Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 Morgunblaðið/Þorkell Hringur opnar sýningu í Gallerí Koti Hringur Jóhannesson, listmálari, opnar í dag, laugardag, sýningu í Gallerí Koti í Borgarkringlunni. A sýningunni eru 17 olíumálverk, flest máluð á þessu ári og þvi síðasta. Sýningin í Borgarkringlunni er 35. einkasýning Hrings, en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Þessi mynd var tekin í Gallerí Koti þegar Hringur var að hefja uppsetningu sýningarinnar. KRINGLAN 4-103 REYKJAVlK ■ SlMI 680920 Höfum opnað að nýju Full búð af nýjum vörum Verið velkomin VERSLUNIN KOT OG GALLERÍ KOT: Gjafavörur oggallerí á sama stað EINAR Óskarsson og Dagmar S. Gunnarsdóttir opna nú í Borg- arkringlunni verslun með heimil- is- og gjafavörur, verslunina Kot. I hluta húsnæðisins verða þau með gallerí og opnar Hring- ur Jóhannesson, listmálari, sýn- ingu á olíumálverkum þar í dag. Einar Óskarsson segir, að í versl- uninni verði boðið upp á heimilis- og gjafavörur af ýmsu tagi. Um- gjörð hennar sé í nokkurs konar Nýja-Englandsstíl, línurnar séu mjúkar og dálítið gamaldag. Vör- urnar í búðinni falli vel að þessari umgjörð, þar megi til dæmis fá ít- alska potta, handmáluð frönsk mat- arstell, bækur um vín og vínmenn- ingu og fleira í þeim anda. Einar segir að rfieð versluninni sé ætlunin að höfða til nýs hóps viðskiptavina og tengja saman heimilið og listina. Því fari vel á því að reka verslunina og galleríið hlið við hlið. Vel hafi gengið að fá listamenn til að sýna í galleríinu, Hringur Jóhannesson ríði á vaðið og í kjölfarið komi Leifur Breiðljörð. Morgunblaðið/Bjarni Eigendur verslunarinnar Kots og gallerís með sama nafni í Borgar- kringlunni, Einar Óskarsson og Dagmar S. Kristjánsdóttir, ásamt dætrum sínum þeim Lovísu Kristínu og Ruth. FIÐRILDIÐ: AfLaugavegi í Borgarkringlu „Mér finnst nóg að vera með eina verslun og því flytur versl- unin upp í Borgarkringlu, þang- að sem straumurinn er,“ segir Nína B. Svavarsdóttir, sem ásamt móður sinni, Birnu Bald- ursdóttur á barnafataverslun- ina Fiðrildið. Verslunin hefur nú síðast verið til húsa á Laugavegi 45 og flytur í húsnæði í Kringiunni sem er svip- að að stærð, um 90 m2. Fiðrildið selur eingöngu Oilily barnavörur og eina verslunin sem það gerir hérlendis. „Það er ekki eins erfitt að bera a nafnið fram og það sýn- ist,“ segir Nína, og bætir því við að hinum föstu viðskiptavinum veijist ekki lengur tunga um tönn þegar þeir ræði um Oilily-vörurn- ar. Nína hefur rekið verslunina frá 1987 en þá var hún í um 30 m2 húsnæði. „Við erum alltaf að stækka við okkur og erum nú komnar í þrisvar sinnum stærra húsnæði en í upphafi. Það leggst mjög vel í okkur að flytja i Borgar- kringluna, hér er meira um sér- verslanir en gengur og gerist og þá verða vörurnar ekki eins keim- líkar." Innréttingarnar eru hannaðar Morgtinblaðið/KGA Þrír ættliðir í Fiðrildinu; Nína B. Svavarsdóttir ásamt dóttur sinni Birnu Björk og móður, Birnu Baldursdóttur. af Hollendingi í samræmi við Olil- ily-fyrirtækikið en auk þess hefur Baldur Svavarsson arkitekt stoðað við hönnunina. að- Verð frá kr. 37.500,- í 2 vikur, 2 fullorðnir og 2 börn Verð frá kr. 55.600,- í 2 vikur, 2 í stúdíói Mattö 17.júní Verð frá kr. 47.420, - Í3 vikur, 2 fuilorðnir og 2 börn 2-11 ára Verð frá kr. 65.960,- í 3 vikur, 2 í stúdíói BROTTFARARDAGAR: 26. maí 9. júli 20. ágúst 4. júní 16. júli 27. ágúst 11. júní 23. júlí 3. september 18. júni 30. júlí 10. september 25. júni 6. ágúst 17. september 2. júlí 13. ágúst (ntONTIt FERÐASKRIFSTOFA - KRINGLUNNI 4 - SÍMI 679888 BROTTFARARDAGAR: 29. maí 17. júni 8. júlí 29. júli 19. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.