Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 11
10 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
B II
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
KOKKTEILL:
Morgunblaðið/KGA
Mæðgfurnar Birna Björnsdóttir í Fataprýði - Hárprýði og Guðbjörg
Vilhjálmsdóttir í Kokkteil, ásamt syni Guðbjargar, Birni Egilssyni.
FATAPRÝÐI - HÁRPRÝÐI:
Mæðgur hvor
sínu megin þilsins
„Eg sérhæfi mig í tískufatnaði í númerunum 44-54, fatnaði fyrir konur
á öllum aldri, auk þess sem ég verð auðvitað með hárkollur og gerfi-
hár,“ segir Birna Björnsdóttir, eigandi verslunarinnar Fataprýði - Hár-
prýði. Hinum megin við þilið rekur dóttir Birnu, Guðbjörg, verslunina
Kokkteil.
Fjölbreytt
vöruúrval
sem höfðar
til sem
flestra
VERSLUNIN Kokkteill býður
upp á vörur af ýmsu tagi. Þar
má nefna fatnað, hatta, skart-
gripi, viftur í loft og fleira. Eig-
andinn, Guðbjörg Vilhjálmsdótt-
ir, segir að með fjölbreyttu vöru-
úrvali í versluninni sé meiningin
að höfða til sem flestra.
„Vöruúrvalið hérna er hálfgerður
kokkteill og þess vegna varð þetta
nafn fyrir valinu," segir Guðbjörg.
„Við erum hérna með fatnað, bæði
fyrir dömur og herra, hatta, sem
við bæði seljum og leigjum út,
skartgripi af ýmsu tagi og viftur í
loft, svo nokkuð sé nefnt. Ætlunin
er að ná til sem flestra og tryggja,
að fólk hafi gaman af því að líta
hér inn,“ segir hún.
Guðbjörg segir að verslunin eigi
sér enga sérstaka fyrirmynd. Hún
hafi fengið hugmyndina að henni
og flytji líka sjálf inn þær vörur,
sem þar séu á boðstólum. Hún seg-
ist hafa trú á að Borgarkringlan
eigi eftir að dafna, enda sé þarna
um að ræða glæsilegt húsnæði á
aðgengilegum stað.
Bima hefur til margra ára rekið
Hárprýði við Háaleitisbraut, þar sem
hún hefur boðið upp á hárkollur fyr-
ir dömur og herra. Sú verslun verður
rekin áfram enda Birna með fastan
hóp viðskiptavina. „Með nýju versl-
uninni vonast ég til að ná til nýrra
viðskiptavina, sem margir hverjir
hafa ekki vitað hvár eldri verslunin
er. í Fataprýði - Hárprýði verður
meira úrval, m.a. fatnaður og allir
fylgihlutir s.s. sokkabuxur. Þá verð
ég einnig með hárkollur og gervihár,
sem er að koma aftur í tísku, vegna
afturhvarfsins til sjötta áratugarins
sem hefur verið svo áberandi í tís-
kunni að undanförnu."
Morgunblaðið/Bjami
Lína Rut Karlsdóttir, förðunarmeistari.
FÖRÐUNARMEISTARINN:
Förðunarþjónusta
jyrir öll tækifæri
LÍNA Rut Karlsdóttir opnar nú förðunarstofuna „Förð-
unarmeistarinn — Make-up For Ever“ í Borgarkringlunni,
en hún hefur rekið þessa þjónustu í um það bil ár í bak-
húsi við Laugaveginn. Hún segir að hún muni bjóða upp
á förðunarþjónustu fyrir öll tækifæri, námskeið í förðun,
svo og gjafavörur.
Lína Rut hefur unnið íslandsmeistarakeppni í förðun tvö ár
í röð og auk þess að reka förðunarstofuna á Laugaveginum
hefur hún séð um þáttinn „Stakkaskipti" í Vikunni. A Laugaveg-
inum hafi hún haft fastan hóp viðskiptavina, en fáir hafi kom-
ið inn af götunni. Hún segist hafa trú á að á því verði breyting
nú þegar hún hafi flutt í Borgarkringluna, enda sé húsið afar
notalegt. Sjálf hefur Lína Rut hannað útlit förðunarstofu sinnar
í Borgarkringlunni.
SUbb
^um
skóverslun
í Borgakringlunni
NYJA KOKUHUSIÐ:
Þrír nýir staðir í
Borgarkringlunni
NYJA kökuhúsið verður með fjölþætta starfsemi í Borgarkringl-
unni. I fyrsta lagi verður þar rekið kaffihús, sem býður upp á veit-
ingar, sem mest líkist heimabökuðu, í öðru lagi veitingastað með
léttum réttupi og í þriðja lagi „expressó-bar“, þar sem hægt verður
að kaupa kaffi og konfektkökur.
Birgir Páll Jónsson, eigandi Nýja
kökuhússins, segir að í Borgar-
kringlunni verði fyrirtækið í fyrsta
lagi með kaffihús í hefðbundnum
stíl, nema hvað þar verði boðið upp
á veitingar, sem líkist mest heima-
bökuðu. Til dæmis sé ætlunin að
safna uppáhaldskökuuppskriftum
þekktra kvenna í þjóðfélaginu og
gefa viðskiptavinunum kost á að
bragða á þeim.
Nýja kökuhúsið mun einnig reka
veitingastaðinn „Létt og gott“ á
neðri hæð verslunarmiðstöðvarinn-
ar. Þar segir Birgir Páll að hægt
verði að kaupa ís, súpu með brauði
og eggjaböku að frönskum hætti,
sem kallist „Quiche“. Enn fremur
aðrar veitingar af léttara taginu.
Hann segir að á annari hæð verði
hins vegar „expressó-bar“, þar sem
boðið verði upp á kaffi og konfekt-
kökur. Á þeim stað verði gott út-
sýni yfir allt húsið og muni því fólki
henta vel að mæla sér mót þar.
Birgir Páll segir að á kaffihúsinu
verði um 90 sæti og álíka mörg séu
á hinum tveimur stöðunum til sam-
ans.
Morgunblaðið/Bjami
Hjördís Gissurardóttir opnai' nú tvær verslanir á neðri hæð Borgarkringl-
unnar, skóbúðina Cinderella og heilsubúðina Herbier de Provance.
CINDERELLA OG
HERBIER DE PROVANCE:
Færi ekki út íþetta
nema ég væri bjart-
sýn á árangurinn
HJÖRDÍS Gissurardóttir opnar nú tvær verslanir í Borgarkringlunni, skó-
búðina Cinderella og heilsubúðina Herbier de Provance. Hún segist afar
bjartsýn á framtíð Borgarkringlunnar, enda hefði hún ekki að öðrum
kosti ákveðið að fara út í að opna þessar verslanir.
Hjördís Gissurardóttir rekur verslun
með bæði Benetton og Sisley vörur í
Kringlunni og segir hún að þar hafi hún
verið með nokkuð úrval af skóm frá
Cinderella. Nú hafi hún hins vegar
ákveðið að opna sérverslun með fram-
leiðslu þessa fyrirtækis. Þarna sé um
að ræða breiða línu í skófatnaði, bæði
fyrir dömur og herra, og mikil áhersla
sé lögð á gæðin.
í máli Hjördísar kom fram, að í lönd-
unum allt í kringum okkur, bæði í Vest-
ur-Evrópu og Norður-Ameríku, séu
starfandi búðir undir vörumerkinu
Herbier de Provance. Allar vörur í þeim
séu framleiddar úr jurtum frá Provance-
héraði í Suður-Frakklandi og í verslun-
inni í Borgarkringlunni verði hægt að
fá margs konar hreinlætis- og hreinsi-
vörur. „Vörurnar sem við bjóðum upp á
hér eru til að hreinsa líkamann. Það eru
engir litir í þessum vörum, en þær stuðla
að því að fólk fær hressilegt útlit, fal-
legri húð og hár,“ segir Hjördís.
Hún segist telja, að verslanirnar tvær
falli vel að þeirri ensk-frönsku línu, sem
sé ríkjandi í Borgarkringlunni. Þessi
verslunarmiðstöð sé skemmtileg og aðl-
aðandi á sinn hátt, en að sumu leýti
andstæða við gömlu Kringluna, sem sé
meira í amerískum anda og mjög glæsi-
leg.
Hjördís segist bjartsýn á framtíð
verslana sinna þarna. Vissulega heyrist
alltaf ákveðnar svartsýnisraddir í sam-
bandi við svona framkvæmdir, hún hafi
heyrt þær þegar hún hafi opnað í Kringl-
unni og raunar allt frá því hún opnaði
fyrst gullsmíðaverkstæði fyrir 11 árum.
„Maður hlýtur hins vegar að vera bjart-
sýnn, þegar maður veit að vörumerkin
eru góð og varan er vönduð," segir hún.
Bókaverslun með al-
þjóðlegu yfirbragði
KRINGLUSPORT:
Hlaupabrautígegn-
um 800 m2 verslun
SIGFÚS EYMUNDSSON:
BÓKAVERSLUN Sigfúsar Eymundssonar
í Borgarkringlunni verður sú sjötta í röð
verslana fyrirtækisins. Hún verður alhliða
bóka- og ritfangaverslun með alþjóðlegu
yfirbragði. Þar verður gott úrval erlendra
bóka; blaða og tímarita og sérstök barna-
bókadeild að ógleymdum hlut íslenskra
bóka, sem verður veglegur.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar er
elsta bókaverslun jandsins, stofnuð árið 1872.
Að sögn Einars Óskarssonar, framkvæmda-
stjóra er sala erlendra bóka snar þáttur í
rekstrinum og verður sú deild uppfull góðra
bóka, mestmegnis á ensku en einnig verður
reynt að gera öðrum málum skil. I bamabóka-
deildinni verður bókabíll þar sem börnin geta
sest niður og skoðað bækur í ró og næði.
Ástæðu þess að fyrirtækið opnar bókaversl-
un í Borgarkringlunni, til viðbótar þeirri sem
er í Kringlunni, segir hann vera vinsældir
þessa verslunarsvæðis. „Við viljum vera þar
sem fókið er, verslun í miðborginni hefur dreg-
ist saman og straumurinn liggur hingað."
Verslunarstjóri í Borgarkringlu er Rann-
veig Pálsdóttir. Innréttingar verslunarinnar
em hannaðar af bresku fyrirtæki sem sérhæf-
ir sig í innréttingum bókaverslana. Teppi em
á gólfum og dökkar viðarinnréttingar, smíðað-
ar með þarfir bókaáhugafólks í huga. í tilefni
opnunarinnar verða margvísleg tilboð á bók-
um og ritföng auk þess sem viðskiptavinum
verður boðið að taka þátt í verðlaunaleik, þar
sem hinir heppnu munu vinna alfræðibækur.
Morgunblaðið/KGA
Einar Ólafsson framkvæmdastjóri ásamt einuin starfsmanna verslunarinnar, Kristó-
fer Péturssyni.
STÆRSTA íþróttavöruverslun
landsins verður til húsa í Borg-
arkringlunni og kallast Kringlu-
sport. Þar fæst allt sem nöfnum
tjáir að nefna til íþróttaiðkunar
og útiveru, nema ef vera skyldi
fyrir hestamenn. 65 metra
hlaupabraut leiðir viðskiptavin-
inn í gegnum hina 800 m2 versl-
un sem liggur í U og er gert ráð
fyrir gegnumstreymi, þ.e. að
inngangur og útgangur séu við
sitthvorar dyrnar.
Kringlusport er í eigu Borgar-
kringlunnar hf. Alsport hf., Aust-
urbakka hf., G.A. Péturssonar hf.,
Macom hf. og Marinó hf. Fram-
kvæmdastjóri er Þorsteinn Sæ-
mundsson og segir hann það hafa
verið álit manna að á Kringlusvæð-
ið hafi vantað stóra og öfluga
íþróttavöruverslun. „Minni versl-
anir hafa gefið misjafna raun og
vöruúrval ekki verið sem skyldi.
Allir þeir sem að versluninni
standa, flytja inn íþróttavörur utan
Borgarkringlan og úrvalið verður
því ótrúlegt. Ferð í verslunina á
því að vera meira en innkaupaferð,
hún á að vera upplifun.
Við erum einna stoltastir af
stórri og góðri veiðideild, en við
verðum með skot- og stangveiðiút-
búnað í sérstöku veiðihúsi. Þá verð-
um við með skothermi og golfhermi
Morgunblaðið/KGA
Birgir Páll Jónsson í Nýja kökuhúsinu mun reka þijá veitingastaði
I í Borgarkringlunni.
Morgunblaðið/KGA
Þorsteinn Sæmundsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Kringlu-
sports með hluta af 65 metra hlaupabraut í baksýn.
og munum bæta við svighermi
þegar skíðavertíðin nálgast," segir
Þorsteinn.
Tíu stöðugildi verða við verslun-
ina og starfsfólk allt áhugafólk um
íþróttir og útiveru auk þess sem
það hefur reynslu af sölu og notk-
un búnaðains sem það selur. Þá
eru tveir starfsmenn menntaðir
íþróttakennarar.
Mikið verður um uppákomur í
versluninni. M.a. munu nokkrir af
helstu afreksmönnum þjóðarinnar
aðstoða fólk við val á búnaði.
Mánudaginn 3.júní 1991 verður
Almenna málflutningsstofan
opnuð í nýjum húsakynnum í
Kringlunni 6, 6. hœð, Reykjavík.
Nýtt símanúmer skrifstofunnar verÖur
681020
frá og meö 3. júni nœstkomandi.
Opnunartimi skrifstofunnar veröur semfyrr
frá kl. 9 árdegis til kl. 17.00 siödegis.
ALMENNA MÁLFL UTNINGSSTOFAN
Jónatan Sveinsson
hæstaréttarlögmaður
Attorncy at law
Hróbjartur Jónatansson
hæstaréttarlögmaður
Attorncy at law