Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MEIMNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991
SÍGILD TÓNLIST/Afhverju samdi Sibelius helstjyrirhúar
raddirf ______
Söngvar eftir Sibelius
TÍMARITIÐ Finnish Music Quarterly 3-4/90 var tileinkað finnska
tónskáldinu Jean Sibelius en í fyrra voru 125 ár liðin frá fæðingu
hans eins og tónleikagestum SÍ er enn í fersku minni. Sibelius fædd-
ist árið 1865, nánar tiltekið 8. desember, en lést úr heilablóðfalli
1957, 91 árs gamall. Þótt Sibelius sé kannski þekktastur fyrir sinfón-
ísku verkin sín, var hann einnig meistari minni forma, og t.d. á
hann enga jafningja á Norðurlöndum í söngljóðagerð. Og það eru
einmitt hugleiðingar um tjáningu á söngvum Sibeliusar sem hinn
danski Kim Borg bassasöngvari skrifaði í rit þetta sem vöktu áhuga
minn. Kim Borg hljóðritaði árið 1957 úrval af söngvum Sibeliusar
(DGG LPEM 19113) en Iét nýverið af störfum í Konunglegu tónlist-
arakademíunni í Kaupmannahöfn.
Kim Borg veltir fyrst fyrir sér
spumingunni hvers vegna
söngvum Sibeliusar hafi mistekist
að ná þeirri aiþjóðlegu athygli sem
þeir verðskuida, en söngvar hans
eru rúmlega 90
talsins. Honum
finnst að útgef-
endur hafi að
talsverðu leytí
brugðist, en einn-
ig telur hann þá
staðreynd, að
eftir Jóhönnu flest ljóðin eru á
Þórhollsdóttur sænsku, hafa
staðið í vegi ,fyrir alþjóðaathygli
og kannski ekki síst að flestir
söngvanna eru samdir fyrir háar
raddir. (Það er haft eftir maestro
einhvem tíma, þegar hann dvaldist
í Stokkhólmi að hann hafi sagt
glettnislega að honum fyndist lítið
um bassa eða lágar raddir; hann
kysi helst sóprana og þá feitar.)
Og í áratugi vom það sópransöng-
konumar sem vom vinsælastar á
sviðinu. Af þessum ástæðum hafa
söngvarar oft þurft að tónflytja
lögin. Kim Borg hefur ákveðnar
skoðanir á tónflutningi. Honum
finnst t.d. að lagið „Var det en
dröm“ eigi alltaf að vera í h-moll
það sé aldrei eins gott tónflutt og
„Den första kyssen" verður að vera
í uppmnalegri tóntegund út af ein-
um einasta hljómi, E-dúr, sem skíni
í gegn eins og stjama. Það hlýtur
að fara í taugamar á tónskáldum
þegar söngvarar em að tónflytja
verkin þeirra fram og aftur í tón-
tegundum, en Kim Borg segir að
þegar velja þurfi um að pína rödd-
ina á efri registeri eða flytja lagið
aðeins niður, þá sé síðari kosturinn
betri. Söngvarar hrista oft höfuðið,
þegar tónskáld skilja ekki takmörk
söngraddarinnar. Það getur líka
verið að hefðbundnar sálir hrylli
við óhefðbundnum skrifmáta Sibel-
iusar og þá kannski sérstaklega í
þýskumælandi heiminum. í lögum
hans er sjaldan regluleg bassalína
(og stundum engin) og undirleikur-
inn minnir oft heldur á hljómsveit-
arútsetningu.
Enskumælandi þjóðir og ekki
síst Ameríkanar eiga t.d. mjög er-
fítt með að syngja á sænsku; það
er auðveldara að syngja á fínnsku,
hljóðfræðilega a.m.k. En það er
ástæða fyrir því að Sibelius notaði
svo mörg sænsk ljóð. Hann ólst
upp við tvö tungumál, fór í fínnsku-
mælandi skóla en heima fyrir var
töluð sænska. Runeberg hreif tón-
skáldið til að skrifa fyrsta söngva-
safnið sitt, einnig samdi hann t.d.
við ljóð Frödings og Rydbergs. Á
fínnsku samdi hann mest við Kalev-
ala.
I lok greinarinnar spyr Kim Borg
hvort það geti verið fínnskum eða
norrænum söngvurum að að ein-
hveiju leyti að kenna að söngljóð
Sibeliusar séu lítt þekkt og jafnvel
viðurkennd. Kim Borg fínnst ein
af ástæðunum að nóturnar séu
jafnvel fráhrindandi eða ekki nógu
„uppörvandi" en úr sumu megi
bæta. T.d.:
— Val söngvara áljóðum. Marg-
ir velja t.d. „Flickan kom“ sem Kim
fínnst vera búið að syngja gjörsam-
lega í hel í Skandinavíu. Betra,
segir hann að velja áhrifameiri ljóð
og þá tónflytja
þau. Og hann
hefur tekið eftir
að „Svarta ros-
or“ er áhrifa-
meira í D-dúr en
upprunalegri
tóntegund.
— Mikilvæg-
ast af öllu er að
flytja Sibelius
eins og hann bað
sjálfur um
„molto appassi-
onato", eða með
tilfinningahita.
Og það er inni-
haldið og túlkun-
in sem á að vera
„molto appassi-
onato" en ekki
eigin tilfinning
söngvarans.
— Söngvarar
festast oft í
nótunum og
gleyma frösum
og línum. Eru of
bundnir í taktin-
um, því að verkin
eru ekki stærð-
fræðidæmi held-
ur tónlist.
— Söngvarar
ættu að breyta hljómblæ sínum,
ekki bara frá lagi til lags heldur
innan hvers tónverks fyrir sig, milli
tóntegundaskipta og hljómagangs.
Það verður að vera endalaus lína,
segir Kim Borg m.a. í þessari fróð-
legu grein sinni í þessu gamla ein-
taki af Finnish Music Quarterly
sem ég rakst á af tilviljun.
HEIÐURSLAUN
BRUNABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS
1991
Stjóm Brunabótafélags Islands veitir einstalclingum
heióurslaun samkvæmt reglum, sem settar voru órið
1982 í því skyni að gefa þeim kost ó að sinna sérstök-
um verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfé-
lag, hvort sem er ó sviði lista, vísinda, menningar,
íþrótta eða atvinnulífs.
Reglurnar, sem giida um heióurslaunin og veitingu
þeirra, fóst ó skrifstofu BÍ í Ármúla 3, Reykjavík.
Þeir, sem óska að koma til greina við veitingu heiðurs-
launanna 1991, þurfa að skila umsóknum til stjórnar
félagsins fyrir 10. apríl 1991.
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS.
Melsölublad á hverjum degi!
BLÚS /Er hægt ab lœra blús?
Jarðtengd tónlist
HANNES Jón Hannesson á sér langa sögu í íslenskri rokksögu, bæði
sem gitarleikari í Brimkló og sem sólóleikari, en meðal annars sendi
hann frá sér breiðskífu þar sem hann fór ekki leynt með dálæti sitt á
bandarisku sveitarokki. Fyrir þremur árum lagði Hannes land undir
fót til náms í gítardeild Musician’s Institute í Hollywood. í því námi
bættist blúsinn við rokkið og sveitarokkið og á síðasta ári mátti sjá
Hannes og Einar Vilberg leika blús og rytmablús á Blúsbarnum.
HITAMÆLAR
SöyifteMuigiMiF
Vesturgötu 16,
8Ími 13280.
í Kaupmannahöfn
Eftir að að utan var komið hefur
Hannes tekið sér fyrir hendur
gítarkennslu og þá meðal annars
kennslu í blúsgítarleik. Hannes sagð-
ist hafa lengi langað að komast í
ekta músík- og gít-
arskóla og kynnast
þeim mönnum sem
þar kenna. „Ég
byijaði að undirbúa
mig undir skólann
snemma árs 1988
og fór svo í hann
um haustið.
Þetta var ákaf-
lega erfíður skóli, mun erfíðari en
ég bjóst við, og varð erfíðari með
hveiju misseri. Ég
var þama heilt ár,
en tók mér hlé eftir
fyrstu önnina, enda
var umhverfíð
framandi, en eftir
það gekk allt vel.
Ungur var ég
Bítlaáhugamaður,
ég var fyrsti og eini
íslendingurinn sem
gekk í Bítlaklúbb-
inn, var meðlimur
nr. 48.145. Næst á
eftir Bítlunum voru
Shadows. Á
menntaskólaár-
unum kynnti ég
mér allar gerðir
tónlistar sem ég
komst yfir og þar
á meðal var blús-
inn. Ég las mér til
um alla þessa
gömlu blúsara, en það var ekki hægt
að ná í neitt með þeim hér heima.
Eitt sinn þegar ég var á ferð um
Kaupmannahöfn komst ég í plötubúð
þar sem allir þessir karlar sem ég
hafði lesið um voru til; Robert Jo-
hnson, Charlie Patton, Blind Lemon
Jefferson og T-Bone Walker og ég
keypti heilu kassana. Ég hafði því
alltaf haft lúmskt gaman af blús; en
aldrei viljað spila, hann stakk mig
einhvers staðar. Þama í Hollywood
opnaði ég mig svo rækilega fyrir
rafblúsnum."
Kennir þú þá blús hér heima?
„Ég ákveð ekki hvað menn læra;
nemendur koma til mín og biðja mig
um að kenna þeim á því sviði sem
þeir hafa áhuga. Þeir eru ansi marg-
ir sem koma og biðja um blús, en
þeir sem vilja rokkið vilja margir
kynna sér Hendrix, Zeppelin og álíka
blúsgrunnað rokk frá sjöunda ára-
tugnum; tónlist sem er jarðtengd og
það fínnst mér ágætt.
í spilamenns-
kunni höfum við
Einar aðallega tek-
ið fyrir menn eins
og J.J. Cale, því
tónlistarsmekkur
íslendinga hefur
verið svo slæmur
síðustu ár, þó hann
sé að breytast, að
það hefur ekki ver-
ið hægt að taka
fyrir t.a.m. Charlie
Patton eða Robert
Johnson. Blúsbar-
inn hefur verið eini
staðurinn þar sem
við fáum svigrúm
til að gera eitthvað
sem við viljum
sjálfir."
Að lokum, er
hægt að læra blús?
„Það hefur loðað
við menn hér á landi að þeir vilji
ekki læra; þeir vilja vera hráir, en
þú þarft að læra ýmislegt áður en
þú getur nýtt þér innblásturinn. Þeir
sem halda að það sé ekki hægt að
læra blús eru alltaf að hlusta á aðra
tónlistarmenn og læra af þeim, þó
þeir vilji ekki kannast við það.“
eftir Árna
Matthíasson
Ijósmynd/Björg Sveinsdóttir
Hannes Jón Hannesson Opnaði
sig fyrir blúsnum.