Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991
C 29
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Ossian (í miðju) og Reider segja Jóhönnu Pálmadóttur til.
efnið og sást fljótt hverjir höfðu
komið nærri slíku áður. Ossian
Kidholm sagðistí lok námskeiðsins
vera mjög ánægður með hve nem-
endur hefðu komist langt með að
ná tökum á verkefninu á svo stutt-
um tíma. Hann er helsti kennari
Norðmanna og Ieiðbeinandi í kan-
ínurækt og meðferð og úrvinnslu
fiðu.
Allt heimaunnið í Noregi
í Noregi er öll fiða unnin heima
og fást þar allt að 1.000 norskar
kr. fyrir kg af heimaspuninni ull
og um 10.000 norskar krónur fyr-
ir kg þegar hún er komin í vel-
gerða fullunna flík. Tilgangur
námskeiðsins var að sögn Ingi-
mars Sveinssonar að stuðla að
aukningu atvinnutækifæra í sveit-
um með því að vinna úr ullinni
heima í framleiðslusveit.
- D.J.
Tilgangur nám-
skeiðsins var að
sögn Ingimars
Sveinssonar að
stuðla að aukningu
atvinnutækifæra I
sveitum með því að
vinna úr ullinni
heima í f ramleiðslu-
sveit.
Við gerum
okkar besta
^Til Velvakanda.
Eg er kassastúlka í versluninni
Hagkaup. Við leggjum okkur
fram til þess að þjóna og sýna við-
skiptavinum góðar móttökur en því
miður virðist margt fólk ekki geta
sætt sig við þessa þjónustu sem við
höfum fram að færa. Sumt fólk
virðist vilja meira. Þetta fólk getur
verið svo ókurteist og ruddalegt að
stundum eigum við mjög erfitt með
að brosa fallega og þakka góð við-
skipti (sem voru heldur óskemmti-
leg) og vona það að þessi sami við-
skiptavinur komi aftur til þess að
versla og kvarta. Því er líka miður
að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér
og notfæri sér þessa aðstöðu óspart
á stundum. Ef við erum með hrað-
kassa, sem aðeins leyfa tíu hluti,
þá annaðhvort segir fólk að það sé
með svona 12 hluti og svo kemur
í ljós að það er með um 20 eða 30,
eða þá að það reiðist mér, blásak-
lausri stúlku, fyrir að segja að því
miður eigi það að fara á annan
kassa. Við erum ekki með hrað-
kassa fyrir okkur heldur fyrir ykk-
ur.
Það sem ég er að reyna að segja
er að við gerum okkar besta og
viljum að fólkið beri virðingu fyrir
okkar starfi, Sem betur fer eru til
kúnnar sem meta það sem við ger-
um og hrósa okkur, fara jafnvel að
hrósa okkur hjá deildarstjóra okkar
sem er þá kannski mótvægi við þær
kvartanir sem dynja yfir okkur. Að
lokum vil ég þakka þeim sem meta
okkur og eru vingjarnlegir. Þið eruð
ómetanlegur stuðningur í þessu
vanþakkláta starfi.
A.B.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
íyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina.
OÞORF UOSANOTKUN
Kæri B.G. minn. Ég þakka þér
athugasemd þína vegna pistils
míns um ljósanotkunina um daginn
í Morgunblaðinu og nefnir þér þætti
gaman að heyra allar ástæðurnar
sem ég hefði gegn ljósanotkun á
daginn, ég hefði aðeins nefnt eina,
sem ég og gerði. Astæðumar eru
jafnmargar þeim bílum sem ég mæti
með háu ljósin í dagsbirtu og þeir
eru því miður alltof margir. Þá er
Nokkuð hefur að undanförnu
verið rætt um virðingu Al-
þingis og segja flestir að hún hafi
farið minnkandi. Reyndar hefur
þetta komið fram í máli þing-
manna. Ég get ekki neitað því að
ég ber ekki sömu virðingu fyrir
þessari stofnun sem áður og mér
sýnist líka að þingmenn beri minni
virðiqjpi fyrir sjálfum sér og hveij-.
betra að hafa luktirnar myrkar á
daginn. Það er hægur vandi þess er
móti kemur, að blikka þann sem
hefur gleymt að kveikja, þegar rök-
kvar. Það gegnir líka öðru máli úti
á þjóðvegum heldur en í þéttbýli. Þar
aka allir alltaf með lágu ljósin tendr-
uð.
Mér skilst á grein þinni að þú
ætlir mig meina böm og unglinga,
þegar ég segi: Börn nútímans. Þar
um öðrum en áður. Sumir telja að
það myndi einfalda þingstörf ef
þingmönnum yrði fækkað um t.d.
helming. Ég held að það væri til
góðs. Svo ætti landið að vera eitt
kjördæmi. Það myndi verða til þess
að þingmenn hefðu jafnan hag allra
landsmanna í huga en væru ekki
að beijast fyrir gæluverkefnum til
að afla sér atkvæða. Jóhannes
á ég við núlifandi kynslóð, fullorðna
fólkið fyrst og fremst, en ekki ung-
dóminn, sem er framtíð lífsins á jörð-
inni, sá neisti sem tendrar framtíðar-
ljósin. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim
sem eldri eru, að leggja lífsblómið
ósnortið í hendur hinna ungu — æsk-
unnar — sem erfir landið og mögu-
leika þess. Þar er þó á bæði mikill
og alvarlegur misbrestur í mannlífinu
— meðferð okkar á gæðum, gögnum
og auðlindum jarðarinnar. Jafnvel
þótt ég amist við ljósanotkun í björtu
á sá háttur minnstan þáttinn í meng-
un jarðarinnar. Þar er um aðra og
miklu alvarlegri bresti að ræða.
Að lokum, þar sem þú ert á 18.
ári og þar með á fyrsta ári ökuferils
þíns, vil ég óska þér brautargengis
og fararheilla, og munum það báðir
— og öll — að hraðakstur er hættu-
legri en flest annað í umferðinni.
Þá langar mig að senda þér héma
nokkrar stökur, sem komu mér í hug
á meðan ég var að skrifa þetta bréf.
Frá upphafi til enda dags,
öll þín verði saga,
sigurganga lífs og lags,
sem Ijómi bjartra daga.
Þess ég óska þér ég vii,
þinni lífs á gðngu,
að þín verði öll góð skil,
aldrei beitir röngu.
Líði fram þitt líf af gnótt,
ljúfar gerist sögur.
Eygðu lífsins list og þrótt,
landsins ungi mögur.
Ég vildi vera á 18. árinu.
Gunnar Gunnarsson
Virðing Alþingis
Reiðnámskeið
við Bústaðaveg
Hestamannafélagið Fákur heldur reiðnámskeið fyrir börn
og unglinga, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður 2 tíma
í senn kl. 14.00 og kl. 16.00.
Innritun í síma 672166 milli kl. 13.00 og 17.00 virka daga.
Hestamannafélagið Fákur.
CADILLAC SEDAN DE VILLE, ÁRG. 1990
Þessi virðulegi og ríkulega búni eðalvagn er til sölu, ekinn 20.000
km. Litur: Dökkvínrauður. Framhjóladrifinn, leðurinnrétting, búinn
öllu því sem fullvaxinn lúxusbíl má prýða. Frábærir aksturseigin-
leikar, í senn mjög kraftmikill (V 8, 4.5 I) og ótrúlega sparneytinn
(12-13 I. á hundraðið).
Verð kr. 3.850.000,-. Nánari uppiýsingar í síma 666631.
Háskóli
íslands
Úthlutun styrkja
úr Sáttmálasjóði
Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr Sátt-
málasjóði Háskóla íslands, stílaðar til háskólaráðs, skulu
hafa borist skrifstofu rektors í síðasta lagi 30. apríl nk.
Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júní
1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands 1918-1919,
bls. 52.
Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur, samþykkt-
ar af háskólaráði, liggja frammi í skrifstofu Háskóla ís-
lands hjá ritara rektors.
íh».. í
0
III
0
0
0
0
III
0
0
I
hotei mm
BENIDORM KVÖLD
- KVÖLD, SEM KEMUR ÞÉR SPÁNSKT FYRIR SJÓNIR
miðvikudaginn 27. mars (daginn fyrir skírdag).
— Vorsúpa með suðrænu grænmeti —
— Lambaturnsteik með rauðvínssósu —
— Rommís með konfektsósu —
Matargestum boðið upp á fordrykk.
Páll Eyjólfsson sér matargestum fyrir
ósvikinni spænskri gítartónlist.
Verð fyrir matargesti einungis kr. 2.700,-
Opnað verður fyrir aðra en matargesti kl. 22.00
• Kynnir verOur Magrét Hrafnsdóttir.
• Ómar Ragnarsson skemmtir.
• Sýnd verður kynningarmynd frá Benidormferðum
Ferðaskrifstofu Reykjavíkur.
• Glæsilegt ferðahappdrætti.
mDansarar frá Dansskóla Auðar Haralds sýna
spænska dansa.
• Danshljómsveitin Heiðursmenn og Koibrún leika
fyrir dansi til kl. 3.00
Borðapantcmir og allar nónari upplýsingar ó Hótel Borg ! síma 1 1440..
Sjáumstl
la
III
a
o
o
o
o
0
0
0
0
0
M