Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 eftir Árna Matthíasson, teikning Andréj JWagnússon GEISLADISKURINN hefur unnið sér sess í tónlistariðnaðinum og á næstu árum má búast við að vínyl- plötur hverfi nánast. Diskurinn hleypti nýju lífi í plötusölu og -út- gáfu og hagnaður jókst, því disk- urinn var mun dýrari en vínyl- plata. Undanfarin misseri hefur framleiðslukostnaður á disk lækk- að til muna en ekki virðist það ætla að skila sér í lægra verði því diskar eru afskaplega dýrir; sér- lega hér á landi. Iupphafi skýrðist hátt verð á geisladiskum meðal annars af því að fram- leiðslukostnaður var mjög hár (úrkast vegna fram- leiðslugalla gat komist uppí helming af fram- leiðslu) og sala eðlilega ekki mjög mikil. Það var, og er, einn- ig dýrt að gefa hvem titil út í þrem- ur útgáfum; á vínylplötu, kassettu og geisladisk og ekki þótti annað verjandi en að allur sá aukakostnað- ur legðist á geisladiskinn. Síðan hef- ur framleiðslukostnaður þó lækkað svo mjög að hann er komin niður fyrir framleiðslukostnað á vínylplötu (um 30—40 krónur kostar að fram- leiða geisladisk) og að auki hefur diskurinn nánast útrýmt hljómplöt- um í vinsældapoppinu víða. Plötuút- gefendur hafa þó verið tregir við að lækka Verð á diskunum og bera fyr- ir sig ýmsum rökum. Eins og tónlistarunnendur hér á landi hafa fengið að kynnast hafa plötur jafnan verið lúxusvamingur. Geisladiskar hafa ekki verið þar nein undantekning og þó verðlagning á þeim hafi breyst víða em þeir hvergi eins dýrir og hér. Tvö fyrirtæki, Steinar og Skífan, hafa skipt með sér innflutningnum og milli þessara fyrirtækja hefur verið þegjandi sam- komulag um samasem enga sam- keppni og diskar frá þeim verið á nánast sama verði. Fyrir stuttu varð breyting á, því Japís, sem fram að því hafði eingöngu flutt inn hljóm- og myndtæki, opnaði hljómplötu- deild, þar sem geisladiskar em jafnan ódýrari en í öðram verslunum. Disk- ar með nýlegri dægurtónlist og klass- ískri tónlist em um 3—400 krónum ódýrari að jafnaði og einnig er mikið úrval af klassík og eldra poppi á allt frá 690 kr. Verslunarstjóri hljóm- plötudeildar Japís, Ásmundur Jóns- son, sagði stjómendur fyrirtækisins hafa fundið fyrir því að lítið úrval og hátt verð á geisladiskum hér á landi drægi úr sölu á geislaspilumm. „Gpisladiskar hafa verið allt of dýrir á íslandi, sem hefur haft þau áhrif að sala hefur minnkað á seinni ámm, en hljómplötusala hefur minnkað um 30% á síðustu tíu ámm m.a. vegna rangrar verðlagningar og lélegs framboðs." Jónatan Garðarsson hjá Steinum hf., segir að geisladiskar séu fráleitt of dýrir hér landi og að flutnings- kostnaði megi kenna um stærstan hluta verðsins. Jónatan sagði flutn- ingsgjöld með flugi hafa hækkað síð- ustu sex mánuði um 100% „og marg- ir spá því að þau eigi eftir að hækka enn. Flugleiðir hafa hækkað frakt mikið, m.a. með því að fella að miklu leyti niður afslátt sem stórir við- skiptavinir nutu og þannig hækka farmgjöld, þó það komi ekki fram í verðskrá.“ Jónatan sagði að Steinar hf. flytti nánast allar plötur inn með flugi, að diskurinn sigli framúr plötunni á þessu ári.“ Áttu von á verðstríði? „Eg held að það eigi sennilega eftir að fara eitthvað verðstríð í gang, en það kemur sér vel fyrir viðskiptavininn." Jónatan Garðarsson sagðist ekkert frekar eiga von á verðstríði. „Verð- lagning á diskum á kannski eftir að breytast, en það er þá í samræmi við þá stefnu okkar og annarra að flytja inn vörur á annan hátt. Vin- sældapoppið munum við taka inn með flugi áfram en svokallað „lista- efni“, sem er þá eldra efni og ýmsar safnplötur, hyggjumst við taka með skipi, sem skilar sér þá í lægra verði. Einnig höfum við orðið okkur út um sambönd við góð fyrirtæki ytra sem gefa út ódýra diska. Salan hefur breyst undanfarin misseri og beinst meira í listaef- nið, þ.e. að fólk er að kaupa mikið af eldra efni sem verið er að gefa út á geisladisk- um og það á eftir að lækka í verði vegna hagstæðari flutnings. Vissu- lega eru vissir enda væri ekki hægt að bjóða plötu- kaupendum upp á eins til tveggja mánaða gamlar plötur. „Verðlagn ing á hljómplötum hefur ekki fylgt verðlagsþróun í heiminum og fyrir stuttu reikn- uðu plötusalar í Bretlandi út að miðað við margt annað ætti hljóm- platan að kosta 23 sterlingspund (um 2.300 ísl.kr.) í stað þess að hún kost- ar um 7 pund (um 700 ísl.kr.).“ Jón- atan sagði einnig að Steinar skipti sem heildsala við fjölda aðila um land allt og þeir gerðu kröfur um vissa þjónustu og vissan lager sem væri dýrt að standa undir. Hann sagði einnig að það væri vilji Steinars- manna að verð væri það sama á hljómplötum um land allt. Óskar Þórisson hjá Skífunni tók undir að flutningskostnaður væri snar þáttur í verði diskanna og að þjónustan kostaði sitt, en sagði að fieira kæmi til. „Geisladiskar eru vissulega of dýrir á íslandi, en þar er ekki bara flutn- ingskostnaður sem ræður því. Benda má á t.,a.m. að virð- isaukaskattur er hærri hér á landi en í flestum ná- grannalöndum okkar.“ Ásmundur Jóns- son sagði aftur á móti að flutnings- kostnaður riði ekki baggamuninn, Japís tæki diskana ýmist með skipi eða flugi, það sem liggur mest á er tekið með flugi, en endurútgáfur og tilheyrandi gjaman með skipi. „Menn mega ekki láta sér vaxa flugfraktin í augum, þar sem plötur eru ekki ýkja dýrar í frakt miðað við margt annað. Ef tekin eru með í reikning- inn þau gjöld sem leggjast á geisla- diska hér á Iandi, virðisaukaskattur sem er 10% hærri hér en ytra, 5% jöfnunargjald og eilítið hærri frakt, væri eðlilegt ef diskar væm um 15—20% dýrari hér á landi en í öðr- um Evrópulöndum, svo framarlega sem verið er að tala um innflutning frá EB-löndum. Raunin er hinsvegar að verðmunur er yfirleitt um 60%. Undanfarin ár hefur verið sterk sam- trygging hér á landi milli stærstu innflytjendanna og því ekki verið Geisladiskar eru að útrýma vínylplötunni, þó þeir séu mun dýrari og hvergi eins dýrir og hér ó landi nein verðsamkeppni. Ef við værum með bein sambönd og samninga við útgáfufyrirtækin sjálf, eins og Stein- ar eða Skífan, myndi diskaverðið hjá okkur lækka um 10—15% til viðbót- ar.“ Verðstríð gott fyrir neytendur Eins og áður sagði býður Japís diska á allmiklu lægra verði en tíðk- ast almennt, en stóm fyrirtækin tvö hafa einnig verið með tilburði í þá átt að lækka verð á plötum, og undanfarið hefur Steinar hf. boðið 15% prósent af- slátt af ýmsum vinsælum plötum og Skífan hefur boðið vinsæla diska á lægra verði. Óskar Þór- isson sagði að Skífan hefði tekið upp þá stefnu að lækka verð á sölu- háum diskum og einnig að fyrirtæk- ið hyggist fara að selja ódýrari diska. „Eftir því sem markaðurinn hefur stækkað höfum við fengið betra svigrúm til að lækka verðið með því m.a. að leggja minna á diska sem eru dýrir í innkaupi og einnig að lækka verð á söluháum diskum. Til að mynda bjóðum við Sting-diskinn nýja, Pavarotti-disk og Wild at He- art á 1.599 kr. hvem í stað 1.899. Þessu hyggjumst við halda áfram og auka eftir því sem salan gefur tilefni til.“ Bendir þessi mikla lækkun ekki til þess að álagning hafi verið allt of há? „Þetta er ekki mögulegt nema á söluháum diskum þar sem við þurf- um ekki að liggja með lager. Diskar eiga eftir að lækka enn meira eftir því sem vínylinnflutningur dregst saman og það em ýmis merki þess ar ódýrari í innkaup- um, s.k. „top 40-plötur, sem eru nánast þær sömu hvar sem er í heiminum. Fyrirtæki em hinsvegar að fara mikið út í það að eiga gamalt efni á lager á diskum og hagnaðurinn af top 40-diskunum, ef einhver er, borgar tapið vegna allra þeirra diska sem ekki seljast_ nóg til að borga gmnnkostnað. Ymsir útgefendur hafa því fylgt þeirri stefnu að halda verði á diskum háu á meðan verið er að koma öllu gamla efninu út á diskum.“ Má þá búast við verðlækkun þegar því verki er lokið? „Því hefur verið spáð aftur og aftur að verð á diskum muni hrynja og merki um það hafa sést í nokkur ár, en það eru yfirleitt diskar með efni sem búið er að borga sig, klas- sík fyrst og fremst.“ Ásmundur Jónsson sagðist ekki geta spáð um hvort verðstríð færi af stað, en reikna með því að verð á geisladiskum lækki á næstunni. „Yið höfum fengið mjög góð viðbrögð og hlýjar viðtökur viðskiptavina sem eru ánægðir með að geta keypt plöt- ur hér á landi í stað þess kaupa fulla tösku í næstu utanlandsferð." Því hefur verið haldið fram að Japís sé ekki marktæk plötuverslun, þar sem stofn- og rekstrarkostnaður sé ekki í samræmi við venjulega plötuverslun. Einnig hafa sumir hald- ið því fram að þið seljið plötur á lægra verði á kostnað þjónustu. „Við höfum vissulega beitt öðmm söluaðferðum og ef þær aðferðir hafa komið sér betur fyrir neytend- ur, þá hlýtur það að vera jákvætt. Ef menn þurfa að halda slíkri yfir- byggingu að fólk hefur ekki efni á að kaupa þá vöm sem þeir eru að selja, hlýtur eitthvað að vera að. Hljómtæki sem Japís er að selja eru t.a.m. á hliðstæðu verði og í Evrópu að frátöldum tolli og það má hik- laust bera þetta saman. Við emm að ganga inn í nýja tíma í verslun og menn verða að átta sig á því að við erum ekki Iengur þessi litla eyja norður í hafi þar sem menn geta leyft sér það sem þeim sýnist.“ MIKILL EINS OG fram kemur í grein- inni hér til hliðar eru skipta skoðanir um verð geisladiskar hér á landi. í óvísindalegri könnun kom í Ijós nokkur verðmunur iunanlands og að diskar eru mun dýrari hér en í nágrannalöndum. $ú skýring að nýjar plötur séu á háu verði til að borga útgáfu á eldri plötum er ekki ýkja trúverðug, né heldur að verð sé lækkað þegar um er að ræða tónlist sem löngu er búin að borga sig. Hér má nefna að tónlist Bítlanna er búin að borga sig margfalt, er samt sem áður em geisladiskar með Bítlunum seldir á kr. 1.899 hér á landi. Það hlýtur að koma öllum til góða að lækka verð á geisladisk- um; kaupendur gleðjast og selj- endur selja fleiri diska. Enn eitt dæmið um það sem gerist þegar menn bregða fæti fyrir frjálsa samkeppni. Hringt var í verslanir Skífunn- ar og Steinars hf. og hljómplötu- deild Japís, og samanburðar var hringt í Virgin Megastore í Lund- únum og Pladesmedjen í Kaup- mannahöfn. Athygli skal vakin á því að í stórverslunum eins og Virgin er plötuverð oft sérlega lágt á einum eða tveimur titlum, vegna kynningarátaks útgef- anda, sem þá jafnvel gefa versl- uninni hundraðireintaka. Allar upphæðireru í íslenskum krón- um og miðað er við gengið 107 á sterlingspundi og 9,50 á danskri krónu; STEINAR Queen — Innuendo 1.899 Sting — The Soul Cage 1.899 Madonna — The Immaculate Collection 2.699 Pavarotti/Domingo/Carrer- as/Metha — Concert 1.899 The Essencial Pavarotti 1.899 SKÍFAN Queen — Innuendo 1.899 Sting — The Soul Cage 1.599 (tilboð) Madonna — The Immaculate Collection 2.199 Pavarotti/Domingo/Carrer- as/Metha — Concert 1.899 The Essenciai Pavarotti 1.799 (tilboð) JAPÍS Queen — Innuendo 1.690 Sting — The Soul Cage 1.280 (tilboð) Madonna — The Immaculate Collection 1.790 Pavarotti/Domingo/Carrer- as/Metha — Concert 1.490 The Essencial Pavarotti 1.280 (tilboð) VIRGIN MEGASTORE Queen — Innuendo 1.229 Sting — The Soul Cage 1.282 Madonna — The Immaculate Collection 1.389 Pavarotti/Domingo/Carrer- as/Metha — Concert 1.336 The Essencial Pavarotti 1.389 PLADESMEDJEN Queen — Innuendo 1.700 Sting — The Soul Cage 1.425 Madonna — The Immaculate Collection 1.510 Pavarotti/Domingo/Carrer- as/Metha — Concert 1.425 The Essencial Pavarotti 1.425 Til gamans má svo gefa hér upp verð á þessum plötum í Tow- er Records-versluninni í New York, en Tower er stærsta plötu- verslanakeðja í heimi, eins konar tónlistarhagkaup. The Essencial Pavarotti var þó ekki til þar, enda eingöngu ætluð fyrir Evr- ópumarkað. Verð í krónum, gengi dollars er 54,50. TOWER RECORDS Queen — Innuendo 654 Sting — The Soul Cage 654 Madonna — The Immaculate Collection 872 (tilboð) Pavarotti/Domingo/Carrer- as/Metha — Concert 762 (tilboð)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.