Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 2 B riTTWwr.'nuiii Rússasamningamir gjörbreyta verkefna- stöðu Alafoss Samningar þurfa að takast um að Landsbanki láni nýstofnuðum banka rússneska lýðveldisins SAMNINGURINN sem Álafoss hf. gerði við Rosvneshtorg, fyrirtæki rússneska utanríkisviðskiptaráðuneytisins, og sagt var frá í blaðinu í gær, er með fyrirvara um að takist að semja við Landsbanka ís- lands um lán til nýstofnaðs banka rússneska lýðveldisins, Vneshtorg- bank, vegna kaupa Rosvneshtorg á ullarvörunum. Rússneska þingið samþykkti 15. janúar sl. að úthluta Rosvneshtorg m.a. olíu og málm- um til að standa undir endurgreiðslum árin 1992-1994. Samningurinn við Rosvneshtorg hljóðar upp á kaup á peysum og jökkum héðan í ár og á næsta ári fyrir 10 milljónir Bandaríkjadala, eða um 600 milljónir króna. Einnig hefur verið samið við sovéska sam- vinnusambandið um vöruskipti fyrir um 180 milljónir króna á þessu ári. „Öll okkar sala til Sovétríkjanna í ár er með bankaábyrgðum. Það er ákaflega gott fyrir okkur að ná þessum samningum og hvað varðar verkefni stendur Álafoss hf. vel á þessu ári. Staða fyrirtækisins er engu að síður ennþá mjög alvarleg vegna taps fyrri ára og hárra skulda^" segir Ólafur Ólafsson for- stjóri Álafoss hf. Sovéska samvinnusambandið og Innkaupasamband Sovétríkjanna, Raznoexport, skulda Álafossi hf. um 4,4 milljónir Bandaríkjadala, eða um 265 milljónir króna, vegna ullarvara, sem Álafoss hf. afhenti þeim í fyrra. „Sitaryan, 1. aðstoðar- forsætisráðherra Sovétríkjanna, lofaði því að þessi skuld yrði greidd þegar við greiddum Sovétmönnum fyrir fyrsta olíufarminn í ár, en farmurinn kom 16. janúar og var greiddur 18. febrúar," segir Ólafur. „Ný gjaldeyrislög tóku gildi í Sovétríkjunum um áramótin og að sögn Sovétmanna hafa þau valdið því að hlutirnir hafa ekki gengið eins og búið var að lofa, þrátt fyrir að utanríkisviðskiptabanki Sov- étríkjanna staðfesti fyrra loforð sitt 17. janúar. Við bíðum nú eftir fundi Ólafs Egilssonar, sendiherra í Moskvu, með bankanum, þar sem svör verða gefin um stöðu mála og hvenær greiðslur muni eiga sér stað,“ segir Ólafur Ólafsson. innlánsstofnanir Bati lausafjárstöðu óvenjulega lítill LAUSAFJÁRSTAÐA innlánsstofnana batnaði um rúmlega 500 millj- ónir fyrstu tvp mánuði ársins og er það óvenjulega lítill bati miðað við árstíma. Á sama tíma í fyrra batnaði lausafjárstaðan um 3,3 milljarða sem var að sama skapi óvenjulega mikill bati. Staðan versn- aði seinni hluta síðastliðins árs og í janúar mánuði en batnaði í febrú- ar. Þá hefur gjaldeyrisstaðan verið að versna vegna útstreymis gjald- eyris sem rakið er til þess að greidd hafa verið upp mörg erlend lán fyrirtækja og banka það sem af er árinu. Bankar og sparisjóðir þurfa að uppfylla tilteknar kvaðir um laust fé samkvæmt reglum Seðlabank- ans. Reglurnar kveða á um að 12% af ráðstöfunarfé skuli vera í lausum eignum reiknað út frá meðaltali yfir hvern mánuð. Þar er meðtalið peningar í sjóði, innstæður á við- SCHKFER v-þýsk gæðavara G.Á. Pétursson hf Nútíöinní Faxafeni ,14, sími 68 55 80 Auglýsingasíminn er 69 11 11 skiptareikningi í Seðlabanka, og ríkisvíxlar. Einnig telst nettóstaða við útlönd og hluti spariskírteina til lausafjárstöðu. Nái tiltekin inn- lánsstofnun ekki að uppfylla þetta lágmark þarf hún að greiða viðurlög til Seðlabanka. Eiríkur Guðnason, aðstoðarseðlabankastjóri, kvaðst í samtali við Morgunblaðið búast við því að sumar innlánsstofnanir lentu undir tilskyldu hlutfalli lausafjár vegna þess hve lausafjárstaðan hefði rýmað síðustu mánuði síðasta árs og batnað lítið á þessu ári. Ekki liggja ekki fyrir upplýsingar um lausafjárstöðuna í mars mán- uði. Þó má gera ráð fyrir að hún hafi batnað 1 mánuðinum. Þá var ekki greiddur virðisaukaskattur og staða ríkissjóðs við Seðlabankann versnaði. Hins vegar má búast við að lausafjárstaðan versni í þessari viku þegar fyrirtæki þurfa að standa skil á virðisaukaskattinum til ríkissjóðs. Eiríkur segir það hafa verið árs- tíðabundið að lausafjárstaðan batni frá áramótum fram í maí og júní, bæði vegna ríkisfjármála og vetrar- vertíðarinnar. Fyrirtæki fái lánað út á birgðir meðal annars með er- lendum lánum sem bæti lausafjár- stöðuna. Viðskiptabankarnir hafa m.a. brugðist við lakari lausafjárstöðu með aðhaldi í útlánum en einnig hefur útgáfa óverðtryggðra mark- aðverðbréfa aukist mikið. Alls voru útistandandi í bankavíxlum um 2.740 milljónir í lok febrúar og hafði útgáfa bankavíxla aukist um 1.730 milljónir frá áramótum. Ætla má að bæst hafí við útistandandi ríkisvíxla í marsmánuði vegna góðr- ar ávöxtunar víxlanna að undan- förnu. Hins vegar varð lítil aukning á útistandandi bankabréfum. 1. Akureyrarbær 2. K.E.A. 3. Slippstöðin hf. 4. Hampiðjan hf. 5. V.f. Eining 6. Sjómannafélag Eyjafjarðar 7. WÍB, sjóður 4 8. Hávöxtunarfélagið 9. Hlutabréfasjóðurinn 10. Björn Rúriksson 11 Gísli Konráðsson 12. Alm. hlutabréfasjóðurinn 13. Draupnissjóðurinn 14. Skeljungur hf. 15. Snasi hf. þús. kr. 250.887 233.191 38.779 29.712 25.251 24.048 23.166 17.749 5.713 5.713 2.493 4.800 2.344 2.256 2.126 1.905 1.566 1.200 1.408 1.190 1.173 1.045 8,58% 9,02% Q 5,87% Mi 7,29% O 5,39% 5,39% H 1,33% j| 1,73% 19 stærstu hluthafar Útgerðarfélags Akureyringa hf. Ij 0,58% (1,46% ( 0,55% |j 0,52% || 0,49% |j 0,44% |j 0,36% | 0,36% |j 0,33% | 0,28% |l 0,27% | 0,24% TALSVERÐAR breytingar urðu á eignaraðild Útgerðarfélags Akureyringa á síðastliðnu ári í kjölfar þess að boðið var út nýtt hlutafé í félaginu. Akureyrarbær á nú ríflega helming hlutafjárins en átti áður liðlega 70%. HIutafjárútboðið fór fram i tvennu lagi og ákvað bærinn að falla frá forkaupsrétti í fyrra útboðinu þegar selt var hlutafé fyrir um 24 milljónir að nafn- virði. í síðara útboðinu keypti bærinn 33 milljónir af um 50 milljónum en fól síðan félaginu sölu bréfanna á almennum markaði. HIutabréfasjóðir hafa nú bæst í raðir stærstu hluthafanna. Hampiðjan og K.E.A. halda sínum hlut en hlutur Slippstöðvarinnar minnkar. Heildarhlutafé er 430 milljónir Bankar Landsbankinn afskrifaði 78,6millj. útlánífyrra LANDSBANKINN afskrifaði á síðastliðnu ári alls um 78,6 milljónir króna vegna tapaðra útlána, samkvæmt ársreikningi bankans sem nýlega var staðfestur af viðskiptaráðherra. Afskriftarreikningur útlána var aukinn um 1.418 miiyónir á árinu en þar af eru 500 milljónir sérstök afskrift vegna hættu á töpuðum útlánum í nokkrum atvinnugreinum. Á árinu 1989 voru hins vegar lagðar 551,2 milljónir á reikninginn. Til að mæta þeirri áhættu sem fólgin er í útlánum bankans hafa 2.700 milljónir nú verið færðar á afskriftarreikning sem kemur til frádráttar útlánum í efnahagsreikningi. Nemur af- skriftarreikningurinn í árslok um 3,2% af heildarútlánum og veittum ábyrgðum bankans. Hagnaður Landsbankans af reglulegri starfsemi var um 474,5 milljónir króna á síðastliðnu ári. Meðal óreglulegra liða telst hagnað- ur af sölu hlutabréfa í Scandinavian Bank sem nam 276,8 milljónum, 500 milljóna tillagið á afskriftar- reikning útlána svo og 162,8 millj- ónir í önnur óvenjuleg gjöld. Af síðasttöldu yárhæðinni eru 117 milljónir gjaldfærsla vegna eftir- launakjara starfsmanna en um 46 milljónir gjaldfærsla á hluta við- skiptavildar Samvinnubanka. Þann- ig nam endanlegur hagnaður Landsbankans eftir 57,4 milljóna reiknaða skatta um 31 milljón. Landsbankinn hafði í árslok 1990 lagt til hliðar 1.412 miiljónir króna til að mæta þeim skuidbindingum sem á honum hvíla vegna eftir- launakjará starfsmanna. Sam- kvæmt úttekt tryggingastærðfræð- ings á áætluðum áföllnum skuld- bindingum Landsbankans í árslok 1990 og samkvæmt áætlun á skuld- bindingum Samvinnubankans, var áætluð skuldbinding bankans í heild um 2.250 milljónir króna í lok árs- ins. Skuld vegna eftirlaunaskuld- bindinga starfsmanna var talin van- talin um nálega 874 milljónir í árs- byijun 1990 en það samsvarar 958 milíjónum á árslokaverðlagi 1990. Ákveðið hefur verið að færa þá fjár- hæð til gjalda á átta árum með jöfn- um árlegum tillögum og voru í því skyni færðar áðurnefndar 117 millj- ónir til gjalda. Viðskiptavild í efnahagsreikningi bankans nam í árslok 188 milljónum en hún er mismunur á kaupverði á hlutabréfum í Samvinnubankanum umfram bókfært verð í upphafi árs eftir að dreginn hefur verið frá hagnaður af sölu tveggja útibúa á árinu 1990. Ákveðið hefur verið að gjaldfæra viðskiptavildina með jöfnun árlegum tillögum á fimm árum frá ársbyrjun 1990 að telja og voru áðurnefndar 46 milljónir því færðar til gjalda. Sameining Landsþankans, .við Samvinnubankann hafði í för með sér að heildareignir bankans jukust um 9,8 milljarða en þær námu í árslok um 94,9 milljörðum króna. Alls fengu 1.901 starfsmaður greidd laun samanborið við 1.783 starfsmenn á árinu 1989. Bankinn hefur nú liðlega 60 útibú en þau voru 43 talsins fyrir sameiningu. Eigið fé Landsbankans nam í árslok alls um 5.705 milljónum og hafði aukist úr rúmum 5 milljörðum frá árinu áður. Eiginfjárhlutfallið lækk- aði úr 7% í 6,8%. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra, var fyrirséð að eiginfjárhlutfallið myndi lækka Hjá Nóa-Siríusi og Mónu voru menn sammála um að verðstríð stórmarkaðanna hafi haft veruleg áhrif á söluaukninguna. „Tvær stærstu gerðirnar seldust fyrst upp hjá okkur,“ sagði Sigurður Marinós- son. Haraldur Jóhannsson sagði að salan úti á landi hefði verið nokkuð góð. „Við fréttum þó að kaupmenn- irnir hefðu verið að panta páskaegg frá stórmörkuðum á höfuðborgar- svæðinu, því þau voru ódýrari," sagði hann. Verðið á 670 gr. innfluttum eggj-. um var 18-20% hærra rrúen í fyrra, vegna sameiningarinnar við Sam- vinnubanka. Hann segir afkomu Landsbankans hins vegar viðund- andi að teknu tilliti til óreglulegra tekna og gjalda en mikilvægt sé að hagnaður verði nægur til að við- halda eigin fé bankans í fram- tíðinni. „Bankinn þarf að geta upp- fyllt lágmark eiginfjárhlutfalls BIS reglnanna sem fyrirhugað er að innleiða hér á landi. Þær reglur eru kenndar við Alþjóða greiðslubank- ann í Sviss og kveða á um 8% eig- infjárhlutfall en það er mælt á ann- an hátt en tíðkast hér í dag vegna mismunandi vægis útlána eftir áhaéttu." Landsbankinn náði í árslok ekki að uppfylla skilyrði laga um svo- nefnt fastafjárhlutfall. Það felur í sér að fastafjármunir mega ekki vera hærra hlutfall en 65% af eigin fé. Þetta hlutfall var 69% í árslok en stefnt er að því að það verði lækkað með sölu fasteigna sem losna þegar sameiningin er um garð gengin. að sögn llafþórs Guðmundssonar. Þrátt fyrir hækkunina hefðu inn- fluttu eggin verið ódýrari en svipuð stærð af íslenskum eggjum, sem hefðu verið seld um 15% undir heild- söluverði í stórmörkuðum. „Einhver verður að borga þetta tap og við lítum þannig á, að það hafi lent á okkur,“ sagði hann. Ákveðinn hluti af sölu hvers eggs hjá íslenskri dreifingu rennur til byggingarsjóðs nýs barnaspítala, Sagði Hafþór að ekki væri búið að reikna út ágóðann, en honum teld- ist til að upphæðin yrði á bilinu 300-500 þúsund krónur. Framleiðendur Innlendu páskaeggin seldust öll upp 300-500 þúsund krónur af sölu innfluttu eggj- anna renna í byggingarsjóð nýs barnaspítala VERÐSTRÍÐ stórmarkaðanna á páskaeggjum hafði þau áhrif að sala þeirra fór fram úr björtustu vonum framleiðenda nú fyrir pá- skana. Seldust öll egg upp hjá Mónu og Nóa-Síríusi. Að sögn Harald- ar Jóhannssonar sölustjóra Nóa-Síríusar var ekki hægt að anna eftir- spurn síðustu dagana fyrir hátíðarnar og í sama streng tók Sigurð- ur Marinósson hjá Mónu. Þá hafa aldrei selst fleiri egg hjá ís- lenskri dreifingu þau fjögur ár, sem fyrirtækið hefur flutt inn páska- egg, og voru einungis um 100 egg óseld, að sögn Hafþórs Guðmunds- sonar framkvæmdasljóra. Þá virðist einnig ljóst að fleiri hafi keypt stærri egg fyrir þessa páska en jafnan áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.