðurkenna ekki nema þriggja mílna landhelgi. Hún beitti þó ekki herskipavaldi til að reyna að hindra út- faérslu íslendinga 1952- úr þrem í fjórar mílur, þótt togaraeigendur svöruðu með löndunarbanm á fslenzk skip. Enda þótt löndunarbanninu væri loks aflétt 1956, breytti það ekki afstöðu brezku stjórnarinnar. Hún viðurkenndi ekki fyrir því fjögurra mílna línuna. Þvert á móti var hverri töku brezks togara milli þriggja og jög'urra mílna línanna mótmælt. Opinberlega er þessi p.f- staða stjórnarinnar í London óbreytt. Af þessum sökum er það mikil breyting írá því óþolandi ástandi, sem ríkt hefur, að brezki flotinn skuli ekki aðeins hafa sleppt togaranum Valafelli, heldur komið þannig fram í málinu, að Eiríki Kristóíerssyni skipherra þótti ástæða tii að láta bóka í réttarskjölum á Seyðisfirði, að fram- koma yfirforingjans á HMS. Agincourt hafi verið hin prúðmannlegasta. Þessi atburður hlýtur að staðfesta, ávo að ekki verður um deilt, hversu skynsamleg hefur verið sú stefna utanríkisráðherra, Guðmundar I. Guðmundssonar, að halda á þessu máli með festu en gætni og gana ekki út í vanhugsaðar ráðstaf- anir. Það er tilefni til að íhuga, hvar þjóðin væri á vegi stödd, ef farið hefði verið að kröfum kom- múnista, slitið stjórnmálasambandi við Breta og gengið úr Atlantshafsbandalagnu. í þessu máli hafa orðið mikil frávik frá grundvallarsteínu hinna vestrænu lýðræðisþjóða, að ekki sé meira sagt, en það hefur verið sterkasta vopn íslend- inga að vera í samtökum þessara þjóða og geta þar barizt fyrir rétti sínum. Hvar gátu Ungverjár risið upp og heimtað rétt sinn gagnvart Rússum? Hversu dugði Varsjárbandalagið þeim? Einmitt í þessum dæmurn sést reginmunurinn á frelsi og ófrelsi. íslendingar fagna þeim áfanga, sem nú hefur náðst í baráttunni fyrir tólf mílurn fiskveiðiland- helgi. En það er fjarri því, að endanlegur-sigur sé unninn. Því verður enn sem fyrr að halda á land- helgismálinu af einingu, festu og virðuleik, unz lokamarkinu er náð. Faðir okkar og tengdafaðir ÁRNI ÁRNASON, Bakkastíg 7, sem andaðist 1. þ. m., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunrxi, mánudaginn 9. þ. m. kl. 2 s, d. Blóm vinsamlegást afþökkuð, ten þeim, sem minnast vildu hins látna< er bent á iíknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna Guðrún og Loftur Hjartar. FASTAN — PÍSLARSAGAN. FA3TAN er að hefjast, og með henni píslarsagan. Sú saga leiðir í ljós, hvað það gat kostað að fylgja Kristi á hans tíð. — Hvorki meira né minna en fangelsi og dauða. Baráttan var hörð, og sagan sýndi svo, að ekki varð um villst, að fylgjendur frelsar- ans voru reiðubúnir að standa eða falla með honum — og píslarvottarnir urou útsæði kirkjunnar. VÉR F,RUM EKKI OFSÓTTIR. PÍSLARGANGA kristinna maxma á ís’andi nú er engin barátta vi.ð ofsóknir. Kristin- dómurinn er hér viðurkennd trúarbrögð, og meginatriði hans hafa þrátt fyrir allt fest rætur í lífsskoðun þjóðarinn- ar. F,n samt er háð barátta, og það sen við er að etja er fyrst cg fremst vor eigin deyfð, manndómsleysi og ó- hreinskilni. VersJu óvinir kirkjunnar og kristindómsins hér á Tslandi nú eru ekkj of- sækjendur hans, heldur ját- endur, Sem ekkert ieggja á sig, — kærulausir menn, sem horfa aðgerð'alausir á aðgarða leysið. GÖMUL SAGA. EINU sinni heyroi ég prest segja eftirfarandi sögu: Mað- ur nokkur hafði um skeið sýnt mikinn áhuga á kristinni trú og kirkjulegu starfi. Hann brá sér um tíma burtu úr borg inni og dvaldi þar sem menn almennt höfðu litlar mætur á kristindómsmálum, kusu heldur léttúð og alvöruleysi, og gerðu jafnvel gys að trú- rækni og bænrækni. Þegar maðurinn kom heim, var hann spurður, hvernig honum hefði fallið dvölin á þessum stað, og hvort hann hefði ekki orð- ið íyrir óþægindum af því að vera innan um fólk, er þann- ig hugsaði. — Hann svaraði: Ég varð ekki íyrir neinum ó- þægindum. — Heldurðu að mér hafi dottið í hug að fara að segja þeim, að ég væri kristinn? EF ÞÚ VILT K-OMAST HJÁ að sæta aðkasti vegna trúar þinnar, skaltu hafa sama ráðið, — að segja eng- um, hver sé afstaða þín til Krists. — En um leið verð- urðu að gera þér ljóst það, sem Einar Kvaran segir í sálminum: „En ætlir þú að aftni Krists að vera, þú átt um daginn krossinn hans að bera“. Framsóknarhúsið Dansleikur í kvöld. Hljómsveit Gunnars Ormslev. Söngvarar Helena Eyjólfs- -dóttir og Gunnar Ingólfss- son. Aðgöngumiðasala frá kl. 5 Framsóknarhúsið. PireSli hjólbarðar fyúrliggjandi í eftirtöldum stærðum: 900x20 , 750x20 600x16 590x13 560x13 Sveinn Egilsson h.í. Laugavcn- 105 íSími 22466) Fordumboðið, Jakob Jónsson. ^ -^ -^ -^- Viljnm ráða góðan rennismið íil verkfæra- smíða. Góð laun. Góð vimiuskilyrði. Upplýsingar í verksmiðjunni. H.l. Raftækjaverksimðjan Halnarfirði. Samkvæmt 161. gr. heilbrigðissamþykktar fyrir Reykjavík nr. 11, 1950, er hundahald í lögreglusagn- arumdæminu óheimilt, að undanteknum þarfahundum í sambandi við búskap á lögbýli, enda hafi leyfi ver- ið veitt fyrir hundinum. Þeir, sem kunna að hafa ólöglega hunda í vörzlu smni hér í bænum, teru áminntir um að ráðstafa þeim taf- arlaust að viðlagðri ábyrgð. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 6; febrúar 1959. iSigurjón Sigurðsson. Gömíu dansarnir í kvöld kl. 9. Hin vinsæla dægurlaga söngkona DOLORES MÁNTEZ syngur með hljómsveií- inni; Aðgöngumiðasal frá kl 8. — Sími 12826. Tryggið ykkur miða tímanlega. mtm 4 8. febr. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.