Morgunblaðið - 16.04.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991
B 9
Besta auka-
spyma í sögu
keppninnar
- sagði Teriy Venables um mark Pauls
Gascoignes úr aukaspyrnu gegn Arsenal
„ÞETTA var glæsilegasta aukaspyrna í sögu bikarkeppninnar.
Að ná slíku bogaskoti með þessari nákvæmni og krafti er ein-
stakt, sérstaklega af svo löngu færi. Gascoigne er ákaflega sér-
stakur maður með sérstaka hæfileika. Enginn annar en hann
hefði getað gert svona mark,“ sagði T erry Venables, stjóri T ott-
enham, eftir að lið hans hafði sigrað Arsenal 3:1 í undanúfslitum
ensku bikarkeppninnar á sunnudag — en Gascoigne gerði fyrsta
mark leiksins beint úr aukaspyrnu af rúmlega 30 m færi eftir
aðeins fimm mín. leik.
KMATTSPYRMA / ÉMGLAMD
Paul Gascoigne átti stórleik gegn Arsenal og sýndi á eftirminnilegan hátt hversu
mikilvægur hlekkur hann er í Tottenham-keðjunni.
Lékfyrirafa
Afi Pauls Gascoignes lést á fimmtudag. Þeir voru mjög
nánir, og sagðist „Gassi“ hafa leikið fyrir hann á
sunnudag, er Tottenham mætti Arsenal á Wembley. „Pabbi
bað mig um að spila fyrir afa í dag, og nú hef ég gert
það,“ sagði hann eftir leikinn.
Aðeins 34 dagar voru liðnir á sunnudag frá því Gas-
coigne var skorinn upp vegna meiðsla í magavöðvum.
Fyrsti leikur hans með Tottenham að nýju var um fyrri
helgi í deildinni og þótti hann þá heldur slakur, en kappinn
fór á kostum á sunnudag. En hann var svo taugaóstyrkur
fyrir leikinn að tvívegis þurfti að gefa honum róandi!
„Ég bjóst alls ekki við að Gascoigne tækist að skora af
svo löngu færi,“ sagði George Graham, stjóri Arsenal, um
mark stráksins af 30 m færi. „En úr því svona fór vona ég
að Tottenham vinni bikarinn. Við vorum algjörlega yfirspil-
aðir fyrstu 20 mínúturnar."
Ótrúlegt á Elland
LIVERPOOL saxaði á forskot
Arsenal í ensku 1. deildinni
með sigri á Leeds, 5:4, í ótrú-
legum leik á Elland Road í
Leeds. Arsenal hefur þó enn
örugga forystu.
Leikmenn Liverpool, með John
Barnes fremstan í flokki, léku
andstæðinga sína í Leeds grátt fyr-
ir hlé og skoruðu íjórum sinnum.
Heimamönnum tókst hins vegar hið
ótrúlega, að skora jafn oft í síðari
hálfleik. En þá gerði Barnes einnig
|mark og það dugði til sigurs.
Lee Chapman skoraði þrívegis
fyrir Leeds og er því enn marka-
hæstur í deildinni. Barnes, besti
maður vallarins, skoraði tvö fyrir
Liverpool.
Sheffield United fer hamförum
þessa dagana. Liðið, sem ekki tókst
að sigra í fyrstu 16 deildarleikjum
vetrarins og allir höfðu dæmt niður
í 2. deild, sigraði QPR á útivelli á
laugardag og kraftaverk þarf til að
Sunderland bjargi sér á kostnað
Sheffield-liðsins. United þarf að
tapa öllum fjórum leikjum sínum
og Sunderland að vinna sína fjóra.
„Ég held við séum öruggir,"
sagði Dave Bassett, stjóri United,
eftir sigurinn á Loftus Road. QPR
hafði ekki tapað í ellefu leikjum og
möguleikar Sheffield virtust
minnka er framheijinn Carl Brads-
haw var borinn af velli á 13. mín.
En liðið tók þó fljótlega forystuna,
Rangers jafnaði rétt fyrir hlé en
Bob Booker gerði sigurmarkið með
skalla fimm mín. fyrir leikslok.
Hann er 33 ára, kom frá Brentford
fyrir tveimur árum fyrir ekki neitt
og hafði alið manninn í neðri deild-
unum allan sinn feril.
Utlitið er ekki eins gott hjá
Derby. Liðið tapaði í 19. skipti á
Það verða Tottenham og Nott-
ingham Forest mætast í úrslit-
um bikai'keppninnar á Wembley t8.
maí. Forest burstaði West Ham 4:0
á Villa Park á
Frá Bob sunnudag.
Hennessy Leikmenn Arsen-
/Englandi al, gem eru efstír í
deildinni, urðu að
játa sig sigraða — nágrannar þeirra
hjá Tottenham voru mun frískari
þó svo meistaraefnin gæfust aldrei
upp.
Paul Gascoigne sýndi á sunnudag
hversu mikilvægur hann er liði Tott-
enham; var með í annað sinn síðan
hann var skorinn upp vegna meiðsla
fyrir rúmum mánuði og lagði
grunninn að sigrinum. Skoraði
glæsimarkið sem áður er greint frá
og átti síðan stóran þátt í öðru
markinu, sem Gaiy Lineker gerði
skömmu síðar.
Alan Smith minnkaði muninn á
44. mín. og eftir hlé sótti Arsenal
mun meira en leikmenn Tottenham
vörðust vel. Norðmaðurinn Erik
Thorsvedt átti frábæran leik í marki
Tottenham, varði þá allt sem á
markið kom, og Gary Lineker inn-
siglaði svo sigurinn með öðru marki
sínu á 76. mín. Hann fékk knöttinn
utan teigs, lék á Tony Adams og
mmm^mmmsmmmmmm
Road
tímabilinu og stefnir hraðbyri niður
í 2. deild. „Það er ekki sérlega gam-
an að tapa alltaf,“ sagði Peter Shilt-
on, markvörður liðsins, og landsliðs-
maður til fjölda ára.
Gordon Armstrong hjá Sunder-
land var rekinn af velli í síðari hálf-
leik fyrir að mótmæla er South-
ampton fékk viti. Matthew Le Tissi-
er skoraði úr vítinu og síðan gull-
tryggði Alan Shearer Southampton
3:l-sigur.
■ Úrslit / B10
■ Staðan / B10
skoraði.
Allt annað var að sjá til Arsenal
í síðari hálfleik en þeim fyrri, en
eins o g George Graham viðurkenndi
eftir leik var skaðinn þegar skeður:
„Við töpuðum leiknum á fyrstu 20
mínútunum."
West Ham byijaði vel gegn For-
est, en einn varnarmanna liðsins,
Tony Gayle, var rekinn út af eftir
aðeins 15 mínútur fyrir ásetnings- -
brot á Gary Crosby og þótti það
vægast sagt vafasamur dómur.
Dómarinn sagði Crosby hafi verið
að komast í marktækifæri, en hann
var ekki einu sinni á leið í átt að
marki. „Við féllum bara í baráttu
um boltann. Ég hef aðeins verið
bókaður sex sinnum í 600 leikjum
og aldrei verið rekinn út af áður.
Þetta var í fyrsta sinn á 14 ára
ferli sem ég kemst í undanúrslit
bikarsins," sagði Gayle á eftir, og
var mjög sár.
Brottreksturinn olli straumhvörf-
um í leiknum en það var þó ekki
fyrr en í síðari hálfleik sem leik-
menn Forest færðu sér þetta í nyt
— en gerðu það þá svo um mun-
aði. Mörkin urðu fjögur: Crosby,
Roy Keane, Stuart Pearce og Cary
Charles skoruðu. Nigel Clough lagði
upp þijú markanna.
íttémR
FOLK
■ UM TVÖ þúsund breskir her-
menn, sem tóku þátt í Persaflóð-
astríðinu, voru á undanúrslitaleik
Arsenal og Tottenham, í boði
enska knattspyrnusambandsins.
■ ANDY Goram, markvörður
Hibernian og skoska landsliðsins,
er líklega á leiðinni til Glasgow
Rangers. Rangers metur hann á
400 þús. pund en Hibs vill fá 750
þús. fyrir hann.
■ CHRIS Woods, sem verið hefur
í markinu hjá Rangers í fimm ár,
fer væntanlega til Englands á ný.
■ ERIK Thorsvedt, norski mark-
vörðurinn hjá Tottenham, var him-
inlifandi eftir sigurinn á Arsenal:
„Þetta er besti dagur líf míns. Fyrst
þeir náðu ekki að skora snemma í
síðari hálfleiknum var ég viss um
að við myndum vinna,“ sagði hann.
■ LEÉ Chapman gerði þrennu
gegn Liverpool og stefnir hraðbyri
að því að mai'kakóngur 1. deildar
í fyrsta skipti. Peter Lorimer á
markametið hjá Leeds, gerði mest
30 mörk á einu tímabili á árum
áður, og því á Chapman góða
möguleika á að slá það met.
■ „ÞAÐ má segja að í dag hafi
sést báðar hliðar Liverpool-liðsins
eins og það hefur leikið í vetur,“
sagði framheijinn Ian Rush eftir
5:4 sigurinn á Leeds. „En við verð-
um að verða jákvæðir. Við gerðum
fimm mörk á útivelli og tókum stig-
in.“