Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRÍÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Reuter Holyfield með heimsmeistaragjörð- ina um sig miðjan. Foreman féllmed sæmd Holyfield varði titil- inn með því að vinna á stigum EVANDER Hoiyfield varði heimsmeistaratitiiinn í hnefa- leikum er hann sigraði hinn 42 ára gamla George Foreman á stigum eftir 12 lotur í einvígi þeirra í Atlantic City aðfaranótt laugardagsins. Frammistaða Foremans kom á óvart þar sem hann er 14 árum eldri en heimsmeistarinn. Viðureign Holyfields og Fore- mans var jöfn og það er ljóst að erfitt verkefni bíður heimsmeist- arans í næstu viðureign er hann mætir Mike Tyson síðar á þessu ári. „Þó svo að Holyfield hafi sigrað náði ég að sanna getu mína og var aðeins hársbreidd frá sigri,“ sagði Foreman, sem fékk 12,5 milljónir dollara, eða um 720 milljónir íslenskra kóna fyrir bardagann. Holyfield, sem fékk 20 milljónir dollara, sagði að ailtaf þegar hann náði höggi á Foreman hafi bjallan hringt. „Eg náði oft að slá George af öllu afli. Fyrir nokkrum árum hefðu þessi högg dugað gegn öðrum andstæðingum mínum. En þau dugðu ekki gegn honum. Hver hafði trúða því að 42 ára gamall maður stæði 12 lotur gegn mér,“ sagði Holyfield, sem er 28 ára og vann nú í 26. skipti. Hann hefur aldrei tapað í hringnum. Þetta einvígi var eitt það jafn- asta sem um getur í mörg ár þó svo að mikill þyngdar- og aldurs- munur hafi verið á köppunum. Foreman er 116,5 kg og Holyfield 94,3 kg en honum var dæmdur sig- ur, 355:188. Foreman sagði eftir viðureignina að hann hefði ekki gert það upp við sig hvort hann myndi leggja hanskana á hilluna eða gera aðra tilraun til að vinna heimsmeistaratitilinn. Reuter Foreman og Holyfield eftir að bar- áttupni leik. SKIÐI Þettaer vinna og aftur vinna... - segir Daníel Jakobsson, eini íslenski íþróttamaðurinn sem hlýtur styrk frá Ólympíusamhjálpinni DANÍEL Jakobsson, 17 ára skíðagöngumaðurfrá ísafirði, er fyrsti og eini islenski íþrótta- maðurinn sem hlotið hefur þann heiður að fá styrk frá Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity). Styrkveitingin gerir honum kleift að einbeita sér alfarið að íþrótt sinni næstu fjögur árin að minnsta kosti án þess að hafa að því fjárhags- legar áhyggjur. Hann byrjaði nám sl. haust í virtasta skíða- menntaskóla Svíþjóðar og hef- ur nú þegar tekið miklum fram- förum og sannaði það á Skfða- móti íslands á ísafirði þar sem hann hafði mikla yfirburði í sínum flokki. Daníel er ljós yfirlitum, hár og grannur og er allt að því barnalegur í útliti. Hann er léttur á fæti og hleypur eins og tófa um snæfi þaktar brekk- Eltir urnar og virðist vera Val B. með þá líkamsbygg- Jónatansson jnjp sem hentar skíðagöngumanni. Hann hreykir sér ekki af afrekum sínum, veit hvað þarf til að ná ár- angri og það er jú það sem hann ætlar sér í framtíðinni. Þekkir varla annað en sigur Hann ólst upp á Ísafirði og byij- aði í fótbolta eins og flestir strákar gera þar um slóðir. „Ég kynntist síðan skíðagöngunni fyrir tilstuðlan Þrastar Jóhannessonar þegar ég var átta ára gamall og síðan hafa skíðin átt hug minn allan,“ sagði Daníel. Hann keppti fyrst á Andrésar andar-leikunum þegar hann var 12 ára og varð fyrstur. Síðan hefur hann varla þekkt annað en sigur í mótum hér á landi. 230 þús. ársfjórðungslega Styrkur Ólympíusamhjálparinnar til Daníels er um ein milljón króna á ári og eru greiddar út 230 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti. Þessi styrkur er greiddur beint til skíðamenntaskólans í Jerpen og á að nægja fyrir skólagjöldum, uppi- haidi og ferðum, auk vasapeningá. Ólympíusamhjálpin fylgist mjög grannt með frammistöðu Daníels í í námi og við æfingar í gegnum yfirstjórn skólans. Ef-hann stendur ekki undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar varðandi æfingar og námið gæti hann misst styrkinn. „Mjög jákvætt" „Styrkurinn frá Ólympíusam- hjálpinni gerir mér mögulegt að einbeita mér alfarið að æfingum næstu árin án þess að hafa af því fjárhagsáhyggjur. Þessi vetur hefur kostað mig hálfa milljón og það hefði verð erfitt að fjármagna næsta vetur ef þessi styrkur hefði ekki komið til. Þetta er mjög já- kvætt hjá Ólympíunefnd og vonandi að feiri íslenskir íþróttamenn fái að njóta þess í framtíðinni því við erum svo fá og peningalítil hér á íslandi," sagði Daníel. Stefnir á ÓL í Lillehammer “94 Langtímamarkmið Daníels er að standa sig vel á Vetrarólympíuleik- unum í Lillehammer í Noregi 1994. Næsta ár stefnir hann á þátttöku á HM unglinga í Finnlandi. „Eftir tvö ár ætla ég að taka þátt í nokkr- um alþjóðamótum og heimsmeist- aramótinu sem fram í Falum 1993 til að öðlast reynslu áður en kemur að Ólympíuleikunum.“ Besti árangur Daniels að eigin sögn er 10. sætið í 20 km göngu á sænska unglingameistaramótinu sem fram fór í mars, en þar voru 200 þátttakendur. „Eg hefði verið ánægður með tíunda sætið ef ég hefði verið spurður daginn fyrir keppnina, en eftir að hafa fengið Daníel Jakobsson Fæddur: 17. ágúst 1973. Hæð: 1,83 m. Þyngd: 73 kg. Foreldrar: Auður Daníelsdóttir og Jakob Hjálmarsson. Árangur: 14 íslands- og unglingameist- aratitlar í skíðagöngu. 10. sæti í 20 km göngu á sænska unglingameistaramótinu. Markmið: Að ná góðum árangri á Ólympíuleikunum í Lillehammer 1994. smjörþefinn af því að vera í verð- launasæti er ég ekki alveg nægilega sáttur með það sæti. Eftir 15 kíló- metra var mér sagt að ég væri i hörkukeppni um bronsverðlaunin, var með fjórða besta tímann. Þetta var_ eitthvað sem ég átti ekki von á. Ég trúði þessu ekki og skömmu síðar ældi ég og við það missti ég orku og féll ofan í tíunda sæti. En ég er mjög ánægður með veturinn og bíð spenntur eftir þeim næsta.“ Vinsæll skóli Þjálfarar Dam'els eru tveir af virt- ustu skíðagönguþjálfurum Svía, Peka Eiriksson og Bengt Hallvars- son. 60 nemendur eru í skólanum, 30 í göngu og 30 í alpagreinum. Skólinn er mjög vinsæll og á hvetju ári eru 80 umsækjendur um skóla- vist og komast færri að en vilja. Heimsfrægir göngumenn á borð við þá Thomas Wassberg og Torgny Mogren hala verið við nám í Jer- pen. Þeir hafa báðir unnið til gull- verðlauna á heimsbikar- og heims- meistaramótum auk Ólympíuleika. Mikill tími í æfingar Danél segist hafa lært mikið á Daníel iakobsson hefur verið iðinn við að safna að sér verðlaunum á skíðamótum hér á iandi eins og hann gerði á Skíðamóti íslands á Isafirði fyrir tveimur vikum. Nú stefnir hugur hans út fyrir landsteinana þar sem hann ætlar sér að ná langt í íþrótt sinni, skíðagöngu. þessu eina ári í Svíþjóð. Það er mikill tími sem fer í æfingar, enda æft einu sinni til tvisvar á dag alla virka daga og síðan keppt um helg- ar. Hann æfði um 400 tíma á síðasta ári og ætlar að auka þær upp í 500 tíma á næsta ári. Mark- miðið er að hann verði kominn upp í 550 æfingatíma árið 1993. „Þetta er ekkert annað en vinna og aftur vinna,“ segir þessi ungi og efnilegi íþróttamaður sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.