Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JUNI 1991
B 7
KISS:
Unglingar
aðal við-
skiptavinirnir
Vöruúrvalið í verslunininni Kiss
höfðar fyrst og fremst til ungl-
inga, að sögn Ingibjargar Sigur-
jónsdóttur, verslunarstjóra. Að-
aláherslan verður á veggspjöld,
boli og skartgripi.
Kiss er í eigu fyrirtækisins Salm-
sons hf., sem rekur aðra verslun á
þriðju hæð Kringlunnar. Ingibjörg
segir úrvaiið í verslununum verða
svipað, þó verði t.d. ekki seld barm-
merki í versluninni í Borgarkringlu
en ætlunin sé að vera með grín-
gjafavöru, þegar fram í sækir.
Aðspurð hvernig sér litist á versl-
unarmiðstöðina, sagði Ingibjörg að
sér litist stórvel á húsið og sér sýnd-
ist það skemmtileg tilbreyting að
koma inn í það. Um gengi verslun-
arinnar vildi hún sem minnst spá,
sagði að það yrði tíminn að leiða í
ljós.
SVEINN BAKARI:
Meira úrval
en í hinum
bakaríunum
SVEINN bakari opnar í Borgar-
kringlunni sitt 14 bakarí. Hann
segir að þar verði boðið upp á
mun meira úrval en á hinum stöð-
unum og viðskiptavinir muni
einnig eiga þess kost að fylgjast
með bökurum við störf sín.
„Þetta er fjórtánda bakaríið mitt,
en þetta verður dálítið sérstakt,"
segir Sveinn. „Innréttingarnar eru
sérstaklega vandaðar og úrvalið
verður meira en á hinum stöðunum.
Hérna verða alltaf einn til tveir
bakarar og viðskiptavinir munu
ATLANTIK:
Miðasala á síðustu stundu
Ferðaskrifstofan Atlantik býð-
ur upp á nýjung í ferðamálum á
jarðhæð Borgarkringlunnar;
svokallað „Box-office“ upp á
ensku en það hefur ekki enn hlot-
ið nafn. Þar verða seldir miðar
á íþróttaleiki, leikhús og flugmið-
ar auk utanlandsferða, allt fram
á síðustu stundu. Jafnframt mun
Atlantik flytja alla starfsemi sína
í Borgarkringluna. Verður hún
eina ferðaskrifstofan í húsinu
Aðalskrifstofa Atlantik verður á
ijórðu hæð en starfsmenn hennar
eru 10, auk fararstjóra. Engilbert
Gíslason einn eigenda og markaðs-
stjóri Atlantik segir að undirtektir
við miðasöluna vera mjög góða,
ekki síst hjá flugfélögum, sem
munu selja miða í innan- og utan-
landsflug, m.a. „hopp“-miða. Að
sögn Engilberts er þjónustan á jarð-
hæðinni ekki enn fastmótuð en seg-
ir að henni megi líkja við nokkurs
konar markaðstorg þar sem í boði
verði flest það sem að ferðamálum
snúi. Vilji fólk nánari upplýsingar
eða spyijast fyrir um áfangastaði,
sé starfsfólk ferðaskrifstofunnar á
fjórðu hæð til þjónustu reiðubúið.
Morgunblaðið/KGA
Ferðaskrifstofan Atlantik flytur alla starfsemi sína í Borgarkringl-
una. Engilbert Gíslason stendur þar sem miðasölu ferðaskrifstofunn-
ar hefur verið fyrirhugaður staður.
VEITINGASTAÐUR
PUB
KRINGLUNNI 4
Opnum kl. 12.00.
Framreiðum mat allan daginn.
Opið til kl. 01.00 virka daga
og til kl. 03.00 um helgar.
KRINGLAN 4,
sími 680878.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíóum Moggans! y
Morgunblaðið/KGA
Sveinn bakari opnar nú í Borgarkringlunni sitt 14 bakarí.
geta fylgst með bakstrinum hérna
á staðnum.“
Sveinn segir að sér lítist mjög
vel á Borgarkringluna og hann hafi
mikla trú á að hún eigi eftir að
eiga mikla framtíð fyrir sér.
IÖGGARÐVR SF.
Kringlunni 4, 3. hceð.
Sími: 91-681636
FAX: 91-678925
Alhliða lögfræðiþjónusta og ráðgjöf,
málflutningur, uppgjörslysabóta og
annarra skaðabóta, innheimtur,
stofnun fyrirtækja og samningagerð.
Guðni A. Haraldsson, hrl.
Brynjólfur Eyvindsson, hdl.
Benedikt Sigurðsson, lögfr.
V___________________________/
I DAG OPNA
®
Vel hirtir fætur
Vel hirtir skór