Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 3
B 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991
„Erum búnir
að vinna
fyrir þessu“
- sagði HaukurValtýssonfyrirliði KAeft-
ir að lið hans varð bikarmeistari
KA, sem varð íslandsmeistari
í blaki á dögunum, varð einnig
bikarmeistari — er liðið sigraði
HK í úrslitaleik bikarkeppninn-
ar á laugardaginn. Þetta var
þriðja atlaga KA að bikarnum
en liðið sigraði með þremur
hrinum gegn engri, 15-5,17-15,
15-3. Þetta er í fyrsta skipti
sem KA-menn vinna tvöfalt.
Það var greinilegt strax í upp-
hafi leiks að nokkurrar tauga-
spennu gætti og þá einna helst
HK-megin. KA-menn tóku leikinn
^■■■H strax í sínar hendur
GuðmundurH. 0g í fyrstu hrinu
Þorsteinsson komust þeir í 7-0 án
skrifar þesg ag HK-mönn-
um tækist að svara
fyrir sig. HK-liðið virkaði frekari
taugaslappt til að byrja með og
gerði nokkuð af ódýrum mistökum
sem KA-menn nýttu til fullnustu.
Eftir þessa hroðalegu bytjun
náðu HK-piltarnir að klóra í bak-
kann undir lokin en þá of seint,
15-5 sigur KA varð staðreynd.
HK-liðið hresstist til muna í
annarri hrinu og sýndi þá nokkuð
góðan leik,. HK hafði forystu allt
frá upphafi og’liðið var með pál-
mann í höndunum þegar staðan 'var
14-11. En það var eins og HK
væri fyrirmunað að vinna hrinuna,
leikmenn liðsins áttu tvívegis mögu-
leika á að ná í fimmtánda stigið í
stöðunni 14-11, en í stað þess að
klára dæmið þá gengu KA-menn á
Iagið og höluðu inn næstu sex stig
og sigruðu 17-15. HK-menn sátu
eftir með sárt ennið, því sigur í
þessari hrinu hefði án efa getað
breytt miklu fyrir framhaldið, og í
stað þess að standa jafnfætis KA-
mönnum féll leikur liðsins algjör-
lega saman. Liðið náði sér ekki á
strik eftir það og KA-menn sigruðu
örugglega í þriðju hrinunni, 15-3,
á aðeins 18 mínútum. KA-liðið var
mun betra í leiknum og leikur liðs-
ins var mun heilsteyptari en HK-
liðsins. Móttaka HK-liðsins var
hvorki fugl né fiskur i leiknum og
uppspilarinn Guðbergur E. Eyjólfs-
son þurfti að vinna úr mjög erfiðum
boltum hvað eftir annað. Sóknar
aðgerðir HK urðu því aldrei nægi-
legar beittar og helsta vopn liðsins
„snöggu sóknirnar" gengu ekki
nægilega vel. KA-liðið átti þokka-
legan dag og stóðu flestir fyrir sínu
en hjá HK átti liðið á brattan að
sækja enda flestir leikmenn liðsins
ungir að árum og vantar meiri
reynslu.
„Móttakan var ömurleg"
Guðbergur E. Eyjólfsson, fyiirliði
HK, sagði að móttakan hjá liðinu
hefði verið ömurleg í leiknum. „Ég
fékk ekki nægilega gott framspil
því móttakan var svo léleg hjá okk-
ur. Það var líka sárt að klikka í
tveimur uppgjöfum í annarri hrinu
þegar staðan var 14-11 okkur í
hag. Ég er alveg sáttur við að hafa
tapað leiknum en hefði þó viljað
sigra í tveimur hrinum, ekki tapa
svona illa.“
Liðið lék vel í dag
Fei hinn kínverski þjálfari KA-
manna sló á létta strengi og sagði
að leikmenn liðsins hefðu leikið svo
vel að hann hefði ekki komist inn
á. „Ég hélt ég myndi þurfa að leika
en þeir léku svo vel að ég gat bara
setið á bekknum og slappað af.“
Annars sagði Fei að liðið hefði leik-
ið mjög taktískt til þess að reyna
að brjóta niður snögga spilið hjá
HK og það hefði tekist „því móttak-
an hjá HK gekk illa og gerði okkur
mun betur kleift að eiga við þá.“
Víkingsstúlkur sigr-
uðu annað árið í röd
Haukur Ualtýsson, fyrirliði KA-liðsins, hampar bikamum á sunnudaginn.
o
KVENNALIÐ Víkings
sigraði tvöfalt íár.
Víkingsstúlkurnar sigr-
uðu UBK í þremur hrin-
um gegn einni, 15-13,
6-15,15-6,15-12, íúr-
slitaleik bikarkeppninn-
ará sunnudag. Þetta
var annað árið í röð
sem UBK verður að láta
i minni pokann gegn
Víkingi.
Það var nokkurt jafn-
ræði með liðunum í
fyrstu hrinu og úrslitin réð-
ust ekki fyrr en undir lokin
eftir að UBK jafnaði 13-13,
en Víkingsstúlkurnar skor-
uðu síðustu tvö stigin og
sigurinn varð þeirra í hrin-
unni. UBK stúlkurnar
mættu síðan harðákveðnar
til leiks og höfðu forystu i
annari hrinu frá upphafi
og sjá mátti tölur eins og
6-1 og 11-3. Það var eins
og ákveðið kæruleysi hefði
gripið um sig hjá Víkings-
stúlkunum en þær náðu
aldrei að ógna öruggum
sigri UBK í hrinunni. Þjálf-
ari Víkingsstúlknanna
messaði rækilega yfír liði
sínu fyrir þriðju hrinu og
það virtist bera tilætlaðan
árangur því allt annað var
að sjá til liðsins. Liðið spil-
aði vel bæði i vörn og sókn
og uppskar 15-6 sigur í
þriðju hrinu á meðan fátt
gekk upp hjá UBK.
Fjórða hrinan var í miklu
jafnvægi framán af en
Víkingstúlkurnar komust
þó í 11-8 en þá tók UBK
leikhlé og það virtist stappa
stálinu í UBK stúlkurnar
en þær jöfnuðu 11-11 og
spennan var í hámarki. Þá
fór Víkingsliðið af stað aft-
ur og náði að sigra 15-12
eftir að hafa hikstað örlítið
á tímabili. Hjá Víkingi bar
mest á Særúnu Jóhanns-
dóttur en hjá UBK Oddnýju
Erlendsdóttur.
Mjög spenntur
Geir Hlöðversson þjálf-
ari Víkingsstúlknanna
sagði að liðið hefði ekki
leikið. „Þær voru eitthvað
stressaðar, léku þó vel í
fyrstu hrinu en svo datt
leikur þeirra niður en þær
náðu sér svo aftur á strik
seinnipait þriðju hrinu og
út flórðu hrinu. Ég var orð-
inn mjög spenntur þegar
UBK jafnaði í fjórðu hrinu
en hafði allan tímann trú
á mínum leikmönnum enda
eru þeir sterkir."
Jóhanna Kristjánsdótt-
ir, fyrirliði Víkings, sagði
að Víkingsliðið væri betra,
en UBK og hefði átt skilið
að vinna. Jóhanna sagði
að hún hefði orðið stressuð
þegar UBK jafnaði í fjórðu
hrinu og þá hefði hún farið
að hugsa sinn gang. „Sæ-
rún Jóhannsdóttir sýndi
það og sannaði í dag að
hún er besti leikmaðurinn
í 1. deild kvenna,“ sagði
l^hanna.^ð.lpÉt
Jóhann Kristjánsdóttir, fyrirliði Víkings, með bikar-
inn, eftiij fiigur^ liðsip.á.UBK. ,, . ;iaT Jiuvau.gÍK
BADMINTON
Alþjóðlegt mót í Hollandi:
íslending-
arnir ekki
í 2. umferð
Broddi Kristjánsson, Guð-
mundur Adolfsson og Ámi
Þór Hallgrímsson tóku þátt í al-
þjóðlegumóti í badminton í Gron-
ingen í Hollandi um helgina. Þeir
voru allir slegnir út í 1. umferð.
Broddi komst beint í aðalkeppn-
ina og tapaði naumlega fyrir
Overbæk frá Danmörku, 5:15,
15:10 og 9:15. Árni Þór og Broddi
mættu Bengtsson og Stenström
frá Svíþjóð í undanrásum í tvíliða-
leik og unnu, 15:12 og 15:9. Síðan
mættu þeir Pelupussy og Stalen-
hof frá Hollandi og töpuðu 13:15,
11:15.
Ámi Þór keppti fyrst í undanr-
ásum og vann þá Hellings frá
Hollandi, 18:17 og 15:4 og síðan
Danann, Moestrup, 15:10 og 15:4.
Hann tapaði síðan í 1. umferð
fyrir Daham frá Hollandi, 9:15
.jogiáblg. oiv Hignuas »uuu« ux
-..rrff-wiáw) rri'i'.m1!! ón'i it!í'i'.u.íi.i
Broddi Kristjánsson.
Guðmundur tapaði fyrir Micha-
el Redekker frá Hollandi í undanr-
ásum, 5:15 og 12:15. Guðmundur
lék síðan með Tékkanum Tomasz
Mendrek í tvíliðaleik. Þeir sigraðu
Lundström og Redekker frá Holl-
andi, 11:15, 15:3 og 15.12 og
síðan Olsen og Svensson frá
Svíþjóð, 10:15, 15:5 og 15:11. í
3. umferð undarása töpuðu þeir
fýrir Koch og Koch frá Hollandi,
6glöiiogo6:15jingiyrtiujfi i 'iu‘t-,- u