Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 2
2 C
MOROÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 24. MARZ 1991
Eftir stríðslok fór virðing
fyrir eldra fólki þverrandi
á Vesturlöndum og í bók
sinni „Dauðasyndir
mannkyns“, sem fyrst var
gefín út árið 1973, talar
Nóbelsverðlaunahafinn í
læknisfræði Konrad Lorenz, um
það að unga kynslóðin nú á dögum
sé farin að meðhöndla eldri kyn-
slóðina eins og einhverja ókunna
tegund.
Á níunda áratugnum keyrði þó
um þverbak hvað þetta snerti og
fóru menn almennt að tala um ríkj-
andi „æskudýrkun". Mun orð þetta
sennilega hafa komið í kjölfar
heilsuræktaræðisins sem gekk yfír
hinn vestræna heim, og ekki síður
voru áhrif bandarísku uppanna
mikil. Uppar voru ungir menn og
konur á uppleið, sem öfluðu fyrir-
tæki sínu ómældra tekna með
frísklegum hugmyndum sínum og
hraustlegu, traustvekjandi útliti.
Þeir hlupu í vinnuna á íþróttaskóm,
en skiptu um er á skrifstofuna var
komið og fór í skó hannaða af
Aigner eða Armani. Fyrirtæki og
hönnuðir höfðuðu til þessarar stétt
manna, sem varð tískustétt, og
græddu vel því nú vildu allir vera
ungir og voða frískir.
Aldurinn varð nú helsta dauða-
synd mannkyns.
Kennitala
Ef gengið var niður Laugaveg-
inn fyrir nokkrum árum, var ekki
þverfótað fyrir tískuverslunum fyr-
ir ungu kynslóðina, en erfíðara var
fyrir dömur og herra komin yfír
þrítugt að fínna eitthvað utanyfír
sig.
Og ef litið er á atvinnuauglýs-
ingar í íslenskum dagblöðum frá
þessum áratug má sjá, að æskileg-
ur aldur væntanlegra umsækjenda
er 25 til 35 ár. Fertugsaldurinn
er hámark.
Þessi æskudýrkun virtist þó
ganga út í öfgar þegar 15 ára
stúlkur voru farðaðar og snurfus-
aðar eins og fullþroskaðar heims-
konur og látnar sýna tískuföt.
Um tíma var eins öll og þjóðin
hefði fengið einhveija unglinga-
veiki. Menn púluðu langt umfram
getu í hinum ýmsu íþróttagreinum,
fyjldi þeirra sem synti og skokkaði
jókst, fyrstu maraþonhlaupin voru
haldin í Reykjavík, og aðsókn varð
aldrei meiri að líkamsræktarstöðv-
um.
Því var það afar sárt og niður-
lægjandi þegar alræmd kennitala
var tekin upp á öllum pappírum.
Nú urðu menn að sanna það í eitt
skipti fyrir öll að þeir tilheyrðu
réttri tegund, þ.e. hinum ungu og
frísku. Alls staðar urðu menn að
romsa þessum tölum út úr sér,
helst hátt og snjallt því fólk hefur
misjafna heym, jafnvel í apótekinu
við kaup á hóstasaft. Urðu margir
undirleitir þegar þeir þurftu að
opinbera aldur sinn fyrir alþjóð,
enda litið á það sem einkamál fram
að þessu.
Fimmtug kona segir að hún
hafí verið úti að borða, og að ungi
þjónninn hafi fengið taugaáfall
þegar hann sá kennitöluna hennar
á Visakortinu. Öll þjónusta hafí
síðan orðið verri eftir það.
Vissulega er þetta eitthvað ýkt,
en auðvitað er ekkert gaman að
eldast þegar það er dauðasynd.
Ellin þurrkuð út
Örlítið mun hafa dregið úr
æskudýrkuninni síðasta árið, hvort
sem um er að kenna sljóleika
manna eftir að hafa þulið svo lengi
kennitöluna sína eða því að hinir
eldri em einfaldlega famir að gera
kröfur eins og unga fólkið.
Ef litið er í atvinnuauglýsingar
dagblaðanna frá síðustu mánuð-
um, má sjá að umrætt aldurstak-
mark fer hækkandi, þ.e. ef aldur
er þá nefndur, og eru 55 ár stöku
sinnum nefnd, hvemig sem á því
stendur.
Og fataverslanir á Laugavegin-
um virðast nú beina viðskiptum
sínum til eldri aldurshópa og má
taka sem dæmi, að af 32 kvenfata-
verslunum eru a.m.k. 13 sem selja
fatnað er hæfir dömum á öllum
aldri. Ekki virðast karlmenn vera
jafn þurftafrekir á fatnað, því herr-
ar á öllum aldri hafa aðeins úr 5
verslunum að velja á Laugavegin-
um, frá Iilemmi að telja, en mjög
ungir menn um 9 verslunum, þar
af var rúmlega helmingur þeirra í
tískuverslunum sem bæði voru
ætlaðar konum og körlum.
í breskum og bandarískum
tímaritum má lesa að verslunar-
menn höfði nú í rikara mæli til
viðskiptavina sem komnir eru á
miðjan aldur og ástæðan er ein-
föld: þeir hafa meiri fjárráð.
Þótt eitthvað dragi úr æsku-
dýrkun þá hefur hvorki óttinn við
ellina né kröfumar um að vera
eins og kókflaska í laginu minnkað.
í Reykjavík eru um tiu líkams-
ræktarstöðvar og og í „World
Class“ fengust þær upplýsingar
að á einum degi kæmu um þúsund
manns í líkamsrækt. Er það fólk
á öllum aldri, en algengasti aldur-
inn mun þó vera frá 17 til 30 ára.í
„Mætti“ hins vegar var aldurshóp-
urinn frá 30 til 45 ára mest áber-
andi og á hveijum degi koma um
700 manns á stöðina. Ætla má að
svipaða sögu megi segja um aðrar
stöðvar, en sennilega er fólk líka
að hugsa um heilsuna ekki síður
en útlitið.
Fegrunaraðgerðir tala þó sínu
máli, og þegar fólk fer í andlitslyft-
ingu er það beinlínis að þurrka út
merki ellinnar. Erlendis eru fegr-
unaraðgerðir algengar og eitthvað
virðist þeim fjölga hér á landi.
Eftir því sem næst verður kom-
ist starfa um sex lýtalæknar hér
á landi. Þeir læknar sem talað var
við gátu ekki upplýst hversu marg-
ar fegrunaraðgerðir þeir fram-
kvæmdu á ári, enda væru þær
aðeins brot af skurðaðgerðum.
Ámi Bjömsson læknir segir að
þeim hafí ijölgað eins og annars
/ / / | r
OlafurA. Obfsson
forstjóri
VERRAGETUR
ÞAÐ VERID
| enn eiga ekkert að vera að hugsa um aldur.
Það er alveg voðalegt að segja að maður
sé að verða sjötugur, mér fínnst ég ekki
eiga heima í þeim flokki. Hitt er annað mál að ég
verð oft montinn þegar fólk trúir ekki hversu gam-
all ég er!
Ég hef aldrei fundið fyrir aldurskvíða og aldrei
gert neitt sérstakt til að halda mér ungum, hef
bara reynt að halda góðri heilsu. Ég hef ekki alltaf
verið svona heilsuhraustur, var voðalegur aumingi
þegar ég var krakki, blóðlaus með beinkröm og svo
lítili þegar ég fermdist að fólk hélt ég hefði villst
inn að altarinu. Varógurlegur væskill frameftir,
þótt ég hefði nóg af öllu.
Ég gæti þess alltaf að fá nægan svefn, er sofnað-
ur fyrir miðnætti, og svo erþað mikilvægt að safna
ekki á sig fítu. Ég borða allt sem mig lystir, en læt
mslfæðu eiga sig og hef aldrei reykt. Ég held að
reykingar séu mikill bölvaldur.
íþróttir hef ég ætíð stundað og þá aðallega golf,
svo syndi ég mikið. Það er ákveðin klíka hjá okkur
þama í laugunum, við emm alltaf með sama stæð-
ið, sama snagann, sömu brautina, fömm allir í fylu
út af því sama, og fömm svo í heita pottinn á eftir.
Ég hef voðalega gaman af þessu, og ég held að
sundið sé mjög góð hreyfíng, hvort sem það er fyr-
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
ir vinnu eða eftir. Það gengur ekki að koma heim
úr vinnunni, leggjast upp í sófa og horfa á sjónvarp-
ið. Skíðaíþróttin er líka ágæt, ég er aðailega á
svigskíðum, en fer á gönguskíðin þegar löng biðröð
er í lyftuma.
Annars er þetta allt í hófí hjá mér, ætli aðalatrið-
ið sé ekki að vera geðgóður og gera allt mátulega,
bæði að fá sér neðan í því og annað. Sofa vel og
vera góður við náungann. Sjá ekki alltaf skrattann
á veggnum, segja heldur við sjálfan sig að verra
geti það verið.
Stjórnmálamen ™ '':'r ’• *
‘m* noik"a
staðar í heiminum, enda ekki óeðli-
legt þar eð þjónustan sé fyrir hendi.
Konur séu í meirihluta þeirra sem
fara í slíkar aðgerðir, em yfírleitt
á aldrinum 45 ára og eldri, og
ástæðurinar sem þær gefa upp era
þær, að krafan sé að vera ungur
og þær vilji halda sem lengst í störf
sín.
Allt til þessa hefur Trygginga-
stofnun ríkisins greitt fegmnarað-
gerðir, eða fram til 1. mars 1991,
en gat samt ekki gefíð upplýsingar
um hversu margar andlitslyftingar
væm gerðar hér á ári hveiju. Töl-
ur vom ekki handbærar að sögn
þeirra er fyrir svömm urðu. Upp-
lýsingar um verð á venjulegri and-
litslyftingu gátu þeir hins vegar
gefið upp, og var það samkvæmt
gjaldskrá frá síðustu áramótum
kr. 12.760, og em þá viðtalstímar
hjá læknum ekki meðtaldir.
Aldurskvíðinn
Krafan er sú að vera ungur og
því ekki undarlegt þótt aldurskvíði
sæki að mönnum í hinum ýmsu
myndum. Oftast virðist þess kvíði
koma þegar menn em um og yfír
fertugt, hjá sumum þó fyrr og
öðmm seinna.
Einn maður rúmlega fertugur
sagði að sér fyndist hann vera að
missa af lestinni, og fyndist það
slæmt að vera ekki búinn að „brill-
era“ á einhveiju sviði kominn á
þennan aldur. Ein kona á sama
aldri sagðist óttast það mest að
fylgja ekki samtíðinni því breyting-
ar væm svo örar, og önnur sagði
að einhver kvíðatilfinning hefði
komið yfir sig þegar hún var 35
ára og varð Ijóst að tími hennar í
barneign væri takmarkaður.
Á síðustu árum hefur það aukist
mikið að fólk fari til sálfræðinga,
ekki einungis vegna sjúkleika held-
ur einnig til að fá ráðgjöf hvers
konar. í samtali við sálfræðingana
Siguijón Björnsson, Evu Júlíus-
dóttur og Baldvin H. Steindórsson,
sem öll reka sálfræðiþjónustu í
Reykjavík, kemur fram að þótt
fólk komi ekki beinlínis vegna þess
að aldurskvíði hijái það, þá gætir
þessa kvíða oft í samtölum um
óskyld efni og oft er fólk á tíma-
mótum í lífí sínu sem tengd em
aldrinum á einhvern hátt.
Siguijón segir að þessi kvíði sé
algengur í kringum fertugsafmæ-
lið, en ijátlist síðan af. „Oft eiga
menn drauma ungir og þegar lítið
af þeim hefur ræst á þessum aldri
grípur þá skelfing. Stundum tekur
það tuttugu ár að sætta sig við
orðinn hlut. Einnig er algengt að
menn fyllist kvíða þegar þeir verða
fímmtugir, hafa áhyggjur af hár-
missi til dæmis, eða þeim finnst
þeir vera úr leik hvað snertir líkam-
legt þrek.“
Segir Siguijón að erfiðleik-
atímabil sem þessi geti haft af-
drifaríkar afleiðingar, fólk skilji við
maka sinn og breyti ef til vill lífs-
venjum sínum en í mörgum tilvik-
um sé um tímabundinn misskilning
að ræða. Skynsamlegast sé að vera
sæmilega raunsær og líta á hlutina
eins og þeir em. Fólk um fertugt
búi oft við bestu aðstæður og geti
gert gríðarmikið við líf sitt. „Yfir-
leitt er það ekki slæmt að eldast;
fólk á sextugsaldri til dæmis fer
oft að huga betur að einkalífi sínu,
fer að lifa fyrir sjálft sig og sína
nánustu og leggur meiri rækt við
vini og kunningja."
Eva Júlíusdóttir nefnir tvö tilvik
sem vom henni minnisstæð, en þar
vom einstaklingarnir karl og kona
á 50. aldursári. Bæði vildu þau
kynnast sjálfum sér á nýjan hátt
og varð þetta aldursár einskonar
vendipunktur í lífí þeirra. „Annars
held ég að aldurskvíði sé mjög ein-
staklingsbundinn, en þó virðist mér
sem fertugsafmælið sé ógnandi í
augum margra, einnig kemur fram
kvíði þegar eftirlaunaaldurinn
nálgast.
Baldvin H. Steindórsson segir
að fertugsaldurinn sé mörgum erf-
iður og fremur karlmönnum en
konum. „Á þessum aldri hafa menn
oft menntað sig, haslað sér völl,