Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAEMBkwitmR 24 MARZ 1991 ÆSKUMYNDIN... ERAFÞÓRUNNISIGURÐARDÓTTUR LEIKSTJÓRA Sýndi leikrít háaloftinu „ÉG HELD að leiklistarbakterían hafi alltaf blun- dað í mér. Þegar ég var tveggja og þriggja ára var ég til dæmis látin troða upp í boðum hjá ömmu minni á Snæfellsnési og fara með þulur sem ég kunni í löngum bunum.“ Þórunn Sigurðar- dóttir leikstjóri og leikritahöfundur er 46 ára og næstelst sex systkyna. Hún leikstýrir söngleiknum „Kysstu mig Kata“, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir og með haustinu fer hún til Danmerkur þar sem hún hefur verið beðin um að setja upp leikrit á Svalegangen í Arósum. Þórunn er gift Stefáni Baldurssyni Þjóðleikhús- stjóra og eiga þau tvö börn, Baldur, sem verður stúdent frá MR í vor, og Unni Ösp, 14 ára. Unnur Ösp leikur einmitt í „Litbrigðum jarðar“ sem sjón- varpið byijar að sýna í kvöld. „Eiginleikar Tótu voru mjög áber- andi strax í bamæsku. Hún samdi og setti upp leikrit í herberginu sínu uppá háalofti í Lönguhlíðinni, þar sem hún ólst upp, og sýndi leikritin fyrir áhorfendur, sem yfir- leitt voru börn úr hverfinu. Ég held hún hafí aldrei verið feimin,“ segir Kristín Guðmundsdóttir frænka Þórunnar og æskuvin- kona. „Foreldrar Tótu áttu sumar- bústað við hliðina á bænum sem ég bjó á í Kollafirði, svo samgang- urinn var mikill á sumrin. Tóta teiknaði mikið sem bam og oft voru myndimar tengdar leikhús- inu, ég man að hún teiknaði til dæmis mjög skemmtilegar myndir af ballettdönsurum." Kristín segir að sjálfstæði Þór- unnar hafí strax verið áberandi. „Hún var líka mjög skapandi og ofboðslega hugmyndarík. Hún lifði sig inní eigin hugarheim og við bjuggum til margar sögur út frá hinum ótrúlegustu hlutum. Við dunduðum okkur stundum við að horfa uppí loft í herberginu mínu sem var viðarklætt. Við sáum margar myndir í viðnum og ímyn- duðum okkur allt mögulegt út frá þeim. Við vorum báðar hjátrúar- fullar og hoppuðum til dæmis allt- af yfir eina tröppu í húsinu, því við vorum sannfærðar um að annars kæmi eitthvað slæmt fyrir okkur. Mig minnir að Tóta hafí átt frum- kvæðið að þessu, eins og reyndar mörgu öðru sem við gerðum saman.“ Þórunn og Kristín fóru oft á hestbak sam- an í sveitinni og um fermingu fóru þær á landsmót hesta- manna á þing- völlum. „Það var afar skemmtileg ferð sem við höfðum báðar gaman af. Þórunn hafði alltaf mikinn áhuga á hestum og við fórum oft í reiðtúra saman á sumarkvöldum. Hún er skapgóð og glaðlynd og hefur alla tíð verið mjög hressileg í framkomu. Ég man aldrei eftir að hafa séð hana í fýlu. Tóta hef- ur alltaf verið dugleg að skrifa og ég á fullan kassa af bréfum frá Þegar Þórunn vartveggjaog þriggja ára var hún vinsæl í boðum hjá ömmu sinni á Snæfellsnesi þar sem hún fór með Iangar þul- ur fyrir gest- ina. henni sem hún skrifaði þegar hún var í sveit á Kvískeijum, í skóla á Eiðum og í útlöndum." ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON Fréttahaukar að störfum Danski forsætisráðherrann, H.C. Hansen, lengst til vinstri, þá dansk- ur blaðamaður og síðan Ólafur Gunnarsson, Vísi, Haraldur Hamar, Morgunblaðinu, Axel Thorsteinsson, Vísi, fyrir aftan hann Sverrir Fastur liður í starfí blaðamanns- ins er að sækja svokallaða blaðamannafundi, sem efnt er til af hinum margvísle- gustu tilefnum. Stund- um er hóað í blaðamenn þegar ný verslun er opnuð og þykja slíkir fundir að jafnaði ekki merkilegir. Öðru máli gegnir þegar stjómmál- amenn boða til blaða- mannafundar, ekki síst þegar á ferð eru erlendir stjómmálamenn. Með- fylgjandi myndir úr myndasafninu eru frá einum slíkum fundi, sem haldinn var í sendiráði Dana við Hverfísgötu laust fyrir 1960 þegar H.C. Hansen, þáverandi forsætis- ráðherra Dana, var hér á ferð. Þeg- ar um slíka fundi er að ræða bein- ist athygli ljósmyndar- ans einkum að þeim sem boðar til fundarins enda ekki venjan að birta myndir af blaða- mönnum við störf. Ein- hverra hluta vegna hef- ur athygli Ólafs K. þó beinst að kollegunum að þessu sinni enda einvala lið á ferð og sjálfsagt ijóminn af þeim blaðamönnum sem þá störfuðu hér á landi. Sumir þessara manna eru enn í blaðamennsku og láta engan bilbug á sér fínna. SUNNUDAGSSPORTIÐ Hestamennska LÍKLEGA eru hvergi í heiminum til jafnmargir hestar og á íslandi, ef tekið er mið af hinni frægu höfðatölu sem okkur Islendingum þykir oft svo gaman að taka mið af. Þegar úlpuklæddir hestamenn með hross í taumi fara að sjást síðveturs vita menn að vorið nálg- ast, rétt eins og þegar lóan kemur til landsins. Hestamennska er miklu meira en íþrótt. Þetta er spuming um samskipti manna og dýra auk þess að vera heilsusamlegt sport,“ segir Bima Lárusdóttir, 14 ára Reykjavík- urmær, sem hefur hina svokölluðu hestadellu. Bima á fimm vetra klár sem hún hef- ur í hesthús- um Fáks í Víðidal. „Ég fer uppí hest- hús að með- altali fímm sinnum í viku og mér líður illa ef langt líður á milli þess sem ég fer uppeftir,“ segir hún. Birna seg- ist hafa haft áhuga á hestum frá því hún man eftir sér. „Ég kynntist þeim þó ekki fyrir al- vöru fyrr en ég fór í sveit fyrir fjór- um árum. Þá fór ég alltaf á bak þegar færi gafst.“ Hún hefur farið á nokkur reiðnámskeið og hyggst fara fljótlega á annað námskeið með Árvakur, hestinn sinn. „I Reiðhöll- inni eru reglulega haldin námskeið, bæði fyrir byijendur og lengra komna og þeir sem eiga hesta geta farið með eigin hesta og lært betur að vinna með þá. Það er mikilvægt í hesta- mennsku að vera ákveð- inn. Hestur- inn verður að vita hver ræður!“ segir hún og af raddblænum má ráða að Árvakur þurfi ekki að kvíða þvi að vera í vafa um hver ræð- ur þegar Birna er ná- lægt. Bima seg- ir að sam- skipti hesta og manna séu afar mögnuð og heillandi. „Þetta er hárn- ákvæmt samspil og það er stórkost- legt þegar maður hefur náð ákveðnu valdi á hestinum og finnur samt hversu góður vinur hann er.“ BÓIUN Á NÁTTBORÐINU Auk íslandsklukkunnar sem ég hef lesið oftar en aðrar bæk- ur, hef ég nýlokið lestri á Jerúsalem eftir séra Rögnvald Finnbogason. Þar að auki hef ég verið að lesa yfír handrit af óútkominni skáld- sögu. * Eg hef verið að lesa Seið og hélog eftir Ólaf Jóhann Sig urðsson og finnst hún að mörgu leyti góð. Ég hef lesið töluvert af bókum hans, meðal annars Gang- virkið sem er fyrri bókin í sama flokki og Seiður og hélog. Ég er í íslenskunámi og les mikið, aðallega íslenskar skáldsögur og ljóð. PLATAN Á FÓNINUM Síðasta platan sem ég hlustaði á var platan sem gefin var út til styrktar rannsóknum á eyðni. Þetta eru margir flytjendur og sum lögin eru leiðinleg en önnur skemmtileg. Ég hlusta frekar mikið á tónlist og allt nema þungarokk. Sérstaklega fínnst mér gaman að gömlum lög- um, til dæmis með Glenn Miller. * Eg hlustaði nýlega á Hvítlaukinn með Ladda. Laddi getur oft verið mjög fyndinn og þessi plata finnst mér skemmtileg. Annars hlusta ég ekki mikið á plötur og finnst yfirleitt skemmtilegra að lesa. MYNDIN í TÆKINU * Eg horfði síðast á upptöku úr sjónvarpinu af Spaugstofunni sem mér finnst með fyndnasta sjón- varpsefni sem sést hefur. Höfundar og leikarar þessara þátta eru óborg- anlegir, þeir eru svo fyndnir. Ég tek aldrei myndbönd á leigu, en horfi stundum á sjónvarpsefni sem ég hef tekið upp, sérstaklega gaman- myndir eða grínþætti. Kristján Friðriksson auglýsinga- leikstjóri Síðasta myndband sem ég sá var Spielberg-myndin Always. Mér fannst þetta ekki gott skref hjá Spielberg og þótti myndin bæði langdregin og væmin. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.