Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991 Hvolsvöllur Flutningur Kjötvinnslu SS lyftistöng fyrir byggðarlagið SS-vörur verða framleiddar við bestu aðstæður Hvolsvelli. FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur nú fengið heimild til að kaupa hús Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi. Forráðamenn félagsins hafa lengi beðið eftir þessari heimild en hún var í raun forsenda þess að flutningur á kjötvinnslu SS til Hyolsvallar gæti orðið að veruleika. Þrátt fyrir að þessi heimild komi fyrst nú er undirbúningur að flutn- ingunum i raun löngu hafinn. Breytingar á sláturhúsi SS á Hvolsvelli hófust upp úr áramótum og eru nú langt komnar. Auk þess hefur umræðan um flutninginn þegar haft margháttuð áhrif hér á Hvol- svelli. Til að fá nánari vitneskju um undirbúning að flutningunum og fleira varðandi þetta mál hitti fréttaritari nokkra Hvolsvellinga að máli. Fyrstur fyrir svörum varðÖlafur Sigurjónsson, stöðvarstjóri hjá Slát- urfélagi Suðurlands á Hvolsvelli og var hann spurður hvernig undirbún- ingi að flutningunum nú væri háttað hjá Sláturfélaginu. „Nú, hér er allt í fullum gangi. Um 30 manns eru að vinna að breyt- ingum á húsnæðinu. Það eru þrír verktakar sem sjá um þessa vinnu, en það er Guðfinnur Guðmannsson, byggingaverktaki, Guðbjörn Geirs-' son, sem sér um pípulagnir og Kaup- félag Rangæinga sem sér um allar raflagnir. Þetta eru allt heimamenn en það sakar ekki að geta þess að þetta er gífurleg lagnavinna, bæði hvað varðar raflögn og pípulögn. Bygging á u.þ.b. 500 fm vinnuskála er langt komin en auk þess er verið að byggja ketilhús og fleira. Þessar framkvæmdir eru allar vel á veg komnar og útlit fyrir að fram- kvæmdir standist áætlun." Mikið mál að manna stóran vinnustað En hvernig gengur að manna þennan nýja vinnustað? „Við erum nú ekki búnir að sjá fyrir endann á því ennþá. Það er að sjálfsögðu mikið mál að manna 125 manna vinnustað í ekki stærra byggðarlagi. Þetta eru í raun um 100 ný störf. Það er útlit fyrir að um 40 manns verði fluttir úr Reykjavík og áætlaður vinnutími er frá mánudegi til fimmtudags. Þetta fólk mun eiga 'sitt heimili í Reykjavík. Um fímm fjölskyldur hafa þegar ákveðið að flytja hingað búferlum. Nú, talsvert af heimafólki fáum við í vinnu og vonandi frá Hellu og úr nærsveitunum. Þá standa vonir til að við fáum starfs- fólk frá Selfossi og úr Árnessýslu. Við höfum þegar ráðið 25 unga og hrausta krakka í sumarvinnu og afleysingar. Sum þeirra munu e.t.v. halda áfram hjá fyrirtækinu. Þetta eru ekki eingöngu verksmiðjustörf, því ýmíslegt annað kemur til." Hvernig er með þá sem skráðir eru atvinnulausir, hafa þeir ekki sótt um vinnu hjá ykkur? „Jú, en því miður er það nú svo að margir þeirra sem eru á atvinnu- leysisbótum eru ekki endiiega f ærir um að vinna við kjötvinnsluna, bæði sökum aldurs og af heilsufarsástæð- um. Sumir þeirra sem eru á atvinnu- leysisskrá eiga hreinlega ekki heim- angengt. Það er því ekki raunhæft að ætla það að allir sem eru á at- vinnuleysisskrá geti komið í vinnu til okkar." Hvað með skrifstofustörf og fleira í þeim dúr? „Öll yfirstjórn Sláturfélagsins verður áfram í Reykjavík, bókhald, vörumiðstöð, söludeild, tilraunaeld- hús og fleira. Hins vegar verður komið upp tölvukerfi sem tengir okkur við starfsemina í Reykjavík. Þetta á ekki að vera neinum vand- kvæðum bundið." HVILD — Starfsfólk Sláturfélags Suðurlands gefur sér tóm til að spjalla saman í pásu. STOÐVARSTJÓRI — Olafur Sigurjónsson stöðvarstjóri Sláturfélags Suðurlands á Hvols- velli segir að það sé töluvert mál að manna 125 manna vinnustað í ekki stærra byggðarlagi. FORMAÐUR — Sæ- mundur Holgersson formaður byggingarnefndar segir flutning- inn reisa atvinnulífið í það horf sem það var meðan aílt var í blóma. HOTELSTJORI — Fríð- rik Sigurðsson hótelstjóri á Hótel Hvolsvelli er tengiliður fyrir SS í húsnæðisöflun fyrir starfsfólk sem er ætlað að vinna á staðnum, en mun ekki flytjast búferlum. Hagræðing Sláturfélagsins af flutningunum Hvaða hagræðing er fólgin í því fyrir Sláturfélagið að flytja hingað? „Hún er margvísleg. Sláturfélag- ið á þessi góðu hús hérna sem áður hýstu fullkomnasta sláturhús lands- ins, bæði fyrir sauðfé og nautgripi. Stjórn og framkvæmdastjórn fé- lagsins ákvað að breyta þessu húsi í kjötvinnslu og flytja starfsemina austur, til að'fá betri nýtingu út úr þessum húseignum. Þó að þetta séu færri fermetrar en gamla hús- næðið fyrir-sunnan þá nýtist það mun betur. Hér er hægt að nota lyftara við alla flutninga innanhúss og sparast við það eitt 10-12 manns. Nú svo hlýtur að vera eðlilegra og hagkvæmara að fullvinna vöruna sem næst þeim stað sem hráefnið kemur frá." Er vitað með vissu hve margir munu missa atvinnuna í Reykjavík við þessa flutninga? „Nei, það á alveg eftir að koma í ljós, t.d. er ekki enn vitað hve margir treysta sér til að vinna hér en búa í Reykjavík." Hvernig verður staðið að sjálfum flutningnum? „Það á að stöðva framleiðsluna á sumardaginn fyrsta og nota dagana fram til 1. maí til flutninga. Það á að reyna að ljúka þessu á fimm dögum svo framleiðslutap verði sem minnst. Þetta er vinsæl vara sem við framleiðum og við getum ekki stöðvað framleiðsluna í langan tíma. Hvort þetta tekst á síðan eftir að' koma í ljós. Ég veit að þetta verður ein fullkomnasta kjötvinnslustöð á landinu, sem gerir okkur kleift að framleiða enn betri SS-gæðavöru en gert hefur verið í gömlu húsunum við Skúlagötu, því eins og tveir kaupmenn í Reykjavík sögðu við mig fyrir nokkru: „Framleiðsla sunnlenskra bænda er ein sú besta og seljanlegasta afurð sem er á markaði i Reykjavík í dag." Breytingar leggjast vel í starfsfólkið Kristín Leifsdóttir, starfsstúlka hjá SS á Hvolsvelli er því næst spurð hvernig henni lítist á breytingarnar sem starfsstúlka í fyrirtækinu? „Það þarf ekki að orðlengja það að mér líst mjög vel á flutninginn og þessar breytingar og ég held að það sama eigi við um flesta sem vinna hér. Þetta verður að vísu ekki sami vinnustaðurinn á eftir en ég hlakka til að fá fleira fólk í húsið og meiri fjölbreytni í starfið. Þetta gefur okkur tækifæri á að flytjast milli deilda og breyta ef til vill. Ég vinn við sögun og reikna reyndar ekki með að ég vilji hætta því." En hvernig heldur þú að gangi að manna vinnustaðinn? „Ég held að það þurfi ekki að ganga svo illa. Fólk heldur að þetta sé mun verr launað en það er. Eg get t.d. ekki fengið hærri laun í dagvinnu á Hvolsvelli en hér. Með bónusnum eru þetta ágæt verka- mannalaun, en það þýðir líka að við verðum að vera dugleg og halda vel áfram við vinnuna. Við verðum að sýna samstöðu og samvinnu. Þá vil ég einnig taka það fram að við erum ekki á _ sláturhúsataxta, hann er lægri. Ég trúi því að við munum taka vei á móti nýja fólkinu. Þegar það fer að vinna hér hef ég þá trú að margir munu fljótlega vilja flytja hingað því hér er svo gott að búa." Hvaða áhrif telurðu að þetta muni hafa á samfélagið hért „Hvolsvöllur er eins og ein stór fjölskylda. Við þessa stækkun mun margt breytast. Við verðum að sjálf- sögðu að leggja eitthvað á okkur til að allt fari vel. En það ætti að verða auðveldara að halda uppi góðri félagsstarfsemi og öll þjónusta ætti að batna. Sá orðrómur um að það sé erfitt að komast inn í samfé- lagið hér verður vonandi afsannaður i eitt skipti fyrir öll, því hann á ekki við rök að styðjast." Eykur umsvifin verulega Þá var rætt við Friðrik Sigurðs- son, hótelstjóra á Hótel Hvolsvelli en hann mun sjá um að útvega starfsfólki SS húsnæði á staðnum. — Hvernig muntu standa að því? „Já, það má segja að ég sé eins konar tengiliður fyrir SS í öflun húsnæðis fyrir starfsfólkið sem er ætlað að vinna hér en mun ekki flytj- ast hingað búferlum. í því skyni hef ég fest kaup á húsi hér í þorpinu. Þar verða innréttuð 10 rúmgóð her- bergi. Þar verður einnig setustofa og önnur aðstaða. Jafnframt er ég að leita fyrir mér að frekara hús- næði sem hægt væri að innrétta á svipaðan máta. Þannig gæti ég hýst u.þ.b. 30 manns. Hótelið mun ég ekki nota í sumar fyrir þetta fólk en gæti hugsanlega gert það næsta haust. Mesta vandamálið er að ráða framúr þessu yfir sumartímann en í sumar er svo til allt fullbókað hjá mér. Nú þegar hefur gisting aukist á hótelinu v'egna flutningsins en það eru tækni- og iðnaðarmenn sem vinna við breytingarnar. Ég hef einnig verið að hugsa um að skapa þessu fólki einhverja afþreyingu. Því ætla ég að koma upp félagsað- stöðu þar sem verður t.d. snóker- borð og hægt að taka í spil. Þá er hugmyndin að hafa stundum lifandi tónlist en hér er mikið af góðu tón- listarfólki. Þarna gæti verið vett- vangur fyrir þorpsbúa og starfsfólk- ið til að kynnast." Hvaða áhrif heldur þú að þetta muni hafa á bæjarlífið hér? „Örugglega jákvæð áhrif. Þetta hleypir lífi í félagsstarfsemi og mun auka viðskipti og umsvif á öllum sviðum þjónustugeirans." Nú ert þú nýlega fluttur hingað, hvernig líkar þér búsetan hér? „Mér líkar mjög vel að búa í þessu hlýlega og vinalega þorpi. Hér er mikið af góðu fólki og ég þarf alla- vega ekki að kvarta yfir móttökun- um. Ég lít björtum augum á fram- tíðina hér á Hvolsvelli." Varanleg atvinnuaukning fyrir byggðarlagið Loks var Sæmundur Holgersson, formaður byggingarnefndar og hreppsnefndarmaður spurður um áhrif flutninganna fyrir sveitarfé- lagið og rekstur þess? „Þetta er mjög ánægjulegt fyrir sveitarfélagið og reisir atvinnulífið varanlega við, í það horf sem það var meðan allt var í blóma. Þá á ég við að þetta er ekki hliðstætt þeirri atvinnuaukningu sem við höf- um oft haft hér áður eins og t.d.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.