Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
SUND / NORÐURLANDAMOT FATLAÐRA
❖
1991
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI
BLAÐ
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Sigrún Huld og Ólafur sigursæl
íslenska sundlandsliðið í sundi fatlaðra stóð sig mjög vel á Norðurlandamótinu í sundi sem fram fór í Stavanger í Noregi um
helgina. 26 íslandsmet voru sett á mótinu og vann íslenska liðið 13 gullverðlaun, 17 silfurverðlaun og 12 bronsverðlaun. Sigrún
Huld Hrafnsdóttir og Ólafur Eiríksson unnu sín fimm gullverðlaunin hvort. Sigrún Huld setti jafnframt 3 Norðurlandamet, í 100
m bringusundi, 100 m baksundi og 200 m ijórsundi. Búið er að sækja um staðfestingu á heimsmetum í öllum þeim sundum sem
Sigrún Hrund sigraði í á mótinu.
■ Úrslit / B9
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Omurlega svekkjandi
- sagði SævarJónsson sem variyrirliði landsliðsins ÍTirana
„ÞETTA var mjög slakt,“ sagði Sæv-
ar Jónsson, fyrirliði, við Morgunblað-
ið eftir 1:0 tap gegn Albaníu í Evrópu-
keppni landsliða í knattspyrnu í Tir-
ana a 'sunnudag.
Mér fannst mjög snemma að menn
væru að hvfla sig þegar við vorum
í sókn. Það var eins og menn vildu ekki
fá boltann, maður var stundum í vandræð-
um vegna þess að það var enginn til að
gefa á. Knattspyrnan er einföld, best er
þegar hægt er að spila með einni eða
tveimur snertingum en það var ekki hægt.
Þá vorum við að tapa tæklingum, en það
hefur nú oft verið aðalsmerki okkar hve
sterkir við erum — og ýmislegt hefur orð-
ið til í framhaldi af því. Færi skapast eft-
ir að við höfum unnið boltann í tækling-
um.“
Sævar sagði að það væri „ömurlega
svekkjandi að tapa þessum leik. Ef bæði
lið spila af eðlilegum styrkleika eigum við
að vinna. En það er ekki það sem telur
heldur dagsformið. Menn voru alveg með
það á hreinu að þeir yrðu að hafa fyrir
þessu en samt fór þetta svona. Menn
náðu sér bara alls ekíri á strik. Þetta var
einfaldlega lélegt. En ég tel gott fyrir
okkur að það skuli vera stutt í næsta leik.
Við hljótum að gera okkur grein fyrir þvi
hvað þarf til að ná árangri. Við vorum á
hælunum í dag en verðum að bæta okkur
gegn Tékkum.“
Vorum of lengi í Albaníu
Fyrirliðinn taldi enga eina skýringu á
frammistöðunni. „Undirbúningurinn var
ágætur þó ég teiji að við höfum verið of
lengi hér í Albaníu. Menn fá visst „sjokk“
þegar þeir koma hingað, maturinn er ekki
góður og hér er ekkert við að vera. Þetta
gæti verið hluti af skýringunni.“
„Byijunin var allt í lagi hjá okkur, við
fengum nokkúr ágæt hálf-færi sem ekki
nýttust en menn róuðust og héldu kannski
að þetta kæmi bara. En það gerist auðvit-
að ekki af sjálfu sér. Við fengum fleiri
tækifæri en andstæðingurinn, nýtum ekk-
ert en hinir nýta að minnsta kosti eitt.
Þetta hefur oft gerst. Okkur virðist svo
oft vanta herslumuninn. Að ná stigi á
útivélli gegn sterkum liðum og vinna leiki
eins og í dag.“
■ Sjánánar / B4,B5, B12
HANDBOLTI
Atli þjálfar Fram:
Ætla ekki að
spila með
Atli Hilmarsson var
ráðinn þjálfari 1.
deildar liðs Fram í
handknattleik um helg-
ina. Samið var til i.rs
og byrja æfingar á
næstunni.
„Ég ætlaði mér alltaf
að leika eitt ár á íslandi
áður en ég tæki að mér
þjálfun, en meiðsl hafa
sett strik í reikninginn,“
sagði Atli við Morgun-
blaðið. „Ég ætla því
ekki að spila með Fram,
en einbeita mér að
þjálfuninni. Mér fannst
rétt að grípa tækifærið þegar það gafst, en ég tel
Fram áhugaverðasta og efnilegasta liðið í fyrstu
deild enda uppistaðan nýkrýndir Norðurlanda-
meistarar og verðandi lykilenn landsliðsins. Ég er
ánægður með að mér skuli vera treyst fýrir þessu
verkefni og hlakka til að takast á við það.“
Jón Árni Rúnarsson verður aðstoðarþjálfari Atla.
KNATTSPYRNA
Þorgrímur tekur
fram skóna
orgrímur Þráinsson, fýrrum landsliðsmaður i
knattspyrnu og fyrirliði Vals, er hættur við
að hætta. Hann ætlar samt ekki að vera með í
slagnum á toppnum, heldur leika með gömlu félög-
unum í Ólafsvík. Þorgrímur verður með Víkingi í
1. umferð bikarkeppninnar í kvöld, þegar liðið
mætir ÍK í Kópavogi og eins er stefnt að því að
hann leiki gegn Aftureldingu í keppni'T: deildar á
laugardag, en síðan er óvíst með framhaldið.
KORFUBOLTI
Pálmar til liðs
við Grindvíkinga
Pálmar Sigurðsson, ein
aðal driffjöður Hauka-
liðsins í körfuknattleik, und-
anfarin ár hefur gengið frá
félagaskiptum yfir í UMFG
og leikur með liðinu í úrvals-
deildinni í körfuknattleik
næsta keppnistímabil.
„Það er ýmislegt á bakvið
það að ganga til liðs við
UMFG. Mig hefur langað til
að prófa eitthvað nýtt að
undanförnu og lét verða af
því núna. Mér finnst ég hafa
verið í lágdeyðu undanfarin
ár og tel að það geti verið
sjálfum mér til góðs að skipta um félag og vonandi
Grindavíkurliðinu einnig. Þetta er spennandi lið og
síðan er það með mjög góðan þjálfara. Ég hlakka því
mjög til að takast á við ný verkefni.“
„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Pálmar til
okkar,“ sagði Margeir Guðmundsson formaður körfu-
knattleiksdeildar, „hann er ekki aðeins einn besti bak-
vörðurinn í íslenskum körfuknattleik heldur er hann
einnig góður félagi og við vonumst til að hann hjálpi
okkur að ná sem bestum árangri á næsta vetri.“
Grindvíkingar vonast til að Ðan Krebs spili áfram
með þeim næsta vetur en hann mun svara þeim í
næsta mánuði hvað verður.
NBA-deildin:
Chicago í urslit
Chicago tryggði sér í gærkvöldi rétt til að leika
í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn
er liðið sigraði Detroit fjórða leikinn í röð. Lokatöl-
urnar urðu 115:94 fyrir Chigaco, sem mætir LA
Lakers eða Portland í úrslitum.
■ Nánar um NBA / B8
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR í ANDORRA / B6 OG B7