Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 7
hlutabréfamarkaðurinn er sá næst- stærsti í Evrópu en þar hefur orðið veruleg breyting á rekstri og stærð fyrirtækja síðustu árin. Fjögur þýsk fyrirtæki eru nú á meðal 10 stærstu fyrirtækja í Evrópu, þ.e. Allianz Holdings sem er stærsta trygginga- félag í Evrópu, Daimler Benz (25,5%), Siemens-Nixdorf (8,2%) og Deutsche Bank (29%). Flestöll stórfyrirtæki Þjóðvetja eru skráð á hlutabréfamarkaði en þar er þó enn mikill ijöidi af meðalstórum og smáum ijölskyldufyrirtækjum en mörg þeirra eru leiðandi á sínu sviði, t.d. í vélaframleiðslu. Einnig er aigengt að lítill hluti hlutabréfa í fyrirtæki sé skráður í kauphöli, t.d. aðeins 10%, og hlutabréfin eru oft án atkvæðisréttar. í Sviss eru stærstu fyrirtækin matvælafyrirtækið Nestlé (20%), lyfjafyrirtækin Roche (7,7%) og Sandoz (14,8%) og efnafyrirtækið Ciba-Geigy (9,9%) auk Union Bank of Switzeriand (12%). Arðsemi í rekstri evrópskra fyrirtækja batnaði mikið síðasta áratuginn Þegar evrópsku fyrirtækin 500 eru flokkuð eftir atvinnugreinum sést að hæsta arðsemi bera ljós- vakafyrirtæki (78%) og útgáfufyrir- tæki (42%). Ljósvakafyrirtækin eru raunar aðeins tvö, Canal + í Frakk- landi og Reuters Holdings, breska frétta- og upplýsingafyrirtækið. í útgáfugeiranum eru níu fyrirtæki með meðalarðsemi 42%, þeirra á meðal Springer í Þýskalandi (17,8%), Elsevier í Hollandi (97,8%) og bresku fyrirtækin Daily Mail (36,9%), Maxwell Comm. Group (17,4%), Pearson (32,8%) og Reed International (38,3%). í flestum af 41 atvinnugrein er meðalarðsemi fyrirtækja á bilinu 20-30%, aðeins örfáar eru fyrir ofan þetta bil eða fyrir neðan það (sjá súlurit). Á kökuritinu sést að bahkastarfsemi er stærsta atvinnugreinin og er 14% af markaðsverðmæti 500 stærstu fyrirtækjanna í þeirri grein en með- alarðsemi eiginfjár í bankarekstri árið 1989 var 20%. Næststærsta greinin er tryggingafélög og þriðja stærsta eru ýmis eignarhaldsfélög en arðsemi í þeirri grein var að jafnði 19,5%. Af þessum tölum er ljóst að fyrir- tæki í Evrópu eru mjög arðvænleg um þessar mundir og raunar mun arðvænlegri en fyrir tíu árum. Mjög mörg fyrirtækjanna notuðu vaxtar- skeiðið um miðbik níunda áratugar- ins til að greiða niður skuldir frá verðbólguáratugnum á undan og til að auka hagræðingu í framleiðslu og framleiðslugetu. Fjárfesting í öllu þessu er nú að skila sér en til viðbótar ber að nefna hagræðingu vegna samruna og yfirtöku fyrir- tækja en þau reyna nú að styrkja • stöðu sína vegna aukinnar sam- keppni frá og með árinu 1992 þeg- ar sameiginlegur markaður í Evr- ópu fyrir vörur, þjónustu og fjár- magn tek'ur gildi. Meðalarðsemi stærstu íslensku almenning'shlutafélaganna um 20% á ári Samkvæmt tölum frá OECD, Efnahags- og framfarastofnunni í París, var arðsemi fjármagns að jafnaði um 11,2-11,5% í Evrópu á árunum 1980 til 1985. Frá þeim tíma tók arðsemi að aukast og var orðin að jafnaði 13,2% á árinu 1989. Hlutur hagnaðar fyrirtækja í lands- framleiðslu í Evrópu var 30,5% á árunum 1975-79 en hækkaði í 31,7% á árunum 1981-85. Á árinu 1989 var hlutur hagnaðar í VLF orðinn 35,2%. Samkvæmt tölum í ritunum Árs- reikningar fyrirtækja (Þjóðhags- stofnun, mars 1990 og desember 1990) er fjarri því að arðsemi í at- vinnurekstri á Islandi jafnist á við það sem hér hefur komið fram fyr- ir 500 stærstu fyrirtæki í Evrópu. Arðsemi á árinu 1989 er talin hafa verið 1,8% og er þá reiknað eftir úrtaki 1114 fyrirtækja og arðsemi reiknuð sem hagnaður eftir skatta á móti meðaltali eiginfjár. Hæst var arðsemi í stóriðju (36,2%) en næst á eftir koma tryggingafélög (12,8%) og innlánsstofnanir og önnur fjár- málafyrirtæki (10,1%). MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 B 7 Stærstu íslensku almennings- hlutafélögin bera þó svipaða arð- semi og fram hefur komið um fyrir- tæki í Evrópu en þar er ekki um raunávöxtun að ræða. Raunávöxt- un eiginfjár Hf. Eimskipafélags Is- lands hefur verið að jafnaði 13% síðustu fimm árin en var 11% árið 1990. Raunávöxtun Flugleiða hf. var 13,4% á árinu 1990 og raun- ávöxtun íslandsbanka hf. var 12,5%. Fyrir utan ýmis minni fyrir- tæki sem ekki munar mikið um í landsmeðaltali er líklegt að þessi fyrirtæki séu í hópi hinna bestu á landinu, önnur fyrirtæki eru þar fyrir neðan. Til að íslensk fyrirtæki standist samkeppni þegar fjár- magnsmarkaður hefur opnast að fullu þarf arðsemi flestra þeirra að hækka til muna. Höfiundur cr framkvæmdastjóri VIB - Verðbréfamarkaðs Islands- banka bf. ÞARFAÞING FRÁ MÚLALUNDI FYRIR RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDI. Stendur fyrir dyrum ráðstefna,námskei5 eða fundur? Fundarmöppurnar og barmmerkin (nafnmerkin) frá Múlalundi eru einstakt (oarfaþing sem auðvelda skipulag og auka þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerðir, margar stærðir, úrval lita og áletranir aS þinni ósk! Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS - Hátúni 10c - Símar: 68 84 76 og 68 84 59. Margir athafnamenn eiga brýnt erindi heim fyrir helgi! Eftir vel lukkaðan vinnudag fljúga þeir með SAS frá Kaup- mannahöfn á föstudagskvöldi og eru lentir í Keflavík ki.22.55 á veturna og kl.21.55 á sumrin.* Þeir geta því verið í faömi fjölskyldunnar yfir helgina eins og annað fólk og þurfa ekki að fara á mis við margt af því sem gefur lífinu gildi. Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. U/f/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 3, sími 62 22 11 *Sami komutími gildir fyrir föstudags-, sunnudags- og þriöjudagskvöld. VERNDUM VINNU - VELJUM ÍSLENSKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.