Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 C 7 Hver á hvað fyrir austan? H VER á hvað í Austur-Þýska- landi, sem áður var? Þessi spurn- ing vefst fyrir mönnum og með þeim afleiðingum, að fyrirtækin halda að sér höndum með fjár- festingar og þar með efnahags- lega uppbyggingu i austurhlut- anum. egar kommúnistar tóku völdin í Austur-Þýskalandi sölsuðu þeir undir ríkið nærri eina milljón ýmissa fasteigna, jarða, húsa og fyrirtækja, en nú vilja fyrri eigend- ur fá þær aftur. Það var því ekki að ófyrirsynju þegar vikuritið Wirtschaftswoche varpaði fram þeirri spumingu fyrir skemmstu hveijum Austur-Þýskaland tilheyrði í raun og veru. Áður en til sameiningarinnar kom höfðu stjórnvöld í Bonn og Austur-Berlín orðið ásátt um, að eignum, sem gerðar voru upptækar frá því í maí 1945, þegar stríðinu lauk, og fram til 1949, þegar Austur-Þýskaland var stofnað, skyldi ekki skilað aftur. Eignum, sem kommúnistastjómin gerði upp- tækar eftir þennan tíma, átti hins vegar að afhenda fýrri eigendum. Að standa við þetta samkomulag er aftur á móti erfitt og oft óger- legt. Fyrrverandi eigendur, sem margir hafa búið áratugum saman í Vestur-Þýskalandi, verða því ósjaldan að sætta sig við einhverjar skaðabætur í stað þess að fá húsin sín aftur enda stendur ekki til að reka núverandi íbúa út á götuna. Þá verður heldur ekki skilað landi, sem notað hefur verið undir íbúða- blokkir, barnaleikvelli eða önnur slík mannvirki. Það hefur líka komið fyrir, að fjöldi manns hafi gert tilkall til sömu eignarinnar og ekki bætir úr skák, að eignaskráning í Austur- Þýskalandi var öll í molum og varla marktæk. Mikilvægar teikningar og skjöl hafa horfið og embættis- menn fyrri stjórnar eyðilögðu eða strikuðu út alls konar bókanir og yfirlýsingar. Þá em mörg dæmi þess, að Austur-Þjóðveijar sjálfir krefjist himinhárra upphæða fyrir eignir, sem þeir hafa aldrei átt. Annað vandamál er svo verk- smiðjur og fyrirtæki, sem þýska stjórnin vill einkavæða, og er ekki búist við, að þeim verði skilað í hendur fyrri eigenda. Vestur-þýsk fyrirtæki, til dæmis IG Farben, hafa þó krafist þess, að fyrrum j dótturfyrirtækjum þeirra, sem kommúnistar gerðu upptæk, verði j skilað og vegna þeirrar kröfu hafa hlutabréf í IG Farben hækkað veru- ! lega. Gamli, þýski aðallinn lætur sig heldur ekki vanta en fyrir stríð átti hann stóran hluta allra jarðeigna í austurhlutanum. Kommúnistar slógu hins vegar eign sinni á 3,3 milljónir hektara og flögguðu þá með slagorðinu „Junkarajarðir í hendur bændum". Þegar svo búið var að skipta jörðunum upp á milli bænda voru þeir neyddir til að af- henda þær samyrkjubúunum. Þessir fyrrverandi bændur vilja nú jarðim- ar aftur, sömu jarðirnar og junkar- amir gera kröfu til. -MEINOLF ELLERS vinda þrífa gólf og veggi aldrei í vatn þægilegt í notkun TILBOÐSVERÐ t Rúllufötu, álskafti, festiplötu og moppu KR. 10.638,- stgr. KYNNING MÁNUDAG, ÞRIÐJUDAG )G MIÐVIKUDAG Bílaleiga Flugleiða hefur tekið við Hertz umboðinu á Bslandi Hertz er stærsta bílaleiga í heiminum. Þar eru gerðar afar strangar og miklar kröfur um öryggi, viðhald og um- hirðu bílanna svo og um þjónustu við viðskiptavinina. Aðeins eru boðnar til leigu bif- reiðategundir sem hafa áunnið sér traust og hylli almennings og enginn bíll er nokkru sinni afhentur án þess hafa gengfð í gegnum nákvæma öryggis- og þjónustuskoðun. Samvinna Bílaleigu Flugleiða og Hertz tryggir viðskiptavinum Flugleiða öryggi og þjónustu eins og best gerist á alþjóðlegan mæli- kvarða. Hún stuðlar að bættri þjónustu innanlands og tengir Flugleiðir beint við alþjóðlegt bókunarnet Hertz. Síminn er 690500 og fax 690458. =VAPLEX= TREFJAGIPSPLÖTUR ÁVEGGI, LOFTOG GÓLF KANTSKURÐUR SEM EGG ÖRUGGT NAGLHALD A BRUNAFLOKKUR VIÐURKENNT AF ELDVARNA- EFTIRLITI RÍKISINS HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.ÞORGRlMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.