Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐ.JUDAGUR 23. APRÍL 1991 HANDKNATTLEIKUR Jón saf nar titlum! Jón Kristjánsson, landsliðsmaður í Val, hefur verið iðinn við að vinna meistaratitla á undanförnum árum. Hann fagnaði sjötta stóra meistaratitli sínum í tveimur íþróttagreinum, á laugardag. 1988: íslands- og bikarmeistari í handknattleik með Val. 1989: íslandsmeistari í handknattleik með Val og síðan íslands- meistari í knattspyrnu með KA. 1990: Bikarmeistari í handknattleik með Val. 1991: íslandsmeistari í handknattleik með Val. MEISTARAR! Mikill fögnuður braust út í búningsherbergi Valsmanna að Hlíðarenda, þegar tilkynnt var um úrslit leiksins í Hafnarfirði. Á myndinni fagna þeir Þorbjörn Jens- son, þjálfari, lengst til vinstri, Jakob Sigurðsson, fyrirliði, Árni Sigurðsson, Einar Þorvarðarson og Finnur Jóhannsson. ■ JAKOB Sigurðsson var mikið á ferðinni í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Hann gerði þá fimm mörk — öll eftir hraðaupphlaup. í síðari hálfleik reyndi Jakob hins vegar þijú markskot en náði ekki að skora. ■ VALSMENN gerðu alls tíu mörk eftir hraðaupphlaup — helm- ing marka sinna í leiknum. Valdi- mar gerði tvö slík, Jón Kristjáns- son einnig og Dagur Sigurðsson eitt. B TVEIR fulltrúar þýska liðsins Grosswallstadt fylgdust með leik Vals og Sljörnunnar. Þeir komu til landsins til að ræða við Sigurð Bjarnason. Sigurður fann sig ekki í leiknum — gerði aðeins eitt mark úr 10 skotum. H BRYNJAR Harðarson náði heldur ekki að stilla „byssuna“ nógu vel — gerði þijú mörk úr 13 skotum. H SIGURÐUR sagðist ekki vera í góðri leikæfingu, hefði verið í lyft- ingaæfingum undanfarið, og stefndi að því að komast í góða æfingu í sumar. ■ PATREKUR Jóhannesson lék aðeins í vörninni hjá Stjörnunni fyrsta stundarfjórðunginn. Eftir það tók hann einnig þátt í sóknar- leiknum og varð markahæstur. Reyknesingar kusu að fá niðurstöðu á kjördag — FH vann Víking og Stjarnan lá fyrir Val: Þriðji íslandsmeistaratrtill Valsmanna á fiórum árum VALSMENN urðu íslandsmeistarar í handknattleik á laugardag og virtist það engum koma meira á óvart en þeim sjálfum. Þeir sigruðu Stjörnuna að Hlíðarenda og töldu sig hafa stigið mikil- vægt skref í átt að titlinum; þar til sú fregn barst í búningsklef- ann að FH hefði sigrað Víking. Menn trúðu vart eigin eyrum — en mikill fögnuður braust út með leikmanna og stuðningsmanna þegar þeir áttuðu sig. Urslit eru sem sagt ráðin þrátt fyrir að tveimur umferðum sé ólokið. „Ég er ekki tilbúinn til að hrópa húrra — en það kemur von- andi fijótlega," Skapti sagði Valdimar Hallgrímsson Grímsson við Morg- skrifar unblaðið, skömmu eftir að tíðindin bár- ust úr Hafnarfirði. „Ég átti alls ekki von á að Víkingur myndu helt- ast úr lestinni, heldur beijast áfram í þeirri von að við myndum tapa stigi.“ Góð byrjun Vals „Þetta gekk rosalega vel í byij- un, en síðustu fimm mínútur fyrri hálfieiks héldu menn að þetta væri búið. Hættu að leika á fullu og við komum eins inn á völlinn eftir hlé. Það var ekki aftur fyrr en staðan varorðin 16:15 að við náðum okkur á strik aftur. En ég hafði þó alltaf á tilfinningunni að við myndum hala inn sigur,“ sagði Valdimar. Það eru orð að sönnu að Vals- menn hafi byijað vel. Mörkin hlóð- ust upp, en Stjörnumenn voru á hinn bóginn afar slakur í byijun. Þeir gerðu ekki annað mark sitt fyrr en eftir 12 mínútur. Valsvörnin var góð, Einar varði vel og hvert hraðaupphlaupið rak annað. Gerbreyting Munurinn var sjö mörk í leikhléi, 14:7, en eftir að liðin komu inn að nýju breyttist leikurinn. Stjörnu- menn komu mjög ákveðnir úr bún- ingsherbergi sínu og eftir 12 mín. leik var munurinn kominn niður í þijú mörk, 16:13, og þremur mín. síðar var staðan orðin 16:15. Allt virtist geta gerst — og til að auka á raunir Hlíðarendamanna var ein- um þeirra vikið af velli. En þá gerð- ist það afdrifaríka atvik að Valdi- mar braut sér leið inn úr horninu og skoraði, þrátt fyrir að Valsmenn væru einum færri. Eftir það var ekki aftur snúið, Stjarnan náði að vísu að minnka muninn í eitt mark en sigurinn var ekki í hættu. Stjörnuliðið lék vel í síðari hálf- leik, Brynjar Kvaran var þá í bana- stuði í markinu og varði ellefu skot. En liðið fór allt of seint í gang til að geta raunverulega ógnað Vals- mönnum. Brynjar Kvaran var best- ur Stjörnumanna. Verðugur meistari Valsliðið, eins og það hefur leikið upp á síðkastið, er verðugur ís- landsmeistari. Víkingur var hinn öruggi sigurvegari deildarkeppn- innar, en Valsmenn hófu úrslita- keppnina aðeins tveimur stigum á eftir. Og þegar fyrirkomulagið á deildinni er eins og nú er það ekki mikið, og lítið má út af bregða hjá liði í toppbaráttunni. Lið Víkings hefur hrunið — unnið íjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað þremur, á meðan Valsmenn hafa unnið alla átta leiki sína. Það skiptir að vera í toppæfingu á réttum tíma, að allt smelli saman. Það sannast hvergi betur en á Einari Þorvarðarsyni. Hann æfði lítið framan af vetri vegna anna við þjálfun landsliðsins, en síðan af krafti í rúman mánuð fyrir úrslitakeppni og það skilaði sér. Hann hefur varið mjög vel í undanförnum leikjum. Hornamenn- irnir eru mjög góðir, Brynjar Harð- arson hefur leikið vel í sókn að undanförnu en ekki síður í vörn — hann stjórnar varnarleik liðsins af festu. Og Jón Kristjánsson er að verða traustasti maður liðsins. Hann stóð sig vel i vörn, var vak- andi fyrir mögulegum hraðaupp- hlaupum og gerði sjálfur mjög fall- eg mörk. Valur-Stjarnan20:17 Valsheimilið, íslandsmótið í hand- knattleik, úrslitakeppni 1. deildar — efri hluti — laugardaginn 20. apríl 1991. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 6:1, 6:2, 6:3, 10:3, 10:4, 13:5, 14:7, 15:10 16:15, 18:15, 18:17, 20:17. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6, Jak- ob Sigurðsson 5, Valdimar Grimsson 5, Brynjar Harðarson 3/1, Dagur Sigurðsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 16/2 (þar af 1 er knötturinn fór aft- ur tii mötherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Patrekur Jó- hannesson 6/1, Axel Björnsson 3, Magnús Eggertsson 3, Magnús Sig- urðsson 2, Hilmar Hjaltason 1, Haf- steinn Bragason 1, Sigurður Bjarna- son 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 17/1 (þar af 4/1 er knötturinn fór aftur til mótherja). Utíin vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Árni Sverrisson. Áhorfcndur: 125 greiddu aðgang, en alls voru urn 200 áhorfendur á leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.